Þjóðviljinn - 15.03.1988, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 15.03.1988, Blaðsíða 22
Þingmál og Það sem af er yfirstandandi þings hafa þingmenn Alþýðubandalagsins borið fram mál sem snerta flest svið samfélagsins. Hér á eftir fer listi yfir öll þau mál sem fram voru komin 1. mars sl. í þessu yfirliti eru bæði þingmál og fyrirspurnir þingmanna. Umræðum um mál og fyrirspurnir er svo hægt að fletta upp í þingtíðindum sem fást í skjalavörslu alþingis. Málin eru flokkuð gróflega í efnisflokka til að auðvelda fólki að nota þetta yfirlit. Atvinnumál Fyrirspurn til iðnaðarráöherra vegna fjöldauppsagna á Orkustofnun. Fyrirspyrjandi: Steingrímur J. Sigfússon. Fyrirspurn til iðnaðarráðherra um stöðu ullariðnaðarins. Fyrirspyrjandi: Ffjörleifur Guttorms- son. Fyrirspurn til dómsmálaráðherra um leigutekjur af flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SÝN. Fyrir- spyrjandi: Skúli Alexandersson. Fyrirspurn til iðnaðarráðherra um byggingu rafskautaverksmiðju við álverið í Straumsvík. Fyrir- spyrjandi: Hjörleifur Guttormsson. Tillaga til þingsályktunar um stefnumörkun í raforkumálum. Flutningsmenn: Þórður Skúlason, Geir Gunnarsson, Guðrún Helgadóttir, Hjörleifur Guttormsson, Margrét Frímannsdóttir, Skúli Alexandersson, Steingrímur J. Sigfússon og Svavar Gestsson. Fyrirspurn til sjávarútvegsráðherra um verðjöfunarsjóð fiskiðnaðarins. Fyrirspyrjandi: Þórður Skúlason. Fyrirspurn til landbúnaðarráðherra um aðstoð við riðuveikisvæði. Fyrirspyrjandi: Hjörleifur Guttormsson. Fyrirspurn til landbúnaðarráðherra um leiðbeiningaþjónustu í loðdýrarækt. Fyrirspyrjandi: Hjör- leifur Guttormsson. Fyrirspurn til fjármálaráðherra um vörugjald á búrnet til loðdýraræktar. Fyrirspyrjandi: Hjör- leifur Guttormsson. Fyrirspurn til landbúnaðarráðherra um kaup og leigu á fullvirðisrétti. Fyrirspyrjendur: Hjörleifur Guttormsson og Margrét Frímannsdóttir. Fyrirspurn til landbúnaðarráðherra um könnun á búrekstraraðstöðu. Fyrirspyrjendur: Hjörleifur Guttormsson og Margrét Frímannsdóttir. Fyrirspurn til landbúnaðarráðherra um málefni loðdýrabænda. Fyrirspyrjendur: Ríkhard Brynj- ólfsson, Steingrímur J. Sigfússon og Margrét Frímannsdóttir. Fyrirspurn til landbúnaðarráðherra um forfalla- og afleysingaþjónustu bænda. Fyrirspyrjendur: Ríkhard Brynjólfsson, Steingrímur J. Sigfússon og Margrét Frímannsdóttir. Tillaga til þingsályktunar um bætta vettvangsþekkingu þingmanna. Flutningsmaóur: Unnur Sólrún Bragadóttir. Banka- og efnahagsmál Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 54/1974, um þjóðhagsstofnun. Flutningsmcnn: Hjörleifur Guttormsson og Steingrímur J. Sigfússon. Fyrirspurn til ráðherra Hagstofu íslands um vísitölu framfærslukostnaðar. Fyrirspyrjandi: Svavar Gestsson. Fyrirspurn til viðskiptaráðherra um erlend nöfn á íslenskum fyrirtækjum. Fyrirspyrjendur: Guð- rún Helgadóttir og Steingrímur J. Sigfússon. Fyrirspurn til