Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Qupperneq 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Qupperneq 37
Opnunartímar: Smáralind Virka daga 11-19 | Fimmtudaga 11 - 21 | Laugardaga 11 - 18 Sunnudaga 13 - 18 | Sími 512 1330 Laugavegi 182 Virka daga 10-18 | Laugardaga 11 - 16 | Sími 512 1300 Tvöfalt hraðari og ótrúlega skarpur iPad 4 með Retina skjá Fyrir leikjaspilarann Wii U Það má búast við nýjasta leikjatölvan frá Nintendo, Wii U, verði vinsæl í jólapakkann í ár. Nintendo er fyrsti framleiðandinn af stóru leikjavéla- framleiðendunum til að setja á markað næstu kynslóð leikjavéla. Wii U kemur með nýrri fjarstýringu sem er með sér snertiskjá sem ýmist virkar sem auka- skjár með leiknum eða til þess að spila leiki á fjarstýringunni einni saman. Leikjaframleiðendur eru enn sem komið er að átta sig á mögu- leikum þessarar viðbótar, en það er strax kominn nýr Super Mario-leikur fyrir Wii U sem fær mjög góða dóma, og ef að líkum læt- ur verður hann nóg til að gera þetta að vinsælli leikjavél. Fyrir myndasmiðinn Polaroid Z340 Margir hugsa með söknuði til gömlu Polaroid- filmuvélarinnar sem var ein af mörgum fórnarlömbum stafrænu byltingarinnar. Nú er hægt að fá stafræna Polaroid-vél með gamla laginu sem er með innbyggðum prent- ara sem prentar út myndir á 3x4 tommu pappír. Sjálf myndavélin er 14 megapixla með 2,7 tommu skjá. Vissulega er hægt að fá betur útbúnar myndavélar, en það er fátt skemmtilegra en að mæta með Polaroid-myndavél á mannfagnaði og festa minningarnar á blað samstundis. Fyrir hundaeigandann Ól með staðsetningartæki Það hefur lengi loðað við jafnvel bestu hunda að þeir sleppa lausir og þá getur verið þrautin þyngri að finna þá. Tagg Tracker er hundaól með inn- byggðu gps-staðsetningartæki sem sýnir þér á korti í tölvu eða snjallsíma hvar hundurinn er nið- urkominn. Fyrir þau tortryggnu Myndavél sem fylgist með heimilinu Dropcam er lítil wifi-vefmyndavél sem hægt er að stilla upp hvar sem er á heimilinu og tengjast í gegnum tölvu eða snjallsíma hvaðan sem er. Þannig er hægt að fylgjast með heimilinu úr fríinu eða vinnunni og fullvissa sig um að allt sé með felldu. Þá er hægt að virkja hreyfiskynjara sem lætur þig vita ef hreyfing á sér stað og sendir þér mynd af því sem á sér stað. Merkið frá vélinni er dulkóðað, svo það er lítil hætta á aðrir en þú geti nýtt sér útsendinguna. 2.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Vísindamenn við Cambridge-háskóla í Englandi hafa stofnað til rannsóknarverkefnis um þá útrýming- arhættu sem mannleg tækni kann að búa mannkyn- inu. Verkefnið, sem kallað er The Cambridge Project for Existential Risk, eða Cambridge Rannsókn- arverkefnið á útrýmingarhættu, mun sérstaklega fást við hættur líkt og þær sem kunna að stafa af lofts- lagsbreytingum af mannavöldum, lífefnafræði, erfða- tækni og gervigreind, en markmiðið er að tryggja að mannkynið verði enn við lýði þegar Cambridge há- skóla fagnar þúsund ára afmæli eftir tæplega 200 ár. Gervigreind gegn mannkyninu Meðal þess sem verður rannsakað verður hættan á uppreisn vélmenna, eða gervigreindar gegn mann- kyninu, en vísindamenn við háskólann taka sér- staklega fram að það geti verið stórhættulegt að gera lítið úr þeirri hættu. Í fréttatilkynningu frá Cambridge-háskóla, segir Huw Price, prófessor í heimspeki, og einn stofnandi verkefnisins, að það sé raunhæft að áætla að greind brjóti af sér hlekki líf- fræðinnar á þessari öld eða næstu. Hann segir jafnframt að þegar tölvur og vélmenni verði greindari en mannfólkið og öðlist mögulega sjálfstæða hugsun, geti svo farið að við verðum komin upp á náð og miskunn véla sem hafi ekki endilega okkar hagsmuni að leiðarljósi. Ekki náðist í Arnold Schwarzenegger við vinnslu þessarar fréttar. Gera vélmennin uppreisn? HÆTTUR FYLGJA TÆKNIFRAMFÖRUM VÍSINDAMENN VIÐ CAMBRIDGE HÁSKÓLA RANNSAKA NÚ HÆTTUNA Á FJAND- SAMLEGRI YFIRTÖKU GERVIGREINDAR OG UPPREISN VÉLMENNA. ÞEIR TELJA VÍST AÐ GERVIGREIND FARI FRAM ÚR MANNLEGRI GREIND INNAN SKAMMS. Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com Arnold Schwarzenegger sem Terminator.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.