Þjóðviljinn - 15.03.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.03.1988, Blaðsíða 9
Svövu Jakobsdóffur ríthöfuncí og þótti tungutak mitt verða æ fá- tæklegra eftir því sem leið á þing- setu mína. Margræðni orðanna sem er inntak skáldskapar varð að víkja fyrir einræðri framsetn- ingu. ímynd hins góða stjórnmálamanns Mér fannst þetta dálítið óhugnanlegt og ég veit ekki nema þetta geti kennt okkur eitthvað um stjórnmálastörf sérstaklega og nútímahugsunarhátt almennt. Kannski stafar þetta af því að málefni eru tekin úr því heildar- samhengi sem tilveran sjálf gerir ráð fyrir. Peningar og efna- hagsmál orðin allt að því einangr- að viðfangsefni stjórnmálanna án samhengis við aðra þætti mannlífsins. Almenningur á líka sinn þátt í þessu. Það þykir kostur hvernig sem á stendur að heimta „skýr svör“ - stjórnmálamaður- inn reynir að verða við því til að vera ekki sakaður um „loðin“ svör, undandrátt o.s.frv. Sam- skipti stjórnmálamanna og al- mennings verða meira í formi yfirheyrslu en umræðu. ímynd hins góða stjórnmálamanns verð- ur því sá sem er nógu ákveðinn, frekur, sá sem veit hvað hann vill. Og slíkur maður virðist geta framkvæmt það sem hann vill. „Ég varspurðum fjármálaráðherrann sem hafði orðið rithöf- undur á þingi“ Ég komst raunar að því að þessi tengsl skálda og Alþingis eru víðfræg. Þau bar á góma á fundi Pen-klúbbsins í Tókíó sl. haust þar sem ég var með í nor- rænum rithöfundahópi á vegum Scandinavia Today. Ég var spurð um fjármálaráðherrann sem hafði samið leikrit. Ég var auðvit- að mjög stolt af hróðri Ragnars en hlaut þó að segja að hann hefði nokkra sérstöðu. Hann væri sá eini sem hefði orðið skáld á þingi. Við hin hefðum farið hina leiðina. - Þegar þú lítur yfir þingsögu þína hvað er þér þá minnisstæð- ast? Mér verður alltaf ofarlega í huga Jafnlaunaráð, ekki ein- vörðungu vegna þess að það var mitt fyrsta mál heldur líka vegna þess hversu það mál er vaxið. Ég Þingtíðindi - Síða 9 held að ég hafi lært meira á því en nokkru öðru máli, bæði um þing- mennskuna sjálfa og valdakerfi þjóðfélagsins. Það var nýmæli og tók mig tvö ár að koma því í gegn- um þingið. Þegar ég lít um öxl sé ég að þetta var kannski nokkuð erfitt mál fyrir nýgræðing á þingi þó að ég stæði sannarlega ekki ein. Ég minnist þess sérstaklega að Ingi R. Helgason var mér mikil hjálparhella og dyggur bak- hjarl og ævinlega verð ég honum þakklát fyrir ómetanlega aðstoð í þessu máli. Skýlaust ákvæði um jafnrétti karla og kvenna Ég gekk mig upp að hnjám til að leita stuðnings við málið og auka skilning á því hjá hinum margvíslegustu stéttum þjóðfé- lagsins sem ég vissi að mundu, eðli málsins samkvæmt, láta málið til sín taka. Lögfræðingar og dómarar tóku mér yfirleitt vel - þó man ég eftir einum sem spurði hvort það væri virkilega meining mín að það ætti að skylda atvinnurekanda til að hækka konu í starfi jafnvel þótt honum þætti hún svo ljót að hann þyldi hana ekki nálægt sér! Með Jafnlaunaráði tókst að koma í lög skýlausu ákvæði um jafnrétti karla og kvenna til launa og banni við hvers konar misrétti. Til grundvallar þessum lögum lágu tvær samþykktir Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar, önnur samþykktin kvað á um „jöfn laun til karla og kvenna fyrir jafnverð- mæt störf", hin um bann við mis- rétti með tilliti til atvinnu eða starfs. Til þess að tryggja fram- kvæmd þeirra laga var upphaf- lega hugmynd mín sú að koma á sérdómstóli sem konur gætu leitað til eftir úrskurði og leiðrétt- ingu sinna mála vegna meints misréttis í launum eða öðrum kjörum í atvinnulífinu. Ekki gátu menn faliist á sérdómstól en úr varð að Jafnlaunaráð fengi heim- ild til að höfða mál í umboði þess sem teldi brotið á sér. Jú, ætli mér þyki ekki mikil- vægt að hafa komið í lög ákvæði um jafnrétti í atvinnulífinu jafnvel þótt erfitt reynist að fram- fylgja því. - Þetta var svo undanfari þess jafnréttisráðs sem við þekkjum í dag, ekki rétt? Jú, því þótt sérdómstóll væri úr sögunni kom í ljós að lögin um Jafnlaunaráð dugðu það vel að Gunnar Thoroddsen, félags- málaráðherra næstu ríkisstjórn- ar, tók