Morgunblaðið - 21.12.2012, Page 45
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2012
Þegar ég heyrði af því aðAng Lee ætlaði sér aðfæra skáldsögu YannsMartels, Life of Pi, upp á
hvíta tjaldið var ég nokkuð efins um
að það tækist vel. Vissulega væri
Lee flottur leikstjóri en að búa til
kvikmynd, sem segir að stóru leyti
af samskiptum táningspilts og tígr-
isdýrs í björgunarbáti á miðju
Kyrrahafi, væri kannski fullstór biti
fyrir hann. Þar hafði ég heldur betur
rangt fyrir mér. Lee tekst eins vel
til og hægt er að takast með þessa
sögu í höndunum. Hann býður
áhorfendum til sjónrænnar veislu í
þrívídd sem margir munu án efa
gapa yfir, hugfangnir yfir litadýrð-
inni og tölvubrellunum sem ein-
kenna myndina nánast frá upphafi
til enda.
Í myndinni segir Piscine Molitor
Patel, miðaldra Indverji búsettur í
Kanada, ungum rithöfundi frá æv-
intýralegu lífshlaupi sínu, hvernig
hann lifði það af að dvelja í 227 daga
í björgunarbáti með tígrisdýri að
nafni Richard Parker. Foreldrar
Piscine, sem kallar sig Pi, áttu dýra-
garð sem þau ákváðu að selja og
flytja til Kanada. Þau voru á leið
þangað með skipi, dýrin í lestinni,
þegar mikið óveður skall á og skipið
fórst með manni og mús en Pi og
nokkur dýr lifðu af, m.a. fyrrnefnt
tígrisdýr. Pi þarf að læra að um-
gangast dýrið og beygja að vilja sín-
um og reynist það ekki auðvelt verk.
Hér er sögð saga af sigri andans,
lífsviljanum og spurningum varpað
fram um eðli trúarbragða og tilgang.
Tígrisdýrið er listilega tölvuteiknað
í myndinni, svo vel að maður sér
varla muninn á því og raunverulegu
tígrisdýri. Og drengurinn sem leikur
hinn unga Pi, Suraj Sharma, stend-
ur sig frábærlega. Það er ekki á
allra færi að kljást við ímyndað tígr-
isdýr með trúverðugum hætti.
Myndin er í lengra lagi, yfir tvær
klukkustundir og maður finnur að-
eins fyrir því í seinni hlutanum, eftir
hlé. Lee tekst hins vegar að bæta við
söguna með ýmsum brellum, djúp-
sjávarköfun og sædýrasýningum
m.a., sem koma vel út í þrívíddinni.
Life of Pi er mikil bíóveisla og ekta
jólamynd, falleg og upplífgandi.
Litadýrð Pi kemur sér fyrir á fleka úr björgunarhring og árum sem hann bindur við björgunarbátinn. Tígrisdýrið
Richard Parker fylgist með. Súrrealistinn Salvador Dalí hefði kunnað að meta litapallettu leikstjórans Ang Lee.
Litskrúðug útfærsla
Lees á lygilegri ævi Pi
Laugarásbíó, Smárabíó,
Háskólabíó og Borgarbíó
Life of Pi bbbbn
Leikstjóri: Ang Lee. Aðalleikarar: Suraj
Sharma, Irrfan Khan og Adil Hussain.
Bandaríkin, Kína, 2012. 127 mín.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Mýs og Menn (Stóra svið)
Fös 28/12 kl. 20:00 fors Mið 16/1 kl. 20:00 7.k Fim 31/1 kl. 20:00 13.k.
