Morgunblaðið - 21.12.2012, Side 44

Morgunblaðið - 21.12.2012, Side 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2012 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þessir tónleikar eru hápunkturinn á miklu afmælisári Mótettukórsins, en kórinn fagnaði 30 ára afmæli sínu á þessu ári með fjölda spennandi við- burða,“ segir Hörður Áskelsson sem stjórna mun Mótettukórnum í flutn- ingi á Jólaóratoríunni eftir J.S. Bach í Eldborg Hörpu laugardaginn 29. des- ember og sunnudaginn 30. desember kl. 17 báða daga. Með kórnum leikur Alþjóðlega barokksveitin í Den Haag, en kons- ertmeistari er Tuomo Suni. Ein- söngvarar eru Herdís Anna Jón- asdóttir sópran, Daniel Cabena kontratenór, Benedikt Kristjánsson tenór og Stephan MacLeod bassi. „Þetta eru allt ungir söngvarar, þar á meðal tvær ungar og upprennandi ís- lenskar stjörnur,“ segir Hörður. Að sögn Harðar hefur Mótettukór- inn reglulega flutt Jólaóratóríu Bachs á sl. árum. „En þetta er í fyrsta skipt- ið sem kórinn flytur hana ásamt Al- þjóðlegu barokksveitinni í Den Haag. Samstarfið við þessa barokksérfræð- inga hefur auðgað okkar tónlistar- reynslu mjög mik- ið og fært hana á annan stað,“ segir Hörður og bendir á að samstarfið sé til komið fyrir milligöngu Guð- rúnar Hrundar, dóttur Harðar, sem nam við bar- okkdeild Konunglega tónlistarhá- skólans í Den Haag í Hollandi. „Eftir að hún flutti heim hjálpaði hún okkur að manna þessa barokksveit með fyrrverandi skólafélögum sínum, sem í dag búa og starfa víðsvegar um heiminn.“ Að sögn Harðar hefur barokk- sveitin margsinnis komið hingað til lands á undanförnum árum og flutt ýmis stórvirki barokktímans í upp- runastíl með kórum Hallgrímskirkju, þ.e. Mótettukórnum og Schola can- torum. Þeirra á meðal eru Jóhann- esarpassía, Matthíasarpassía og H- moll messa Bachs og Messías eftir Händel. Aðspurður segir Hörður að sér finnist upprunastíllinn hæfa þess- um tónverkum mjög vel. „Með því að flytja verk í upprunastíl er verið að nálgast tónlist liðinna alda út frá for- sendum hennar sjálfrar. Útkoman verður mýkri, léttleikinn í barokkinu og sveiflan eðlilegri, auk þess sem tónhæðin hentar söngvurunum bet- ur,“ segir Hörður og fer ekki dult með það að sér finnist skipta máli að Íslendingar fái að kynnast uppruna- stílnum. „Með því vonast ég líka til að fleiri fái áhuga á að læra að spila í þessum stíl. Það væri ótrúlega gaman ef við eignuðumst smám saman stærri hóp tónlistarmanna sem gæti spilað barokktónlist.“ Á fyrri tónleikunum verða fluttar kantötur I til IV, en á seinni tónleik- unum kantötur I, II, V og VI. Spurð- ur hvers vegna sá háttur sé hafður á bendir Hörður á að yfirleitt þegar Jólaóratorían sé flutt séu aðeins flutt- ar fyrstu þrjár kantöturnar, en þar með sé aðeins hálf sagan sögð. „Okk- ur langaði því til að flytja þær allar, en vildum jafnframt gefa öllum tón- leikagestum færi á að heyra uppá- haldskantöturnar sínar.