Morgunblaðið - 04.03.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MARS 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
„Já, við höfum alveg verið reiðubúin til
að skoða einhverja slíka leið en við ætl-
um að gefa okkur tíma til þess núna að
fara yfir hvernig málið lítur út í heild
sinni og reyna í framhaldinu að finna
einhverjar leiðir,“ segir Katrín Jak-
obsdóttir, formaður Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs, aðspurð
hvort vilji sé til þess af hennar hálfu að
áfangaskipta stjórnarskrármálinu og
reyna að ná í gegn ákveðnum ákvæð-
um þess, t.d. auðlindaákvæðinu, ef
ekki næst að klára málið á kjörtíma-
bilinu.
Að sögn Katrínar hefur mikill vilji
verið á meðal Vinstri-grænna til að ná
árangri í stjórnarskrármálinu. Þing-
flokkur VG fundaði í gær um mögu-
legar leiðir í málinu og mun að sögn
Katrínar funda aftur um það í dag.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins fól þingflokkur VG í gær formanni
og þingflokksformanni flokksins að
ræða við forystumenn annarra flokka
um næstu skref í stjórnarskrármálinu.
Magnús Orri Schram, þingmaður
Samfylkingarinnar, greindi frá því á
bloggsíðu sinni í gær að stuðnings-
menn nýrrar stjórnarskrár ættu að
taka undir málamiðlunarhugmynd
Árna Páls Árnasonar, formanns Sam-
fylkingarinnar, um að áfangaskipta
málinu. „Með henni getum við fengið í
gegn ákvæði um þjóðarauðlindir og
beint lýðræði,“ sagði Magnús Orri.
Valgerður Bjarnadóttir, formaður
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Al-
þingis, vildi ekki tjá sig um málamiðl-
unartillögu Árna Páls í gær. Þá náðist
ekki í Jóhönnu Sigurðardóttur for-
sætisráðherra við vinnslu fréttarinnar.
Til í að skoða áfangaskiptingu
Katrín segir VG hafa mikinn vilja til
að ná árangri í stjórnarskrármálinu
Fáskrúðsfjörður | Hrognaskurður er hafinn hjá Loðnu-
vinnslunni á Fáskrúðsfirði. Hoffell SU 80, skip fyrirtæk-
isins, landaði í fyrrinótt 1.000 tonnum og í gær var verið
að landa 1.500 tonnum úr Júpíter frá Götu í Færeyjum,
sem einnig fara í skurð. Frysting á hrognum er hafin og
er hrognafylling góð, að sögn Þorra Magnússonar verk-
stjóra. Fryst hafa verið 1.000 tonn af loðnu það sem af er
vertíð; 500 tonn fyrir Japan og 500 á Rússlandsmarkað. Í
heild hefur Loðnuvinnslan tekið á móti 19.000 tonnum af
loðnu. Endurbætur hafa verið miklar hjá fyrirtækinu, s.s.
pökkunarkerfi fyrir hrognavinnslu. Auk þess hefur verið
settur rafskautaketill í verksmiðjuna til gufuframleiðslu
sem gengur vel þrátt fyrir að ekki hefur fengist að nota
ketilinn á fullum afköstum vegna rafmagnsskömmtunar
til fyrirtækisins. Ný vatnslögn var lögð samhliða raf-
strengnum, svo nóg er vatn til verksmiðjunnar.
Loðnuvinnslan hefur tekið
við 19 þúsund tonnum
Morgunblaðið/Albert Kemp
Loðnan Starfsmenn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði
á fullu við hrognaskurð í vinnslusalnum í gær.
Skurður hafinn og hrogna-
fylling góð 1.000 tonn fryst
Í reglubundnu
eftirliti með kjúk-
lingaslátrun kom
fram rökstuddur
grunur um að
salmónella fynd-
ist í einum kjúk-
lingahópi
Reykjagarðs.
Umræddur kjúk-
lingahópur var
rannsakaður í
tvígang áður en kjúklingunum var
slátrað, en við þær skoðanir fundust
engin merki um sýkingu. Sam-
kvæmt upplýsingum voru sýni send í
greiningu til Tilraunastöðvar Há-
skóla Íslands í meinafræði að Keld-
um. Verða þau send til staðfestingar
á sýkladeild Landspítalans.
