Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Side 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.12. 2012 HEIMURINN BANGLADESH DHAKA Mannskæður eldsvoði í fata- verksmiðju í Bangladesh hefur valdið mikilli ólgu í landinu. 110 manns létust í eldinum og rúmlega 100 slösuðust. Öryggi var ábótavant í verksmiðjunni og hafa þrír stjórnendur hennar verið handteknir. Þúsundir manna lögðu niður störf í verksmiðjum, mótmæltu og kröfðust réttlætis fyrir hönd fórnarlamba eldsvoðans. EGYPTALAND KAÍRÓ Mikil mótmæli hafa verið í Egyptalandi eftir að Mohamed Morsi, forseti landsins tók sér víðtækari völd, en hann hafði áður haft.Vinnubrögð stjórnlagaráðs, sem virðist ætla að afgreiða nýja stjórnarskrá með hraði og kristnir menn og frjálslyndir hafa sniðgengið, hafa enn kynt undir mótmælum. BANDARÍKIN NEW YORK Bandaríska dagblaðið The NewYork Times greindi frá því að Dominique Strauss Kahn, fyrrverandi yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hefði gert samkomulag við Nafissatou Diallou, sem sakaði hann um að hafa ráðist á sig kynferðislega á hótelherbergi í NewYork. Málið leiddi til falls Kahns, sem hafði verið orðaður við forsetastólinn í Frakklandi. Mál Diallou verður þá látið niður falla. HOLLAND HAAG Serbar eru æfir yfir því að stríðsglæpa- dómstóllinn í Haag skyldi sýkna Ramush Haradinaj, fyrrverandi forsætisráðherra Kosovo, af ásökunum um stríðsglæpi. Fyrir tveimur vikum sýknaði dómstóllinn, sem skipaður var til að fjalla um átökin á Balkanskaga á tíunda áratug 20. aldar, tvo króatíska herforingja af ásökunum um stríðsglæpi. Sakaði dómsmálaráðherra Serbíu dómstólinn um að „hrækja í andlit“ serbneskra fórnarlamba átakanna. Rannsókn Brians Levesons dómara stóð í átta mánuði. 184 vitni komu fram og 42 skiluðu skriflegum vitnisburði. Tilefni rannsóknarinnar var víðtækar og skipulagðar hler- anir News of the World, sem tilheyrir News Corp, fjöl- miðlaveldi Ruperts Murdochs. Hún náði hins vegar til allra prentmiðla, snerist einnig um náið samband stjórnmála- manna við fjölmiðla, sérstaklega í eigu Murdochs, og samskipti lög- reglu og blað- anna. Skýrsla Levesons er hátt í 2.000 blaðsíður. Nánara eftirlit þarf með hin-um „svívirðilegu“ breskuprentmiðlum, að sögn Bri- ans Levesons dómara, sem á fimmtudag kynnti niðurstöður átta mánaða rannsóknar á starfsháttum breskra dagblaða. Rannsóknin fór fram eftir símahlerunarhneyksli, sem leiddi til þess að útgáfu blaðs- ins News of the World, sem hluti fjölmiðlaveldis Ruperts Murdochs, var hætt. Náin tengsl stjórnmála- manna við blöðin voru líka rann- sökuð. Í skýrslu rannsóknarnefndar Levesons er hvatt til þess að sett verði á sjálfstætt eftirlitsembætti, skipulagt af blöðunum, en öflugra en núverandi eftirlitsstofnun, PCC, sem þykir tannlaus. Hið eflda emb- ætti verði stutt lögum, með þeim rökum að vítaverð hegðun breskra blaða undanfarna áratugi hafi gert að engu fullyrðingar um það að þau ynnu í almannaþágu. Þvert á eigin siðareglur Í yfirlýsingu Levesons sagði að breski blaðaiðnaðurinn hefði „rústað lífi saklauss fólks“ og „látið eins og eigin siðareglur, sem hann setti sér sjálfur, væru ekki til“. Hegðun blað- anna hefði stundum verið svívirðileg og borið vitni „glannaskap þar sem æsifréttir fengju forgang nánast án tillits til tjónsins, sem þær gætu valdið“. Leveson leggur til að hið óháða embætti geti sektað blöðin um allt að eina