Morgunblaðið - 04.03.2013, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MARS 2013
Klofningur og ný framboð á kjörtímabilinu
2009 Maí Jún. Júl. Ág. Sept. Okt. Nóv. Des. 2010 Jan. Feb. Mars Apr. Maí Jún. Júl. Ág. Sept. Okt. Nóv. Des. 2011 Jan. Feb. Mars Apr. Maí Jún. Júl. Ág. Sept. Okt. Nóv. Des.
2012 Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
2013 Janúar Febrúar Mars
12. maí 2009
Stjórnmálaaflið
Samtök fullveldis-
sinna er stofnað
16. júlí 2009 Deilur innan Borgarahreyfingarinnar eftir
að Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þór
Saari kjósa gegn ESB-umsókn. Þráinn Bertelsson styður
umsóknina. Hann telur þingmennina þrjá hafa fjarlægst
hreyfinguna með þessari afstöðu sinni.
14. ágúst 2009 Þráinn Bertelsson,
þingmaður Borgarahreyfingar-
innar, ákveður að segja sig úr
þingflokki hreyfingarinnar.
18. september 2009
Þrír þingmenn Borgarahreyfingarinnar og tveir
varaþingmenn segja skilið við hreyfinguna sem
á þar með engan mann eftir á þingi. Þingmenn-
irnir undirbúa stofnun Hreyfingarinnar.
8. september 2010 Þráinn
Bertelsson gengur í VG.
Vinstri grænir bjóða hann
velkominn í þingflokkinn.
27. desember 2010 Guðbjörn Guð-
björnsson óperusöngvari kveðst hafa
fundið mikinn meðbyr vegna hugmynda
um stofnun nýs flokks. Framboðið fær
síðan nafnið Lýðfrelsisflokkurinn.
21. mars 2011Atli
Gíslason og Lilja
Mósesdóttir segja sig úr
þingflokki VG. Þau verða
óháðir þingmenn.
14. apríl 2011 Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri
grænna, segir sig úr þingflokknum. Hann er m.a. ósáttur við
að Guðfríði Lilju Grétarsdóttur hafi verið vikið úr embætti
þingflokksformanns. Hann gengur síðan í Framsókn.
Júní-ágúst 2011 Fulltrúar
Lýðfrelsisflokksins eiga í viðræðum
við Guðmund Steingrímsson um
mögulegt samstarf. Guðmundur
kaus að starfa með Besta flokknum.
23. ágúst 2011 Guðmundur Steingrímsson,
þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvest-
urkjördæmi, segir sig úr Framsóknarflokknum
og þingflokki Framsóknarflokksins.
3. janúar 2012
Hægri grænir, X-G,
leita frambjóðenda.
4. janúar
2012 Ástþór
Magnússon
útilokar ekki að
hreyfing hans,
Lýðræðishreyf-
ingin, bjóði
fram í komandi
þingkosning-
um.
6. janúar 2012 Greint var
frá nýju framboði,Bjartri
framtíð, semGuðmundur
Steingrímsson,Besti flokkurinn
og einstaklingar umallt land
hafa unnið að því að stofna.
7. janúar
2012
Stjórnmála-
samtökin
Ný framtíð
mótmæla
nafni
Bjartrar
framtíðar.
7. febrúar 2012
Nýtt stjórnmálaafl
undir forystu
Lilju Mósesdóttur
kynnir stefnumál
sín. Flokkurinn ber
heitið Samstaða,
flokkur lýðræðis og
velferðar og er með
listabókstafinn C.
12. febrúar 2012 Nýtt
framboð með vinnu-
heitinu Breiðfylkingin
lítur dagsins ljós. Að því
standa Hreyfingin, Borg-
arahreyfingin, Frjálslyndi
flokkurinn og einstakl-
ingar, meðal annars fólk
úr stjórnlagaráði. Ekki
er samstaða um ESB-
umsókn.
12. febrúar 2012
Lýðfrelsisflokkurinn
tilkynnir að hann
ætli ekki að taka þátt
í Breiðfylkingunni.
Afstaða Hreyfingar-
innar og Frjálslynda
flokksins til ESB
á þátt í þessari
ákvörðun.
2. mars 2012
Sigurður Þ.
Ragnarsson,
gjarnan
nefndur Siggi
stormur,
segir skilið við
Samstöðu.
5. mars 2012 Breið-
fylkingin stofnuð.
