Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Qupperneq 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Qupperneq 39
2.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 Á L E I Ð T I L Ú T L A N D A OPTICAL STUDIO FRÍHÖFN LEIFSSTÖÐ Verslaðu á hagstæðara verði í okkar fullbúnu gleraugnaverslun á fríhafnarsvæðinu í Leifsstöð Ábyrgðar- og þjónustuaðilar: Optical Studio Smáralind og Optical Studio Hafnargötu, Keflavík Glær 45.000 Svartur 45.000 Kremaður 59.900 Silfur 69.900 Skeifunni 8, 108 Reykjavík - Kringlan - sími. 588 0640 BOURGIE Hönnun: Ferruccio Laviani Hefðarkettir eru ekki á ydduðum hælum G lysgjörn hjörtu slá mun hraðar þessa dagana því sjaldan hafa stórir og áberandi skartgripir verið vinsælli. Þá er- um við að tala um perlufestar, stuttar og síðar, lafandi eyrnalokka og armbönd sem eiga helst að vera mörg saman til að skapa rétta stemningu. Ekta gull og demantar eiga auðvitað upp á pallborðið hjá alvöru hefðarköttum, en stundum þarf aðeins að „feika það“ þangað til ríki- dæmið fellur af himnum ofan … eins og í góðum bíó- myndum. Að líta út fyrir að vera háklassa er dálítil kúnst ef veskið er ekki troð- fullt af 5.000 kerlingum og því þarf að vanda valið. Þú getur til dæmis farið í gamlan svartan lát- lausan kjól og ef hann er úr góðu efni veit enginn hvort hann var keyptur í Harrods eða í Hagkaupum. Með því að fara í vel burstaða skó við og vandaðar sokkabuxur verður útlitið rán- dýrt. Hugsaðu vel um skóna þína og farðu reglulega með þá til skósmiðs. Hefðarkettir eru nefnilega ekki á ydduðum hælum! Síðustu fimm árin hef ég heimsótt uppáhalds- skósmiðinn minn reglulega til þess að skórnir end- ist betur. Með þessu ráði náði ég til dæmis að vera í sömu leðurstígvélunum í fimm ár án þess að endurnýja þau og sparaði mikla pen- inga. Kristallar, orkusteinar, glerperlur og seme- líusteinar skreyta okkur og nú er málið að hlaða svolítið á sig og klæða sig upp – líka á mánudögum. Í fyrra tók ég nokkur andköf í Berlín, rétt fyrir jólin, og kom heim með gyllt hálsmen sem ítalska tískuhúsið Versace gerði fyrir sænska móðurskipið H&M. Hálsmenið hefði líklega verið kallað „melluband“ á mínum sokkabandsárum eða kannski meira svona „mellukragi“ vegna þykktar þess. „Mellukrag- inn er svo þröngur og þykkur að það er erfitt að halda uppi sam- ræðum með hann. Þrátt fyrir þennan augljósa galla hefur „melluk- raginn“ verið í stöðugri notkun síðan fjárfest var í honum. Það er nefnilega ágætis tilbreyting að koma ekki upp orði heldur hlusta á aðra. Versace er ekki eina tískuhúsið í heiminum sem gerir fallega skartgripi. Við skvísurnar hérna uppi á Íslandi erum heppnar því hérlendis er hægt að fá mikið af fallegum skartgripum eftir ís- lenskar skvísur. 4949 Jewelry eftir Dröfn Ösp Snorradóttur er dæmi um ákaflega falleg hálsmen sem gera hvert dress að hefð- arkattarátfitti. Á dögunum kynnti Harpa Guðjónsdóttir sem hannar undir nafninu Harpa Jewelry splunkunýja skartgripalínu þar sem hún blandar Swarowski-steinum við orkusteina og annað fínerí og er útkoman dásamleg. Þær Dröfn og Harpa eru ekki þær einu sem eru í litagleðinni því franska tískuhúsið Chanel er í nákvæmlega sömu hugleiðingum ásamt Dior, Lanvin og Alexander McQueen. Allir þessir hönnuðir vilja að við keyrum upp fágunina og skemmtum okkur svolítið því það eru mun meiri líkur á því að vel skreytt kona skemmti sér vel en hinar. Hafðu þetta í huga þegar þú klæðir þig upp næst og mundu að ef þú ert í vafa hvernig þú átt að vera þá skaltu klæða þig upp – ekki niður. martamaria@mbl.is Franska tískuhúsið Chanel gerir guð- dómlega skartgripi. Hringur frá Chanel. 4949 Jewelry. Hildur Hafstein gerir litríka skartgripi. Harpa Jewelry.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.