Lau 29/12 kl. 20:00 frums Fim 17/1 kl. 20:00 8.k Fös 1/2 kl. 20:00 14.k
Fös 4/1 kl. 20:00 2.k Fös 18/1 kl. 20:00 aukas Fös 8/2 kl. 20:00
Sun 6/1 kl. 20:00 3.k Lau 19/1 kl. 20:00 9.k Lau 9/2 kl. 20:00
Mið 9/1 kl. 20:00 4.k Sun 20/1 kl. 20:00 10.k Lau 16/2 kl. 20:00
Fim 10/1 kl. 20:00 aukas Fim 24/1 kl. 20:00 11.k Sun 17/2 kl. 20:00
Fös 11/1 kl. 20:00 5.k Fös 25/1 kl. 20:00 aukas Mið 27/2 kl. 20:00
Lau 12/1 kl. 20:00 aukas Lau 26/1 kl. 20:00 aukas
Sun 13/1 kl. 20:00 6.k Sun 27/1 kl. 20:00 12.k
Jólasýningin 2012. Saga um gildi manneskjunnar, drauma hennar og þrár
Á sama tíma að ári (Stóra sviðið)
Sun 30/12 kl. 20:00 Lau 5/1 kl. 20:00 lokas
Hjartnæmur og bráðfyndinn gamanleikur. Síðustu sýningar
Gulleyjan (Stóra sviðið)
Mið 26/12 kl. 14:00 Sun 6/1 kl. 14:00 Sun 20/1 kl. 14:00
Sun 30/12 kl. 14:00 Sun 13/1 kl. 14:00
Ævintýralegasta fjársjóðsleit allra tíma. Aukasýningar í janúar!
Gullregn (Nýja sviðið í desember og janúar. Stóra sviðið í febrúar)
Fim 27/12 kl. 20:00 Lau 12/1 kl. 20:00 Mið 23/1 kl. 20:00
Fös 28/12 kl. 20:00 Sun 13/1 kl. 20:00 Fim 24/1 kl. 20:00
Lau 29/12 kl. 20:00 Mið 16/1 kl. 20:00 Fös 25/1 kl. 20:00
Sun 30/12 kl. 20:00 Fim 17/1 kl. 20:00 Lau 26/1 kl. 20:00
Fim 3/1 kl. 20:00 Fös 18/1 kl. 20:00 Lau 2/2 kl. 20:00
Fös 4/1 kl. 20:00 Lau 19/1 kl. 20:00
Mannlegt verk um íslenskt fólk og útlenskt tré
Saga Þjóðar (Litla sviðið)
Fös 4/1 kl. 20:00 Fös 18/1 kl. 20:00 Sun 27/1 kl. 20:00
Fös 11/1 kl. 20:00 Lau 19/1 kl. 20:00
Lau 12/1 kl. 20:00 Lau 26/1 kl. 20:00
Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum.
Jesús litli (Litla svið)
Fös 21/12 kl. 19:00 Lau 5/1 kl. 20:00
Fös 21/12 kl. 21:00 Sun 6/1 kl. 20:00
Mannbætandi upplifun! Grímusýning ársins 2010
Stundarbrot (Nýja sviðið)
Fim 10/1 kl. 20:00 frums Þri 15/1 kl. 20:00 3.k Þri 22/1 kl. 20:00
Fös 11/1 kl. 20:00 2.k Sun 20/1 kl. 20:00 4.k
Framsækið og tilraunakennt sjónarspil
Hinn eini sanni jólaandi (Litla sviðið)
Lau 22/12 kl. 16:00
Notaleg sögustund fyrir alla fjölskylduna með Góa og Þresti Leó
Skoppa og Skrítla í leikhúsinu (Litla sviðið)
Lau 12/1 kl. 13:00 1.k Sun 13/1 kl. 13:00 3.k Lau 19/1 kl. 13:00 5.k
Sun 13/1 kl. 11:00 2.k Lau 19/1 kl. 11:00 4.k
Leikhús með söng og dansi fyrir börn frá níu mánaða aldri
Gefðu töfrandi stundir í jólapakkann
Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is
VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR
Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið)
Lau 29/12 kl. 14:00 29.sýn Lau 5/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 20/1 kl. 13:00 37.sýn
Lau 29/12 kl. 17:00 30.sýn Sun 6/1 kl. 13:00 33.sýn Sun 20/1 kl. 16:00 38.sýn
Sun 30/12 kl. 14:00 31.sýn Sun 6/1 kl. 16:00 34.sýn Sun 27/1 kl. 13:00 39.sýn
Sun 30/12 kl. 17:00 32.sýn Sun 13/1 kl. 13:00 35.sýn Sun 27/1 kl. 16:00 40.sýn
Lau 5/1 kl. 13:00 Aukas. Sun 13/1 kl. 16:00 36.sýn
Sýningar í janúar komnar í sölu!
