Morgunblaðið - 04.03.2013, Blaðsíða 6
SVIÐSLJÓS
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Nýtt umferðarátak hófst formlega á
föstudaginn en þá var haldinn fyrsti
fundurinn í hópi sem hefur það
verkefni að móta „umferðarsátt-
mála“. Verkefnið er samvinnuverk-
efni lögreglunnar á höfuðborg-
arsvæðinu og Umferðarstofu en
einnig koma að því ýmsir hags-
munaaðilar í umferðinni. Þá verða
átta fulltrúar hins almenna vegfar-
anda í hópnum sem mun leiða vinn-
una við að móta sáttmálann. Al-
menningur mun einnig geta komið
sjónarmiðum sínum á framfæri við
mótun sáttmálans.
Markmiðið að auka öryggi
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri
höfuðborgarsvæðisins, segir að
markmiðið með sáttmálanum sé það
að fækka slysum í umferðinni og
auka þar með öryggi fólks. „Þetta
verkefni gengur í rauninni út á það
að komast að sameiginlegri nið-
urstöðu um það sem einkennir góða
umferðarmenningu,“ segir Stefán
og bætir við að vegfarendur eigi að
geta sammælst um það hvað teljist
viðurkennd hegðun í umferðinni og
jafnframt gert kröfu um að henni sé
fylgt.
Stefán segir að verkefnið fram-
undan sé að móta slíkan sáttmála
með aðstoð almennings. „Við erum
að reyna að virkja allt það góða
sem er í gangi og skapa sameig-
inlega vitund um að það sé okkar
sameiginlega hagsmunamál og sam-
eiginlega verkefni að tryggja öryggi
í umferðinni.“ Þó að lögreglan leiki
mikilvægt hlutverk í að halda uppi
aga í umferðinni með eftirliti og við-
urlögum þegar það á við, segir Stef-
án að það sé talið enn líklegra til
árangurs að aginn komi innan frá
og að fólk hafi aðrar ástæður en
eftirlit lögreglunnar til þess að
fylgja umferðarreglum og góðum
siðum í umferðinni.
Margir góðir kraftar
Við kynningu verkefnisins var
leitað á náðir samfélagsmiðlanna
Facebook og Twitter til þess að
auglýsa eftir fólki sem var tilbúið til
þess að taka þátt í verkefninu. Stef-
án segir að viðbrögðin hafi verið
framar öllum vonum. „Við fengum
ótrúlega sterk og góð viðbrögð. Það
eru margir sem eru tilbúnir að
koma að þessari vinnu með okkur.“
Stefán segir að hópurinn sem vinni
að mótun sáttmálans muni nýta sér
samfélagsmiðlana í starfi sínu. „Það
verður settur upp opinn hópur á
fésbókinni, þannig að það er ekki
bara í þessum vinnuhópi sem sátt-
málinn verður til heldur hefur hver
og einn sem hefur áhuga á þessu
verkefni tækifæri til að leggja því
lið.“
Stefán segir að ýmsar leiðir séu
færar að því markmiði að auka ör-
yggi í umferðinni. „Við teljum öll
merki um það að umferðarmenn-
ingin hér á landi sé að verða betri,
ökumenn og aðrir vegfarendur séu
orðnir meðvitaðri um það hvað það
skipti miklu máli að haga sér vel í
umferðinni og skapa þannig betri
umferðarmenningu,“ segir Stefán
og bætir við að það sjáist á færri
óhöppum og slysum í umferðinni.
„Við sjáum það á slysatölum sem
Umferðarstofa heldur utan um og
líka hjá tryggingarfélögunum að
bæði umferðarslysum og umferð-
aróhöppum hefur fækkað hérna á
höfuðborgarsvæðinu.“
Stefán segir að það sé til marks
um aukna meðvitund fólks um um-
ferðina og þátt hvers og eins í því
að skapa góða umferðarmenningu.
Fjölmargir aðrir þættir spili þó
þarna líka inn í eins og til dæmis
áherslur lögreglu, bætt umferð-
armannvirki, öruggari bílar og
fleira. „Þannig að það eru margir
góðir kraftar sem eru að vinna í
sömu átt og við viljum nýta það enn
frekar,“ segir Stefán að lokum.
Sáttmáli um betri umferð
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Umferðarstofa leita eftir samvinnu við vegfarendur Vilja
móta boðorð sem allir geti samþykkt að fylgja í umferðinni Umferðarmenningin að batna hérlendis
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MARS 2013
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
hefur vakið mikla lukku á sam-
skiptamiðlunum Facebook og Twit-
ter og fylgjast nú um 35.000
manns með lögreglunni á þessum
síðum. Á meðal þess sem lög-
reglan setur inn á síðurnar eru til-
kynningar um umferðareftirlit,
færslur úr dagbók lögreglunnar og
alls kyns upplýsingar fyrir sam-
borgara sína.
Þá hafa ótal manns nýtt sér
möguleikann til þess að koma á
framfæri þökkum, ábendingum og
alls kyns fyrirspurnum til lögregl-
unnar sem svarar alltaf eftir bestu
getu. Vinsældirnar eru slíkar að
lögreglan hlaut í febrúar síðast-
liðnum Nexpo-verðlaunin árið
2012 fyrir að vera „áhrifamesta
fyrirtæki eða stofnun á samskipta-
miðlum“.
Gagnvirk samskipti
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri
höfuðborgarsvæðisins, segir að
síðan hafi náð mikilli útbreiðslu og
mjög vel sé fylgst með því sem þar
er í gangi. „Það sem skiptir öllu
máli er að þetta eru gagnvirk sam-
skipti. Við erum ekki bara að miðla
upplýsingum heldur erum við líka
að taka við ábendingum, athuga-
semdum og öðru frá fólki um það
sem má betur fara, þar á meðal hjá
lögreglunni,“ segir Stefán sem
segir að lögreglan sjái mikla
möguleika í þessum samskipta-
miðlum og þeim samskiptum sem
þar eigi sér stað.
