Morgunblaðið - 21.12.2012, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 21.12.2012, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fjárlög ársins2013 hafa verið samþykkt. Margt er mjög gagnrýnisvert við þessi fjárlög, bæði aðdraganda þeirra og end- anlega útfærslu. Um þau er þó eitt gott að segja sem ekki skyldi vanmetið; þetta eru síðustu fjárlög núverandi rík- isstjórnar. Í fern fjárlög í röð hefur ríkisstjórnin hækkað skatta og er enn ótrúlega fundvís á nýjar leiðir í þeim efnum. Fengi hún fleiri tækifæri mætti ganga að því vísu að hún héldi skattahækkununum áfram. Jafn oft hefur ríkisstjórnin gengið frá fjár- lögum sem eru fullkomlega óraunsæ sem hef- ur þýtt að hallinn á rekstr- inum hefur orðið mun meiri en fjárlögin hafa gert ráð fyr- ir. Nú þegar er augljóst að svo verður um þessi nýsam- þykktu fjárlög. Helsti talsmaður ríkis- stjórnarinnar í ríkisfjár- málum telur nú sem fyrr að fjárlögin muni vekja aðdáun um gervalla heimsbyggðina. Sú veruleikafirring er jafn al- varlegur efnahagsvandi og hann er óvenjulegur. Ríkisfjármálin hafa nú verið sett í kosningabúning} Fjárlög 2013 Nú eru Írar„teknirvið for- mennskunni“ í ESB. Þar er skipt um „formennsku- ríki“ á 6 mánaða fresti. Það er hluti af sýndarveruleika sem iðkaður er innan sam- bandsins, til að láta líta út eins og einhver önnur ríki en Þýska- land og Frakkland hafi einhver raunveruleg áhrif innan þess. Formennskuríkið heldur fundi þegar það tekur við og upplýsir hvað það er sem formennsku- ríkið ætlar að leggja áherslu á næstu 6 mánuðina og hefur haft sína embættismenn sveitta og svefnlausa í að vinna að 24 mánuðina þar á undan. Þessi leikaraskapur kemur Íslendingum svo sem ekkert við sem betur fer og gerir þeim lítið til. Nema helst núna þegar Ísland er í svokölluðu „aðild- arferli“, þá sér íslenska utan- ríkisráðuneytið um að hafa smá jólagleði á 6 mánaða fresti þeg- ar hið nýja formennskuríki tek- ur við. Þá eru birt viðtöl við utanríkisráðherra viðkomandi formennskuríkis sem upplýsir jafnan og með nákvæmlega sama orðalagi og síðasta for- mennskuríki að það muni „hraða aðildarviðræðunum“ við Ísland. Þetta hefur svo sem ekki gert Íslandi neitt til heldur, því ekkert innihald er í þessum yf- irlýsingum og ekki til þess ætl- ast, enda lýtur „hraðinn“ í við- ræðunum allt öðrum lögmálum en þeim sem byggjast á for- mennskuríkja-hringdansinum. Menn muna hvernig Sam- fylkingin lét í upphafi málsins, fyrir ógurlega löngu, þegar all- ir urðu að drífa sig óskaplega mikið til að koma umsókn- inni af stað „á meðan Svíar fara enn með for- mennskuna“. Full- yrt var að Svíar ætluðu að hraða svo aðildarferlinu á sínum 6 mánuðum að hætta væri á að Íslendingar misstu af „Evr- ópuhraðlestinni“ ef umsóknin næði ekki til Svía í tæka tíð. Til þess að tryggja þetta sem best afhentu samfylking- armenn Svíum aðildarum- sóknina tvisvar. En það breytti ekki neinu. Nú eru þau tímamörk löngu liðin sem ís- lensk stjórnvöld tilkynntu að marka myndu niðurstöðutíma aðildarviðræðnanna og heim- komu pakkans fyrir íslenska gluggagæja til „að kíkja í“. Þetta hefur gerst þótt ekki færri en 10 formennskuríki hafi öll tilkynnt að þau ætli sér að hraða aðildarviðræðunum við Ísland. Og af hverju hefur þetta farið svona? Er ekki rétt að upplýsa hið nýja „for- mennskuríki“ Íra um það? Það er einkum af tveimur ástæðum sem þetta gerist. Sú fyrri er að Íslendingar eru ekki svo vit- lausir að þeir vilji í Evrópu- sambandið. Hin síðari er að það hefur ríkt stjórnskipulegt írafár á Íslandi undir „verk- stjórn“ Jóhönnu Sigurð- ardóttur síðustu árin. Það skiptir