Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.12. 2012
Listamennirnir Yun og Rubin hafa dvalið í
Hrísey að undanförnu í vinnustofum lista-
manna í Gamla grunnskólanum, sem er á
vegum listahópsins Norðanbáls. Pang Rui
Yun frá Singapúr og Jonas Rubin frá Dan-
mörku skoða í verkum sínum samspil manns
og náttúru með því að nota þá orku sem býr
í umhverfinu. Rýnt er í tengsl mannlegrar til-
veru og náttúrunnar með því að blanda sam-
an ýmsum hráefnum og því sem af gengur í
daglegu lífi. Sýningin ber yfirskriftina „Hef-
urðu séð bleika hvalinn?“ og var opnuð í gær
en stendur yfir alla helgina. Hægt verður að
skoða hana milli 12 og 16 og er sýningin í
húsi Hákarla-Jörundar og Sæborg.
SÝNING Í HRÍSEY
BLEIKUR HVALUR
Frá Hrísey. Listamennirnir Yun og Rubin skoða
samspil manns og náttúru í sýningunni.
Pétur Ben er lipur gítarleikari.
Pétur Ben náði því takmarki í lok vikunnar að
fjármagna til fulls nýja plötu sína God’s Lo-
nely Man, sem er önnur sólóplata tónlistar-
mannsins. Takmarkið náðist með hjálp Kar-
olina Fund, sem er fyrsta hópfjármögnunar-
síða landsins en þar geta einstaklingar lagt
sitt af mörkum til fjármögnunar skapandi
verkefna eða sprotafyrirtækja. Þegar fjórir
dagar voru eftir var helmingur eftir en þá
tóku aðdáendur hans við sér og peningarnir
streymdu inn. „Takk fyrir stuðninginn og
deilingar. Endalaust þakklátur ykkur því þetta
er allt ykkur að kenna,“ skrifaði Pétur á Face-
book-síðu sína.
NÝ PLATA PÉTURS BEN
ÞETTA TÓKST
Hinn eini sanni jólaandi er
jólasaga eftir leikarann
Guðjón Davíð Karlsson,
Góa, sem tekin verður til
sýningar á litla sviði Borg-
arleikhússins sunnudaginn
2. desember. Sýningin er
hugsuð sem notaleg sögu-
stund fyrir alla fjölskyld-
una í flutningi Góa og
Þrastar Leós Gunnars-
sonar, kærkomið tækifæri
til að kúpla sig út úr jóla-
ösinni og eiga stund saman í leikhúsinu. Gói
og Þröstur eru góðkunningjar barnanna og
hafa áður heillað þau með Góa og Ævintýr-
unum (Eldfærunum og Baunagrasinu en báð-
ar hlutu tilnefningu á Grímunni sem barna-
sýning ársins). Það ætti því enginn að láta
þetta nýja jólaævintýri úr smiðju töframann-
anna Góa og Þrastar framhjá sér fara, segir í
tilkynningu frá Borgarleikhúsinu. Sýningar all-
ar helgar til jóla.
JÓLASAGA Í BORGARLEIKHÚSI
GÓI Í JÓLASKAPI
Gói og Þröstur
Leó leika í Hin-
um eina sanna
jólaanda.
Vonarstrætisleikhúsið, leikhús Vigdísar Finnbogadóttur ogSveins Einarssonar, verður með leiklestur á Dauðadansinumeftir August Strindberg á mánudagskvöldið kl. 20 í Norræna
húsinu. Tilefnið er 100 ára ártíð skáldsins en einnig verður dagskrá
af þessu tilefni á sama stað viku síðar en þá
verða flutt brot úr verkum Strindbergs.
Sveinn leikstýrir Dauðadansinum en leikarar
eru Arnar Jónsson, Anna Kristín Arngrímsdóttir
og Jakob Þór Einarsson.
„Við höfum verið með uppákomur öðru hvoru
undanfarin 2-3 ár. Við erum að þessu af menn-
ingaráhuga og finnst þetta gaman. Við reynum
alltaf að koma með eitthvað öðruvísi en við vor-
um með síðast,“ segir Sveinn um starfsemi Von-
arstrætisleikhússins.
