Morgunblaðið - 21.12.2012, Side 30

Morgunblaðið - 21.12.2012, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2012 ✝ Brynja HelgaKristjánsdóttir fæddist 19.5. 1923 á Hverfisgötu 55 í Reykjavík. Hún lést á öldr- unardeild Land- spítala, Landakoti, 9.12. 2012. Foreldrar henn- ar voru Kristján Jónasson, lög- regluþjónn í Reykjavík, f. 27.7. 1876 í Deild, Bessastaðahreppi, Gull, d. 6.5. 1941, og Halldóra Brynjólfs- dóttir, f. 9.11. 1883 í Kirkju- vogi, Hafnarhreppi, Gull, d. 22.10. 1939. Foreldrar Kristjáns voru Sigríður Jónsdóttir, hús- freyja, f. 20.12. 1853, d. 7.5. 1927 og Jónas Jónsson bóndi og sjómaður á Bakka og Hliði Álftanesi, f. 3.11. 1849, d. 12.1. 1931. Foreldrar Halldóru voru Helga Ketilsdóttir, húsfreyja, f. 6.4. 1861, d. 2.2. 1942 og Brynj- ólfur Gunnarsson, prestur á Stað í Grindavík, f. 24.11. 1850, Gunnlaugssyni, lækni, f. 26.11. 1973, dætur þeirra eru Emilía f. 1997, Sigrún Helena, f. 2003, og Rósa Birgitta, f. 2005; 2) Brynj- ólfur sjómaður, f. 8.2. 1950, kvæntur Bellu Hrönn Péturs- dóttur skrifstofumanni, f. 22.11. 1951, þeirra synir eru: 2.1) Brynjar, símvirki, f. 12.6. 1972, kvæntur Tuende Suemegi, f. 25.4. 1977, sonur þeirra er Dav- íð Pétur, f. 2001; 2.2) Rúnar, fé- lagsliði, f. 24.2. 1982; 2.3) Sig- urður, nemi, f. 3.9. 1990. 3) Halldóra sjúkraliði, f. 1.2. 1956, sambýlismaður Viðar Gunn- arsson bókasafnsfræðingur, f. 24.4. 1960. Hún á tvö börn með fyrri eiginmanni, Kjartani Valdimarssyni rafvélavirkja, f. 20.7. 1955: 3.1) Valdimar Ás- björn, landslagsarkitekt, f. 23.8. 1978, búsettur í Danmörk, kvæntur Stine Rasmussen, kennara, f. 21.12. 1976, þeirra dóttir er Kamilla, f. 2006; 3.2) Brynja Helga, meistaranemi í myndlist, f. 14.1. 1982, sam- býlismaður Halldór Búri Hall- grímsson, listamaður, f. 7.6. 1982, dóttir þeirra er Halldóra Ninja, f. 2006. 4) Sigurður Þór verslunarmaður, f. 23.5. 1962. Útför Brynju fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 21. des- ember 2012, klukkan 15. d. 19.2. 1910. Brynja átti eina systur Vilborgu Ragnheiði Krist- jánsdóttur, hús- freyja, Ísafirði, f. 8.5. 1915, d. 10.3. 1967, gift Bárði Jakobssyni lög- fræðingi, f. 29.3. 1913, d. 21.6. 1984, þau voru barnlaus. Brynja giftist 14.7. 1943 Sigurði Sigurðssyni verslunarmanni í Reykjavík, f. 3.6. 1922, d. 25.3. 2005. For- eldar hans voru Einhildur Þóra Jónsdóttir, húsfreyja, f. 25.6. 1886, d. 5.3. 1924 og Sigurður Eyleifsson, skipstjóri í Reykja- vík, f. 6.7. 1891, d. 17.8. 1975. Börn þeirra eru: 1) Kristján, læknir, f. 14.12. 1943, kvæntur Sigrúnu Ósk Ingadóttur við- skiptafræðingi, f. 28.5. 1945. Þeirra dóttir er Vilborg Ragn- heiður, bókasafns- og upplýs- ingafræðingur, f. 1.6. 