Morgunblaðið - 04.03.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.03.2013, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MARS 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Deilur um það hvernig eyða skuli peningum kunna að rísa upp. Reyndar kem- ur uppspretta hennar á óvart. Vertu því ekki að eyða miklum tíma í smáatriði. 20. apríl - 20. maí  Naut Þegar mál geta farið á hvorn veginn sem er verður maður bara að taka sína ákvörðun og láta slag standa. Oftast fær maður réttu viðbrögðin þegar maður reynir allt til að gleðja. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Áhrifa þinna gætir allt til toppsins á píramídanum. Gleymdu því ekki að þú þarft sjálfur að leggja eitthvað af mörkum ef þú vilt lífga upp á tilveruna. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Í góðu jafnvægi og hamingjusamur gefur þú frá þér öll réttu skilaboðin. Gakktu úr skugga um hver staða þín er, hvað þú átt og hvað þú skuldar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Atburðarásin mun taka öll völd úr höndum þér ef þú ekki stingur við fótum og nærð stjórn á hlutunum. Gefðu þér meiri tíma til þess svo vel fari. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það tekur tíma að breyta venjulegu verkefni í eitthvað einstakt. Afleiðing þess er alger uppstokkun; þú átt eftir að læra ýmis- legt nýtt á næstu tveimur árum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú finnur yfirleitt upp á virkilega hvetj- andi viðfangsefnum. Vogin er einstaklega sterk þessa daga og tekst þar af leiðandi einmitt það sem hún ælar sér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Óvæntir atburðir á fjár- málasviðinu koma þér á óvart en þú getur gefið þér tíma til að gera þér mat úr stöð- unni. Taktu þeim með opnum huga, maður veit aldrei hvaðan gott kemur næst. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Fólk finnur sig knúið til þess að ganga í augun á þér í dag. Vertu því óhrædd- ur við að kanna nýjar leiðir og taka einhverja áhættu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Sýndu öðrum tillitssemi og um- burðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna. Talaðu skýrt og skorinort. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú virðist sigla lygnan sjó þessa dagana og er sjálfsagt að þú njótir þess. Hafið hraðar hendur svo leikurinn geti haf- ist. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú færist nær markmiði þínu eftir því sem líður á árið. Ef eitthvað er ekki gaman, skaltu sleppa því. Tékkaðu af staðreyndir málsins áður en þú lætur til skarar skríða. Ég þurfti að hitta lækni minn áLandspítala í vikunni og þá rifjuðust upp Ferskeytlur Jóhann- esar úr Kötlum, sem við Ari Jós- efsson fórum oft með á mennta- skólaárunum en Sjödægra var mikil uppáhaldsbók hjá okkur: Rennur gegnum hjarta mitt blóðsins heita elfur: upp í strauminn bylta sér kaldir sorgarfiskar. Út um tálknin japla þeir þungum svörtum kvörnum þar til eins og kolabotn undir niðri verður. Sat ég við hið rauða fljót – stari niðrí djúpið þar sem Gleði dóttir mín liggur nár í myrkri. Í Egilsbók, sem hefur að geyma vísur og kvæði eftir Egil Jónasson á Húsavík, er vikið að þessu ljóði og sagt, að Agli hafi þótt skörin tekin að færast upp í bekkinn, þegar Jó- hannes úr Kötlum, sá rímhagi mað- ur, tæki upp á því rígfullorðinn að yrkja órímað. En um það sagði Jó- hannes í bréfi til Steingríms í Nesi: „En það verð ég að játa að ég, þessi gamli rímberserkur, hef á seinni árum átt ákaflega erfitt með að tjá mig í rímuðu máli, svo að mér hafi líkað: gamla hefðin er orðin mér með einhverjum hætti fjötur um fót, þegar túlka skal innri hrær- ingar þess nýja og gerbreytta tíma...