Morgunblaðið - 04.03.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.03.2013, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 4. M A R S 2 0 1 3  Stofnað 1913  52. tölublað  101. árgangur  GUÐMUNDUR ÍSLANDSMEISTARI 20 ÁR Í RÖÐ KAFFIBRÚSAKARL- ARNIR SNÚA AFTUR KARMA FYRIR FUGLA FRUMSÝNT Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU SÁTTIR 26 NÝTT LEIKRIT 28ÍÞRÓTTIR 3 Morgunblaðið/RAX Bakkafjara Mikið af þorski rak á land eftir að hafrót gerði við suðurströndina.  „Það er óvenjulegt að það komi svona mikið,“ sagði Viðar Bjarna- son, bóndi á Ásólfsskála undir Eyja- fjöllum, um þorsk sem rak á Bakka- fjöru. Fjölskylda hans fór á fjöruna á föstudag og náði þónokkuð miklu af reknum golþorski. Fyrir fjórum dögum var gríð- arlegt hafrót við ströndina. Í kjöl- farið bárust fregnir af dauðum þorski í Landeyjahöfn. Á Bakka- fjöru vestan við höfnina var mikið af reknum þorski. Fuglinn var bú- inn að spilla sumum fiskanna. Viðar sagði þorsk alltaf hafa rek- ið þegar hann er að elta loðnugöng- urnar vestur með. Í gegnum ald- irnar hefðu þeir sem bjuggu á sjóbæjum farið á reka um miðjar nætur til að finna fiskinn áður en fuglinn komst í hann. Aflinn nú var ýmist saltaður eða frystur og hafð- ur til heimilisnota, eins og tíðkast hefur um aldir. gudni@mbl.is Fullt af sjóreknum golþorskum vestan við Landeyjahöfn Vantraust lagt fram? » Þór Saari segir tillögu Árna Páls auka líkur á að hann leggi fram vantrauststillögu. » Lúðvík Geirsson segir stjórnarskrármálið tilbúið til afgreiðslu fyrir þinglok. » Þingflokkur VG fundaði um málið í gær og stefnir á að funda aftur um það í dag. Skúli Hansen skulih@mbl.is Skiptar skoðanir eru á meðal þing- manna stjórnarflokkanna um ummæli Árna Páls Árnasonar, formanns Sam- fylkingarinnar, þess efnis að það blasi við að engin leið sé að klára stjórn- arskrármálið á þessu kjörtímabili. Þingflokkur Vinstri-grænna fund- aði um mögulegar leiðir í málinu í gær og að sögn Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, fundar hann aftur um málið í dag. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var stjórnarskrár- málið rætt á almennum nótum á fund- inum en jafnframt hefði þingflokkur VG falið formanni og þingflokks- manni flokksins að ræða við forystu- menn annarra flokka um hvað væri næst í stöðunni. Opin fyrir áfangaskiptingu „Þetta framhaldsnefndarálit kom seint síðastliðinn miðvikudag og við ákváðum að fara yfir það, gefa okkur tíma til þess, og fara síðan yfir mögu- legar leiðir í framhaldinu,“ segir Katrín og bætir við að þau Árni Páll hafi verið að ræða hvaða möguleikar séu í stöðunni. Þá segir Katrín að þingflokkur VG sé reiðubúinn að skoða þá leið að áfangaskipta málinu og freista þess að ná ákveðnum hlut- um frumvarpsins, t.d. auðlinda- ákvæðinu, í gegnum þingið. Lúðvík Geirsson, þingmaður Sam- fylkingarinnar og fulltrúi í stjórnskip- unar- og eftirlitsnefnd Alþingis, sagði á facebooksíðu sinni í gær að málið yrði klárt til afgreiðslu fyrir þinglok og láta ætti reyna á þingmeirihlutann við afgreiðslu þess. MTil í að skoða áfangaskiptingu »2 Ósammála um tillögu Árna  Þingflokkur Vinstri-grænna fól í gær formanni og þingflokksformanni flokksins að ræða við forystumenn annarra