Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Side 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Side 20
*Heilsa og hreyfingSykurmagn er mismunandi eftir því hvaða jógúrt eða skyr er valið úr hillum verslana »22 Auður segir dásamlegt að hafa tekið allt efni fyrir mynddiskinnupp úti í náttúrunni. „Allt jóga verður til í náttúrunni og það ásvo við að taka upp úti. Í krakkajóga erum við sérstaklega mikiðað tengja við náttúruna að vera eins og dýrið, fjallið, vatnið og eldgosið. Þetta er meira og minna stílað inn á náttúruöflin. Jóga snýst um að skynja fegurðina,“ segir Auður og játar því aðspurð að það sé sterkari upplifun að stunda jóga úti en inni. „Það er miklu sterkari upplifun, í raun og veru fyrir alla. Ég hef reynt að fara á hverju sumri með fullorðna út. Það er alveg makalaust að sjá að allir anda dýpra, teygja sig lengra og það brosa öll andlit. Maður skynjar jógað dýpra úti í náttúrunni, það varð til þar en ekki inni í einhverjum jógasal,“ segir hún og útskýrir nánar áhrif jógans. „Við höldum svo mikið í dag að jógað sé bara fyrir vöðvana. En hver einasta jógastaða hefur áhrif á innyflin, orkuflæðið, segulsvið, hjarta, nýru og lungu,“ segir Auður og ræðir nánar um gildi jógans. „Við erum öll ofurseld þessari framkvæmdaorku. Við þurfum líka að skynja líkamann okkar og þjálfa fantasíuna. Við erum oft svo fljótt farin fram úr sjálfum okkur. Ég held að það sé svolítið þjáning nútímans enda er sagt að stressið sé faraldur okkar tíma.“ ÖÐRUVÍSI UPPLIFUN UTANDYRA Jógað kemur úr náttúrunni Börn í jógastellingum við Þingvallavatn, þar sem myndbandið var tekið upp. A uður Bjarnadóttir er að senda frá sér nú fyrir jólin glænýjan DVD-disk, Krakkajóga, fallegt klukku- stundarlangt myndband. Tökur fóru fram „á Þing- völlum á fegursta degi sumarsins með dásamlegum börnum,“ að sögn Auðar, sem er vel þekkt fyrir jógatíma sína, í Kundalini-jóga, meðgöngujóga og mömmujóga í Jógasetrinu við Borgartún en myndbandið kemur út í samvinnu við Eru- menn. Styttra er síðan að krakkajógað bættist við en hún er með tíma fyrir 2-3 ára með foreldri og 4-8 ára og stefnir á að bæta við tímum fyrir eldri krakka eftir áramót. Diskurinn er hinsvegar ætlaður fyrir aldurinn 3-10 ára. „Þetta er fyrir börn á öllum aldri, vonandi geta pabbi og mamma gert með þeim yngri,“ segir Auður sem er ánægð með útkomuna. Vinirnir og dýrin Í myndbandinu útskýrir Auður fyrir börnunum hvernig jóga- hreyfingarnar komi frá dýrunum enda heita margar jógastöð- ur eftir dýrum. Krakkarnir taka vel í þetta og teygja sig og sveigja, að sögn Auðar. „Þetta er fyrst og fremst leikur, segir Auður um myndbandið sem skipt er niður í fjóra þætti sem bera nöfn á borð við Vinastund og Dýragarðinn. Litlu jóg- arnir geta því valið hversu marga þætti þeir horfa á, allt eftir úthaldi. „Myndbandið er aðallega til að fá þau út á gólf og gera með. En þetta er fyrst og fremst leikur og gleði. En svo er ég að leyfa mér að draga þau inn í slökun og leyfa þeim að finna ró. Það er oft eins og við þorum því ekki að gefa börn- unum kyrrð. Þau eru svo miklir jógar þannig að ég er að von- ast til þess að þau geti líka fundið þetta í jóganu. Það er sagt að börnin geri allar 108 jógaæfingarnar í móðurkviði. Þau eru jógarnir,“ segir Auður og bætir við að hún sé ánægð með að jógað sé að færast inn í leikskólana.„ Það er svo gaman að því að það er að opnast svo mikið fyrir jógað inni á leikskólum. Krakkajóga er komið mjög víða og ég held að það sé að virka mjög vel.“ Hvernig er að kenna börnum miðað við fullorðna? „Þú þarft að vera með rosamikið prógramm og utanumhald. Þú þarft að skipta oft, vera með kannski helmingi fleiri æfing- ar hjá börnum en fullorðnum þó að tíminn sé jafnvel helmingi styttri. Maður þarf að vera næmur, halda athygli og hafa þetta fjölbreytt.“ jogasetrid.isAuður með jógastund í barnahópi úti í náttúrunni. Ljósmyndir/Alda Lóa Leifsdóttir JÓGA FYRIR BÖRN Leikur og gleði AUÐUR BJARNADÓTTIR STENDUR FYRIR ÚTGÁFU KRAKKAJÓGADISKS SEM VAR TEKINN UPP Á ÞINGVÖLLUM Í SUMAR. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.