Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Síða 9
Hljómsveitin FM
Belfast ásamt dú-
ettinum Þú og ég,
Helgu Möller og
Jóhanni Helgasyni.
Morgunblaðið/Ómar
Stór hópur fólks syngur lagið Öll í kór.Nokkuð erfitt er að greina hver syngurhvað. Því ákváðum við að hafa keppni á
facebook. Þar getur fólk giskað á hver á hvaða
rödd,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir hjá Uni-
cef á Íslandi.
Hljómsveitin FM Belfast samdi lagið, Öll í
kór, fyrir söfnunina í ár. Sú hefð hefur skapast
að fá tónlistarfólk til að semja lag í aðdrag-
anda dags rauða nefsins hjá Unicef. Allir sem
koma að laginu gefa vinnu sína, hvort sem það
er lista- eða tæknifólkið. Landssöfnun verður
7. desember í opinni dagskrá á stöð tvö.
„Okkur fannst gaman að hafa þetta hátíð-
legt því okkur þykir þetta mikilvægur mál-
staður. Þetta er fyrsta lagið sem við gerum
sem hljómsveit á íslensku,“ segir Lóa Hlín
Hjálmarsdóttir í hljómsveitinni FM Belfast.
Auk hennar skipa hljómsveitina Árni Rúnar
Hlöðversson, Árni Vilhjálmsson og Örvar Þór-
eyjarson Smárason. Sá síðast nefndi samdi
textann. Lóa er í skýjunum með viðbrögð
tónlistarfólksins við ósk um að syngja lagið,
Öll í kór. Þau fengu hvorki fleiri né færri en
fjórtán manns til að koma fram sem gesta-
söngvarar í laginu. „Það voru allir yndislega
jákvæðir og hjálpsamir. Við ákváðum að miða
hátt og allir sögðu já,“ segir Lóa.
Á meðal gestasöngvaranna eru Ásgeir
Trausti, Diddú, Helga Möller, Hugleikur
Dagsson, Valdimar og Prinspóló.
Lóa sagði lagasmíðarnar hafa gengið vel.
„Við gerðum öll lagið en Árni Rúnar er „stóra
móðurborðið“. Í hljómsveitinni erum við ekki
með dæmigerða hljóðfæraskipan og segja má
að við hugsum þetta líkt og plötusnúðar eða í
þá átt,“ segir Lóa glaðhlakkalega.
Lóu fannst mjög gefandi að vinna með öllu
tónlistarfólkinu en viðurkenndi þó að sér þótti
einkar tilkomumikið að fá að vinna með Jó-
hanni Helgasyni. „Við hlustuðum alltaf mikið
á Þú og ég með Jóhanni Helgasyni og Helgu
Möller, þegar við vorum yngri. Það er mikill
heiður að fá að vinna fólki sem maður hefur
dálæti á og fylgdist með úr fjarlægð í fjöl-
miðlum,“ segir Lóa.
Það styttist í stóra söfnunardaginn, 7. des-
ember. „Undirbúningurinn gengur mjög vel.
Þetta er stærsti viðburður ársins hjá Unicef.
Við köllum þetta skemmtun sem skiptir máli,
því við erum að blanda saman gríni og alvöru.
Meginmarkmiðið er að fá fólk til að gerast,
heimsforeldrar sem felst í því að fólk gerist
mánaðarlegir styrktaraðilar Unicef,“ segir
Sigríður Víðis.
Í ár er hægt að kaupa krukku af rauðu
nefi. „Hugmyndin kviknaði hjá okkur hér inn-
anhúss. Við erum alltaf með nýtt þema á
hverju ári. Í fyrra vorum við með Skottu,
Skrepp og Skjóðu sem nutu gríðarlegra vin-
sælda hjá landsmönnum,“ segir Sigríður Víðis.
Á krukkuna er skrifað: „Skammtur af gleði.
Ráðlagður dagsskammtur fyrir þá sem vilja
bæta heiminn. Notkun: Setjið rauða nefið upp
og gleðjið samferðafólk með góðu sprelli.“
Ekki amalegt að útvega sér eina slíka
krukku og bregða á leik í hversdagsleiknum.
DAGUR RAUÐA NEFSINS HJÁ UNICEF HALDINN 7. DESEMBER MEÐ SÖFNUNARÁTAKI
Þekkirðu raddirnar?
DAGUR RAUÐA NEFSINS ER ÁRVISS VIÐBURÐUR HJÁ UNICEF Á ÍSLANDI. HANN VERÐUR HALDINN 7. DESEMBER
MEÐ SÖFNUNAR- OG SKEMMTIÞÆTTI Á STÖÐ TVÖ. MARKMIÐIÐ ER AÐ BJÓÐA ÍSLENDINGUM AÐ GERAST
HEIMSFORELDRAR OG STYÐJA HJÁLPARSTARF UNICEF Í ÞÁGU BARNA UM ALLAN HEIM.
Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is
* Stór hópur fólkssyngur lagið Öll íkór. Raddir þess þekkjast
ekki glöggt, en hægt er að
giska á hver á hvaða rödd
í facebook-leik Unicef.
2.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9
Ljósin á aðventukransinum lýsa okkur í biðinni eftir jólunum og minna á tím-ann sem líður og reynsluna sem mótar
okkur. Stundum tökum við á móti jólunum í
gleði og eftirvæntingu. Stundum væntum við
þeirra í sorg og sársauka. Hvert kerti á krans-
inum getur skírskotað til minninganna sem við
berum með okkur en vísar um leið til von-
arinnar sem jólin eru fyrirheit um,“ segir sr.