1973, bú- sett í Svíþjóð, gift Aðalsteini Móðir mín fæddist á Hverfis- götu 55 í Reykjavík. Helga Ket- ilsdóttir móðuramma hennar festi kaup á því húsi 1910 þá ný- orðin ekkja 49 ára að aldri. Helga lét stækka húsið og bjó á efri hæðinni ásamt dóttur sinni Halldóru, eiginmanni hennar Kristjáni lögregluþjóni og dætr- um þeirra, Brynju Helgu og Vil- borgu Ragnheiði. Á neðri hæð hússins bjó Gunnar sonur Helgu ásamt eiginkonu, Ingibjörgu, og þremur börnum, Brynjólfi, Helgu og Margréti. Helga átti fimm systkini (Ket- ill, Eiríkur, Ólafur, Vigdís, Vil- hjálmur) sem bjuggu sum hver í þröngum hring umhverfis Hverf- isgötu 55 og var þar því oft gest- kvæmt. Að auki tengdust heim- ilinu ýmsir skjólstæðingar Helgu þar á meðal ýmsir námsmenn, þeirra á meðal Bárður Jakobs- son lögfræðingur sem síðar kvæntist Vilborgu móðursystur minni, en hún vann þá hjá Saka- dómara Reykjavíkur. Þau fluttu síðar til Ísafjarðar þar sem Bárð- ur gerðist aðstoðarmaður sýslu- manns en Vilborg vann hjá Sjúkrasamlagi Ísafjarðar. Móðir mín minntist þess oft að samband hennar og móður henn- ar hefði ætíð verið mjög náið en hún lést 55 ára að aldri þegar móðir mín var 16 ára og systir hennar 24 ára. Tæpum tveimur árum síðar lést faðir þeirra 64 ára að aldri og Helga móður- amma þeirra ári síðar 81 árs gömul. Þær systur voru alla tíð mjög samrýndar og reyndist Vil- borg okkur systkinunum alla tíð mikil stoð og stytta í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur en hún lést aðeins 51 árs að aldri. Eftir lát föður síns hætti móð- ir mín námi við Verslunarskóla Íslands og vann ýmis skrifstofu- störf meðal annars hjá lögreglu- stjóranum í Reykjavík, lög- mannsstofu Jóns Ásbjörnssonar en þó lengst af hjá Gunnari í Stálhúsgögnum en þar vann hún þar til hún giftist föður mínum og eignaðist mig 20 ára gömul en eftir það sinnti hún alfarið hús- móðurstörfum. Faðir minn vann mestalla tíð hjá Ásbirni Ólafs- syni heildsala, sem þá hafði heildsölu á Grettisgötu, en Ás- björn var sonur Vigdísar ömmu- systur móður minnar. Foreldrar mínir bjuggu á Hverfisgötu 55 þar til faðir minn andaðist föstu- daginn langa árið 2005. Eftir það flutti móðir mín á Lindargötu 33 (Skugga) í Reykjavík. Móðir mín var mjög fé- lagslynd kona, glaðvær og létt í skapi. Það var því oft gestkvæmt á Hverfisgötunni, bæði gestir ut- an af landi er dvöldu þar um lengri eða skemmri tíma og eins voru tíðar heimsóknir vina, vin- kvenna, skyldmenna og tengda- fólks úr borginni. Það er í raun mesta furða hve margir einstak- lingar komust fyrir á svo fáum fermetrum sem Hverfisgatan hafði upp á að bjóða. Eftir heilablóðfall 2009 hefur heilsu móður minnar hrakað smám saman. Á þessum tíma hefur hún þó lengst af dvalið heima við með góðri aðstoð heimahjúkrunar samhliða dag- vistun í Múlabæ auk stuttra hvíldarinnlagna á Hrafnistu. Á þessu tímabili hefur hún ætíð haldið góðri lund og ekki kvartað þó að vaxandi þreyta og magn- leysi hafi á þessum árum torveld- að henni lífshlaupið. Síðustu mánuðina dvaldi hún á öldrunar- deild Landspítala Landakoti þar sem hún andaðist 9. desember sl. Kæra móðir, þakka þér sam- fylgdina og hvíl þú í friði. Kristján Sigurðsson. Mig langar að minnast Brynju tengdamóður minnar í örfáum orðum en hún lést þann 9. des sl. eftir hægt vaxandi heilsuleysi í kjölfar heilaáfalls sem hún fékk árið 2009. Brynja fæddist á Hverfisgötu 55 og bjó þar mestalla sína ævi eða til ársins 2005. Vegna niður- rifsstefnu Reykjavíkurborgar á eldri húseignum í hinu svo kall- aða Skuggahverfi á árunum eftir 2000 neyddist hún til að flytja frá