viðskiptaráðherra um vexti. Fyrirspyrjandi: Svavar Gestsson. Fyrirspurn til viðskiptaráðherra um undirbúning löggjafar um auglýsingar. Fyrirspyrjandi: Steingrímur J. Sigfússon. Beiöni um skýrslu frá fjármálaráðherra um kaup og sölu fasteigna á vegum ríkisins síðan 26. maí 1983. Fyrirspyrjendur: Guðrún Helgadóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, Hjörleifur Guttormsson, Margrét Frímannsdóttir, Skúli Alexandersson, Steingrímur J. Sigfússon, Ragnar Arnalds, Svavar Gestsson og Málmfríður Sigurðardóttir. Fyrirspurn til ráðherra norrænna samstarfsmála og viðskiptaráðherra um tjón Norræna fjárfest- ingabankans af gjaldþroti Kongsbergs Vaapenfabrik í Noregi. Fyrirspyrjandi: Guðrún Helgadóttir. Fyrirspurn til viðskiptaráðherra um útgjöld vísitölufjölskyldunnar. Fyrirspyrjandi: Unnur Sólrún Bragadóttir. Fyrirspurn til viðskiptaráðherra um þjónustugjöld banka og sparisjóða. Fyrirspyrjandi: Steingrímur J. Sigfússon. Eignarréttur á landi og auðlindum Frumvarp til laga um jarðhitaréttindi. Flutningsmenn: Hjörleifur Guttormsson, Guðrún Helga- dóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Ólafur Ragnar Grímsson og Ragnar Arnalds. Frumvarp til laga um eignarrétt íslenska ríkisins á auðlindum hafsbotnsins. Flutningsmenn: Hjörleifur Guttormsson, Ölafur Ragnar Grímsson, Guðrún Helgadóttir, Ragnar Arnalds og Steingrímur J. Sigfússon. Félagsmál Frumvarp til laga um ríkisframlag til sveitarfélaga vcgna dagvistunar barna á forskólaaldri. Flutningsmaður: Asmundur Stefánsson. Frumvarp til laga um umboðsmann barna. Flutningsmenn: Guðrún Helgadóttir, Árni Gunnars- son og Hjörleifur Guttormsson. Fyrirspurn til dómsmálaráðherra um heildarendurskoðun erfðalaga, nr. 8/1962, með síðari breytingum. Fyrirspyrjandi: Guðrún Helgadóttir. Fyrirspurn til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um fangelsisvist geðsjúkra. Fyrirspyrjandi: Guðrún Helgadóttir. Fyrirspurn til dómsmálaráðherra um nauðungaruppboð. Fyrirspyrjandi: Svavar Gestsson. Fyrirspurn til dómsmálaráðherra um gjaldþrotamál. Fyrirspyrjandi: Svavar Gestsson. Fyrirspurn til félagsmálaráðherra um húsnæðismál. Fyrirspyrjandi: Hjörleifur Guttormsson. Fyrirspurn til félagsmálaráðherra um skiptingu umsókna um húsnæðislán eftir kjördæmum. Fyrirspyrjandi: Hjörleifur Guttormsson. Fyrirspurn til félagsmálaráðherra um reglugerðir um húsnæðismál. Fyrirspyrjandi: Hjörleifur Guttormsson. Fyrirspurn til félagsmálaráðherra um húsnæðismál á landsbyggðinni. Fyrirspyrjandi: Þórður Skúlason. Fyrirspurn til félagsmálaráðhcrra um félagslegt íbúöarhúsnæði. Fyrirspyrjandi: Þórður Skúlason. Tillaga til þingsályktunar um setningu laga eða reglna um skoðanakannanir. Flutningsmenn: Steingrímur J. Sigfússon, Halldór Blöndal, Karl Steinar Guðnason, Valgerður Sverrisdóttir, Óli Þ. Guðbjartsson og Þórhildur Þorleifsdóttir. Heilbrigðismál Fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um