Macbeth (Stóra sviðið)
Sun 23/12 kl. 14:00 Fors Fös 4/1 kl. 19:30 5.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 8.sýn
Mið 26/12 kl. 19:30 Frums. Mið 9/1 kl. 19:30 Aukas. Fös 18/1 kl. 19:30 9.sýn
Fim 27/12 kl. 19:30 2.sýn Fim 10/1 kl. 19:30 6.sýn Fim 24/1 kl. 19:30 10.sýn
Fös 28/12 kl. 19:30 3.sýn Fös 11/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 25/1 kl. 19:30 11.sýn
Fim 3/1 kl. 19:30 4.sýn Mið 16/1 kl. 19:30 Aukas.
Aðeins sýnt út janúar!
Jónsmessunótt (Kassinn)
Lau 12/1 kl. 19:30 25.sýn Lau 19/1 kl. 19:30 27.sýn
Sun 13/1 kl. 19:30 26.sýn Sun 20/1 kl. 19:30
Meinfyndið nýtt íslenskt verk, svört kómedía beint úr íslenskum samtíma.
Karíus og Baktus (Kúlan)
Lau 5/1 kl. 13:30 5.sýn Sun 6/1 kl. 15:00 8.sýn Lau 12/1 kl. 16:30 Aukas.
Lau 5/1 kl. 15:00 6.sýn Sun 6/1 kl. 16:30 Aukas. Sun 13/1 kl. 13:30 11.sýn
Lau 5/1 kl. 16:30 Frums. Lau 12/1 kl. 13:30 9.sýn Sun 13/1 kl. 15:00 12.sýn
Sun 6/1 kl. 13:30 7.sýn Lau 12/1 kl. 15:00 10.sýn Sun 13/1 kl. 16:30 Aukas.
Frábært leikrit sem á erindi við alla krakka!
Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið)
Lau 22/12 kl. 11:00 Lau 22/12 kl. 14:30 Sun 23/12 kl. 12:30
Lau 22/12 kl. 13:00 Sun 23/12 kl. 11:00
Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins - áttunda árið í röð!
Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið )
Fim 31/1 kl. 20:30 19.sýn Fös 8/2 kl. 20:30 21.sýn
Sun 3/2 kl. 20:30 20.sýn Sun 10/2 kl. 20:30
Nýtt sýningatímabil hefst eftir áramót - miðasala í fullum gangi!
SKÖTUVEISLA23.DES
Skútan
Í HÁDEGINU Á ÞORLÁKSMESSU
Skötuhlaðborð í hádeginu á Þorláksmessu í veislus
al okkar.
Boðið verður upp á Skötu fyrir amlóða upp í fullste
rka.
Vinsamlega pantið tímalega í síma 555-1810.
MATSEÐILL
Mild og sterk skata
Tindabikkja
Skötustappa tvær tegundir
(vestfirsk og hvítlauks stappa)
Saltfiskur
Plokkfiskur
Síldaréttir tvær tegundir
Að sjálfsögðu verða á boðstólum sjóðandi heitir hamsar
og hnoðmör,
hangiflot, kartöflur, rófur, smjör og rúgbrauð.
Eftirréttur.
Jólagrautur með rúsínum og kanilsykri
www.veislulist.is Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810
Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Verð kr. 3.500
Húsið opnar kl 11:30.
Verð fyrir fyrirtæki sem eru í hádegisáskrift hjá okkur
er kr. 3.000. Þarf að panta fyrirfram.
Óskum öllum
gleðilegra
jóla og farsæls
komandi árs.pr. mann