Hverfisgötunni og flutti þá á Lindargötu 33. Það voru blendn- ar tilfinningar að flytja eftir að hafa búið svo mörg ár á sama stað, ekki síst vegna þess að nokkrum árum áður hafði mikil orka farið í að gera Hverfisgöt- una upp eftir bruna sem varð á jólunum 1997. Kaldhæðni örlag- anna er sú að húseignin stendur enn í dag eins og hún var en allt umhverfi er breytt. Þrátt fyrir að hafa saknað Hverfisgötunnar undi Brynja sér nokkuð vel á Lindargötunni, sérstaklega vegna þess að hún hafði sitt gamla útsýni til Esjunnar og yfir Skarðsheiði. Ég hef verið samferða Brynju í lífinu síðustu 47 ár, eða frá því að ég kom inn í fjölskylduna er við Kristján festum ráð okkar. Eftir að við giftum okkur buðu tengdaforeldrar mínir okkur að búa hjá sér tímabundið á Hverf- isgötunni í einu herbergi með sér eldhúsi. Þar bjuggum við í um það bil eitt ár meðan við biðum eftir varanlegra húsnæði. Þar leið okkur vel og við nutum að- stoðar þeirra hjóna á margvís- legan hátt. Brynja var að mörgu leyti ein- stök kona og góð fyrirmynd. Þegar ég lít til baka sé ég hana fyrir mér sem heimskonu og fag- urkera. Hún var smekkvís mjög og naut þess að punta sig. Ein- hvern veginn tókst henni að vera flott í flestu. Ég minnist þess t.d. fyrir mörgum árum þegar hún heimsótti okkur til Svíþjóðar að hún keypti sér mjög sérstaka minkahúfu sem ég er viss um að fáar konur hefðu borið eins vel og hún. Þessa húfu notaði hún við ýmis tækifæri. Brynja var ákaflega vel inn- rætt með fallegt og gott hjarta- lag. Ég man aldrei eftir að hún hafi talað illa um neinn eða að hún léti í ljós óánægju með eitt- hvað í lífinu. Hún sá alltaf það já- kvæða í öllu. Hún var einstak- lega nægjusöm og tókst einhvern veginn að gera gott út öllu. Hún kunni að njóta hvort sem það var falleg tónlist eða fagurt umhverfi og naut þess að hitta fólk, halda veislur eða fara í veislur. Allir í kringum hana komu í fyrsta sæti og hún síðan í annað sæti. Eig- inleikar sem ekki voru til í henn- ar orðalista voru eigingirni, af- brýðisemi eða öfund en að gleðjast með öðrum, það kunni hún vel. Hún naut þess að ferðast, hvort sem var á Íslandi eða er- lendis. Fyrir bara nokkrum vik- um þegar við Kristján ætluðum að skreppa til Svíþjóðar til Villu dóttur okkar og fjölskyldu sagði hún: „Ég vildi að ég væri að koma með ykkur.“ Ég vona, Brynja mín, að þú eigir eftir að ferðast um allan heiminn núna. Ég sé þig fyrir mér dásama og njóta allrar fegurðarinnar sem fyrir augu ber. Þú varst sérfræð- ingur í því að njóta. Gengin er góð kona og góð fyrirmynd sem við söknum sárt. Blessuð sé minning hennar. Sigrún Ósk Ingadóttir. Nú er ég kveð elskulega tengdamóður mína, Brynju Helgu, er mér efst í huga þakk- læti og virðing. Það er svo margs að minnast eftir ánægjulega samfylgd. Kynnum okkar bar saman fyrir tuttugu árum er ég kynntist dóttur hennar, Hall- dóru. Var mér strax vel tekið og man ég vel hve fallegt og smekk- legt heimili þeirra hjóna var. Brynja var húsmóðir af gamla skólanum, gestrisin með afbrigð- um og örlát. Yfirleitt stóð hún við borðið og skenkti gestum og passaði upp á að allir hefðu nóg, alltaf á þönum við