Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.12. 2012
K
ínverski kommúnistaflokkurinn
kom saman til fundar fyrir
skömmu og ákvað valdaskipti í
landinu. Fundurinn stóð í nokkra
daga og ríkti þar mikil og góð
samstaða. Nokkrar lykilyfirlýs-
ingar lifa eftir fundinn og eindrægni einkenndi þær
líka eins og annað. Fundurinn var fylgjandi friði, sem
var ágætt, og alræði fólksins, sem er ekki síðra. Hann
stóð fast með framförum og skipaði sér allur á bak við
réttlæti. Því má segja að hinir nýju leiðtogar fari vel
nestaðir á vit framtíðarinnar. En það sem verður
þeim ríkust huggun í önnum og ábyrgðarstörfum er
að þar með er ljóst að næstu skref risaveldisins verða
stigin í fullu umboði fundarins, en hann sat fólk frá
gjörvöllu Kína.
Ekki voru afrekin síðri hér
Auðvitað gæti það virst mikið afrek að svo fjölmennur
fundur geti komið sér saman um svo merkilegar nið-
urstöður, eins og þarna gerðist. Friður hangir víða á
blástrái, en þarna stóðu allir með honum. En þrátt
fyrir „ríka réttlætiskennd“ margra, m.a. hinna allra
stóryrtustu og dómhörðustu í bloggheimum, á rétt-
lætið enn í vök að verjast á Íslandi. En þarna var sleg-
in um það skjaldborg, rétt eins og gert var um kjör al-
þýðunnar af fyrstu alvöru vinstristjórn Íslands. En
þá er þess að geta að á fundinum mikla eystra sat
þaulreynt fólk í fræðunum og það styrkti það auðvit-
að í ofurmannlegu verki að geta byggt á gömlum og
góðum ályktunum um sama efni.
Íslenski þjóðfundurinn sem var fyrsta skrefið til að
umbylta stjórnarskrá Íslands frá 17. júní 1944 var þó í
raun miklu meira afrek en þetta. Þar var komið sam-
an 14. nóvember 2009 og á þúsund manna fundi, sem
stóð aðeins einn dag og tæplega það, náðist miklu
meira fram en í Kína.
30.000 hugmyndir og tillögur
Á heimasíðu fundarins segir að fram hafi komið „30
þúsund nýjar hugmyndir og tillögur“ eða yfir 50 á
hverri mínútu, sem er mikið, og það jafnvel þótt allir
fundarmenn hafi talað í einu, sem er fjarri því að vera
víst.
Í rauninni var þjóðfundurinn 100 fundir á tíu manna
fundum í kringum borð og var kraftaverki líkast
hversu samstiga borðin 100 voru í afstöðu sinni og
breytir engu um afrekið þótt „skipuleggjendur“ hafi
haft einn mann frá sér á hverju borði. Helstu niður-
stöður samkvæmt samantekt sem birt er á síðu þjóð-
fundarins voru Heiðarleiki, svo Jafnrétti, Virðing og
Réttlæti. Í næstu sætum komu Kærleikur, Ábyrgð og
Frelsi. Nú er ekki augljóst hvaða áhrif það hefði haft
ef Kærleikur hefði komist upp fyrir Réttlæti, svo ekki
sé talað um ef Ábyrgð hefði skákað Heiðarleika úr
efsta sætinu. En auðvitað er það umhugsunarefni.
Traust fékk hins vegar frekar slakt fylgi og er ekki
heldur vitað hvaða þýðingu það hafði fyrir vinnu við
nýja stjórnarskrá, sem að sögn er byggð á „niður-
stöðum“ þjóðfundarins.
En á heimasíðunni kemur einnig fram að: „Á fund-
inum varð til framtíðarsýn á hverju borði.“ Og í sam-
ræmi við gagnsæi fundarins er hver og ein framtíð-
arsýn birt. Hundraðföld framtíðarsýn var til viðbótar
30.000 tillögum. Ekki verður séð að hinn mikilvægi
fundur Kínverska kommúnistaflokksins geti státað af
slíku, og óljóst hvaða þýðingu skortur á fjölbreyttri
framtíðarsýn muni hafa fyrir framtíð hins mikla veld-
is. En á vef þjóðfundarins geta menn enn lesið hinar
eitt hundrað framtíðarsýnir sem „urðu til“ á hverju
hinna 100 borða í Laugardalshöll og verður ekki öðru
trúað en að fáir hafi látið slíkt fram hjá sér fara.
Í ferli á fjórða ár
Nú hefur undirbúningur að breytingu á lýðveldis-
stjórnarskránni staðið í á fjórða ár. Og enn hefur hinn
raunverulegi stjórnarskrárgjafi, Alþingi sjálft, ekki
tekið einstakar greinar byltingarskrárinnar til efnis-
legrar umfjöllunar, sem sýnir hve grasrótin hefur
mikla forystu í málinu. Ef ummæli formanns Eft-
irlits- og stjórnskipunarnefndar Alþingis eru skilin
rétt, sem er fjarri því að vera öruggt, þá hefur ekki
enn gefist tími til slíkrar umfjöllunar af þingsins hálfu
og óvíst að hann gefist þar sem afgreiða þarf málið
fyrir kosningar.
Nú er vitað með vissu og eykur traust á málinu að
forsætisráðherra landsins hefur enn ekki lesið tillög-
urnar frekari en samninginn um Icesave og varla
geta óbreyttir þingmenn gert kröfu um rýmri aðgang
fyrir þá sjálfa. Enginn má hafa hærri laun en for-
sætisráðherra og enginn lesa meira en hann. Það eru
ekki góð tíðindi fyrir bókamarkaðinn, en við því er
ekkert að gera. Enda virðast almennir þingmenn
ætla að forðast að fara efnislega yfir einstakar grein-
ar og málið í heild eins og forsætisráðherrann hefur
sjálfur þegar uppfyllt af sinni hálfu. Það er í fullu
samræmi við „Jafnrétti“ sem var í öðru sæti á sjálfum
Hverjir slá
skjaldborg um
skafrenning?
* Enginn má hafa hærri launen forsætisráðherra og enginnlesa meira en hann. Það eru ekki
góð tíðindi fyrir bókamarkaðinn,
en við því er ekkert að gera.
Reykjavíkurbréf 30.11.12