Stofnfundur boðaður 18.
mars. Stjórnlagaráðs-
mennirnir Þorvaldur
Gylfason, Lýður Árnason,
Andrés Magnússon og
Gísli Tryggvason eiga í
viðræðum við forystu-
menn flokksins.
16. mars 2012
Bjartsýnis-
flokkurinn
sendir frá sér
yfirlýsingu um
að félagar í
flokknum séu
hófsamir þjóð-
ernissinnar.
18. mars 2012 Síð-
ari stofnfundur nýrra
stjórnmálasamtaka,
Dögun – samtök um
réttlæti, sanngirni og
lýðræði. Hreyfingin,
Borgarahreyfingin
og Frjálslyndi
flokkurinn ganga inn
í Dögun.
21. maí 2012
Samstaða
krefst þess að
ríkisstjórnin
víki og að
boðað verði til
kosninga.
31. maí 2012
Húmanista-
flokkurinn
greinir frá því
að hann stefni
á framboð í
alþingiskosn-
ingum.
23. ágúst 2012
Lilja Mósesdóttir
gefur ekki kost
á sér í embætti
formanns Sam-
stöðu á landsfundi
flokksins 6. október
2012. Með því
axli hún ábyrgð á
fylgistapi flokksins.
27. ágúst 2012
Þorvaldur Þor-
valdsson greinir
frá úrsögn sinni
úr VG. Á síðar
eftir að koma
að stofnun
Alþýðufylkingar-
innar.
1.-30. október
2012 Einar
Gunnar Baldvins-
son, fráfarandi
talsmaður
Bjartsýnisflokks-
ins, segir sig frá
flokksstarfinu. Of
mikið beri orðið á
persónu hans.
11. október
2012
Róbert
Marshall
skýrir frá
því að hann
sé genginn
í Bjarta
framtíð.
24. nóvember
2012 Pírata-
flokkurinn gefur
út svonefnda
stefnumörkun.
Birgitta Jónsdótt-
ir, þingmaður
Hreyfingarinnar,
er í forsvari fyrir
flokkinn.
26. nóvember
2012Margrét
Tryggvadóttir
og Þór Saari,
þingmenn
Hreyfingarinn-
ar, ákveða að
gefa kost á sér
í framboð fyrir
Dögun.
29. nóvember
2012 Lýður
Árnason og Gísli
Tryggvason
ákveða að gefa
kost á sér í fram-
boð til Alþingis
fyrir Dögun í
kosningunum
í vor.
22. desember
2012 Lilja
Mósesdóttir, fv.
þingmaður VG
og forystukona
Samstöðu,
segist ekki gefa
kost á sér til
áframhaldandi
þingmennsku.
31. desember
2012 Guðfríður
Lilja Grétarsdóttir,
þingmaður VG, ákveður
að láta af þingmennsku
um áramótin og tekur
Ólafur Þór Gunnarsson
varaþingmaður við sæti
hennar á Alþingi fram
að kosningum.
5. janúar 2013 Kristinn
H. Gunnarsson, fyrr-
verandi alþingismaður,
gengur til liðs við Dögun.
13. janúar 2013Alþýðufylking-
in stofnuð. Í bráðabirgðastjórn
voru kjörnir Þorvaldur Þor-
valdsson, Vésteinn Valgarðsson
og Einar Andrésson.
16. janúar 2013 Sjö af níu stjórnarmönnum Samstöðu segja sig frá öllum
trúnaðarstöfum fyrir flokkinn ásamt því að segja sig úr flokknum. Formað-
ur flokksins, Birgir Örn Guðmundsson, segir ástæðuna eindreginn vilja Lilju
Mósesdóttur um að Samstaða bjóði ekki fram í næstu alþingiskosningum.
23. janúar 2013 Jón Bjarnason
segir sig úr þingflokki VG.
Óánægja með aðildarferlið að ESB
er meginástæða brotthvarfsins.
24. janúar 2013StefánJónHafstein fundar fyrir
hönd Samfylkingarmeð Lýð Árnasyni ogGunnari
Tómassyni á óformlegumhádegisfundi.Meðal annars
er rætt um verðtryggingu og fiskveiðistjórnunarkerfið.
25. janúar 2013 Óvissa
er um hvort Bjartsýnis-
flokkurinn býður fram í
næstu kosningum.