B-álmu Borgarspítalans. Fyrirspyrjendur: Svavar Gestsson og Guðrún Helgadóttir. Fyrirspura til heilbrigðisráðherra um Kópavogshælið. Fyrirspyrjendur: Svavar Gestsson og Steingrímur J. Sigfússon. Fyrirspurn til fjármálaráðherra um söluskatt á heilsurækt. Fyrirspyrjandi: Svavar Gestsson. Fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um ráðstafanir vegna skorts á hjúkrunarfræðingum víða um land. Fyrirspyrjandi: Ragnar Óskarsson. Jafnréttismál Frumvarp tillaga um breytingar á lögum nr. 67/1971, um almannatryggingar, með síðari breyting- um. Flutningsmenn: Svavar Gestsson, Margrét Frímannsdóttir og Skúli Alexandersson. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 67/1971, með síðari breyting- um. Flutningsmenn: Guðrún Helgadóttir, Ragnar Arnalds, HjörleifurGuttormsson, Steingrímur J. Sigfússon, Þórhildur Þorleifsdóttir, Kristín Halldórsdóttir, Málmfríður Sigurðardóttir, Kristín Ein- arsdóttir og Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir. Frumvarp til laga um breytingar á löguin nr. 65/1985, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Flutningsmenn: HjörleifurGuttormsson og Guðrún Helgadóttir. Fyrirspurn til félagsmáiaráðherra um stöðu starfsmanna á vernduðum vinnustöðum gagnvart stéttarfélögum. Fyrirspyrjandi: Guðrún Helgadóttir. Fyrirspurn til dómsmálaráðherra um deilur um forræði barna. Fyrirspyrjendur: Álfheiður Inga- dóttir og Margrét Frímannsdóttir. fyrirspurnir Kosningalög Frumvarp tillaga um breytingar á 1 gr. um kosningar til Alþingis, nr. 52, 14. ágúst 1959, meðsíðari breytingum. Flutningsmaður: Ragnar Arnalds. Mennta- og menningarmál Fyrirspurn til menntamálaráðherra um byggingu yfir náttúrufræðisafn. Fyrirspyrjandi: Hjörleifur Guttormsson. Fyrirspurn til menntamálaráðherra um námslán. Fyrirspyrjandi: Steingrímur J. Sigfússon. Fyrirspurn til menntamálaráðherra um félagsheimilasjóð og menningarsjóð félagsheimila. Fyrir- spyrjendur: Skúli Alexandersson og Ingi Björn Albertsson. Tillaga til þingsályktunar um framtíðarskipan kennaramenntunar. Flutningsmenn: Hjörleifur Guttormsson, Svavar Gestsson, Guðrún Helgadóttir, Skúli Alexandersson og Ragnar Arnalds. Frumvarp til laga um framhaldsskóla. Flutningsmenn: Ragnar Arnalds, Hjörleifur Guttormsson, Guðrún Helgadóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Ólafur Ragnar Grímsson. Fyrirspurn til menntamálaráðherra um leiðbeinendurvið kennslustörf. Fyrirspyrjandi: Hjörleifur Guttormsson. Fyrirspurn til félagsmálaráðherra um söluskatt af íslenskum kvikmyndum. Fyrirspyrjandi: Svavar Gestsson. Fyrirspurn til fjármálaráðherra um söluskatt af íslenskum bókum. Fyrirspyrjandi: Svavar Gests- son. Tillaga til þingsályktunar um eflingu Ríkisútvarpsins. Flutningsmenn: Svavar Gestsson, Geir Gunnarsson, Guðrún Helgadóttir, Hjörleifur Guttormsson, Ragnar Arnalds, Ragnar Óskarsson, Ríkharður Brynjólfsson og Steingrímur J. Sigfússon. Fyrirspurn