Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Side 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Side 56
BÓK VIKUNNAR Þjóðin hefur sannarlega ekki gleymt hinum nægjusama og æðrulausa Gísla á Uppsölum því ævisaga hans er ofarlega á metsölulista. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Það var verulega gaman að fárinu í kringum útgáfu Harry Potter-bókanna, einfaldlega vegna þess að þar voru á ferð bækur sem heilluðu börn um allan heim. Það er svo gott að vita af því að börn vilji lesa bækur upp á mörg hundruð síður. En svo kom að því að endurtaka átti leikinn vegna fullorð- insbókar sem höfundur Harry Potter, J.K. Rowling, sendi frá sér. Það virkaði engan veginn jafn sjarmerandi. Þetta auglýsingaskrum hefur örugglega skilað Rowling einhverju í kassann en kom samt í bakið á henni. Dómar í erlendum blöðum um bók hennar Casual Vacancy (Hlaupið í skarðið) voru sumir hverjir afar grimmir og miskunnarlausir. Það er reyndar alþekkt að um leið og ein- staklingur hefur öðlast mikla frægð á einhverju sviði þá kemur að því að gagnrýnendum finnst nóg komið af lofi og vilja draga höfundinn niður á jörðina og senda honum því skilaboðin ónotalegu: Þú ert nú ekkert svo sér- stakur/sérstök. Hvernig bók er Hlaupið í skarð- ið? Hún er engan veginn jafn slæm og hörðustu gagn- rýnendur vilja vera láta og að mörgu leyti at- hyglisverð. Rowling ætlaði sér að skrifa skáldsögu í stíl 19. aldar skáldsagna. Charles Dickens hefur verið nefndur í því sambandi en Rowling getur ekki stælt hann því til þess skortir hana stíl- fimi og húmorískan sans. Hún kann hins vegar að skapa persónur, eins og unglingsstúlkuna ógæfusömu sem er að- alpersóna Hlaupið í skarðið. Sagan af henni hlýtur að snerta lesendur. Bók Rowling er afar drungaleg, full af átökum og heift milli persóna. Svart- sýnin kann að fæla einhverja lesendur frá. Endirinn er svo þannig að helst minnir á Thomas Hardy, breska 19. aldar rithöfundinn sem var einstaklega leikinn í að steypa sögupersónum sínum í ógæfu. Þannig tókst Rowling að vissu leyti að skrifa skáldsögu sem minnir á dramatískar skáldsögur 19. aldar. Henni tekst svo algjörlega að ná lengd- inni því bók hennar er rúmlega 500 síð- ur. Rowling hefur ótvíræða hæfileika en það á við hana, líkt og marga aðra heimsfræga og forríka rithöfunda, að hún þarfnast nauðsynlega ritstjóra sem segir henni að strika út og skrifa upp á nýtt. Orðanna hljóðan ROWLING FYRIR FULL- ORÐNA Fullorðinsbók eftir J.K. Rowling. F yrsta skáldsaga Davíðs Þórs Jóns- sonar guðfræðings er vísindaskáld- saga og nefnist Orrustan um Fold. Þegar Davíð Þór er spurður hvort hann sé sérstakur aðdáandi þessarar greinar bókmennta segir hann: „Þegar ég var ung- lingur og fór að lesa á ensku kynntu foreldrar mínir mig fyrir Kurt Vonnegut Jr. Ég heill- aðist gjörsamlega af verkum hans. Þótt Vonnegut sé ekki hreinræktaður vís- indaskáldsagnahöfundur þá eru ákveðnar bækur hans hreinn vísindaskáldskapur. Þann- ig kviknaði áhugi minn á vísindaskáldskap. Svo fór ég að lesa höfunda eins og H.G. Wel- les, Jules Verne, Isaac Asimov, Douglas Adams og John Wyndham sem er mikið eft- irlæti mitt. Miðað við fólk í kringum mig hef ég lesið töluvert mikið af vísindaskáldskap. Það kom vinum mínum ekkert á óvart að þeg- ar ég skrifaði skáldsögu þá væri það vís- indaskáldsaga. Mér finnst skrýtið hvað þessi flokkur bók- mennta hefur legið óbættur hjá garði í ís- lenskri skáldsagnagerð. Í heimsbókmennt- unum er vísindaskáldskapur áberandi og stór geiri og rúmar svo ótal margt. Það er til al- gjört drasl en mörg af flottustu bókmennta- verkum 19. og 20. aldarinnar eru vísinda- skáldskapur. Hvað er 1984 eða Brave New World annað en vísindaskáldskapur?