Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Side 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.12. 2012 Ríkisstjórnin er fallin. Flestum er það lönguljóst. Fyrsta hreina vinstristjórnin virðisthins vegar ekki horfast í augu við þá stað- reynd frekar en aðrar sem við blasa. Hún skilur ekki ákall almennings um nýja stjórnarhætti. Ákall um ný vinnubrögð og nýjar leiðir til að sækja fram í stað þess að spóla í stöðugt dýpri hjólförum skatta- hækkana, afturhalds og niðurrifs. Hún skilur heldur ekki ákall fjölskyldna og at- vinnulífs um stöðugleika og svíkur jafnharðan þá samninga sem gerðir eru, hvort sem er við samtök launþega, atvinnurekenda eða tilteknar atvinnu- greinar. Og ekki skilur hún hverja könnunina á eft- ir annarri sem sýnir fram á að almenningur ber ekki traust til hennar. Stundum hefur það verið haft í flimtingum að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar eigi erfitt með að skilja ensku, en ég hallast helst að því að skilnings- leysi þeirra á íslensku sé enn verra. Íslenskur al- menningur kallar á breytingar og krefst þess að ríkisstjórnin skipti um kúrs. Það ákall skilst ekki í stjórnarráðinu. Hugsanlega skilur norræna vel- ferðarstjórnin dönskuna betur og þá er kannski eins gott að hrópa hátt og snjallt: Farvel! Nú er svo komið að ríkisstjórnin nýtur ekki meirihlutastuðnings á Alþingi í sínu mikilvægasta máli, sem er sjálft fjárlagafrumvarpið. Þegar þetta er skrifað eru í gangi sérkennilegar þreifingar þar sem ríkisstjórnin reynir að vinna á sitt band meiri- hluta þingmanna til að styðja fjárlagafrumvarpið. Ástæðan fyrir ágreiningi um frumvarpið er einföld. Ríkisstjórnin sér engar aðrar lausnir en enn frekari skattahækkanir, enn frekari álögur á almenning og atvinnulíf og nú skal ráðist á ferðaþjónustuna sem er ein af þeim fáu atvinnugreinum sem enn sýna eitthvert lífsmark. Að auki hefur nú verið kynnt viðbót við frum- varpið, þar sem upplýst er að til standi að hækka bensíngjöld, útvarpsgjöld, tóbaksgjöld, vörugjöld á bílaleigubíla, gistináttagjöld, almenn trygg- ingagjöld, auk þess að framlengja raforkuskatt og festa kolefnisgjald og gjöld á sölu á heitu vatni. Skyldi nokkurn undra að fáir fagni eða erfiðlega gangi að ná sátt eða samstöðu? Enn eru 148 dagar eftir af kjörtímabili fyrstu hreinu vinstristjórnarinnar. Ríkisstjórnin er óstarf- hæf. Við þurfum nýja sem skilur skilaboð almenn- ings og nýtur umboðs og stuðnings. Við þurfum rík- isstjórn sem vill sækja fram og skapa ný og fjölbreytt tækifæri í íslensku samfélagi. Þau tæki- færi fást aðeins með frelsi, vali og svigrúmi ein- staklinganna sjálfra. Stærsta jólagjöfin í ár væri að ríkisstjórnin pakk- aði saman og viðurkenndi að þau meðul sem beitt hefði verið væru ekki að lækna meinið. Skatta- hækkanir verði dregnar til baka og fram að kosn- ingum vinni þingmenn saman að þeim málum sem brýnust eru í þágu almennings og fyrirtækja. Ein- ungis þannig getur á ný skapast sátt og sá sókn- arhugur sem við þurfum til að halda á vit nýrra tíma. Og með þá von í brjósti leyfi ég mér að segja; Farvel! Farvel * Við þurfum ríkisstjórnsem vill sækja fram ogskapa ný og fjölbreytt tæki- færi í íslensku samfélagi. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Hanna Birna Kristjánsdóttir hanna.birna.kristjansdottir@reykjavik.is Vínylplötur í sókn Vínylplöturnar eru í sókn eins og ís- lenski plötumark- aðurinn í Kexinu um síðustu helgi ber vitni. Vín- ylplötur rata ef til vill í einhverja jólapakka. Örn Úlfar Sævarsson langar a.m.k. í plötur: „Smá upplýs- ingar fyrir þá sem eru að leita að jólagjöf handa mér: Var að kaupa mér plötuspilara.“ Jólaskemmtun Á aðventunni er ýmislegt í gangi, eins og jólapeysu- keppnir. Hanna Katrín Frið- riksson auglýsti eftir slíkri á Facebook: „Býr ein- hver svo vel að eiga „áhugaverða“ jólapeysu til að lána mér fyrir föstudaginn? Vinnukeppni skiljiði :)“ Bragi Valdimar Skúlason Baggalútur er ef til vill farinn að velta fyrir sér jólamyndunum í ár, ef marka má Facebook. „Ef ég verð fyrir hobbiti, fæ ég þá líka hobbi- taæði?“ Hobbitamynd Peters Jack- sons verður frumsýnd um jólin. Í hvað fara peningarnir Eva H. Bald- ursdóttir ræddi um málefni Íbúða- lánasjóðs. „Nú spyr ég – mér skilst að 110% leiðin hafi kostað ÍLS 7 milljarða – hvert fóru þeir 7 sem eftir stóðu? Ef 14 millj- arðar eru ekki nýttir til fulls í þær forsendur sem voru gefnar – má þá bara nota hinn helminginn að vild? Á meðan stjórnvöld og þingmenn sparsla í sprungur vonlausrar lána- stofnunar þar sem allt er í einum hrærigraut – eru þeir 7 milljarðar sem voru ætlaðir í skuldaafskriftir almennings ekki nýttir. Nærtækt væri að klára þá vegferð sem stjórnvöld hófu með 110% leiðinni í stað þess að skilja unga skuldara þessa lands eftir með misþunga bakpoka, eftir handstýrða ójöfn- uðaraðgerð.“ AF NETINU Eivør Pálsdóttir ferðast vítt um breitt um Nor- eg þessa vikurnar og hefur spilað fyrir ótal áhorfendur á stærri og smærri tónleikum en söngkonan nýtur mikilla vinsælda hjá Norð- mönnum. Eivøru brá talsvert á tónleikum sínum í Haugesund þegar tveir áhorfendur af sjöhundr- uð féllu í yfirlið á nákvæmlega sama augnabliki. Söngkonan var þá einmitt að flytja tilfinn- ingaþrungið og rólegt lag. Hlé var gert á tón- leikunum meðan hugað var að áhorfendum en Eivør sjálf var þó eftir á viss um að þetta væri tilviljun en ekki í ætt við þau áhrif sem Bítlarnir og Elvis Presley höfðu og hafa á aðdáendur. Aðdáendur Eivørar Pálsdóttur féllu í yfirlið á sömu mínútu. Morgunblaðið/Eggert Áhorfendur féllu í yfirlið Í óveðrinu sem geisaði í byrjun nóvember fór ýmislegt á hliðina á landinu og á höfuðborg- arsvæðinu fuku þakplötur og tré rifnuðu upp með rótum. Söngkonan Hafdís Huld var ein þeirra sem þurftu að huga að skemmdum eftir óveðrið. Hún býr í áberandi fallegu bleiku húsi í Mos- fellsbæ en hún og sambýlismaður hennar, Al- isdair Wright, festu kaup á húsinu þegar þau fluttust til Íslands árið 2009. Skemmst er frá því að segja að klæðningin fauk af allri framhlið bleika hússins en engin slys urðu á fólki. Söngkonan sagði í samtali við Morgunblaðið að faðir hennar og sam- býlismaður hefðu hafist handa við að laga skemmdirnar, enda væri skemmtilegra að skella aftur upp klæðningunni áður en jóla- serían færi upp. Hugar að húsinu Hafdís Huld flutti til Íslands fyrir um þremur ár- um og festi kaup á bleiku húsi í Mosfellsbæ. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.