til menntamálaráðherra um fjarkennslu. Fyrirspyrjandi: Ragnar Arnalds. Fyrirspurn til menntamálaráðherra um sjávarútvegsskóla. Fyrirspyrjandi: Ragnar Óskarsson. Samgöngumál Fyrirspurn til samgöngumálaráðherra um undirbúning framkvæmda við Egilsstaðaflugvöll. Fyrir- spyrjandi: Hjörleifur Guttormsson. Fyrirspurn til félagsmálaráðherra um mat á snjóflóðahættu og fjárveitingar til snjóflóðavarna. Fyrirspyrjandi: Hjörleifur Guttormsson. Fyrirspurn til samgöngumálaráðherra um vegamál við Siglufjörð. Fyrirspyrjandi: Ragnar Arn- alds. Fyrirspurn til samgöngumálaráðherra um snjómokstur við Siglufjörð. Fyrirspyrjandi: Ragnar Arnalds. Fyrirspurn til samgöngumálaráðherra um aflagjald til hafna. Fyrirspyrjandi: Hjörleifur Gutt- ormsson. Tillaga til þingsályktunar um notkun síma í bifreiðum. Flutningsmenn: Guðrún Helgadóttir, Margrét Frímannsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Guðrún Agnarsdóttir og Málmfríður Sigurðar- dóttir. Tillaga tilþingsályktunar um æfingaflugvöll á Selfossi. Flutningsmenn: Margrét Frímannsdóttir, Óli Þ. Guðbjartsson, Guðni Ágústsson og Eggert Haukdal. Tillaga til þingsályktunar um jarðgangaáætlun. Flutningsmenn: Hjörleifur Guttormsson og Steingrímur J. Sigfússon. Tillaga tilþingsályktunar um athugun á flugfargjöldum. Fyrirspyrjandi: Hjörleifur Guttormsson. Tillaga til þingsályktunar um samræmingu áætlana á sviði samgöngumála og mannvirkjagerðar. Flutningsmenn: Steingrímur J. Sigfússon og Skúli Alexandersson. Fyrirspurn til samgöngumálaráðherra og félagsmálaráðherra um tjón á Ijósleiðurum. Fyrirspyrj- andi: Ragnar Arnalds. Skattamál Frumvarp til laga um skattadóm og rannsókn skattsvikamála. Flutningsmenn: Svavar Gestsson, Margrét Frímannsdóttir og Skúli Alexandersson. Frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 75/1981, um tekju- og eignaskatt, með síðari breytingum. Flutningsmenn: Svavar Gestsson, Margrét Frímannsdóttir og Skúli Alexandersson. Umhverfismál Frumvarp til laga um friðlýsingu íslands fyrir kjarnorku- og eiturefnavopnum. Flutningsmenn: Steingrímur J. Sigfússon og Kristín Einarsdóttir. Fyrirspurn til forsætisráðherra um umhverfismál. Fyrirspyrjandi: Hjörleifur Guttormsson. Fyrirspurn til félagsmálaráðherra um aðild íslands að norræna umhverfisverndunarsamningnum. Fyrirspyrjandi: Guðrún Helgadóttir. Fyrirspurn til utanríkisráðherra um ráðstafanir til varnar mengunar af völdum olíuleka frá eldsneytisgeymum bandaríska herliðsins á Keflavíkurflugvelli. Fyrirspyrjandi: Geir Gunnarsson. Fyrirspurn til menntamálaráðherraum Mývatnsrannsóknir. Fyrirspyrjandi: HjörleifurGuttorms- son. Fyrirspurn til sjávarútvegsráðherra um áætlun um hvalarannsóknir. Fyrirspyrjandi: Guðrún Helgadóttir. Tillaga tilþingsályktunar um undirbúning notkunar á blýlausubensíni hér á landi. Flutningsmenn: Guðrún Helgadóttir, Skúli Alexandersson og Steingrímur J. Sigfússon. Tillaga til þingsálvktunar