“ Egill Jónasson gat ekki stillt sig um að gera bragarbót: Blóðið heitt frá hjarta mér hleypur sínar götur. Upp í flauminn flýta sér frosnar sorgarskötur. Út um tálknin æla þær ótal svörtum kvörnum, þar til lífsins lindin tær líkist forartjörnum. Sit ég við það soraflóð, sinnulaus og hryggur. Ljóðadís, mín dóttir góð, dauð á botni liggur. Hér er hestavísa eftir Jóhannes úr Kötlum: Blakkar frýsa og teygja tá, tunglið lýsir hvolfin blá, knapar rísa og kveðast á. kvikna vísur til og frá. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ferskeytlur Jóhannesar úr Kötlum Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „FREKAR EN AÐ FÁ 40.000 KRÓNA LAUNA- HÆKKUN, HVERNIG LÍST ÞÉR Á AÐ VERA MILLISTJÓRNANDI Í SKJALADEILD?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... skilyrðislaus. VERSLA NIR OG FYRIRT ÆKI ÞÚ ERT EKKI HÉR! HVAR ERTU ÞÁ EIGIN- LEGA? VISSIR ÞÚ AÐ LÍSA ER DÝRALÆKNIR? Í ALVÖRU? MIG VERKJAR Í HNÉÐ! JÓN? HANN HRÓLFUR MINN ER SVOKALLAÐUR NÁTTHRAFN. ÞEGAR HANN HRÝTUR Á NÓTTUNNI HLJÓMAR ÞAÐ EINS OG HRAFNAÞING! Það er gott að búa á Íslandi. Hér erhreint loft, hreint vatn, öruggt umhverfi til að ala upp börn, frelsi til að vera eins og maður er, náttúra sem fólk í öðrum löndum dreymir um að heimsækja og síðast en ekki síst, eng- inn her. x x x Víkverji telur að Íslendingum hættitil að vanmeta hversu gott það er fyrir Ísland að hafa engan her, og að margir lifi í þeirri villu að halda að það sé sjálfsagt og eðlilegt ástand. Víkverji hefur heyrt margar sögur af því hvernig herseta Breta og Bandaríkjamanna kom íslenskum efnahag á koppinn í seinna stríði og hversu heppin við vorum að þeir voru á undan Þjóðverjum eða Rússum að hernema þennan hernaðarlega mik- ilvæga blett í úthafinu. Staðsetning Íslands skiptir enn máli í þessu samhengi, en í dögun grænnar aldar gætu hrein orka og aðrir kostir landsins haft sitt að segja líka. Við vit- um til dæmis að Bretar renna hýru auga til íslenskrar raforku. Hversu langt verða þeir til í að ganga í fram- tíðinni til að hafa aðgang að henni? x x x Og fyrst minnst er á Breta. Nýlegasagði þarlendur varnarmála- ráðherra að niðurskurður til hersins væri óhugsandi. Nær væri að skera niður í velferðarkerfinu. Þar sem starfræktir eru herir eru þeir baggi á efnahagnum. Gert er ráð fyrir að herrekstur Breta kosti þá um 8.660 milljarða króna í ár. Sem bliknar auðvitað í sam- anburði við 112.355 milljarða sem Bandaríkjamenn borga í ár fyrir sinn her. Það er um 50% útgjalda sem fer í allt heilbrigðis- og velferðarkerfið þar í landi í ár. Sé þessum tölum snúið yfir á Ísland sést að velferðarráðuneytinu eru skammtaðir 235,9 milljarðar í fjár- lögum fyrir þetta ár. Fengi íslenskur her sem næmi helmingi þess væri upphæðin um 118 milljarðar. Það gæti að vísu fjármagnað um 1.500 manna fastalið og álíka stórt varalið, miðað við tölur frá Bandaríkj- unum. Alls um 3.000 manns. Það er merkileg tilviljun að það er um það bil fjöldi virkra sjálfboðaliða í björg- unarsveitum á Íslandi. víkverji@mbl.is Víkverji Lofsöngur Maríu Og María sagði: Önd mín miklar Drottin og andi minn gleðst í Guði, frelsara mínum. (Lúkasarguðspjall 1:46-47)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.