„Strindberg er annar af þessum tveimur risum í norrænni leik-
ritun, ásamt Ibsen. Dauðadansinn er eitt hans frægasta verk,“ segir
hann en verkið er dramatískt. „Við uppgötvuðum reyndar á æfingum
að verkið er kómískt á köflum, ekki bara grátur, það er líka hlátur.
Það er alltaf gaman að takast á við svona bitastætt verk, það fjallar
um baráttu kynjanna,“ segir Sveinn og útskýrir að Strindberg sé
mikill áhrifavaldur á leikskáld 20. aldar.
Hálf öld frá fyrstu uppsetningu Sveins á Strindberg
Sjálfur heldur Sveinn mikið uppá hann en hann lærði í heimalandi
skáldsins, Svíþjóð. „Ég hef áður sett upp þrjú leikrit eftir hann. Fað-
irinn var í Iðnó og Sá sterkari var í Sjónvarpinu. Fyrsta verkið sem
ég gerði í útvarpi var Brunarústir, eftir Strindberg, ég þýddi það
sjálfur og það var fyrir 50 árum, haustið 1962.“
Þýðingin sem Sveinn notast við er eftir Helga Hálfdanarson. „Þýð-
ingin var fyrir sýningu hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1974, sem Helgi
Skúlason setti upp og var mjög góð sýning,“ segir Sveinn.
Strindbergs-dagskráin er styrkt af sænska sendiráðinu, IKEA og
Norræna húsinu. Miðaverð er 1200 krónur á annan viðburðinn en
2000 krónur á báða. www.nordice.is
HUNDRAÐ ÁRA ÁRTÍÐ STRINDBERGS
Grátur
og hlátur
Sveinn Einarsson og Arnar Jónsson saman komnir í Þjóðmenningarhúsinu
við annað tækifæri en nú vinna þeir saman í Dauðadansinum.
Morgunblaðið/Ómar
August Strindberg.
LEIKRIT AUGUSTS STRINDBERGS, DAUÐADANSINN,
VERÐUR LEIKLESIÐ Á MÁNUDAGSKVÖLDIÐ.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Menning
Í
fyrra héldu þeir Magnús & Jóhann
upp á fjörutíu ára samstarfsafmæli en
nú í haust eru hins vegar fjórir ára-
tugir síðan fyrsta hljómplata félag-
anna leit dagsins ljós. Á henni er
meðal annars lagið „Mary Jane“, eitt
margra klassískra sem þeir Magnús Þór
Sigmundsson og Jóhann Helgason hafa sam-
ið á löngum og frjóum ferli. Þeir hafa af og
til starfað saman gegnum árin, sem dúettinn
Magnús & Jóhann, en einnig í hljómsveitum;
fyrst léku þeir saman ungir Suðurnesjamenn
í Nesmönnum og um miðjan átttunda ára-
tuginn voru þeir saman í Change.
Við hittumst eitt skammdegisdimmt síð-
degið í vikunni í Hörpu, að ræða nýja plötu
félaganna, sem þeir kalla Í tíma, og kemur
út á þessum tímamótum þegar fjörutíu ár
eru síðan sú fyrsta kom út. Þeir rifja upp
ólíka vinnuna við fyrstu plötuna, sem var
tekin upp á tveggja rása segulband sem
ekki var hægt að taka mikið ofan í en „svo
gerðist þetta allt hratt, á örskotsstundu“,
segir Magnús um það þegar þeir urðu vin-
sælir. Þá bjugguu þeir í Keflavík og tóku
rútuna í bæinn í upptökurnar.