“ Ljósmynd/Brynjar Gunnarsson Kórinn „Með því að flytja verk í upprunastíl er verið að nálgast tónlist liðinna alda út frá forsendum hennar…“ „Upprennandi stjörnur“  Flutningur Mótettukórsins á Jólaóratoríunni eftir J.S. Bach í Eldborg Hörpu er hápunkturinn á afmælisári kórsins Hörður Áskelsson Að stökkva fram af svölum íbúðar sinnar í Barselóna er Alexöndru Flask ofarlega í huga. Hún hugsar upp ýmsar útfærslur af stökkinu; klukkan hvað ætli sé best að stökkva, hvernig skyldi hún lenda, hverjir skyldu sjá stökkið? Aftan á bók- arkápu stendur að maður vonist hálfpartinn til þess að stelpug- armurinn stökkvi. Það er ekki laust við að það örli á þeirri tilfinningu við lesturinn; það er óttalegt vesen á Alexöndru svo maður segi það hreint út. Með endemum sjálflæg þvælist hún um Barselóna, veltandi sér upp úr hinum ýmsu krísum lífs síns. En þegar Alexandra fellur fyrir slysni niður af svölunum, missir minnið og þarf að takast á við lífið á nýjan leik verða ákveðin þáttaskil í bókinni. Hún þarf að tjasla sjálfri sér saman, bæði andlega og lík- amlega, og öðlast við það nýja vídd í augum lesandans. Alexandra er íslensk-ensk, með rætur í tveimur löndum og býr í því þriðja. Hún spilar hlutverk hinnar sjálfstæðu konu sem stend- ur á eigin fótum í ókunnugu landi og forðast öll sambönd sem gætu tjóðrað hana niður, en þetta er bara yfirskin. Undir niðri er Alex- andra brothætt og síður en svo harðsnúinn töffari. Mikil sektarkennd setur mikinn svip á alla hegðun hennar, að því er virðist vegna ástarsambands. Hún virðist ekki taka sérlega virk- an þátt í lífinu í Barselóna, um- gengst fáa og starfar á erótískri nuddstofu til að hafa í sig og á, en aðalstarf hennar er að vinna að rannsókn sinni á nunnum. Lifandi lýsingar á fjölbreytilegu mannlífi Barselónaborgar eru látnar undir- strika einstæðingsskap Alexöndru ásamt yfirborðskenndum sam- skiptum hennar við nána ættingja og þetta er býsna vel gert hjá Sig- urbjörgu. Það fer ekki mikið fyrir eigin- legum söguþræði í Stekk. Engu að síður er þetta margslungin bók um tilfinningar og innra líf Alexöndru, um leit hennar að sjálfri sér og ýmsar hugmyndir kvikna við lest- urinn og það er alltaf gefandi að lesa slíkar bækur. Eins og t.d. hvort það sé merki um hugrekki eða heigulsskap að stökkva fram af svölum þegar lífið verður manni of- viða. Og sú árátta fólks að þurfa sí- fellt að fara á nýja og nýja staði; er það merki um sjálfstæði og styrk, eða er verið að flýja? Ýmsar hug- renningar um tengsl líkama og þess andlega eru líka fyrirferð- armiklar; er þetta sitthvort fyr- irbærið og hvernig er það þá að- skilið? Sigurbjörgu tekst hér margt vel, textinn feikiflottur, bókin stundum helst til langdregin en allt er ákaf- lega vel gert. Svo er kápan líka af- skaplega fallega hönnuð. Margslungin bók um tilfinningar Skáldsaga Stekk mn Eftir: Sigurbjörgu Þrastardóttur, JPV, 2012, 331 blaðsíða. ANNA LILJA ÞÓRISDÓTTIR BÆKUR Nokkrar af vinsælustu hljómsveitum landsins og tónlistarmönnum tróðu upp í fyrrakvöld í Laugardalshöll á tónleikunum Hátt í Höllinni. Þar léku Hjálmar, Ásgeir Trausti, Valdimar, Moses Hightower, Kiriyama Family og Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar. Ljósmyndari Morgunblaðs- ins fór á tónleikana og skrásetti í myndum. Fleiri myndir af tónleikunum má finna á vef Morgunblaðsins, mbl.is. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Gulldrengurinn Ásgeir Trausti varð í síðustu viku fyrstur tónlistarmanna til að ná því að selja yfir 1.000 eintök af plötu sinni á vefnum Tónlist.is. Kátt á Hátt í Höllinni Valdimar Valdimar er tilnefnd til þriggja verðlauna Íslensku tónlistarverð- launanna sem afhent verða á næsta ári, fyrir plötuna Um stund. Gjafir sem gleðja Verð 17.000 kr. LAUGAVEGI 5 SÍMI 551 3383 SPÖNGIN GRAFARVOGI SÍMI 577 1660

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.