Þjóðviljinn - 15.03.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.03.1988, Blaðsíða 10
Kjamorku- vopnalaus Norðurlönd fwm/áL að er seinlegt verk að ná árangri í alþjóðamálum og hefur sú vegferð gengið grátlega seint sem leiðir tit friðar og afvopn- unar. Nú er hins vegar allt á fleygiferð og hvarvetna í heiminum eru umræður um frið og um afvopnun. Þetta á ekkl síst við um Norður- Evrópu. Þar hafa ríkjaleiðtogar og þjóðþing fjallað um útrým- ingu kjarnorkuvopna og kjarn- orkuvopnalaus svæði. Þar er fremst umræðan um kjarn- orkuvopnalaus Norðurlönd en miklu skiptir líka umræðan um kjarnorkuvopnalaust belti í Mið-Evrópu frá Norðurlöndun- um og suðureftir beggja vegna „járntjaldsins“ sem búið var til eftir seinni heimsstyrjöldina. Umræðan um kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd hefur nú heyrst um áratugi en á seinni árum hefur umræðan færst í skipulegan farveg. Fyrst í sam- tökum almennings, „grasrótar- samtökum“ af margvíslegum toga og síðan í opinberum nefnd- um. Dæmi um slíka nefnd er Jörgensensnefndin svokallaða sem Svavar Gestsson alþingis- maður hefur tekið þátt í allt frá ársbyrjun 1986. Nefndin hefur nú komið sér saman um þau pólit- ísku grundvallaratriði sem máli skipta um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd. Um þessi grundvall- aratriði er víðtæk samstaða vinstriflokka og miðflokka - sem skipa meirihluta á þjóðþingum allra Norðurlandanna. í lok nóvember 1985 var haldin fjölmenn norræn þingmannaráð- stefna um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd. Iframhaldi af henni var skipuð þingmannanefnd um kjarnorkuvopnalaus Norður- lönd. Nefndarstarfið hefur verið opið til þátttöku þeim flokkum á Norðurlöndum sem vilja taka SKiPADE/LD SAMBANDS/NS LINDARGÖTU 9A -SÍMI 698100/28200 íkipádeild Sambandsins veitir alhliða flutningaþjónustu hvaðan sem er og hvert sem er þ. á m.: vikulegar siglingar til og frá: HULL ANTWERPEN ROTTERDAM HAMBORC KAUPMANNAHÖFN AARHUS GAUTABORG LARVÍK aðra hvora viku tilog frá: SVENDBORG VARBERG MOSS þriöju hverja viku tilogfrá: NEWYORK PORTSMOUTH GLOUCESTER HELSINKI LUEBECK FÆREYJAR Auk þessa vikulegir strandflutningar. SETTU TRAUST ÞITT Á OKKUR HAFÐU SAMBAND \/ - - i þátt í því. Allir flokkar á Norður- löndunum nema hægri flokkarnir hafa tekið á einhvern hátt þátt í nefndarstarfinu. Niðurstöður þessarar nefndar hafa nú verið gefnar út. Það var aldrei ætlunin að þingmannanefndin ynni drög að sáttmála um kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd. „Hins vegar ætluðum við okkur að semja póli- tískt skjal sem nota má í áfram- haldandi umræðum - og sem get- ur verið grundvöllur að aðgerð- um,“ segir Anker Jörgensen í inngangi bæklings um málið sem gefinn var út í Kaupmannahöfn nú um áramótin. „Þetta er í fyrsta skipti sem full- trúar norrænu þjóðþinganna hafa haft með sér samvinnu um stefnu í öryggismálum Norðurlanda," segir Anker ennfremur í innganginum. Sjö fundir Þetta skjal var samþykkt á fundi nefndarinnar 1. júní í Kaupmannahöfn. Nefndin hafði þá haldið 5 fundi áður. Nú í febr- úar, 9. febrúar sl., hélt nefndin sjöunda fund sinn. Þar voru með- al annarra fulltrúar frá Alþýðu- bandalagi, Alþýðuflokki og Framsóknarflokki en auk þeirra hefur Kvennalistinn tekið virkan þátt í störfum nefndarinnar og stendur að samþykktum hennar. Á síðasta fundi var ákveðið að ræða við þingmenn í Sovétríkjun- um og í Bandaríkjunum og þar var ennfremur ákveðið að reyna að ýta, svo sem kostur er, á eftir starfi embættismannanefndar- innar um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd. Meirihluti Anker Jörgensen segir í inn- gangi skýrslu sinnar að meirihluti sé fyrir afstöðu nefndarinnar á öllum þingum Norðurlandanna. Þátttaka hefur verið þannig í starfi nefndarinnar: Finnland: Allir stjómmála- flokkar. Svíþjóð: Sósíaldemókratar, Vinstriflokkurinn, Kommúnistar og Miðflokkurinn. Noregur: Verkamannaflokk- urinn, Sósíalíski vinstri flokkur- inn, Miðflokkurinn (áheyrnarað- ili), Kristilegi þjóðarflokkurinn. Danmörk: Jafnaðarmanna- flokkurinn, Sósíalíski þjóðar- flokkurinn, Róttæki vinstriflokk- urinn og Kristilegi flokkurinn. ísland: Alþýðubandalagið, Al- þýðuflokkurinn, Framsóknar- flokkurinn og Samtök um kvennalista. Auk þess hafa fulltrúar frá Lögþingi Færeyja og Landsþingi Álandseyja tekið þátt í starfinu. í viðtali við blaðið sagði Svavar Gestsson að hann hefði strax eftir fundinn í Stokkhólmi rætt við utanríkisráðherra um málið, sömuleiðis formann utanríkis- málanefndar. „Nú er loksins komin veruleg hreyfing á málið. Árangur er í sjónmáli“, sagði Svavar Gests- son. Þingtíðindi - Síða 10

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.