flokka um næstu skref í stjórnarskrármálinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Sorp Unnið í haugunum í Álfsnesi, sem Sorpa bs. starfrækir. Áhugi er fyrir því að Sorpstöð Suð- urlands verði að hluta til eða öllu leyti sameinuð Sorpu bs. Þetta kem- ur fram í greinargerð sem unnin var fyrir stjórnarfundi hjá Sorpu, Sam- tökum sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu og Sorpstöð Suðurlands, SOS. Fram kemur að samstarf á sviði úrgangsstjórnunar hafi verið skoðað og annaðhvort muni hvert sveitarfélag innan SOS ganga inn í Sorpu eða gerður verði samningur um móttöku úrgangs og aðra þjón- ustu til langs tíma. Samkvæmt greinargerðinni hafa kostir og gallar við annars vegar sameiningu og hins vegar framhaldssamning verið tekn- ir saman og verða gögn fyrir ákvarð- anatöku um frekara samstarf tilbúin til skoðunar fyrir páska. Liður í und- irbúningnum er nákvæmari áætlun um rekstur fyrirhugaðrar gas- og jarðgerðarstöðvar og kostnað við rekstur hennar. »16 Unnið að samruna í sorpi  Sorpa bs. og Sorpstöð Suðurlands eru í viðræðum  Guðbjartur Hannesson vel- ferðarráðherra vonast til þess að geta lagt fram á Alþingi í dag frumvarp til nýrra heildarlaga um almanna- tryggingar. Seg- ist hann leggja frumvarpið fram í síðasta lagi á morgun nema eitt- hvað óvænt komi upp á. „Það er auðvitað þingið sem ræð- ur því og hvernig frágangurinn verður þar,“ segir Guðbjartur að- spurður hvort hann telji að hægt verði að klára málið fyrir þinglok. skulih@mbl.is Almannatrygginga- frumvarp lagt fram Guðbjartur Hannesson „Nýjasta sending frá ESB til okkar er að sambandið hyggst hafa með- algöngu í málaferlum gegn Íslandi, svona rétt eins og glæsilegur árangur þeirra í Icesave var, í deil- um um að troða inn í landið hráu kjöti, sem ESB getur ekki ábyrgst hvort hneggjaði eða baulaði í lifanda lífi. Allt á grund- velli fullkominnar lög- gjafar um heimsins besta matvælaeftirlit. Verði þeim að góðu,“ sagði Haraldur Bene- diktsson, formaður Bændasamtakanna, í setningar- ræðu Búnaðarþings 2013 í gær. Auk Haraldar flutti Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og ný- sköpunarráðherra, ræðu. Slysa- varnafélagið Landsbjörg fékk af- hentar fimm milljónir frá söfnuninni „Gengið til fjár“. Svínabændur í Laxárdal II í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og fé- lagið „Handverkskonur milli heiða“ í Þingeyjarsveit fengu Landbúnaðarverðlaunin 2013. Búnaðarþinginu lýkur á miðvikudaginn kemur. »4 Haraldur Benediktsson Hvort hneggjaði eða baulaði ESB-kjötið? Fimmtán börn voru fermd við guðsþjónustu í Njarðvíkurkirkju í gærmorgun. Hluti þeirra tek- ur hér við árnaðaróskum kirkjugesta að athöfn lokinni. Prestur var séra Baldur Rafn Sigurðs- son. Eftir því sem næst verður komist er þetta fyrsta ferming ársins innan þjóðkirkjunnar en í ár verða í kringum 3.000 börn fermd. Að sögn Baldurs verða um 80 börn fermd í Njarðvíkurkirkju í ár og dreifast athafnirnar fram til hvítasunnu. Flestar fermingar verða sem fyrr í kringum páskana, líkt og í flestum kirkjum landsins. Fyrstu fermingarbörnum ársins fagnað Ljósmynd/Hilmar Bragi-Víkurfréttir Fimmtán börn fermd í Njarðvíkurkirkju í gær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.