að þjóna gest- unum. Hún var mikil mamma, amma, langamma og góð tengdamóðir. Vel lesin og inni í öllum málum, enda las hún öll blöð, gleraugna- laust, af áhuga. Það var hægt að ræða við hana um nánast allt. Margar voru stundirnar í sum- arbústaðnum í Hvalfirði enda var hún oftast með okkur þar yf- ir sumarið þar sem hún naut sín vel. Man vel hve sterkt hún upp- lifði fegurðina í náttúrunni, sá betur það sem öðrum fannst sjálfsagt og sagði iðulega er við komum þangað: „Sjáiði feg- urðina hérna.“ Hún var einstaklega góð og hlý kona og hafði þann góða eig- inleika að sjá alltaf það jákvæða í fari hvers og eins og aldrei var gerður mannamunur. Var mannasættir og talaði alltaf vel um aðra. Velferð annarra var mikilvægari en hennar eigin. Enda var hennar minnst af starfsfólki öldrunardeildar Landakots af hlýju og virðingu því þar var hún, í sínum eigin veikindum, alltaf að hugsa um heilsu og líðan þess og vildi ekki að fólk væri að erfiða eða snúast of mikið í kringum hana. Þetta var Brynja, alltaf að hugsa um aðra. Dóra mín stóð alltaf þétt við hlið móður sinnar, sérstak- lega eftir að Brynja varð ein og ekki síst í veikindum hennar og annaðist hana af slíkri alúð og elsku að eftir var tekið. Voru þær mæðgur einstaklega nánar og hittust eða hringdu hvor í aðra nánast á hverjum degi og yfir- leitt oft á dag. Brynja var því lán- söm að eiga góða afkomendur að, sem hugsuðu vel um hana. Brynja mín, ég kveð þig með hlýhug og þakklæti og þökk fyrir alla þá vináttu og góðvild sem þú sýndir mér alla tíð. Blessuð sé minning þín. Viðar Gunnarsson. Elsku amma Brynja, þú ert horfin á braut. Sú stund er kom- in sem mér, stundum skelkuðum sem barni, varð hugsað til og vonaði að aldrei myndi verða að veruleika. Sérstaklega hefur það, í seinni tíð, verið erfitt að búa er- lendis í burtu frá fjölskyldunni og hafa ekki möguleikann á að skreppa í heimsókn, vera til taks ef eitthvað bjátar á eða leita til ömmu Brynju og afa Sigurðar, sem við Brynja systir svo oft gerðum sem börn og unglingar. Sem börn (fimm og sjö ára) fluttum við systkinin til ykkar afa á Hverfisgötuna með foreldr- um okkar. Þú og afi tókuð okkur Brynju að ykkur sem við værum ykkar eigin börn. Hjá ykkur fengum við húsaskjól, fæðu, að- stoð við skólann, umhyggju og kærleika. Það vorum ekki bara við Brynja systir sem nutum góðs af þér og afa. Hjá ykkur var alltaf líf og fjör og húsið opið fyrir jafnt fjölskyldu sem vini og kunningja svo ekki sé minnst á fjöldann all- an af heimilislausum köttum og húsdýrum. Amma, þetta gefur kannski örlitla innsýn í persónuleika þinn og innræti. Þú settir alltaf alla aðra í forgang áður en þú hugs- aðir um sjálfa þig. Hjálpsemin, umhyggjan, gjafmildin, virðing fyrir náunganum og lífsgleðin var algjör. Eins og þú sagðir svo oft sjálf: „Sælla er að gefa en að þiggja.“ Elsku amma, þín er sárt sakn- að, og ég þakka þér og afa fyrir allt sem þið afi hafið gert fyrir okkur systkinin í gegnum tíðina. Við munum varðveita ykkur og allar góðu minningarnar í hjarta okkar. Síðasta árið hefur verið þér erfitt, amma. Og fyrir ekki svo löngu sagðir þú mér að þig hefði dreymt að þú værir orðin lítil stelpa á ný. Þú sagðir mér að þig hefði dreymt að þú hlypir um í grasinu og hefðir fundið hvernig grasið fór á milli tánna. Elsku amma. Ég veit að þú ert komin á öruggan stað þar sem þér líður vel. Ef einhver á það skilið þá ert það þú. Megi Guð ávallt vera með þér og fylgja þér. Valdimar og Brynja. Þegar ég var að alast upp á Hverfisgötunni skömmu eftir miðja síðustu öld átti ég í raun- inni tvö heimili. Á Hverfisgötu 55 var mitt annað heimili og þar bjó hún Brynja Kristjánsdóttir með Sigurði eiginmanni sínum og krökkunum fjórum. Binna á fimmtíu og fimm var umburðar- lynd og jákvæð kona. Í rauninni Pollýanna í allri hugsun. Hún fann bjarta hlið á öllum málum og var jákvæð gagnvart öllum einstaklingum háum sem lágum, ungum sem öldruðum. Á númer 55, þessu öðru heim- ili æsku minnar gekk ég, Kidda á 59, árum saman inn og út eins og ekkert væri sjálfsagðara. Þarna gilti bara ein regla. Og hún var sett af henni Villu heitinni sem þarna bjó í þá daga: „Aldrei að stíga á þröskulda,“ sagði Villa. „Það er dónaskapur og ekki gott mál.“ Og auðvitað hlýddum við því. Og síðan er ég ekkert fyrir að stíga þröskuldana. Þarna á 55 réði ég mig í vist 9 ára gömul og passaði yngsta son- inn. Það var mikið ábyrgðar- starf. Í garðinum stóra á bak við húsið hennar Binnu tíndum við barnaskarinn í götunni á hverju hausti margar fötur af rifsberj- um. Þegar Binnu þótti nóg komið fyrir sig máttum við borða af- ganginn. Aldrei gleymir maður ferða- lögunum suður með sjó í flotta Ford Galaxy-bílnum hans Sig- urðar. Þangað var farið með glás af 45 snúninga plötum með nýj- ustu tónlistinni og skipt um úr- valið í gömlu góðu djúkboxunum sem þá voru á flestum betri sjoppum. Lögin hennar Ellýjar Vilhjálms hljómuðu alltaf í plötu- spilaranum í bílnum. Auðvitað varð okkur krökkunum ískalt í aftursætinu, enda Fordinn með blæju. Þá kom Binna með teppin og breiddi á okkur með jákvæð- um orðum og öllum leið betur. (Stundum hugsar maður nú um allar plöturnar sem óvart bráðn- uðu í bílnum í sólinni eftir að einn ónefndur sonurinn hafði fengið að skreppa á honum, en passaði ekki upp á að færa lagerinn í aft- urglugganum). Barnaafmælin á 55 með öllu sínu Prins Pólói voru auðvitað einstök. Sigurður sem starfs- maður Ásbjörns Ólafssonar hf. sá auðvitað um að aðalsöluvaran frá fyrirtækinu væri notuð við svona tækifæri. Sjálf gat ég ekki beðið eftir að klukkan yrði 12 á jólanótt því þá var kominn tími fyrir mig að drífa mig til Binnu og þeirra á 55 til að njóta þar afgangsins af þeim hátíðisdegi. Þannig eru minningarnar óteljandi og Binna og hennar fólk var og er stór og yndislegur partur af mínu lífi og allri minni ævi. Binna var fædd og uppalin á Hverfisgötunni. Þar bjó hún fram á síðustu ár. Hún er síðasti frumbygginn sem þaðan flutti. Götuna sína yfirgaf hún ekki fyrr en hún neyddist til. Eftir langa mótstöðu varð hún að láta í minni pokann fyrir útrásinni skelfilegu og hennar víkingum. Hún seldi þeim ættarsetrið sitt og flutti neðar í hverfið. Það er önnur saga og með öðrum blæ. Allt lífið hennar Binnu var fal- legt og uppbyggilegt, jákvætt. Elsku