Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Síða 57
2.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57
Ljóðaunnendur hafa sannarlega
ástæðu til að gleðjast yfir nýrri
útgáfu á ljóðum Davíðs Stef-
ánssonar. Þetta er úrval af því
besta og það besta frá Davíð er
ansi gott, eins og við vitum svo
mæta vel. Unnendur þessa
yndislega skálds ættu að geta
fundið flest uppáhaldsljóð sín
eftir Davíð í þessari bók. Silja
Aðalsteinsdóttir sá um útgáf-
una og ritar formála.
Úrval af því
besta frá Davíð
Í bókinni Eldað og bakað í
ofninum heima eftir Ingu
Elsu Bergþórsdóttur og
Gísla Egil Hrafnsson er
lögð áhersla á að matreiða
frá grunni og nota gott hrá-
efni. Uppskriftirnar eru bæði
nýjar og sígildar. Þarna eru
uppskriftir af brauðum, píts-
um, fisk-, kjöt- og grænmet-
istréttum og ýmiss konar
meðlæti ásamt ljúffengum
eftirréttum og kökum. Einn-
ig er að finna margvíslegan
fróðleik um mat og mat-
argerð og mismunandi
bakstursaðferðum er lýst.
Bókin er vitaskuld ríkulega
myndskreytt.
Höfundarnar hafa áður
sent frá sér nýstárlegar bæk-
ur um mat, þar á meðal
Góður matur – gott líf í
takt við árstíðirnar.
Bókin Pítsur er sérlega
skemmtilega hönnuð bók
sem er í laginu eins og pítsa.
Lesandanum er kennt að búa
til pítsudeig og gefnar leið-
beiningar um alls kyns sam-
setningar á áleggi. Í bókinni
eru rúmlega 50 ljúffengar
uppskriftir. Hér er bók sem
er líkleg til að slá í gegn hjá
pítsuunnendum, sem eru
fjölmargir hér á landi..
ELDAÐ FRÁ GRUNNI OG
LEYNDARDÓMAR PÍTSUBAKSTUR
Bókaflokkurinn Ísland í aldanna rás hefur
notið mikilla vinsælda hér á landi. Nú er
komin út ný bók í þessum flokki, Ísland í
aldanna rás 2001-2010 en aðalhöfundar
bókarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson
og Bergsteinn Sigurðsson.
Þessi áratugur var sviptingasamur, þar var
farið geyst og afleiðingin var efnhagshrun
sem fær vitanlega sína umfjöllun eins og póli-
tíkin. Hér er einnig fjallað um menningu og
listir, tísku og lífsstíl, íþróttir og fjölmiðla,
náttúruhamfarir og sakamál og fleira.
Þarna er birt grein Hallgríms Helgasonar
um bláu höndina, bréf Össurar Skarphéð-
inssonar til framkvæmdastjóra Baugs, brot
úr Borgarnesræðu Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur og nokkrar sérgreinar, þar á
meðal kafli eftir Guðna Th. Jóhannesson
um Ólaf Ragnar Grímsson sem ber heitið
Útrásarforsetinn og grein eftir Auðun
Arnórsson um Evrópuumræðuna á ára-
tugnum.
Þetta er vegleg og eiguleg bók, upplýsandi
og oft bráðskemmtileg. Um leið er ljóst að á
þessum áratug voru ansi mörg mistök gerð.
ÆVINTÝRALEG ÁR
Í MÁLI OG MYNDUM
Ísland í aldanna rás 2001-2010 er komin út og
bókin er afar fjölbreytt að efni.
Sjóræninginn er skáldævisaga
Jóns Gnarrs. Hann lýsir afar
erfiðum unglingsárum þar sem
hann var þjakaður af vanmeta-
kennd, fannst hann vera utan-
garðs og varð fyrir hrottalegu
einelti. Frásögnin einkennist af
sláandi lýsingum á einsemd
unglingsdrengs. Þetta er afar
læsileg bók, gríðarlega áhrifa-
mikil og sérlega einlæg. Hún er
einstaklega þarft innlegg í um-
ræðuna um einelti og ætti að
lesast í skólum. Bók sem
gleymist ekki svo glatt.