Bíða niðurstöðu sýkladeildar
„Stefna fyrirtækisins er að dreif-
ing sé stöðvuð tafarlaust við fyrstu
viðvörun um smit af þessu tagi,“
segir Jarle Reiersen, framleiðslu-
stjóri hjá Reykjagarði. „Ef grun-
urinn er rökstuddur innköllum við
vöruna og fjarlægjum afurðir úr
verslunum,“ segir Jarle. „Því næst
er beðið eftir mögulegri staðfest-
ingu. Niðurstaða rannsóknar sýkla-
deildar mun væntanlega liggja fyrir
í lok vikunnar.“ Reykjagarður hefur
nú þegar innkallað afurðir með rekj-
anleikanúmerinu 002-13-04-1-04 í
varúðarskyni. Neytendur sem hafa
keypt kjúklinga með þessu rekj-
anleikanúmeri eru beðnir um að
skila vörunni til viðkomandi versl-
unar. Ekki er uppi grunur um að
aðrar vörur Reykjagarðs séu sýktar.
gudrunsoley@mbl.is
Kjúkling-
ar inn-
kallaðir
Grunur kviknaði
um salmónellusmit
Grunur uppi um
salmónellusmit
Drengurinn sem
lést í bílveltu
skammt frá Kotá
í Norðurárdal í
Skagafirði á
föstudag hét
Blængur Mikael
Bogason. Hann
var fæddur árið
2001 og var ný-
lega orðinn 12 ára.
Blængur Mikael var búsettur að
Strandgötu 25b á Akureyri.
Lést í slysinu
í Skagafirði
Óheimilt verður að breyta land-
notkun á landbúnaðarsvæði sem er
fimm hektarar eða stærra, nema
leyfi nýsköpunar- og atvinnuvega-
ráðherra liggi fyrir, verði frumvarp
til breytinga á lögum númer 81/2004
að lögum, en frumvarp ráðherra
þess efnis liggur nú fyrir Búnaðar-
þingi til umsagnar.
„Ef land undir fimm hekturum að
stærð telst sérlega gott ræktunar-
land og hentar vel til landbúnaðar
eða vegna legu sinnar telst að öðru
leyti mikilvægt út frá matvælafram-
leiðslu skal jafnframt óskað leyfis
ráðherra áður en breyting á skipu-
lagi er heimiluð,“ segir í frumvarps-
drögunum sem lögð voru fyrir ríkis-
stjórn sl. föstudag. Þar segir einnig
að ráðherra skuli leggja fyrir Al-
þingi til samþykktar fyrir 31. desem-
ber 2015 tillögu til þingsályktunar
um nýtingu landbúnaðarlands á Ís-
landi – svokallaða „landnýtingar-
stefnu stjórnvalda“ til 12 ára. Skal
landnýtingarstefnan endurskoðuð á
fjögurra ára fresti. ipg@mbl.is
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Jarðir Leyfi ráðherra gæti þurft
fyrir breyttri landnotkun.
Landnýt-
ing á hendi
ráðherra
„Líkurnar á því
hafa aukist en
það er ekkert
búið að ákveða
það endanlega,“
segir Þór Saari,
þingmaður
Hreyfingarinnar,
aðspurður hvort
hann hyggist
leggja fram vantrauststillögu
sína gegn ríkisstjórninni að nýju,
í ljósi ummæla Árna Páls Árna-
sonar, formanns Samfylking-
arinnar, um að stjórnarskrár-
málið klárist ekki á þessu
kjörtímabili.
Þór er félagi í stjórnmálaaflinu
Dögun, sem hyggst bjóða fram
lista í næstu
þingkosningum.
Aðspurður hvort
Dögun muni
gefa baráttuna
fyrir nýrri
stjórnarskrá upp
á bátinn, ef mál-
ið dagar uppi á
þinginu, segir
Þór: „Nei, þvert móti. Það er þá
eitthvað sem fjórflokkurinn verð-
ur að svara fyrir í kosningunum.“
Þorvaldur Gylfason, vaktstjóri
Lýðræðisvaktarinnar, tekur í
sama streng. „Erindi Lýðræðis-
vaktarinnar verður enn ríkara ef
Alþingi fellur á prófinu,“ segir
Þorvaldur. » 12
Líkurnar á vantrausti aukast
MUNU BERJAST ÁFRAM FYRIR NÝRRI STJÓRNARSKRÁ
Þorvaldur
Gylfason
Þór
Saari
„Það er vitlaust veður,“ sagði Guðmundur Krist-
jánsson, hafnarstjóri á Ísafirði, í gærkvöldi.
Heimaflotinn á Ísafirði var þá allur kominn til
hafnar fyrir utan einn togara sem var á veiðum
fyrir austan. Togarinn Stefnir ÍS var síðastur í
land í gær og nokkuð klakabrynjaður.
Veðurstofan spáir norðaustan hvassviðri eða
stormi næstu daga með snjókomu og frosti, eink-
um norðan til. Veturinn er því mættur á ný.
Flotinn leitaði í höfn á Ísafirði undan óveðrinu
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson