Morgunblaðið - 21.12.2012, Síða 35
bankans orð um Garðar er við
fréttum af mjög svo ótímabæru
andláti hans. Allir bjuggust við
því að hann ætti fjölmörg ár og
ótal verk eftir óunnin, enda
heilsuhraustur og þúsundþjala-
smiður. Hann bjó yfir bestu eig-
inleikum bóndans, íþróttamanns-
ins, tónlistarmannsins,
lögreglumannsins og banka-
mannsins. Hann gekk til verka af
eljusemi og þrautseigju, með ör-
yggi og trúnað að leiðarljósi.
Ekki sakaði að Garðar var söng-
maður góður og naut seðla-
bankafólk góðs af þeim hæfileik-
um hans á ýmsum skemmtunum.
Garðar Halldórsson lést að-
faranótt sunnudags eftir tiltölu-
lega stutt veikindi. Garðar starf-
aði í Seðlabanka Íslands í þrjátíu
ár. Hann hóf störf árið 1981 er
bankinn var tuttugu ára og hann
vann hér þar til hann fór á eft-
irlaun er bankinn hafði náð
fimmtugsafmælinu árið 2011.
Garðar brúaði þannig visst bil á
milli frumherjanna og hinna sem
á eftir komu. Á þessum tíma var
Garðar bifreiðastjóri fyrir bank-
ann, en sinnti jafnframt ýmsum
tengdum og tilfallandi störfum.
Hann sinnti viðkvæmum flutn-
ingum með verðmæti fyrir bank-
ann í áratugi og ýmiss konar að-
stoð við stjórnendur bankans í
ótal verkefnum sem fáir gátu
leyst eins fagmannlega og hann.
Hann var einn af þeim sem alltaf
var hægt að reiða sig á. Áður en
Garðar kom til starfa í bankan-
um hafði hann verið lögreglu-
maður í 15 ár, en reynsla hans
þar nýttist bankanum ákaflega
vel við þau öryggismál sem bank-
ar þurfa að viðhafa. Garðar var
þannig ákaflega traustur sam-
starfsmaður og úrræðagóður.
Þannig starfsmenn vilja menn
ekki missa.
Þótt Garðar léti af störfum
fyrir rúmu ári hélt hann góðum
tengslum við starfsfélaga sem
hittust á reglulegum kaffifund-
um. Það var búist við mörgum
fundum framundan enda hafði
Garðari varla orðið misdægurt
allan sinn starfstíma. En enginn
veit sína ævina og áfallið dundi
yfir fyrirvaralaust fyrir flesta.
Starfsmenn í Seðlabankanum
votta eftirlifandi eiginkonu og
börnum samúð sína við fráfall
Garðars.
Jón Þ. Sigurgeirsson.
Með Garðari er fallinn frá trúr
og traustur vinur. Ég tel mig
hafa verið lánsaman að starfa
með Garðari í tæp þrjátíu ár hjá
Seðlabanka Íslands. Við Garðar
áttum ýmis áhugamál sameigin-
leg, sem við ræddum oft og
spjölluðum um, hann var bók-
elskur og safnaði frímerkjum og
mynt sem hvort tveggja voru
svið sem við hjálpuðumst að með.
Við Garðar áttum skap saman og
upplifði ég létta hlið hans sem
lúrði á mikilli kímni sem spratt
fram í góðra manna hópi og hann
var mikill prakkari inn við beinið.
Hann var náttúruvinur mikill og
-unnandi, en ætíð var skammt í
búmanninn hjá Garðari, mikið
ræddum við í Einholtinu á vinnu-
stað okkar um ræktun og alls
lags dýrahald og voru ekki allir
alltaf sammála á þeim sviðum.
Löng og góð hefð var fyrir því að
veðja við kaffiborðið og við Garð-
ar töpuðum oftast allra, veðmál-
um lauk með kaupum á vínar-
brauði en enginn annar
greiðslumáti kom til greina.
Ég kveð vin minn Garðar
Halldórsson.
Anton Holt.
Í dag verður til moldar borinn
Garðar Halldórsson, fyrrverandi
lögregluþjónn og lengi bifreiða-
stjóri hjá Seðlabanka Íslands.
Látinn langt fyrir aldur fram, að-
eins sjötíu og eins árs gamall.
Dauði Garðars kom okkur öllum,
sem þekktum hann, mjög á
óvart. Hann virtist ávallt hraust-
ur, hress og glaður. Þrátt fyrir að
hann hefði nýlega látið af störf-
um sakir aldurs var hann enn á
fullri ferð í hestamennsku og
hestaferðum. Hann var í eðli sínu
náttúrubarn, þótt fæddur væri í
borginni við sundin og hefði
starfað þar mestan hluta ævinn-
ar. Ungur hafði hann farið til
sumardvalar í sveit á Hóli í
Lundarreykjardal. Þar kynntist
hann sveitalífi og sveitastörfum.
Við Lundarreykjadalinn festi
hann tryggð, byggði sér snotran
sumarbústað og undi löngum
stundum, þegar færi gafst í
faðmi íslenskrar náttúru fjarri ys
og þys borgarinnar. Hann lagði
leið sína í bændaskólann á
Hvanneyri og lauk þar námi í bú-
vísindum. Það leiddi þó ekki til
þess að hann gerði landbúnað að
ævistarfi sínu, heldur lá leið hans
í lögregluna og lögregluskólann.
Garðar var einmitt af þeirri
manngerð, sem maður vill helst
sjá í hlutverki lögreglumannsins,
traustur, æðrulaus, rólegur, rétt-
sýnn, heiðarlegur og velviljaður,
en fastur fyrir.
Þótt lögreglan bæri ekki gæfu
til að halda honum, nema nokkur
ár, innan sinna raða, hafa börnin
í fjölskyldunni skynjað að þar fór
var hin sanna ímynd hins trausta
varðar laga og réttar og kölluðu
hann: „Gæja löggu“. Önnur
stofnun, Seðlabanki Íslands, sem
ekki síður þurfti á starfskröftum
trausts manns og heiðarlegs að
halda, naut svo krafta hans frá
1981 og það sem eftir var starfs-
ævinnar. – Garðar kvæntist árið
1969 Ingu Jónsdóttur frá Her-
ríðarhóli í Rangárvallasýslu og
eignuðust þau tvö mannvænleg
börn, Jón Kristin, blikksmið og
búfræðing, og Þórunni Bjarn-
eyju hjúkrunarfræðing. Þau
Garðar og Inga voru alla tíð ein-
staklega samrýnd og samhent. –
Garðar átti ýmis áhugamál önnur
en útivist og hestamennsku, sem
veittu honum ánægju. Hæst ber
þar sennilega sönglistina. Hann
stundaði kórsöng bæði með Lög-
reglukórnum og Karlakór Kjal-
nesinga, auk þess sem hann var
nýlega farinn að syngja í kvartett
með félögum úr Kjalnesinga-
kórnum.
Vinir og ættingjar Garðars
Halldórssonar eru slegnir sárum
harmi sorgar og saknaðar nú er
þeir sjá á bak traustum, góðum
vini og kærum frænda, sem horf-
inn er yfir móðuna miklu langt
um aldur fram. Mestur er þó
harmur kveðinn að Ingu konu
hans og börnum þeirra Jóni og
Þórunni svo og barnabörnunum
er syrgja sinn góða og kæra afa.
Megi blessun Guðs og kærleikur
fylgja ykkur öllum og létta ykkur
þungar byrgðar sorgarinnar.
Auður, Jóhannes,
börn og barnabörn.
Kveðja frá Karlakór
Kjalnesinga
Undanfarnir mánuðir eru bún-
ir að vera okkur félögum í Karla-
kór Kjalnesinga erfiðir þar sem
við höfum þurft að horfa á eftir
þremur kærum félögum á góðum
aldri yfir móðuna miklu.
Garðar kom til liðs við okkur
haustið 2005. Hann varð strax
áberandi í kórnum, fyrst og
fremst fyrir sína afburða bassa-
rödd og einnig fyrir það að liggja
ekki á skoðunum sínum ef honum
fannst að eitthvað mætti betur
fara í okkar röðum. Garðar var
mjög agaður og nákvæmur mað-
ur og lét okkur yngri mennina oft
heyra það ef honum fannst við
ekki standa undir væntingum í
söng, limaburði eða í almennri
hegðun. Þessu var nú alltaf teflt
fram með stríðnisglampa í aug-
um og yfirleitt var mikið til í
þessu hjá honum.