“ Er skáldsagan þín einhvers konar ádeila? „Auðvitað, en fyrst og fremst er ég að reyna að segja skemmtilega og spennandi sögu. Það má segja að bókin sé predikun út frá Matthíasi 5.13: Þér eruð salt jarðar. Ef saltið dofnar þá er því hent og traðkað á því. Semsagt ef við látum endalaust deyfa okkur með því sem okkur finnst gott að heyra en ekki því sem við höfum gott af að heyra þá er traðkað á okkur. Að því leyti er sagan ádeila á þá ranghugmynd að það sé alþýðan sem stendur í þakkarskuld við arðræningjann en ekki öfugt. Sagan gerist í fjarlægri framtíð á tungli í fjarlægu sólkerfi þar sem afkomendur Íslend- inga hafa komið sér fyrir og eru að gera þetta himintungl að híbýli manna. Þá gera geimver- ur árás á tunglið og barátta verður um yf- irráðin. Það eru ekki geimkóngulærnar sem eru stóri óvinurinn heldur getuleysi sam- félagsins til að bregðast við utanaðkomandi vá vegna innbyrðis sundurlyndis og spillingar.“ Er ekki erfitt að skrifa vísindaskáldsögu? Söguþráðurinn í slíkum bókum hlýtur alltaf að vera ótrúlegur og mjög ævintýraríkur. „Fyrir tuttugu árum hefði spurning þín ver- ið orðuð öðruvísi: Það hlýtur að vera óskap- lega erfitt að skrifa íslenska glæpaskáldsögu af því söguþráðurinn er óhjákvæmilega svo ótrúverðugur. Núna, 20 árum seinna, er varla hægt að fá útgefna bók nema hún sé glæpa- saga. Ég er ekki frá því að í dag sé íslenska vísindaskáldsagan í svipuðum sporum og glæpasagan var fyrir 20 árum. Með fullri virðingu fyrir íslenskum rithöf- undum þá leiðist mér stundum þegar rithöf- undur sest niður með autt word-skjal fyrir framan sig og ímyndunarafl hans og hugar- flug nær ekki lengra en svo að hann fer yfir götuna og niður í kjallara og sýnir þar ímynd- að morð og fer svo upp á löggustöð. Það er eins og hugarflugið nái ekki út fyrir póstnúm- erið sem hann situr í.“ Þarf ekki að hafa mikið vit á tækni og vís- indum til að skrifa vísindaskáldsögu? „Einn vinur minn sem teflir skák lætur það fara gríðarlega mikið í taugarnar á sér þegar hann horfir á kvikmynd og ekkert vit er í stöðunni á taflborðinu. Þegar maður skrifar vísindaskáldskap þá þarf ekki endilega allt að ganga upp en samt nógu vel til að þeim, sem hafa eitthvert vit á efnafræði og eðlisfræði, blöskri ekki vitleysan. Ég vona að mér hafi tekist það. Og hví skyldu Íslenskir rithöfundar ekki geta skrifað góðan vísindaskáldskap? Það tók þá ekki langan tíma að ná valdi á glæpa- sögunni.“ Barátta um yfirráð Davíð ÞórJónsson „Ég er ekki frá því að í dag sé íslenska vísindaskáldsagan í svipuðum sporum og glæpasagan var fyrir 20 árum.“ Morgunblaðið/Júlíus DAVÍÐ ÞÓR JÓNSSON SENDIR FRÁ SÉR VÍSINDASKÁLDSÖGUNA ORRUSTUNA UM FOLD. ÞAR HAFA AFKOMENDUR ÍSLENDINGA KOMIÐ SÉR FYRIR Á FJARLÆGU TUNGLI EN SÍÐAN GERA GEIMVERUR ÁRÁS. DAVÍÐ ÞÓR SEGIR SKÁLDSÖGU SÍNA VERA PREDIKUN ÚT FRÁ MATTHÍASI 5.13: ÞÉR ERUÐ SALT JARÐAR Ég les mikið af grínsögum eins og um Kaftein Ofurbrók eftir Dav Pilkey sem samdi líka Úkk og Glúkk – Ævintýri kúng-fú- hellisbúa úr framtíðinni sem kom út í fyrra. Það var fyrsta bókin sem ég las sjálfur. Nú er komin út bókin Kafteinn Ofurbrók og tikt- úrurnar í Tappa Teygjubrók. Mig langar að fá hana í skóinn. Áður en ég fer að sofa les ég alltaf Dagbók Kidda klaufa – Róbbi rokkar eftir Jeff Kiney. Kiddi er mjög fyndinn og það eru myndasögur í bókunum um hann. Ég hef gaman af myndasögum eins og til dæmis um Súperman og Hulk. Nú er ég sjálfur farinn að semja teikni- myndasögur. Sú fyrsta heitir Kafteinn Gleraugu og kokhrausta móðan og nú er ég að semja söguna Kafteinn Gleraugu og ótuktin. Þessi ótukt snarar gleraugun af kafteininum. Það er gam- an að lesa það sem maður vill lesa! Í UPPÁHALDI KRISTJÁN SKÍRNIR KRISTJÁNSSON BRÁÐUM 8 ÁRA Kristján Skírnir Kristjánsson les ekki bara mikið heldur semur hann teiknimyndasögur um Kaftein Gleraugu. Morgunblaðið/Kristinn Kafteinn Ofurbrók er í uppáhaldi. 56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.12. 2012

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.