„Fyrsta bifreiðin sem við eignuðumst var
blái Morrisinn hans Magnúsar,“ segir Jó-
hann. „Já, hann kostaði fimmþúsundkall,“
bætir Magnús við. „Ef maður drap á honum
á ferð og svissaði aftur á, þá sprengdi hann
með svaka hvelli. Það var mikið sport að
keyra á honum niður Hafnargötuna í Kefla-
vík og sprengja.“ Þeir hlæja að minningunni
en svo segir Jóhann: „Það var samt ákveðin
lýrík í þessum rútuferðum.“
Allir verða kassagítarleikarar
Á nýja diskinum eru þrettán lög, sjö eftir
Magnús Þór, við texta hans, og sex eftir Jó-
hann. Hann á fjóra textanna en segist hafa
verið kominn í smávegis tímaþröng með
texta við tvö laganna og mátaði eitt við
kvæðið „Vor hinsti dagur er hniginn“ eftir
Halldór Laxness og annað við þýðingu Jón-
asar Hallgrímssonar á „Kossavísu“ eftir Von
Chamisso. Í báðum tilvikum smellpössuðu
ljóðin. Með félögunum á diskinum leikur af-
ar þétt hljómsveit, skipuð Kristni Snæ Agn-
arssyni trommara, gítarleikaranum Stefáni
Má Magnússyni, Eiði Arnarsyni bassaleikara
og hlómborðsleikaranum og upptöku-
stjóranum Jóni Ólafssyni, auk blásaranna
Jóels Pálssonar og Samúels J. Sam-
úelssonar.
Þeir segja Jón Ólafsson hafa átt hug-
myndina að diskinum og hann hafi viljað
hafa hana í anda fyrstu plötunnar, frá 1972.
„Ég gerði tilraun til að semja í þeim anda
en það virkaði ekki. Maður verður að vera
frjáls við að semja tónlist,“ segir Jóhann.
Magnús var hins vegar strax mótfallinn
slíku afturhvarfi. „Við erum ekki lengur
sömu menn og fyrir fjörutíu árum. Þessi
lækur sem var þá er löngu orðinn að sjó,“
segir hann. „En svo gerjaðist þetta. Ég átti
talsvert af efni af ýmsu tagi, valdi það sem
mér fannst henta og samdi tvö ný lög sér-
staklega fyrir upptökuna.“
Jóhann segist hins vegar hafa átt eitt lag
klárt frá 2009, með enskum texta sem hann
sneri því allir textarnir á plötunni eru á ís-
lensku. Hann þurfti því að leggjast í laga-
smíðar. Félagarnir funduðu síðan með Jóni,
völdu úr hugmyndum, þá var æft tvisvar og
síðan haldið í Hljóðrita að taka upp undir
stjórn Kidda í Hjálmum, sem jafnframt sá
um hljóðblöndun með meiru.
„Mig langaði að breyta um lit í tónlistinni
og frekjaðist með hljómsveitina, að við
myndum berja lögin inn og enginn væri að
reyna neina fíngerða listræna hluti,“ segir
Magnús og glottir. Jóhann var sammála
honum um þá stefnu. „Við höfðum nú gert
þetta áður, eins og með lagið „Yakety Yak“
á sínum tíma, bara strömmað þetta inn. En
sem Magnús & Jóhann í gamla daga vorum
við meira í pikkinu, kassargítarsamspili sem
við lágum yfir og formuðum vel. Við sleppt-
um því núna.“
Hljóðheimurinn á Í tíma er þéttur og
jarðbundinn og söngur félaganna nýtur sín
vel. Það hafði mikil áhrif á útkomuna að
Magnús vildi að Kristinn Snær trommari
sleppti því alveg að leika á sneril og hi-hat,
lykiltól hins hefðbundna popp- og rokk-
trommuleikara.
„Þessi hvellu hljóð í snerli og hi-hati eru
oft eins og leiðandi oddur í tónlist sem allir
fylgja. Ef þau eru ekki með er eins og
NÝR DISKUR Á FJÖRUTÍU ÁRA ÚTGÁFUAFMÆLI
Erum ekki lengur
sömu menn
„VIÐ ERUM EINS OG GÖMUL HJÓN, SETJUMST BARA NIÐUR OG TENGJUM
OKKUR SAMAN,“ SEGJA FÉLAGARNIR MAGNÚS OG JÓHANN.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
„Maður verður að
vera frjáls við að
semja tónlist,“ segja
félagarnir Magnús
Þór Sigmundsson og
Jóhann Helgason.