Hestamennska og útivist spil-
ar stórt hlutverk í Karlakór Kjal-
nesinga og þar var Garðar á
heimavelli. Tók hann þátt í mörg-
um hestaferðum á vegum kórsins
auk annarra viðburða. Gekk
hann meðal annars með okkur á
Esjuna vorið 2011. Virtist hann
vera vel á sig kominn líkamlega
fram á síðasta dag og fór hann
meira að segja til rjúpna ekki
löngu áður en hann veiktist.
Karlakórinn hefur farið reglu-
lega utan í söngferðir og létu
Garðar og Inga sig ekki vanta í
þær.
Garðar hafði greinilega mjög
gaman af söng og fljótlega eftir
að hann byrjaði í kórnum stofn-
aði hann kvartett sem fékk nafn-
ið KK-kvartettinn. Tróðu þeir
gjarnan upp á skemmtunun
tengdum okkur en sungu jafn-
framt við önnur tækifæri. Í haust
réðust þeir svo í að halda sjálf-
stæða tónleika í Lágafellskirkju
sem tókust með ágætum.
28. nóvember söng hann með
okkur í síðasta sinn á tónleikum í
Hlégarði og fór þaðan glaður í
sinni og stoltur af sínum mönn-
um.
Að leiðarlokum þakkar Karla-
kór Kjalnesinga Garðari fyrir
samfylgdina, sem varð styttri en
við helst vildum. Ingu og öðrum
ástvinum vottum við innlega
samúð.
F.h. kórsins,
Andri Þór Gestsson.
Garðar Halldórsson hefur
kvatt þetta jarðlíf með aðeins ár
yfir sjötugt, fyrirvaralaust ef svo
má segja enda maðurinn ímynd
hreystinnar. Af þeim mönnum
sem ég hef kynnst á undanförn-
um árum óvandabundnum er
Garðar mér ákaflega kær og eft-
irminnilegur persónuleiki. Í mín-
um huga stendur hann fyrir hlý-
leika, reglusemi, sterka
réttlætiskennd, ákveðni, snyrti-
mennsku og eftirbreytanlegan
áhuga á því sem aðrir samferða-
menn hans voru að gera og örlít-
illi fínni stríðni.
Kynni okkar Garðars hófust
er hann kom í raðir okkar í
Karlakór Kjalnesinga, góður fé-
lagi í söng og starfi, sterk en þýð
bassarödd Garðars naut sín vel í
kórnum og eðlislæg samvisku-
semi við að kunna það sem fyrir
hann var lagt naut sín vel og var
fyrirmynd annarra kórmanna.
Það var hlý stund nú fyrir
skömmu í Lágafellskirkju er
fjórir félagar í kórnum ásamt
ungu tónlistarfólki héldu tónleika
með þátttöku Garðars sem var
einnig kynnir dagskrár. Söngur
þeirra og kynning laga var góð
og kirkjan þéttsetin áheyrend-
um. Þessi söngstund þar sem
sungin voru jólalög og annað
vandað efni var lokasöngur Garð-
ars mánuði fyrir andlát hans og
má segja söngkveðja hans til
okkar. Það var Garðari eðlislægt
að segja frá og því var honum fal-
ið að lesa okkur jólasögur á ár-
legu jólahlaðborði og fjölskyldu-
samkomu kórsins. Þegar Garðar
tók þetta að sér var það gert á
rammíslenskan hátt, sögur úr
okkar nágrenni um baráttu við
óblíð náttúruöfl, gæfu og harm
fyrri alda.
Undirritaður átti því láni að
fagna að umgangast Garðar við
annað áhugamál hans, hesta-
mennskuna en nágrenni okkar
bauð upp á stutta reiðtúra úr
hesthúsi hans og hingað upp í
Varmadal, kaffisopi og rabb um
daginn og veginn, ráðagerðir um
mokstur og akstur á efni í gerði
og úrgang á braut, allt gert af
fyrirhyggjusemi, snyrti-
mennsku, reglusemi að hans
vanda. Jón Haraldsson, kór-
félagi okkar Garðars, hafði boðið
okkur Garðari og Birni kór-
félaga okkar og mökum að skoða
iðnfyrirtæki sitt Ístex ehf. á Ála-
fossi, sjá ullina verða að fallegum
iðnaðarvörum, en örlitlu munaði
að það yrði að veruleika því mið-
ur, að hika er sama og að tapa.
