Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Síða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Síða 51
POSTULÍNSTÖNN VERÐUR TIL Tönn á festir ngrað og tönn vöxuð upp. Græjan á borðinu kallast bithermir. * Frægasti tann-garður mann-kynssögunnar, sem átt hefur verið við með þessum hætti, tilheyrði George Washington, fyrsta forseta Bandaríkj- anna, en hann var búinn til úr tönnum manna og dýra. Mannskepnan hefur löngum verið pjattaðri en önnur spendýr og við-leitni hennar til að leysa af hólmi tönn sem hrokkið hefur úr gómi eraldagömul. Elstu dæmin eru frá tímum Etrúska, 700 fyrir Krist, en þeir munu hafa notað dýratennur til þess arna, fest þær með gullspöngum. Frægasti tanngarður mannkynssögunnar, sem átt hefur verið við með þessum hætti, er úr George Washington, fyrsta forseta Bandaríkjanna, en hann var búinn til úr tönnum manna og dýra. Hægt er að skoða þá völundarsmíð á tannlækningasafni háskólans í Maryland. Að sögn Finnboga Helgasonar tann- smiðs hefur sá tanngarður haft meira útlitslegt gildi en notagildi. „Það hefur örugglega ekki verið þægilegt að tyggja með honum,“ segir hann sposkur. Gegnum aldirnar hefur þekkingunni fleygt fram og að sögn Finnboga var fyrsta postulínskrónan brennd um aldamótin 1900. Á sjötta áratug síðustu ald- ar byrjuðu menn að brenna á málm og við það þróuðust öll efni hratt, auk þess sem brothætta minnkaði. Efnin hafa sífellt orðið meðfærilegri og gegnumskinið um leið eðlilegra. En allt snýst þetta um það að ísetta tönnin verði sem eðlileg- ust. Í dag vinnur Finnbogi með postulín og efni sem kallast lithíum decilicate sem hann pressar í ofni. Helsti kostur þess efnis er að það er í tannlit og fyrir vikið verður tönnin mjög eðlileg. Postulínstennur njóta mikillar hylli enda stað- hæfir Finnbogi að tannsmíðar á Íslandi séu með þeim bestu sem þekkjast í heiminum. Sérsvið hans er krónu- og brúargerð. Finnbogi er með tannsmíði í blóðinu en hann er afkomandi Jóns lærða Guð- mundssonar (f. 1574) sem var tannsmiður á sinni tíð, með meiru. „Hann smíð- aði að vísu ekki tennur, heldur úr tönnum en ég leyfi mér að ætla að hann hafi bjargað einhverri heimasætunni um tönn, hafi hún verið svo óheppin að missa hana, enda annálaður hagleiksmaður!“ Nánar um Finnboga: about.me/finnbogihelgason. ALDREI ER GAMAN AÐ MISSA TÖNN ÚR GÓMI SÍNUM. ÞAÐ ER ÞÓ HUGGUN HARMI GEGN AÐ HÆGT ER AÐ FÁ SMÍÐAÐA POSTULÍNSTÖNN Í STAÐINN SEM HEFUR HREINT ÓTRÚLEGA EÐLILEGA ÁFERÐ OG ENDINGU. Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Málmi kastað í annað verkefni meðan beðið er eftir tönn. Hluti af verkfærum tannsmiðs. Postulínstönn skoðuð og metin að ferlinu loknu. 2.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.