Kristín Þórunn Tómasdóttir en hún og maður
hennar sr. Árni Svanur Daníelsson hafa velt
fyrir sér merkingu þess að tendra
ljós, nú þegar aðventan fer í hönd
og margir setja upp aðventu-
kransa.
Þau ákváðu að skrifa grein um
nýja merkingu sem þau leggja í
kertin og birta á presta- og
hjónabloggi sínu arniog-
kristin.is. Kristín segist
telja hressandi og skemmti-
legt að gefa þekktum tákn-
um eins og kertunum á aðventukransinum
nýja merkingu.
Aðventukrans minninganna
„Við köllum þetta aðventukrans minninganna.
Við höldum alveg áfram að tala um spádóms,
Betlehems-, hirða- og englakertin líka. Þau
heiti hafa þann tilgang að fræða og leiðbeina,
einhver gaf þeim þessi heiti í þeim tilgangi að
segja söguna sem leiðir okkur að jólunum. En
hluti af því að vinna með trú í samtímanum er
að finna annan flöt á þekktum táknum.“
Fyrsta kertið má nota til að leiða hug-
ann að þeim sem eru horfnir á braut.
„Fyrsta aðventukertið minnir á ást-
vinina sem eru ekki lengur með okkur.
Við nemum staðar, nefnum nafnið
þeirra, rifjum upp röddina þeirra,
andlitið þeirra og allar minning-
arnar sem tengjast þeim og jóla-
tímanum.“
Þau hjónin leggja til að við
kveikjum á öðru kertinu til að jafna okkur á
áföllum.
„Annað aðventukertið lýsir upp sársaukann
yfir erfiðum breytingum sem hafa orðið í líf-
inu okkar. Það geta verið sambandsslit, at-
vinnumissir, fjárhagslegt áfall, heilsubrestur,
frelsissvipting vegna streitu og álags, og hvers
kyns breytingar sem skilja okkur eftir í ein-
semd. Við nefnum það sem veldur sársauk-
anum, leggjum okkur í Guðs hendur og biðjum
um frið í hjartað.
Þriðja aðventukertið er tendrað fyrir þau
sem hafa misst áttir í lífinu og finnst þau vera
týnd. Við þurfum öll að hafa stefnu í lífinu, að
vita hver við erum og á hvaða leið við erum.
Þess vegna er gott að þiggja leiðsögn ljóssins
sem kemur í heiminn og vill upplýsa hvert og
eitt okkar. Við tendrum ljós og biðjum fyrir
þeim sem hafa misst sjónar á ljósinu og biðjum
Guð að leiða þau í öruggt skjól,“ segja þau hjón
á bloggi sínu.
Þá segja þau hægt að kveikja á fjórða að-
ventukertinu í nafni vonar. „Fjórða aðventu-
kertinu fylgir vonin um allt það sem jólin færa
okkur. Barnið í jötunni er fyrirheit um frið og
gleði handa öllum Guðs börnum. Við biðjum að
ljós jólanna upplýsi huga og hjarta og að ljós
okkar fái lýst bræðrum okkar og systrum.“
Gefa aðventukertunum nýja merkingu
Árni S. Daníelsson og Kristín Þ. Tómasdóttir.
„Það var skemmtilegt að fá að syngja lagið
og gaman í stúdíóinu. Við hlógum rosalega
mikið þegar ég var að syngja, af því að ég er
svo falskur. Vanalega er ég svakalega falsk-
ur en þennan morgun var ég líka með háls-
bólgu. Ég þurfti örugglega að vera auto-
tjúnaður. Og þó, ætli þetta mixist ekki bara
einhvern veginn inn í lagið. Ég hef hlustað á
það einu sinni í símanum og ég gat ekki heyrt
hvar ég söng,“ segir Steindi jr.
Steinda jr. var bent á að það væri keppni á
facebook þar sem fólk gæti giskað hver ætti
hvaða rödd. „Ég held að það ætti að vera
frekar auðvelt að finna mína rödd því ég á
línuna sem er verst sungin.“
Steindi jr. hefur alltaf tekið þátt í degi
rauða nefsins hjá Unicef. „Mér finnst mál-
efnið alveg frábært og svo er þetta stór dag-
ur fyrir grínista.“
Ásamt því að þenja raddböndin í laginu Öll
í kór verður Steindi jr. með tvo grínsketsa
sem hann vinnur með félögum sínum Ágústi
Bent og Magnúsi Leifssyni. „Við erum ekki
farnir í tökur ennþá en við gerum það í vik-
unni. Ég veit því ekki ennþá hverjir munu
leika í þeim. Við erum að klára að skrifa þá
núna.“ Steindi vildi þó ekki gefa neitt upp um
efnið og svaraði því til að hann teldi í þeirra
tilviki að best væri að segja ekki orð.
Steinda varð á orði að dagur rauða nefsins
höfðaði sérstaklega til grínara. „Þorsteinn
Guðmundsson [grínari með meiru] kom í við-
tal í vikunni, hann vildi meina að þetta væri
„uppáhaldsdagur grínara“ og ég er hjart-
anlega sammála honum.“
„Ég held það ætti að vera frekar auðvelt að finna
mína rödd, ég á línuna sem er verst sungin.“
Ljósmynd/GUSK
Á línuna
sem er verst
sungin