Kiddór, Binni, Dóra og Siggi og ykkar fjölskyldur: Inni- legar samúðarkveðjur frá okkur Bóbó og fjölskyldu. Minningin um hana Binnu á fimmtíu og fimm lifir með okkur öllum, já- kvæð björt og brosandi. Kristín Erla Gústafsdóttir. Brynja Helga Kristjánsdóttir var nær alla sína tíð búsett á Hverfisgötu 55 og Jóna, mamma okkar og Maggý, systir hennar bjuggu frá fæðingu á Hverfis- götu 58 og alla tíð var mikill sam- gangur og vinskapur milli þeirra sem aldrei bar skugga á. Þarna var bara þvert á ská yfir götuna að fara til að hittast og tækifærin óspart notuð alla tíð. Ég man vinkvennafundi frá því að ég var lítil þar sem mikið var skrafað og hlegið. Mikið var þetta spenn- andi fyrir okkur púkana, sér- staklega þar sem ekki var ætlast til að við værum að hlusta. Það var oft eitthvað spennandi að gerast í kringum Binnu og þær systur. Ég minnist þess þegar húsið brann heima hjá Binnu á Hverf- isgötu 55 og hún var alveg komin að því að eiga sitt annað barn. Hún gisti hjá okkur nóttina eftir og endaði reyndar á fæðingar- deildinni þá nótt ef ég man rétt. Þá sátum við börnin helgihljóð og áhyggjufull meðan stumrað var yfir henni. Þetta er eitt af því sem aldrei gleymist. En Binna var ekki bara vin- kona mömmu og Maggýjar. Hún var þvílík stórvinkona okkar barnanna á Hverfisgötu 58 að við stóðum varla út úr hnefa þegar við fórum að fara yfir hina stór- hættulegu Hverfisgötu til að heimsækja Binnu. Við sátum hjá henni löngum stundum og var alltaf tekið af mikilli hlýju og tal- að við okkur eins og fullorðið fólk. Og slíkar móttökur voru ekki alls staðar í boði í þá daga. Hún var létt í spori hún frú Brynja þegar hún skeiðaði eftir gangstéttinni út í Lúllabúð til að kaupa í matinn, gjarnan á háum hælum og afburða fótnett og glæsileg. Þegar þær vinkonur voru orðnar fullorðnar konur þá byrjuðu þær að fara saman í sund, oftast daglega og oftast í strætó. Þær lögðu sérstaka áherslu á glæsilegar sundhettur og það var eins og svanir syntu um laugina þegar þær voru á ferð, hver annarri skrautlegri. Þær voru yndislegar. Það eru fjögur ár síðan þær systur dóu og síðan hefur alltaf verið meiningin að fara og heim- sækja Binnu og einu sinni fórum við systkinin þangað í ógleym- anlegt stórafmæli en minna hef- ur orðið úr samfundum en til stóð. Og nú allt í einu er Binna dáin, hláturinn hennar sem var svo skær og smitandi hljóðnaður. Við systkinin viljum þakka alla þá góðvild sem ævinlega stafaði frá henni í okkar garð. Við send- um börnum hennar og barna- börnum samúðarkveðjur og þökkum Brynju Helgu Krist- jánsdóttur fyrir samfylgdina. Fyrir hönd barna Jónu og Maggýjar, Sigríður Jóhannesdóttir. Brynja Helga Kristjánsdóttir ✝ Ástkær sambýliskona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐLAUG MARTEINSDÓTTIR sjúkraliði, Löngumýri 22 D, Garðabæ, lést á Landspítalanum, Fossvogi, að kvöldi mánudagsins 17. desember. Gísli Ferdinandsson, Katrín Margrét Bragadóttir, Oddur Fjalldal, Eyjólfur Einar Bragason, Kristín Kristmundsdóttir, Stella Bragadóttir, Michael Whalley, Þórir Valgarð Bragason, Hanna Rúna Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.