Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Qupperneq 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Qupperneq 24
Þ ann 25. október síðastliðinn var opnuð sýning í Hönn- unarsafni Íslands sem byggð er á ævistarfi Gísla B. Björnssonar sem er brautryðj- andi í grafískri hönnun hér á landi. Hann stofnaði deild grafískrar hönnunar í Myndlista- og hand- íðaskólanum árið 1962 og hefur verið einn athafnasamasti hönn- uðurinn í bransanum síðan þá. Um hann sagði Harpa Þórsdóttir, for- stöðumaður Hönnunarsafns Ís- lands, í nýútkominni bók um Gísla að hann hefði verið knúinn áfram af hugsjón, áræði og sannfæringu. Í sömu bók segir Guðmundur Odd- ur Magnússon, prófessor í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands, um Gísla að hann sé lærifaðir allra íslenskra grafískra hönnuða. Gísli er sonur Baldvins Björns- sonar listmálara og bróðursonur Björns Th. Björnssonar. En Gísli notast við Björnsson sem ætt- arnafn. Í bókinni kastar Guð- mundur Oddur fram þeirri „vasa- sálfræði“-kenningu að Gísli hafi ætlað að afsanna ónytjungsháttinn og hefja nytjalistir til virðingar. Gísli tekur að hluta til undir þá kenningu í bókinni. Lúðvíg Guð- mundsson, sem stofnaði Myndlista- og handíðaskólann á sínum tíma greiddi Gísla leið. Þegar Gísli hefur lokið námi stofnar hann síðan aug- lýsingastofu og hefur á síðustu fimm áratugum hannað fjöldann allan af merkjum og bókakápum. Einhver frægustu merki landsins eru hönnuð af honum, einsog RÚV-merkið, SÍBS-merkið og merki Norræna hússins svo eitt- hvað sé nefnt. Kúrs sem varð að sýningu Sýningarstjóri sýningarinnar á verkum Gísla B. Björnssonar er Ármann Agnarsson sem lauk BA námi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands og hefur kennt þar síðan. Sýningin er ann- ars samstarfsverkefni Hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands, Hönnunarsafns Íslands og Hönnunarmiðstöðvar um rannsókn, miðlun og nýsköpun byggða á ævi- starfi Gísla B. Björnssonar. Að- spurður hvernig þessi sýning kom til segir Ármann að þetta hafi byrjað sem kúrs í Listaháskólanum sem vatt upp á sig. „Þetta byrjaði eiginlega með samtali milli mín og Dóru Ísleifsdóttur í háskólanum,“ segir Ármann. „Við héldum þetta námskeið og svo fannst okkur þetta eiga erindi út fyrir veggi skólans. Nemendurnir höfðu staðið sig mjög vel í verkefnum sínum og uppúr því hélt ég rannsókninni áfram og það endaði í sýningu. Það sem Gísli hefur gert fyrir grafíska hönnun og fagið í heild sinni er gífurlegt. Hann er einn af brautryðjendunum í módernískri hönnun á Íslandi. Hann, ásamt Kristínu Þorkelsdóttur og Hilmari Sigurðssyni, hafði mikil áhrif á fag- ið, og þau breyttu faginu. En Gísli hefur verið svo mikill varðhundur fyrir fagið fyrir utan allt framlag hans til þróunar þess að hann varð frekar fyrir valinu en þau Kristín og Hilmar,“ segir Ár- mann. FYRSTU SKREF GRAFÍSKRAR HÖNNUNAR Brautryðjandinn HANN STOFNAÐI DEILD GRAFÍSKRAR HÖNNUNAR Í MYNDLISTA- OG HANDÍÐASKÓLANUM OG ER HÖFUNDURINN AÐ MÖRGUM FRÆGUSTU MERKJUM LANDSINS. GÍSLI B. BJÖRNSSON NEFNIST HANN. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Gísli á heiðurinn af mörgum þekktum íslenskum merkjum. Gísli B. Björnsson er einn af þekktustu grafísku hönnuðum landsins. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson *Það sem Gíslihefur gert fyrir grafíska hönn- un og fagið í heild sinni er gífurlegt. *Heimili og hönnunEldhúsið má ekki gleymast þegar verið er að gera heimilið jólalegt á aðventunni »26 Aðventudagatal og skurðarbretti frá Fjellby. Vörurnar eru handgerðar. Fjellby.no er norskt hönn- unarblogg, sem kennarinn Lise Greni Breen skrifar. Hún setur þar inn margar fallegar myndir og skemmtilegar hugmyndir. Hún er jafnframt með netverslun þar sem hægt er að kaupa nokkra muni, sem eru hönnun hennar og manns- ins hennar, Roberts, sem er smið- ur. Eins og Lise útskýrir á síðunni sinni: „Með hönnunaráhugamann- eskju og handverksmann undir sama þaki verðum við aldei uppi- skroppa með hugmyndir og verk- efni.“ Útkomuna úr sumum þessara verkefna hafa þau ákveðið að bjóða öðrum og stofnuðu því netverslun árið 2010. Allir munirnir eru hand- gerðir. Borgin og náttúran Nafnið Fjellby, eða „Fjallabær“ vís- ar til þess að þau sækja innblástur til bæði fjalla og borga. „Við ólumst upp í litlu fjallaþorpi en búum núna í Þrándheimi.“ Lise segist finna innblástur frá hrárri norrænni náttúru en sömu- leiðis finni hún og maðurinn henn- ar hjá sér þörf að heimsækja stór- borgir heimsins. Kjarninn í Fjellby-vörunum er semsagt þar sem borg mætir nátt- úru og endurspeglast þetta í öllu sem þau gera. Fjallabærinn fagri Ekki vettlingur heldur iPhone-hulstur. NORSK HÖNNUN FRÁ ÞRÁNDHEIMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.