um mótmæli gegn kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Dounreay. Flutn- ingsmenn: FJjörleifur Guttormsson, Kristín Einarsdóttir, Árni Gunnarsson, Júlíus Sólnes, Páll Pétursson og Guðrún Helgadóttir. Tillaga tilþingsályktunar um rannsókn á lífríkiTjarnarinnar í Reykjavík. Flutningsmenn: Guðrún Helgadóttir, Albert Guðmundsson, Guðmundur Ágústsson, Guðrún Agnarsdóttir, Kristín Einars- dóttir og Svavar Gestsson. Tillaga til þingsályktunar um hávaðamengun. Flutningsmenn: Ragnar Arnalds, Júlíus Sólnes, Kristín Halldórsdóttir, Guðni Ágústsson, Salome Þorkelsdóttir, Eiður Guðnason og Hjörleifur Guttormsson. Tillaga til þingsályktunar um verndun ósonlagsins. Flutningsmenn: Álfheiður Ingadóttir, Hjör- leifur Guttormsson og Steingrímur J. Sigfússon. Utanríkis- og friðarmál Fyrirspurn til utanríkisráðherra um viðskipti við Suður-Afríku. Fyrirspyrjandi: Steingrímur J. Sigfússon. Fyrirspurn til utanríkisráðherra um kjarnorkuvopnalaust fsland. Fyrirspyrjandi: HjörleifurGutt- ormsson. Fyrirspurn til dómsmálaráðherra um undirbúning að fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um bann við pyntingum. Fyrirspyrjandi: Guðrún Helgadóttir. Fyrirspurn til utanríkisráðherra um heimsóknir herskipa og kjarnorkuvopn. Fyrirspyrjandi: Hjörleifur Guttormsson. Fyrirspurn til utanríkisráðherra unt hernaðarframkvæmdir. Fyrirspyrjandi: Steingrímur J. Sigfús- son. Fyrirspurn til utanríkisráðherra um áhrif hins háa byggingarkostnaðar nýju flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli á rekstrarútgjöld fyrirtækjanna sem eru þar leigutakar og á viðbótargjaldheimtu á farþegum. Fyrirspyrjandi: Ólafur Ragnar Grímsson. Tillaga tilþingsályktunar um bann við geimvopnum. Flutningsmenn: Hjörleifur Guttormsson og Guðrún Agnarsdóttir. Tillaga tilþingsályktunar um viðskiptabann á Suður-Afríku. Flutningsmenn: Steingrímur J. Sig- fússon, Geir Gunnarsson, Guðrún Helgadóttir, Hjörleifur Guttormsson, Margrét Frímannsdóttir, Ragnar Arnalds, Skúli Alexandersson og Álfheiður Ingadóttir. Tillaga til þingsályktunar um rannsókn á ábyrgð á umframkostnaði við byggingu flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli. Flutningsmenn: Steingrímur J. Sigfússon, Geir Gunnarsson, Guðrún Helga- dóttir, Hjörleifur Guttormsson, Margrét Frímannsdóttir, Ragnar Arnalds, Skúli Alexandersson og Svavar Gestsson. Tillaga til þingsálvktunar um að íslensk stjórnvöld boði til alþjóðaráðstefnu í Reykjavík um skipulag og efnisþætti formlegra samningaviðræðna um afvopnun á norðurhöfum. Flutningsmaður: Ólafur Ragnar órímsson. Fyrirspurn til utanríkisráðherra um stjórn ísraelsmanna á herteknu svæðunum. Fyrirspyrjendur: Svavar Gestsson og Steingrímur J.Sigfússon. Fyrirspurn til dómsmálaráðherra um umsóknir erlendra manna um landvist. Fyrirspyrjandi: Unnur Sólrún Bragadóttir. Þingtíðindi - Síða 22

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.