25. janúar 2013
Hjörleifur Guttormsson,
fyrrverandi þingmaður og
ráðherra, segir sig úr VG.
9. febrúar 2013 Landsfund-
ur Samstöðu samþykkir að
bjóða ekki fram í komandi
alþingiskosningum.
9.-10. febrúar 2013 Forystu-
menn Lýðfrelsisflokksins ákveða
að flokkurinn renni inn í verðandi
framboð, Lýðræðisvaktina.
11. febrúar 2013 Þráinn Bert-
elsson hótar að hætta að styðja
stjórnina vegna þess farvegs sem
stjórnarskrármálið er komið í.
16.-17. febrúar 2013 Stjórnmálaflokkurinn
Lýðræðisvaktin var settur á laggirnar. Þorvaldur
Gylfason hagfræðiprófessor er valinn vaktstjóri.
Flokkurinn hyggst bjóða fram í öllum kjördæm-
um. Lýður Árnason er meðal stofnenda.
20. febrúar 2013 Þór
Saari boðar að leggja fram
vantrauststillögu í þinginu
26. febrúar. Dregur hana
svo til baka daginn eftir.
FRÉTTASKÝRING
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Fyrsta hreina vinstristjórnin var
ekki mánaðargömul þegar brestir
tóku að myndast í stjórnarliðinu.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar
síðan og er nú útlit fyrir að á annan
tug framboða verði í framboði.
Aðdragandinn að þessari miklu
fjölgun flokka er hér rakinn en tekið
skal fram að þetta er lauslegt yfirlit.
Allt byrjaði þetta sumarið 2009.
Það var þannig hart tekist á um í
VG hvort sækja ætti um aðild að
ESB, að kröfu Samfylkingarinnar.
Þetta umdeilda mál reyndist
Borgarahreyfingunni líka erfitt.
Hinn 16. júlí 2009 samþykkti meiri-
hluti Alþingis að sækja um aðild að
Evrópusambandinu. Þrír þingmenn
Borgarahreyfingarinnar greiddu at-
kvæði gegn umsókn en sá fjórði,
Þráinn Bertelsson, studdi hana.
Borgarahreyfingin klofnar
Fjölmiðlar gerðu þennan skoð-
anamun að umtalsefni. Undir niðri
leyndist djúpstæðari ágreiningur
sem leiddi loks til brotthvarfs Þráins
úr flokknum í ágúst 2009. Var hann
óháður þingmaður fram á haust
2010 er hann gekk í raðir Vinstri-
grænna.
Skömmu eftir brotthvarf Þráins
haustið 2009 gengu þau Þór Saari,
Birgitta Jónsdóttir og Margrét
Tryggvadóttir úr Borgarahreyfing-
unni og stofnuðu Hreyfinguna.
Sem fyrr segir reyndist ESB-
umsóknin VG erfið en að auki urðu
tvö stórmál til að sundra flokknum,
annars vegar Icesave-deilan og hins
vegar samstarfið við AGS.
Þessi mál áttu þátt í að Atli Gísla-
son og Lilja Mósesdóttir gengu úr
þingflokki VG í mars 2011 og hafa
þau síðan verið óháðir þingmenn.
Um mánuði síðar gekk Ásmundur
Einar Daðason úr VG og færði sig
yfir í Framsóknarflokkinn.
Ríkisstjórnin fékk 34 menn kjörna
á þing, Samfylking 20 og VG 14, og
var því stjórnarmeirihlutinn kom-
innn niður í 32 þingsæti með brott-
hvarfi þingmannanna þriggja og er
liðstyrkurinn Þráinn þá meðtalinn.
Áður en Þráinn gekk í VG, nánar
tiltekið um sumarið 2010, stofnaði
Guðbjörn Guðbjörnsson óperu-
söngvari Lýðfrelsisflokkinn. Taldi
Guðbjörn eftirspurn eftir hægri-
flokki sem styddi ESB-umsóknina.
Sumarið 2011 kom fram að Guð-
björn átti í viðræðum við Guðmund
Steingrímsson, þingmann Fram-
sóknar, um mögulegt samstarf. Guð-
mundur kaus þá að standa utan Lýð-
frelsisflokksins, hann sagði sig úr
Framsókn og gerðist óháður þing-
maður það sem eftir lifði ársins.