Verðlaunuð fésbókarsíða
LÖGREGLAN Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
Morgunblaðið/Júlíus
Umferðarsáttmáli Samstarfshópurinn sem á að móta umferðarsátt-
málann kom saman til skrafs og ráðagerða sl. föstudag. Stefán Eiríks-
son, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, er lengst til vinstri í efri röð.
Morgunblaðið/Ómar
Umferð Nýr sáttmáli snýr m.a. að því hvernig bæta má umferðarmenningu
og draga þannig úr hættu á slysum. Einnig hvernig bæta megi vegakerfið.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Óvíst er hvort eða þá hvenær frystitogari Brims
hf., Skálaberg RE-7, kemur til landsins.
„Miðað við stöðuna í dag þá er ekki lengur
rekstrargrundvöllur fyrir frystitogara, hvað þá
ef nýja fiskveiðistjórnunarfrumvarpið fer í
gegn,“ sagði Guðmundur Kristjánsson, forstjóri
Brims hf. „Við héldum að þetta umhverfi yrði
lagað. Það eru bara ákveðin útgerðarfyrirtæki
sem borga veiðigjöld og önnur gera það ekki
nema að hluta eða alls ekki. Við lendum mjög
illa í því.“
Guðmundur sagði að yrði rekstrarumhverfið
ekki lagað þá horfði illa fyrir þeim sem þyrftu
að borga fullt gjald.
Hann sagði að undanfarið hefði aðallega verið
fjölgað smábátum, t.d. strandveiðibátum, á mið-
unum en þeir þyrftu ekki að borga veiðigjald.
Sama gilti um þá sem væru með „réttar“ skuld-
ir miðað við veiðigjaldsformúluna. Loks fengi
allur uppsjávarflotinn ívilnanir gagnvart veiði-
gjaldi því þorskígildisstuðullinn fyrir uppsjáv-
artegundirnar væri svo vitlaus. „Þeir sem lenda
á milli, eru ekki í uppsjávarveiðum eða ekki með
„rétta“ skuldastöðu þurfa að borga margfalt
veiðigjald á við aðra,“ sagði Guðmundur. Hann
sagði allt gert mjög flókið í íslenskum sjávar-
útvegi með flóknu regluverki og erfitt að skilja
það. Fólk tryði því almennt ekki að einungis
hluti af fyrirtækjum í greininni þyrfti að borga
veiðigjald.
Hann minnti á orð Eskos Aho, fyrrverandi
forsætisráðherra Finnlands, á Viðskiptaþingi
2013. Aho sagði að Finnar hefðu lækkað skatta
sem andsvar við kreppu en jafnframt afnumið
allar undanþágur og ívilnanir í skattkerfinu. „Í
íslenskum sjávarútvegi er verið að fjölga þeim
einingum sem borga ekki neitt veiðigjald. Þá
mun sjávarútvegurinn leggja miklu minna til
samfélagsins og t.d. velferðarkerfisins en hann
gæti annars gert. Svo erum við með mígleka
spítala og velferðarkerfi sem er að hrynja. Þetta
er algjörlega galin hugsun,“ sagði Guðmundur.
Verið í slipp á Kanarí síðan í haust
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort
Skálabergið verður selt aftur. Guðmundur benti
á að íslenski fiskiskipaflotinn eltist mjög hratt.
Það væri ekki eðlilegt hjá jafnmikilli fiskveiði-
þjóð og okkur að skipaflotinn væri ekki end-
urnýjaður. Það þyrfti bæði stór og smá skip og
ekki dygði að fjölga bara strandveiðibátum eins
og gert hefði verið undanfarin ár.
Togarinn Skálaberg RE-7 er nýjasta viðbótin
í frystitogaraflota landsins. Brim hf. keypti
skipið frá Argentínu á liðnu hausti. Það var
smíðað í Noregi 2003 fyrir Færeyinga en var
selt til Argentínu 2010. Skipið fór í slipp á Kan-
aríeyjum í haust og hefur legið þar síðan.
Óvíst um komu Skálabergs RE
Ekki er lengur rekstrargrundvöllur fyrir frystitogara, segir forstjóri Brims
Aðeins hluti fyrirtækja í sjávarútvegi borgar veiðigjald, hin borga lítt eða ekkert
Skálaberg Nýjasta viðbótin við flota frystitogara
Íslendinga liggur enn í höfn á Kanaríeyjum.
Sænski matreiðslumeistarinn Fred-
rik Berselius bar sigur úr býtum á
alþjóðlegu matarhátíðinni Food &
Fun, sem lauk um helgina. Í öðru
sæti varð Daninn Esben Helmboe
Band, sem eldaði á veitingahúsinu
Vox, og í þriðja sæti varð David
Lundqvist, en hann eldaði hjá Fiski-
félaginu.
Berselius galdraði fram sína rétti
á Dilli, veitingastaðnum í Norræna
húsinu. Á matseðli hans voru m.a.
saltaður þorskhnakki með káli og
brenndu lárviðarlaufi, rauðbeður
með eggjarauðu og „hænu skógar-
ins“, íslenskt lambakjöt með kara-
melliseruðu skyri og ískrap með
hnetum og brenndu smjöri.
Ljósmynd/Food&Fun
Sigurvegari Fredrik Berselius þótti best-
ur á Food & Fun-matarhátíðinni í ár.
Sænskur kokkur
sigraði á Food & Fun