Þjóðviljinn - 15.03.1988, Síða 11

Þjóðviljinn - 15.03.1988, Síða 11
Okkar stefna í skattamátum Svavar Gestsson Snemma árs 1987 kölluð- um við saman hóp fólks til þess að fjalla um til- lögur í skattamálum. Þessar tillögur voru síðan fluttar sem breytingartillögur við frumvarp fyrrverandi ríkis- stjórnar um skattamál - og voru auðvitað allar felldar. Þessar tillögur hafa svo verið unnar enn frekar og voru fyrstu þingmál Alþýðubanda- lagsins í efri deild sl. haust. Þá höfum við einnig flutt breytingartillögur við frum- vörp ríkisstjórnarinnar um obeina skatta og í heild mynda þessi frumvörp og breytingar- tillögur nýja heilsteypta stefnu í skattamálum. Stefna Alþýðubandalagsins er í fyrsta lagi jöfnun lífskjara. Til- gangurinn með tillögum okkar í skattamálum er þess vegna að skapa grundvöll fyrir velferðar- kerfið, það eru tillögur í anda sós- íalisma, jafnaðarstefnu. Og þetta er tekið fram til þess að undir- strika að tillögur um einstök mál- efni, eins og skattamál, verða að vera í skýru samhengi við heildar- stefnu flokksins. Fyrir kosningar lögðum við áherslu á það að hallinn á ríkis- sjóði væri stærsta efnahagsvanda- málið. Við sögðum líka fyrir kosningar hvernig við ætluðum að leysa það vandamál. Aðrir flokkarskýrðu ekki frá því hverja þeir ætluðu að skattleggja. Sjálf- stæðisflokkurinn hafnaði öllum nýjum sköttum. Framsóknar- flokkurinn talaði um vandamálið en svaraði engu. Kvennalistinn spurði spurninga. Alþýðuflokk- urinn talaði mikið um gatslitið skattakerfi, en gerði ekki grein fyrir því nákvæmlega hvernig hann ætlaði að afla tekna til þess að ná jafnvægi í ríkissjóði. Svar hans var þó skattar á stóreignir og hátekjur, en niðurstaðan er orðin allt önnur eins og kunnugt er. Skattadómstóll Fyrsta frumvarpið okkar í haust (flutningsmenn Svavar, Margrét og Skúli) var um skatta- dómstól. Tilgangurinn var að flýta skattsvikamálum og gera skattakerfið virkara þar með. Við umræður fékk frumvarpið já- kvæðar undirtektir ýmissa skatta- Þingtíðindi - Síða 11 sérfræðinga stjórnarflokkanna eins og Halldórs Ásgrímssonar. En auðvitað liggur frumvarpið í nefnd því núverandi ríkisstjórn afgreiðir aldrei mál frá stjórnar- andstöðuflokkunum. Skattar á gróðafyrirtæki Jafnframt lögðum við fram frumvarp um skatta á gróðafyrir- tæki og um að fækka undanþág- um fyrirtækja: 1. Um að afnema í áföngum heimildir fyrirtækja til þess að draga frá tekjum í árslok 10% af útistandandi skuldum til viðbótar þeim skuldum sem eru sannar- lega tapaðar. 2. Um að fella niður í áföngum heimildir fyrirtækja til þess að draga frá tekjum 5% af vöru- birgðum í árslok. 3. Um að fella niður heimildir fyrirtækja til þess að draga frá tekjum framlög í fjárfestingar- sjóði. 4. Um að skerða fyrningar- heimildir fyrirtækja af margvís- legum hefðbundnum búnaði. 5. Um að skerða heimildir fyr- irtækja til þess að draga risnu- kostnað frá útgjöldum sínum fyrir skatta. Allar þessar tillögur hefðu haft í för með sér hækkun á sköttum fyrirtækja, sérstaklega umsvifa- mikilla verslunarfyrirtækja. Ríkisstjórnin tók upp eina til- löguna, tillögu númer 2 hér á undan. Auk þessara tillagna gerðum við ráð fyrir að fyrirtæki mættu draga frá tekjum verulegar upp- hæðir fyrir skatta ef um væri að ræða framlög til nýsköpunar í at- vinnurekstri, markaðsátak og þróunarátak. Ekki þarf að taka það fram en skal gert: Tillögur frumvarpsins hafa ekki fengið afgreiðslu, en þær voru flestar fluttar í báðum deildum þingsins við meðferð skattamálanna í haust. Og voru allar felldar. Sögulegur bakgrunnur tillagn- anna er sú staðreynd að ríkis- stjórn Steingríms Hermanns- sonar lækkaði skatta á fyrirtækj- um um 3000 milljónir króna á verðlagi þessa árs. Með tillögum okkar var því unnt að ná jöfnuði í ríkisútgjöldum án þess að leggja á nýja skatta. Tvö skattþrep í samræmi við stefnu okkar lögðum við til að skattþrepin yrðu tvö þannig að skattkerfis- breytingin hefði ekki í för með sér lækkun á sköttum hátekju- manna. Þessari tillögu hafnaði hinn mikli jafnaðarmannaleið- togi Jón Baldvin Hannibalsson. Við skattgreiðendum snýr því skattadæmið svona: 1. Láglaunafólkið borgar meira af tekjum sínum í skatta en áður vegna matarskattsins sem leggst hlutfallslega þyngst á þá sem hafa lægst launin. 2. Hátekjufólkið borgar lægri skatta en áður vegna þess að nú er skattþrepið aðeins eitt. Óbeinir skattar Þess vegna lögðumst við gegn matarskattinum, ekki einasta vegna þess að hann er ranglátur heldur iíka vegna þess að við gát- um sýnt fram á aðrar leiðir til þess að ná peningum inn í ríkissjóð. Og við meðferð skattamálanna fluttum við meðal annars eftirfar- andi tiHögur: 1. Að söluskattur yrði felldur niður af matvörum. Tillagan var felld. Stefna Alþýdu- bandalagsins erí fyrstalagi jöfnun lífskjara 2. Um að söluskattur yrði endurgreiddur af landbúnaðar- vörum. Þessi tillaga var felld. 3. Um að ekki yröi lagður sölu- skattur á heilsurækt. Tillagan var felld. 4. Um að ekki yrði lagður sölu- skattur á íslenskar kvikmyndir. Tillagan var felld. Þessar tillögur okkar í heild mynda eina samfellda og heilsteypta skattastefnu. Þar birt- ast glöggt grundvallaratriðin í stefnu Alþýðubandalagsins: 1. Heilbrigt skattakerfi með ströngum viðurlögum við skatt- svikum. 2. Ekki verði lagður skattur á brýnustu nauðsynjar heimilanna. 3. Menningarstarfsemi ís- lenskra listamanna verði hlíft við sköttum. 4. Fyrirtækin beri eðlilegan hlut skattanna. Með öðrum orð- um: Jöfnuður. En sú stefna á ekki upp á pall- borðið hjá þeim sem nú stjórna skattamálum íslendinga.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.