Garðars Halldórssonar er nú
saknað mjög héðan úr Varma-
dalnum og einnig úr röðum
Karlakórs Kalnesinga. Eigin-
konu og fjölskyldu sendum við
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Jón Sverrir Jónsson.
Kær vinur er fallinn frá í
blóma lífsins. Garðari Halldórs-
syni kynntist ég fyrst er ég hóf
störf í lögreglunni í Reykjavík
1968. Garðar hafði þá verið í lög-
reglunni allar götur frá árinu
1965. Okkar vinskapur hófst þó
ekki fyrr en við fórum að að
syngja saman í Lögreglukór
Reykjavíkur og þar vorum við
söngfélagar um áratugi og síðar í
Karlakór Kjalnesinga. Út frá
þessu söngstarfi hófst vinskapur
með fjölskyldum okkar og fórum
við í margar söngferðir saman
heima og erlendis.
Garðar var sterkur persónu-
leiki og mjög tryggur félagi sem
maður gat treyst. Hann var
hjálpsamur og úrræðagóður og
var oft kominn til hjálpar án þess
að um væri beðið, þætti honum
þörf á að létta undir. Hann var
léttlyndur og kátur og sá gjarn-
an björtu hliðarnar á lífinu. Ekki
vorum við þó alltaf sammála en
skildum jafnan sáttir. Voru þó
báðir fastir á meiningunni.
Garðar og Inga kona hans
áttu sumarhús í Lundarreykja-
dal sem þau nefndu Butralda.
Þar áttum við margar ánægju-
stundir með þeim og eins í sum-
arhúsi okkar hjóna í Skorradal.
Á tímum jarðganga minntumst
við oft á að létta mætti þær
heimsóknir til muna ef gerð yrðu
göng gegnum hlíðina sem skildi
dalina okkar að.
Garðar og Inga áttu börnin
Jón og Þórunni og í samtölum
okkar var hann stoltur af sínu
fólki og þá ekki síst barnabörn-
unum sem hann talaði oft um. Þó
var hann dulur um sjálfan sig og
kom mér á óvart að hann hafði
ekki minnst á slappleika upp á
síðkastið, þó svo að við ræddum
saman næstum því hvern dag en
hlustaði hins vegar brosandi þeg-
ar ég sjálfur var að kvarta. Við
leiðarlok samhryggjumst við
Ingu og fjölskyldunni innilega og
biðjum Guð að blessa minningu
góðs drengs.
Björn Ágúst
og Emilía (Emma).
Garðar Halldórsson var
traustur og vandaður heiðurs-
maður. Með okkur tókst vinátta
þau ár sem við áttum samleið í
SÍ. Héldum við góðu sambandi
síðan.
Við í Fáfnisnesi höfðum geng-
ið frá okkar jólaglaðningi til
þeirra hjóna og með í pakkanum
voru krukkur sem við höfðum
fengið frá þeim fullar af dýrðleg-
um sultum soðnum úr íslenskum
aðalbláberjum. Þá barst okkur
fréttin um fráfall Garðars. Mönn-
um bregður jafnan við slík tíðindi
og það jafnvel í þeim tilvikum
sem slíkra frétta hefur verið
vænst um nokkra hríð. En það
átti ekki við um Garðar. Hann
virtist ekki aðeins í fullu fjöri, en
var að auki ímynd hreysti,
snerpu, heilbrigðs atlætis og átti
áhugamál sem hann naut að
sinna. Því mátti ætla að Garðari
myndu ætluð mörg ár til að njóta
til fulls með sínu fólki að loknum
venjulegum starfsdegi, sem ein-
kennst hafði af trúmennsku og
dugnaði. En þannig er þetta.
Mennirnir ætla en annað ræður.
