Þjóðviljinn - 15.03.1988, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 15.03.1988, Blaðsíða 20
Vandi loðdýraræktar SKIPAFÉLAG MEÐ STORT HLUTVERK í ÞÁGU ALLRA LANDSMANIMA Ríkisskip gegnir stóru hlutverki í vöruflutningum umhverfis landið. Það er sama hver varan er. Nútíma flutningatækni, góður skipakostur og þjálfað starfslið tryggja vörunni góða meðferð alla leið á áfangastað. í þjóðbraut okkar eru 36 hafnir. Tíðar ferðir tryggja hraða flutninga. Iumræðum um landbúnað- armál upp á síðkastið hafa málefni loðdýraræktarinn- ar verið efst á baugi og ekki að ástæðulausu, því vandi refaræktarinnar er afar mikill. Sumum virðist nú nóg komið af styrkjum, lánum og annarri fyrir- greiðslu og nú verði loðdýra- bændur að duga með því sem þeir hafa fengið eða drepast, að vísu í óeiginlegri merkingu. Málið er alls ekki svona einfalt. Fyrst er til að taka að menn fengu mjög ákveðna hvatningu, beina og óbeina til að hefja refa- rækt í stað hefðbundins bú- skapar. Að hlaupa frá málinu nú er því ekki sæmandi gagnvart þeim sem urðu við hvatningunni og lögðu bókstaflega allt sitt undir. í öðru lagi má áætla að beint fjárhagslegt tjón verði afar mikið, ekki bara fyrir bændurna, heldur verður líklega að afskrifa mikinn hluta af lánum sem á refa- búum hvíla. í þriðja lagi verður að hafa í huga hvaða hliðaráhrif slíkt myndi hafa á allan vilja til ný- breytni í dreifbýli. Það hefur ver- ið hvatt til uppbyggingar í fisk- eldi, ferðaþjónustu og hvers kyns smáiðju. Viðbrögðin við vanda refabænda eru mikilvægur próf- steinn í þessum þætti byggða- mála. Þingmenn Abl. hafa ýtt á eftir þessu og skyldum málum með ýmsum málaflutningi, t.d. fyrir- spurn um væntanlegar aðgerðir og um leiðbeiningaþjónustu í loðdýrarækt. Af öðrum þingmálum sem snerta landbúnað sérstaklega má nefna að spurt hefur verið um búrekstrarkönnun þá sem samið var um í búvörusamningum, spurt um afleysingaþjónustu bænda, m.a. hve mikið grund- vallarbúið greiðir í raun fyrir þessa þjónustu. Á ýmsum svæðum hefur fé ver- ið fargað vegna riðuveiki. Tals- verð óvissa hefur ríkt um hvað verði um þessi svæði, þ.e. hvort sauðfjárbúskapur hefst á ný. Spurt hefur verið um hvaða við- búnaður er í þessum málum. Landbúnaður og búvörufram- leiðsla ber efst þegar talað er um lífskjör í sveitum landsins. Að fleiru þarf þó að hyggja. Fyrir nokkrum árum var mis- munur á raforkuverði mjög mik- ill í landinu, svæði RARIK í óhag. Með yfirtöku ríkisins á ýmsum skuldum RARIK og með verðjöfnunargjaldi jafnaðist þetta bil mjög. Kannski muna einhverjir eftir því að þetta var í þann tíma þegar Alþýðubanda- lagsmenn voru ráðherrar orku og fjármála. Nú hefur aftur hallað verulega á. Allir þingmenn Abl. standa að þingsályktun um stefnumörkun í raforkumálum þar sem gengið er út frá sem jöfnustu orkuverði til allra landsmanna. Til að nefna annað sem snertir mjög lífsskiiyrði í dreifbýli með gjörólíkum hætti, var nýlega lögð fram þingsályktunartillaga um greiðslusamninga ríkis og sveitarfélaga vegna bygginga skólamannvirkja. Framkvæmd þessara mála er nú víða að sliga sveitarfélögin, einkum þau minni og verður til þess að skóla- mannvirki eru óratíma í byggingu og búnaður þeirra til bráðabirgða lengi eftir að þau eru tekin í notk- Láttu Ríkisskip annast flutningana fyrir þig. RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR ‘Pöntun tryggingar á fylgibréfi aðeins fyrir sendingar frá Rvík Lífskjör í dreifbýli ráðast ekki eingöngu af atvinnutekjum, heldur má aldrei gleyma þýðingu samfélagslegrar þjónustu, og markmiðið hlýtur að vera að allir sitji við sama borð við að nota hvort sem hún kallast raforka, skólar, heilsugæsla, samgöngur eða eitthvað annað. Ríkharður Brynjólfsson Þingtíðindi - Síða 20

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.