Minnisstæðar
frásagnir Jóns
Gnarrs
Erfið ung-
lingsár, róm-
antík og morð
ATHYGLISVERÐAR BÆKUR
JÓN GNARR SENDIR FRÁ SÉR MAGNAÐA BÓK
UM ERFIÐ UNGLINGSÁR SÍN. RAGNHEIÐUR
GESTSDÓTTIR SKRIFAR EINNIG UM UNGLINGA
OG ERFIÐLEIKA. RÓMANTÍSKAR SÁLIR HLJÓTA
AÐ LEITA Í LJÓÐ DAVÍÐS STEFÁNSSONAR EN
ÞEIR SEM VILJA LESA UM GLÆPI NÆLA SÉR Í
MEISTARANN.
Hans Rosenfeldt er handritshöfundur sjónvarpsþáttanna vinsælu
Brúin. Hann er einnig, ásamt Michael Hjorth, höfundur spennusög-
unnar Meistarinn. Áður hafa þeir félagar sent frá sér Maðurinn sem
var ekki morðingi sem naut töluverðra vinsælda hér á landi.
Aðalpersónan í Meistaranum er réttarsálfræðingurinn Sebastian
Bergman, sem er ekki með öllu geðfelldur persónuleiki og kann lítt
á samskipti við annað fólk. Hann lendir í verulegum vanda þegar í
ljós kemur að hrottaleg morð á konum tengjast líferni hans. Þetta
er þrælspennandi saga sem rígheldur lesandanum. Þeir sem vilja
hrollvekjandi glæpasögur láta þessa bók ekki framhjá sér fara. Hinir
viðkvæmu lesa bara eitthvað annað.
Þrælspennandi saga
um hrottaleg morð
Myndin í speglinum eftir Ragnheiði Gestsdóttur er unglingabók um
Rúnu sem er að fermast og Helgu sextán ára systur hennar sem
virðist eiga framtíðina fyrir sér sem fyrirsæta. Rúna kemst að því að
Helga á sér leyndarmál. Þetta er lipurlega skrifuð bók með brýnum
boðskap og afar viðkunnanlegri aðalpersónu, Bók sem ætti að falla í
góðan jarðveg hjá unglingsstúlkum.
Leyndarmál
unglingsstúlku
* Engan uppgjafartón, það er svomiðstéttarlegt.Greifynjan af Grantham í Downton Abbey BÓKSALA 18.-24. NÓVEMBER
Allar bækur
Listinn er byggður á upplýsingum frá Rannsóknasetri verslunarinnar
1 Fimmtíu dekkri skuggarE L James
2 ReykjavíkurnæturArnaldur Indriðason
3 KuldiYrsa Sigurðardóttir
4 Gísli á UppsölumIngibjörg Reynisdóttir
5 HáriðTheodóra Mjöll
6 ÚtkallÓttar Sveinsson
7 Stóra Disney heimilisréttabókinDisney
8 Aukaspyrna á AkureyriGunnar Helgason
9 Eftirréttir SolluSólveig Eiríksdóttir
10 ReykjavíkurnæturArnaldur Indriðason
Uppsafnað frá áramótum
1 Iceland Small WorldSigurgeir Sigurjónsson
2 Grillréttir HagkaupsHrefna Rósa Sætran
3 Heilsuréttir fjölskyldunnarBerglind Sigmarsdóttir
4 Fimmtíu gráir skuggarE.l. Jones
5 Heilsuréttir HagkaupsSólveig Eiríksdóttir
6 Eldar kviknaSuzanne Collins
7 HungurleikarnirSuzanne Collins
8 EnglasmiðurinnCamilla Läckberg
9 SnjókarlinnJo Nesbø
10 ReykjavíkurnæturArnaldur Indriðason
MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR
Vogun vinnur, vogun tapar.