því minna en engu máli hvaða ríki er látið heita að vera í forystu fyrir ESB þessa eða hina 6 mánuðina. Þetta er eitthvað sem frændur okkar Írar ættu að skilja betur en aðrir. Nú eru Írar í for- mennskunni. Það skiptir ekki minna máli en þegar öll hin ríkin voru í for- mennskunni} Írar ætla líka að hraða ferlinu V æri Ísland hluti af Evrópusam- bandinu hefði líklega aldrei komið til makríldeilunnar enda hefði sambandið þá einfaldlega ákveðið hvað Ísland fengi að veiða af mak- ríl líkt og úr öðrum fiskistofnum. Miðað við það hvað Evrópusambandið hefur viljað úthluta okkur Íslendingum í viðræðum í deilunni er ljóst að það hefði aldrei orðið mikið. Lengi vel harðneitaði sambandið jafnvel að viðurkenna stöðu Íslands sem strandríkis þar sem það myndi styrkja samningsstöðu landsins. Makríldeilan er einmitt mjög athyglisverð í tengslum við umræðu um fullveldi Íslands sem hefur eðlilega verið lykilatriði í allri umræðu hér á landi um það hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið eða standa áfram utan þess. Sumir hafa séð sér hag í því að gera sem minnzt úr fullveldi þjóðarinnar og hafa ýmsar tilraunir verið gerðar í þeim tilgangi. Þannig hefur því meðal ann- ars verið haldið fram að hugmyndir okkar Íslendinga um fullveldi séu úreltar, fullveldið sé svo óljóst fyrirbæri að það sé í raun ómögulegt að skilgreina það eða þá að full- veldi sé jafnvel eitthvað sem aldrei hafi verið til. Þessi framganga er mjög skiljanleg í röðum þeirra sem vilja sjá Ísland innan Evrópusambandsins, enda ljóst að fullveldið stendur í veginum fyrir því markmiði. En svo komið sé aftur að makrílnum og deilunni um hann þá er sú deila sem fyrr segir einkar athyglisverð með tilliti til fullveldisins. Það eru væntanlega ekki fréttir fyrir marga að í krafti fullveldisins höfum við Íslendingar fullt vald yfir okkar sjávarútvegsmálum og þar með talið fullt forsvar í viðræðum við önn- ur ríki og ríkjasambönd um skiptingu deili- stofna eins og makrílsins. Fyrir vikið höfum við getað staðið vörð um hagsmuni okkar í þeim efnum rétt eins og þegar við færðum út efnahagslögsöguna í þorskastríðunum og tryggðum okkur þar með að lokum rétt til þeirrar lögsögu sem við höfum síðan haft yf- irráð yfir. Þessu er þó ekki eins farið hjá öllum ná- grannaþjóðum okkar eins og hefur sést vel í makríldeilunni. Við höfum þannig ekki verið að semja um málið við þær þjóðir innan Evr- ópusambandsins sem helzt hafa hagsmuni af makrílveiðum, eins og Breta og Íra, heldur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Ráðherrar og ýmsir þingmenn þessara þjóða hafa farið mikinn í fjölmiðlum í tengslum við deiluna undanfarin ár og verið afar yfirlýsingaglaðir í þeim efnum en sá mál- flutningur hefur ekki sízt snúist um það að reyna að þrýsta á framkvæmdastjórnina að taka á málinu með hagsmuni þjóða þeirra í huga. Valdið til þess er ekki leng- ur í þeirra eigin höndum heldur hjá Evrópusambandinu eins og í flestum öðrum málum þeirra og annarra ríkja sambandsins. Rétt eins og raunin yrði ef Ísland færi inn í Evrópusambandið. Á sama tíma hafa Færeyingar, sem ekki eru fullvalda þjóð, farið með forsvar eigin mála í makríldeilunni. hjorturj@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Mælikvarði á fullveldi STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Verklegar framkvæmdir viðfyrsta áfanga fimm árafjárfestingarverkefnisNorðuráls eru hafnar. Með verkefninu verður hægt að auka framleiðslu álversins á Grund- artanga um allt að 50 þúsund tonn af áli á ári. Heildarfjárfesting Century og Norðuráls er áætluð hátt í 20 milljarðar króna. „Markmiðið