þau upp óbreytt, nema hvað hann breytti nafninu í Jafnréttisráð, jók lítils háttar við starfssvið þess, vék við orðalagi og flutti síðan sem frumvarp til laga um jafnrétti kvenna og karla. Þau lög giltu þar til endur- skoðun á þeim fór fram fyrir nokkrum árum. - Nú voru mjögfáar konur sem sátu með þér á Alþingi og þú varst tíðast eina konan í þing- flokknum, heldurðu að það hafi breytt störfum þingsins og við- horfum til þess að konur hafa í æ ríkari mæli komið þar inn? „Jæja, piltar, nú förum við í kaffi", sagði Lúðvík við okkur á þingflokksfundum. Þessu skýtur alltaf upp í hugann þegar ég er spurð að því hvernig það hafi verið að vera eina konan í þing- flokknum og ég er nógu alvöru- laus að hafa gaman af þessu enn. Ég tók þetta sem hrós, svona þeg- ar ég hafði ígrundað allar hliðar málsins og ég vona að Lúðvík fari ekki að leiðrétta þann skilning minn. Líklega er ekki lengur hægt að taka svona til orða. Konur hljóta að vera sýnilegri núna en ég var. Annars í alvöru þá hef ég ekki fylgst nógu vel með daglegum störfum þingsins til að geta metið hvort eða hvernig aukinn fjöldi kvenna hefur breytt störfum þess enda væri réttara að spyrja hvort fjöldi þeirra á þingi hefði breytt gerð þjóðfélagsins í einhverju. Það sem skiptir öllu máli er að- staðan til valda. Ég held að á ríkisstjórnarárum Alþýðubanda- lagsins 1971-74 hafi orðið gagngerari framför í svonefndum málefnum kvenna og barna en á síðari árum. Þá var jafnrétti kynj- anna gert að kosningamáli, - sem lagði ábyrgð á herðar allra þing- manna flokksins af hvoru kyni sem var - þetta er mjög mikilvægt atriði sem mér finnst fólk ekki gera sér nógu vel grein fyrir - ýmis ákvæði sem lutu að jafnrétti voru sett í stjórnarsáttmála en það sem gerði gæfumuninn var auðvitað það að flokkurinn komst í ríkisstjórn. Hlutdeild ríkis í byggingu og rekstri dagvist- arheimila varð að lögum svo ég nefni eitt dæmi. Og Adda Bára varð aðstoðarráðherra. Þegar ég hugsa til Öddu Báru hvarflar raunar að mér að ein kona í vald- astöðu getur komið meiru til leiðar en tíu valdalausar. Ég gleymi því aldrei þegar hún með einu snilldarpennastriki setti ákvæði um sjúkradagpeninga- greiðslur til húsmæðra inn í heilbrigðislöggjöfina - fram að því hafði þetta verið óleysanlegt reikningsdæmi margra karlaheila árum saman. Þróunin er ekki nógu ör Nú eykst Kvennalistanum sí- fellt fylgi í skoðanakönnunum. Það hefur verið kostulegt að fylgjast með djúphugsuðum skýr- ingum annarra stjórnmálaflokka á þessu. Það er eins og og menn forðist að nefna það sem þó liggur í augum uppi: fólk vill fleiri konur í áhrifa- og valdastöður m.a. af því að það treystir því að þær sinni málefnum kvenna og barna ekki síður en öðrum mál- um. Fjölgun kvenna í öðrum stjórnmálaflokkum er ekki nógu ör og það gildir um Alþýðu- bandalagið líka þó að ég vilji ekki láta hjá líða að lýsa ánægju minni yfir því að jafndugleg kona og Margrét Frímannsdóttir skuli hafa bæst í þingflokk Alþýðu- bandalagsins. Sósíalistar geta ekki endalaust ímyndað sér að Kvennalistinn sé botnlangi útúr Alþýðubandalaginu. Og allir stjórnmálaflokkar verða bara að bíta í það súra epli að einlitt sam- anbitið karlaveldi þykir ekki lengur aðlaðandi ímynd - jafnvel þó að þessi klassíska „eina“ sé í hópnum. Þaðerlíka úrelt að telja að hún geti verið fulltrúi allra kvenna hversu dugleg sem hún ella kann að vera. Auðvitað er það rétt sem Kvennalistakonur segja að þær geti haft áhrif með málflutningi sínum. En það er líka hægt að gera innan flokkanna. - Að lokum Svava, landsmenn hafa drukkið í sig Gunnlaðar- sögu, megum við forvitnast að- eins um hvað er á döfinni hjá þér nú í framhaldi af henni? Ég er um þessar mundir að reyna að koma skipulagi á þær rannsóknir á goðafræðinni sem liggja að baki Gunnlaðarsögu. Fræðimennska heimtar önnur rök en skáldskapur. Það er of snemmt að fullyrða nokkuð um næsta skáldskaparverk. Það er að vísu í huga mér en vorið er það líka. Bráðum má heyra grösin gróa. Ég vona að við fáum gott sumar til sjávar og sveita. -ahh o bTu? ■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.