Ég minnist margra góða sam-
verustunda með Garðari, einkum
í tengslum við vinnustaðinn. Það
var óneitanlega minnisverður
tími þegar hin ótrúlega og vel
skipulagða atlaga var gerð að
sjálfstæði SÍ og fólk var flutt og
sent til barsmíða við hús bankans
og til að leitast við að gera starfs-
mönnum óbærilegt að sinna
störfum sínum. Sú atlaga stóð
vikum saman. En innan húss
voru fáir sem kvörtuðu. Þegar
starfsmenn bankans héldu sína
árshátíð, eina kvöldstund í hót-
elsal, beindu „skipuleggjendur,“
eins og Ríkisútvarpið kallaði þá,
um leið og það sá um að koma
boðum þeirra áleiðis, hópum með
barefli að hótelinu. Þar var sal-
urinn barinn að utan og gestir
sáu hvernig hurðir svignuðu þeg-
ar lýðurinn reyndi að brjóta sér
leið inn. Auðvelt er að ímynda
sér hvað hefði gerst hefði ör-
þreyttu lögregluliðinu og dyra-
vörðum hótelsins ekki tekist að
verjast áhlaupinu þótt litlu hafi
munað. Lögreglan ráðlagði okk-
ur hjónum í lok samkomunnar að
fara út úr hótelinu á annarri hæð
sunnan megin. Þar beið Garðar
með bílinn. Einhver hafði komið
skilaboðum til múgsins sem kom
hlaupandi fyrir hornið, öskrandi,
með bareflin á lofti. Munaði fáum
metrum að honum tækist að láta
höggin dynja á bílnum. Garðar
var sjálfum sér líkur eins og ekk-
ert sérstakt hefði borið til tíð-
inda. Ég rakst á eitthvað á milli
okkar í sætunum og spurði hvað
það væri. „Jú,“ sagði Garðar,
„þegar ég fór að heiman í kvöld
sá ég að gömlu lögreglukylfuna
mína langaði með og ég leyfði
henni það“.
Við Ástríður sendum fólkinu
hans Garðars hlýjar samúðar-
kveðjur.
Davíð Oddsson
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2012
�irðin��eynsla � Þ�ónusta
�l�an �ólarhrin�inn
www.kvedja.is
571 8222 · 82o 3939 svafar · 82o 3938 hermann
N�út�ararsto�a�yggð á traustum �runni´
✝
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför
BIRGIS ÞÓRS ÁSGEIRSSONAR,
Fossvöllum,
Jökulsárhlíð.
Megi góður guð gefa ykkur gleðileg jól.
Ragnheiður Ragnarsdóttir og fjölskylda.
✝
Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát
og útför okkar elskulegrar eiginkonu, móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
JÓHÖNNU MARGRÉTAR
FRIÐRIKSDÓTTUR,
fyrrverandi formanns
Verkakvennafélagsins Snótar.
Sigurður Sigurðsson,
Atli Sigurðsson, Harpa Njálsdóttir,
Bjartey Sigurðardóttir, Gunnar Sigurðsson,
Gylfi Sigurðsson, Guðrún Erlingsdóttir,
Arnar Sigurðsson, Anna Elísabet Sæmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð, vináttu
og hlýhug vegna andláts og útfarar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÞORSTEINU SIGURBJARGAR
ÓLAFSDÓTTUR,
Hraunbúðum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hraunbúða
fyrir góða umönnun.
Gunnar Ólafsson, Erla Sigurðardóttir,
Sigurbjörg Ólafsdóttir, Birgir Pálsson,
Sigurður Ólafsson, Birna Jóhannesdóttir,
Guðbjörg Ólafsdóttir, Eiríkur Bogason,
Sesselja Ólafsdóttir, Gunnar Berg Sigurjónsson,
Ólöf Erla Ólafsdóttir, Stig Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna
andláts elskulegrar eiginkonu, dóttur og
systur,
VIGDÍSAR SIGURBJÖRNSDÓTTUR
iðnhönnuðar,
Fitjasmára 4,
Kópavogi,
sem lést 14. október og var jarðsett frá Digraneskirkju
25. október.
Guðmundur Jens Bjarnason,
Katrín Kristjana Karlsdóttir, Sigurbjörn Víðir Eggertsson,
Karl Georg Sigurbjörnsson,
Ágústa Amalía Sigurbjörnsdóttir, Óli Freyr Kristjánsson.