Þjóðviljinn - 15.03.1988, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 15.03.1988, Blaðsíða 18
Engan skatt á mat og menningu Ríkisstjórnin er aðeins 8 mánaða gömul en á þessum stutta tíma hefur hún náð því tví- vegis að skattleggja brýnustu nauðþurftir almennings. í haust kom fyrsti matarskatt- urinn sem hækkaði allar matvör- ur aðrar en mjólk, kjöt, fisk og egg, um 10% Um áramótin hækkaði síðan skatturinn á allar matvörur upp í 25%, en á ýmsum vörutegundum eru skattaálög- urnar faldar til bráðbirgða með hækkun niðurgreiðslna á móti, t.d. á mjólkurafurðum og ýmsum kjöttegundum. Þessar miklu flóðbylgjur verðhækkana á brýn- ustu nauðsynjavörum hafa magn- að upp mikla verðbólgu, skert kaupmátt launa, torveldað kjara- samninga og vakið réttláta reiði fólks um allt land. Kjaraskerðing En líklega gera ekki allir sér grein fyrir því, að þriðji matar- skatturinn er eftir. Fjármálaráð- herra hefur marglýst því yfir, að aukning niðurgreiðslna hafi að- eins verið til bráðabirgða. Land- búnaðarvörur hækka í verði fjór- um sinnum á ári í takt við kostn- aðarhækkanir í landbúnaði og al- menna verðbólgu. Ef niður- greiðslur eru ekki auknar jafnóð- um og búvöruverð hækkar, verða meiri hækkanir á þessum vörum en öðrum. Söluskattur á mjólk, skyri, smjöri og dilkakjöti er ekki enn kominn fram og aðeins að hálfu leyti á ýmsum öðrum vörum, eins og t.d. osti, kjúk- lingum og fiski. Flest bendir til þess að læða eigi þessum skatti yfir svo lítið beri á með þeirri lúmsku aðferð að hækka ekki niðurgreiðslur í takt við aðrar verðlagsbreytingar. Pessi þriðji matarskattur felur í sér mikla kjaraskerðingu ekki síður en þeir matarskattar sem þegar eru komnir fram, enda ýmsar helstu nauðþurftir heimilanna sem þarna eiga í hlut, en skatturinn flæðir ekki yfir á einum degi eins og í tvö fyrri skiptin, heldur leggst á vörurnar smám saman á þriggja mánaða fresti. í áratugi hefur verið forðast að skattleggja brýnustu lífsnauð- synjar. Kartöflur og mjólk hafa aldrei verið skattlagðar fyrr og fiskur ekki síðan í viðreisnar- stjórninni á sjöunda áratug. Skattur á grænmeti, ávexti og brauð var felldur niður 1975 og vinstri stjórnin felldi niður allan skatt af matvælum 1978. Enginn hefur sýnt fram á að skattleysi matvara hafi valdið miklum skattsvikum. Vissulega voru til takmarkatilvik sem sköpuðu vandamál t.d. að heitur matur flokkaðist undir veitingar og var skattlagður en kaldur matur ekki. En nýja kerfið býður líka upp á allskyns vandamál og vafatilvik. Eftir sem áður eru undanþágur frá söluskatti fjöldamargar. Prentað mál er skattað í bók en ekki skattað í tímariti. Og því vaknar spurningin: Hvenær er tímarit bók og hvenær ekki? Sá sem lætur nudda á sér skrokkinn er stundum skattlagður og stund- um ekki. Allt eftir aðstæðum. Þeir sem borga fyrir ljós úr sólar- lömpum eru stundum skattlagðir og stundum ekki. Fiskur og kjúk- lingar hafa ekki áður verið niður- greiddir. Miklu flóknara og margfaldara niðurgreiðslukerfi en áður sem auk þess verður síbreytilegt fyrst um sinn veldur því að heildar- kerfið verður síst einfaldara en það sem fyrir var. Refsar þeim tekjulágu Jón Baldvin hefur helst haldið því á lofti sér til varnar, að Svíar hafi ekki viljað hafa lægri sölu- skatt á matvælum. Hins vegar getur hann ekki neitað því að í flestum öðrum Evrópulöndum er matvælum hlíft við hæsta skatti. Skattleysi matvara er hentug að- ferð til að bæta kjör þeirra tekju- lægstu. Stighækkandi tekju- skattur sem hlífir lægstu tekju^ hópum hefur hliðstæð áhrif. í Svíþjóð er skattur á háar tekjur miklu þyngri en hér og tekju- skatturinn miklu stærri hluti rík- istekna en á Islandi en veltu- skattur á vörusölu léttbærari. Þar er því ekki jafnrík nauðsyn og hér að styrkja hag hinna lægst- launuðu með skattleysi matvara. Alagning matarskattanna ein- faldar ekki kerfið. En hún er hins vegar afar einföld leið til að afla tekna. Að sjálfsögðu voru marg- ar aðrar leiðir til þess. Púsundir fyrirtækja skila miklum hagnaði og borga þó engan tekjuskatt. Skattur á stóreignir er mjög létt- vægur hér á landi og vaxtatekjur skattfrjálsar. En ríkisstjórnin valdi grófustu leiðina. Einungis forhert hægri stjórn lætur sér til hugar koma að velja þá leið. Alþýðubandalagið varaði margsinnis við því á sl. vetri að matarskattar væru yfirvofandi ef hægri stjórn yrði ráðandi á þessu kjörtímabili. Við beittum okkur fyrir því á sínum tíma að afnema matarskatt af matvælum og eitt af kjörorðum okkar fyrir seinustu kosningar var: Engan skatt á mat og menningu! Fólk verður að átta sig á því, að matarskattarnir eru þáttur í stefnu sem verðlaunar þá fjár- sterku með ýmsum aðferðum, t.d. með okurvöxtum á fjármagni en refsar aftur á móti þeim sem tekjulágir eru bæði með því að hækka skatta þeirra og þrýsta niður launakjörum þeirra. Þingtíðindi - Sífla 18 Ragnar Arnalds Er öllum Ijóst aó þriðji matarskatturinn er eftir?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.