er að auka sam- keppnishæfni fyrirtækisins. Við þurfum sífellt að vera að gera betur. Þetta er hagkvæmt verkefni fyrir okkur, eykur framleiðslugetu, bætir rekstraröryggi og eykur framleiðni fyrirtækisins,“ segir Ragnar Guð- mundsson, forstjóri Norðuráls. Fyrsti þáttur verkefnisins er stækkun aðveitustöðvar álversins. Fimmtu afriðlaeiningunni verður bætt við ásamt undirspennuvörn. Framkvæmdir eru hafnar við að- veitustöðina, búnaður hefur verið pantaður og verður settur upp á næsta ári. Ragnar segir að með stækkun aðveitustöðvarinnar og nýj- um búnaði sé hægt að hækka straum á kerum álversins og þannig auka framleiðslu. Þá muni nýi búnaðurinn auka stöðugleika í straumi og gera starfsmönnum álversins betur kleift að verjast spennusveiflum í flutn- ingskerfi Landsnets. Norðurál samdi við ÍAV um byggingu mannvirkja vegna fyrsta áfangans, samtals um 1.600 fermetra að stærð. Um fjörutíu starfsmenn verktaka vinna nú þegar við upp- bygginguna. Kostnaður við áfangann er áætlaður um þrír milljarðar króna. Stærri rafskaut notuð Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls, hefur keypt raf- skautaverksmiðju í Hollandi. Verk- smiðjunni er ætlað að framleiða stærri rafskaut fyrir Norðurál en hluti rafskautanna verður keyptur áfram frá rafskautaverksmiðju BHH í Kína sem Century Aluminum á 40% hlut í. Gera þarf umfangsmiklar breyt- ingar á skautsmiðju álversins á Grundartanga til að taka við stærri rafskautum. Breyta þarf húsnæði og endurnýja búnað. Þegar er byrjað að nota stærri rafskaut í annarri af tveimur ker- línum álversins. Fyrstu rafskautin frá Hollandi koma á síðari hluta næsta árs. Straumurinn er hækkaður smám saman og framleiðsla þannig aukin. 100 manns við breytingar Áætlað er að heildar fjárfesting Norðuráls vegna breytinganna verði yfir tíu milljarðar króna. Þar við bæt- ist 8 milljarða króna fjárfesting móð- urfélagsins í hollensku rafskauta- verksmiðjunni. Framkvæmdin er veruleg inn- spýting í íslenskt atvinnulíf því þegar framkvæmdir verða komnar á fullt verða að jafnaði um 100 manns að vinna við breytingarnar í þrjú ár. Skráð framleiðslugeta álversins, miðað við núverandi tækni, er 284 þúsund tonn á ári. Starfsleyfi fyr- irtækisins gerir ráð fyrir allt að 300 tonna framleiðslu og er því unnt að auka framleiðsluna um 16 þúsund tonn án þess að afla nýrra leyfa. Ragnar segir gert ráð fyrir að sækja um breytingu á starfsleyfi á fyrrihluta næsta árs til þess að auka framleiðsluna um allt að 50 þúsund tonn. Ekki þarf að virkja sér- staklega til að hækka strauminn í álverinu. Orkan er að mestu tryggð samkvæmt núgildandi orku- samningum. Straumur hækkaður á álveri Norðuráls Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls, keypti í sumar for- skautaverksmiðju hollenska ál- versins Zalco sem lokað var um síðustu áramót. Verksmiðjan er á iðnaðarsvæði í Vlissingen í suðurhluta Hollands. Kaupin eru gerð vegna breyt- inga í álverinu á Grundartanga og rafskautaverksmiðjan mun einnig sjá álverinu í Helguvík fyrir rafskautum, þegar þar að kemur. Verið er að undirbúa breyt- ingar á verksmiðjunni til að hún geti sinnt þessu hlutverki og uppfæra mengunarvarnir og verkferla. Verksmiðjan var keypt á tæpa 2 milljarða króna og áætlað er að breytingarnar kosti rúma 6 milljarða króna til við- bótar. Verksmiðja keypt í Hollandi 8 MILLJARÐA FJÁRFESTING Ragnar Guðmundsson Morgunblaðið/Árni Sæberg Álver Framleidd voru 60 þúsund tonn í álveri Norðuráls þegar fyrirtækið hóf starfsemi 1998. Á næstu árum fer framleiðslan yfir 300 þúsund tonn á ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.