Í ársbyrjun 2012 var annar hægri-
flokkur stofnaður með því að Guð-
mundur Franklín Jónsson stofnaði
Hægri-græna. Voru aðgerðir í þágu
skuldsettra heimila meðal helstu
kosningaloforða flokksins en 15
mánuðir voru þá liðnir síðan Jó-
hanna Sigurðardóttir forsætisráð-
herra fól hópi sérfræðinga að yfir-
fara skuldavanda heimilanna, eftir
að tæplega 8.000 manns mótmæltu
meintu aðgerðaleysi í málaflokknum
á Austurvelli haustið 2010. Stjórnin
var farin að fjarlægjast vissa þjóð-
félagshópa sem kusu hana til valda
og átti Icesave-deilan líka þátt í því.
Janúarmánuður 2012 reyndist tíð-
indamikill í íslenskum stjórnmálum.
Ástþór Magnússon sagði til skoð-
unar að flokkur sinn, Lýðræðis-
hreyfingin, byði fram til alþingis-
kosninga. Guðmundur Stein-
grímsson vakti einnig athygli með
því að stofna Bjarta framtíð, systur-
flokk Besta flokksins.
Boðaði róttækar aðgerðir
Skuldavandi þúsunda heimila kom
aftur við sögu í febrúar 2012 þegar
Lilja Mósesdóttir stofnaði Samstöðu
og boðaði róttækar aðgerðir í þágu
heimilanna. Mældist flokkur hennar
með 11,3% stuðning í Þjóðarpúlsi
Gallups skömmu síðar, sjónarmun
minna en VG sem mældist með 12%
stuðning. Sjálfstæðisflokkur mæld-
ist þá með meiri stuðning en ríkis-
stjórnarflokkarnir tveir til samans.
Breiðfylkingin leit dagsins ljós
viku síðar en samdægurs kom í ljós
að forystumenn Lýðfrelsisflokksins
töldu sig ekki eiga samleið með
henni vegna Evrópumálanna.
Um mánuði síðar, í mars 2012,
varð Borgarahreyfingin að Dögun
en Húmanistaflokkurinn hafði þá
skýrt frá framboði til þingkosninga
og Bjartsýnisflokkurinn orðið til.
Síðasta haust dró enn til tíðinda.
Róbert Marshall gekk úr Samfylk-
ingunni og yfir í Bjarta framtíð. Þá
hillti undir endalok Hreyfingarinnar
með því að Birgitta stofnaði Pírata-
flokkinn og Þór og Margrét gengu í
Dögun. Stjórnlagaráðsmaðurinn
Lýður Árnason kom við í Dögun.
Alþýðufylkingin varð til í janúar
og Samstaða lognaðist út af.
Lýður, nokkrir stjórnlagaráðs-
menn og Lýðfrelsisflokkurinn gengu
svo til liðs við nýjan flokk, Lýðræðis-
vaktina. Sá flokkur leggur megin-
áherslu á stjórnarskrármálið en það
er einnig eitt baráttumála Dögunar,
líkt og sjá má á áherslu Þórs og
Margrétar á málið í þinglok.
Klofningurinn hófst snemma
Umsóknin um aðild að ESB afhjúpaði fyrstu brestina í samstarfi ríkisstjórnarflokkanna
Borgarahreyfingin klofnaði fyrst Klofningsbrot stofnuðu flokka sem sumir urðu skammlífir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Aðgerðaleysi mótmælt Óánægja með meint aðgerðaleysi í skuldamálum
heimilanna átti þátt í að skapa jarðveg fyrir ný stjórnmálaframboð.
Fjöldi framboða
» Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu fyrir skömmu stefnir í
metfjölda framboða.
» Nýir flokkar sem hafa fengið
listabókstaf úthlutaðan eru:
Björt framtíð (A), Samstaða (C
(býður ekki fram)), Bjartsýnis-
flokkurinn (E), Frjálslyndi
flokkurinn (F (býður fram með
Dögun)), Hægri grænir (G),
Húmanistaflokkurinn (H), Lýð-
veldisflokkurinn (I (er í um-
sóknarferli)), Framfaraflokk-
urinn (K (er í ferli)), Lýðræðis-
vaktin (L (er í ferli)), Borgara-
hreyfingin (O (býður fram með
Dögun)), Lýðræðishreyfingin
(P), Alþýðuhreyfingin (R (er í
umsóknarferli)), Dögun (T) og
Píratar (Þ (er í ferli)).