Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Síða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.12. 2012 Matur og drykkir Verkefnið var að elda lambahrygg handa 10 manns og réðu kokkarnir því algjörlega sjálfir hvernig þeir notuðu hráefnið. Þá átti að útbúa möndludesert fyrir jafnmarga. „Við fengum þrjá klukkutíma til að elda og miða átti við að hægt yrði að útbúa réttina fyrir 100 til 200 manna fína veislu; maturinn mátti því ekki vera of flókinn í framreiðslu,“ segir Snæbjörn við Morgunblaðið. Snæbjörn tók með sér lífrænt ræktað bankabygg frá Móður jörð á Vallanesi, lerkisveppi sem hann hafði tínt og þurrkað, smávegis af kryddi og soð sem hann hafði útbúið sjálfur. Annað hrá- efni fengu kokkarnir á staðnum. Keppnin er haldin á nokkurra daga matarhátíð í Port de Versailles í París. Sex matreiðslu- meisturum frá jafnmörgum löndum er boðin þátttaka hverju sinni, starfsmönnum í stóreldhúsi; skólamötuneyti, sjúkrahúsi eða annarri opinberri stofnun. Keppnishaldarar vildu fá Íslending að þessu sinni og leituðu til Gissurar Guðmundssonar, forseta alheimssamtaka matreiðslumanna. Hann setti sig í samband við Klúbb matreiðslumeistara og úr varð að Snæbjörn tók þátt í keppn- inni, fyrstur Íslendinga. Keppendur voru auk hans Frakki, Indverji, Pólverji, Alsíringur og Argentínumaður. Sveinbjörn bauð upp á lamb á tvo vegu; kótelettur í kryddjurtaraspi og léttsteikt lambafilet með lerkisveppabyggottó, sætum kartöflum, aspas og soðsósu. Í eftirrétt var volg hindberjakaka með möndlum, hunangsrjóma, hindberjasósu og súkku- laðikremi. „Þetta var mikil upplifun fyrir mig og heiður að fá að vera með,“ segir Snæ- björn. Hann var í kokkalandsliðinu á árum áður og fékk gamlan liðsfélaga, Einar Geirsson á Rub 23 á Akureyri, til að hjálpa sér. „Það má segja að Einar hafi verið þjálfarinn minn. Við tókum þrjár mjög góðar æfingar á Rub, hann hjálpaði mér mikið með hugmyndafræði og á heiður skilið fyrir framlagið.“ Snæbjörn er margreyndur matreiðslumaður. Hann lærði á núverandi vinnustað, þegar Sigmundur Rafn Einarsson var þar við stjórnvölinn, og átti síðan veitingastaðinn Fiðlarann á Akureyri frá 1989 til 2003. Starfaði eftir það um tíma í Þýskalandi, Danmörku og Lúxemborg en réð sig til Hótel Eddu á Akureyri þegar hann kom heim aftur. Um haust- ið var opnuð ný álma við heimavistina við MA og VMA, þar sem hótelið er yfir sumarið, íbúum fjölgaði þar af leiðandi og fleiri starfsmenn þurfti því í eldhúsið en áður og Tryggvi skólameistari Gíslason bauð Snæbirni starf. Tæpur áratugur er liðinn og þeir eru tveir meistararnir í mötuneytinu, Snæbjörn og Garðar Hólm Stefánsson. „Matseldin hér í vinnunni er öðruvísi en þegar útbúnir eru fínir réttir fyrir veislur. Hér er maður í kjötbollum, gúllasi, plokkfiski og öðru slíku, en það sem skiptir máli er að vita allt í sambandi við hráefni, eldun og annað slíkt. Matreiðsla er alltaf eins í grunninn, að því leyti.“ Hindberja- möndlubaka með hunangsrjóma. LAMBAHRYGGUR OG MÖNDLUDESERT SNÆBJÖRNS ÞÓTTU SKARA FRAM ÚR Gullsleginn í París SNÆBJÖRN KRISTJÁNSSON, FYRRVERANDI LANDSLIÐSKOKKUR, SIGRAÐI NÝLEGA Í MATREIÐSLU- KEPPNI Í PARÍS ÞAR SEM KOKKAR ÚR STÓRELDHÚSUM FRÁ SEX LÖNDUM REYNDU MEÐ SÉR. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Uppskrift fyrir 10 manns 3 kg lambahryggur 300 g bankabygg 200 g lerkisveppir 100 g skarlottlaukur 1 líter lambasoð 200 ml rjómi 100 ml hvítvín 50 g hvítlaukur 200 g panko brauðraspur 50 g timian 50 g steinselja 50 g basil 3 egg Salt og pipar 4 sætar kartöflur 1 bökunarkartafla 30 smátómatar 30 smá aspargus 20 perlulaukar 100 g smjör Úrbeinið lambahrygginn, búið til kótilettur og fituhreinsið rest- ina af fileinu. (Þeir sem vilja geta auðvitað keypt kótilettur og file.) Sjóðið bankabyggið í 45 mínútur og geymið til hliðar. Skerið sætu kartöfluna í ferkantað form og bakið í olíu í 30 mínútur við 120 gráður. Búið til kartöflumús úr bökunarkartöfl- unni og sprautið ræmu á sætu kartöfluna. Eldið smátómatana, aspasinn, og perlulaukinn í ofni í 10 mín- útur við 110 gráður, og raðið ofaná sætu kartöfluna. Steikið skarlottlaukinn, sveppina, og hvítlaukinn í potti, setjið hvítvín og rjóma útá og síðan byggið, látið sjóða í um það bil 5 mínútur Þykkið lambasoðið og bragðbætið með smjöri, salti og pipar. Búið til kryddjurtaolíu úr steinselju, timian, basil og olíunni. Setjið kryddjurtaolíuna útí raspinn, veltið kótilettunum uppúr honum og síðan eggjunum og steikið þær á pönnu, ásamt filleinu. Bakið lambið svo í ofni í 6 mínútur við 140 gráður, ásamt sætu kartöflunni, og setjið á diska ásamt bygginu og sósunni. LAMBAHRYGGUR MEÐ ÍSLENSKU BANKA- BYGGI OG ÍSLENSKUM LERKISVEPPUM HINDBERJAMÖNDLUBAKA MEÐ HUNANGSRJÓMA Uppskrift fyrir 10 Botn 225 g hafrakex 50 g kókosmjöl 25 g súkkulaðispænir 50 g smjör 50 g púðursykur 2 teskeiðar kanill Setjið í botninn á skálunum. Deigið, sem sprautað er ofan á botninn í skálunum 250 g smjör 250 g flórsykur 250 g möndluflögur 4 egg 50 g hveiti börkur af einni sítrónu Setjið sex hindber ofan á deigið í hverja skál. Bakið við 180°C í 14 mínútur. Hindberjasósa 1 kg hindber 50 g flórsykur – – – 300 ml rjómi 50 g hunang 200 g súkkulaðikrem (nutella) Þeytið rjómann og bragðbætið með hunangi og kanil. Setjið skálarnar á diska og skreytið með hindberjasósu, hunangs- rjóma, súkkulaðikremi og hindberjum. Lambahryggur með íslensku bankabyggi og íslenskum lerkisveppum. Snæbjörn með verð- launagripinn og gull- medalíuna sem hann fékk í París.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.