milljón punda (rúmlega 200 milljónir króna). Blöðin setji sér sjálf reglur, sem sæti endurskoðun fyrir opnum tjöldum. Blöðum, sem ekki fallist á þetta, megi refsa fyrir hvaða dómstól sem er, til dæmis með því að láta þau greiða máls- kostnað þótt þau verði sýknuð. „Ég legg til óháð eftirlit með prentmiðlum, sem prentmiðlarnir skipuleggi sjálfir jafnhliða lög- bundnu ferli til að styðja frelsi prentmiðla, veita stöðugleika og tryggja gagnvart almenningi að þetta nýja embætti verði óháð og skilvirkt,“ sagði Leveson á blað- mannafundinum þar sem hann kynnti skýrsluna og bætti við að ekki væri af neinni sanngirni hægt að halda fram að hann legði til að blöðunum yrði settur lagalegur starfsrammi. Þau orð gerðu lítið til að slá á fyr- irvara Davids Camerons, forsætis- ráðherra Bretlands, gagnvart því að fara þessa leið. „Ég hef alvarlegar áhyggjur og efasemdir um þessar til- lögur,“ sagði hann og bætti við að hann teldi að ekki yrði aftur snúið „ef þættir regluverks um prentmiðla yrðu settir í landslög“. Cameron kvaðst mundu ræða við hina flokk- ana á þingi hvort „aðrir kostir“ kæmu til greina til að knýja fram þau grundvallaratriði, sem Leveson telji að þurfi að vera til staðar. Nicholas Clegg, varaforsætis- ráðherra og leiðtogi Frjálsra demó- krata, samstarfsflokks Íhaldsflokks- ins í stjórninni, tók sérstaklega til máls á þinginu um tillögur nefndar Levesons og lýsti yfir stuðningi við þær. Tók hann í sama streng og Ed Miliband, leiðtogi Verkamanna- flokksins, sem er í stjórnarandstöðu. Mál þetta gæti því leitt til titrings innan bresku stjórnarinnar. Gagnrýna Cameron Rannsóknarnefnd Levesons var skipuð þegar í ljós kom að blaðið News of the World hafði stundað víðtækar og kerfisbundnar hleranir. Hleraði blaðið meðal annars farsíma Milly Dowler, ungrar stúlku, sem var saknað og síðar fannst myrt. Talsmenn umbóta á regluramma prentmiðla og ýmis fórnarlömb þeirra – fólk sem var hlerað og brotist var inn í tölvur hjá – lýsti yfir miklum vonbrigðum með af- stöðu Camerons og sakaði hann um að „rífa hjartað og sálina“ úr rann- sókn Levesons. Í gærmorgun fékk Cameron hins vegar stuðning bresku blaðanna, sem hrósuðu skýrslu Levesons, en kváðu tillögur hans myndu kæfa blaðamennsku í landinu. Bresk dagblöð hafa öfugt við ljós- vakamiðla ekki lotið stjórn lögskip- aðs embættis síðan leyfisskylda til blaðaútgáfu var afnumin á Bretlandi 1695. Eftir seinna stríð hafa ítrekað verið skipaðar nefndir, sem hafa mælt með auknu eftirliti með prent- miðlum án þess að ráðamenn færu eftir því. Cameron verður undir miklum þrýstingi á næstunni að ganga lengra en forverar hans í að hemja bresku pressuna. Bresk blöð sæti nánara eftirliti RANNSÓKNARNEFND LEGGUR TIL AÐ BRESK DAGBLÖÐ LÚTI LÖGBUNDNU AÐHALDI. FORSÆTISRÁÐ- HERRA TELUR AÐ ÞÁ YRÐI PRENTFRELSINU STEFNT Í HÆTTU OG ER KOMINN UPP Á KANT VIÐ SAMSTARFSFLOKKINN Í RÍKISSTJÓRN. RANNSÓKNIN Rupert Murdoch Brian Leveson lávarður kynnir niðurstöður rannsóknar sinnar á starfsháttum breskra blaða og tillögur um aukið aðhald. Rannsóknin var gerð vegna hlerunarhneykslis, sem varð til að blaðið News of the World var lagt niður. AFP * „Við þurfum að hafa varann á okkur gagnvart allri lög-gjöf, sem gæti leitt til skerts málfrelsis og prentfrelsis.“David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.AlþjóðamálKARL BLÖNDAL kbl@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.