Morgunblaðið - 04.03.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.03.2013, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MARS 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Nú segjasumirstjórn- arliðar „off the re- cord“, þ.e. án þess að þeir þurfi að kannast við orð sín opinberlega, að aldrei hafi staðið til að eyðileggja ís- lensku stjórnarskrána með hinum sérkennilega samsetn- ingi stjórnlagafræðinganna Illuga Jökulssonar, Þorvaldar Gylfasonar og Eiríks Berg- manns, svo nokkrir snillingar úrvalsins séu nefndir og alls ekki öðrum „founding fathers“ til minnkunar. Það er að vísu ekki útilokað að eitthvað hafi dregið úr vægi framantalinna og annarra þegar þeir létu gott heita að dómur Hæstaréttar, sem beindist að málinu, væri að engu hafður. Eitthvað kynni líka að hafa sneiðst af álitinu á þeim þegar þeir og flestir hinna létu minnihluta Alþingis staðfesta að ógilding Hæsta- réttar hefði farið fram hjá honum. Minnihluti Alþingis bjó til með fordæmalausri „kosn- ingu“ nýtt stjórnlagaráð og gleymdi því, að þegar Alþingi „kýs“ slíkan hóp, þá er það undantekningarlaust gert með hlutfallskosningu. Þegar í ljós kom að hið nýja uppkast að „stjórnarskrá“ hafði verið sett saman eftir lögmálum sem gilt hafa fyrir val á óskalögum sjómanna og sjúklinga, eitt lag (lög) fyrir hvern, skýrðist samhengis- leysi textans og hið ruglings- lega yfirbragð nokkuð. Stjórnlagaráðið afhenti þinginu afurðina og lét fylgja í yfirlýsingum að þingið hefði í raun ekki leyfi til að breyta neinu efnislegu í hinum ódauð- lega texta ráðsins. Varð ekki annað skilið en efnisbreyt- ingar Alþingis væru ígildi þess, ef Gísli Tryggvason léti eftir sér að bæta úr göllum Gettysborgarávarpsins til að fella það betur að þörfum neytenda og eins þeirra sem þurfa að flytja ávörp í hvert sinn sem þeir bjóða sig fram í eitthvað tilfallandi. Sumir gera slíkt næstum vikulega. Og það má þingið eiga og sú nefnd sem fékk helgidóminn afhentan frá „stjórnlaga- ráðinu“ að hvorugt leit á af- urðina efnislega næstu tvö ár- in tæp. Svokallaðir „stjórn- lagaráðsmenn,“ sem voru að vísu ekki lengur til, gerðu ekki eina einustu athugasemd við það að stjórnarskráin þeirra virtist þannig sett í sjöfalda kassa svo helst minnti á kist- urnar 7 utan um Napoleon Bonaparte. Og hafa þeir sjálf- sagt talið að sama gilti um hvort tveggja að hvorugt stæði til að opna upp frá því. Engin raun- veruleg efnis- umræða fór fram og öllum var sama. Á meðan á þessari þrúg- andi þögn um „stærsta mál“ ríkisstjórnarinnar stóð heyrð- ist ekki múkk í Þór Saari og því síður að hann flytti van- trauststillögu á nokkurn, nær eða fjær, af þessu tilefni. Á meðan málið var efnislega al- gjörlega hreyfingarlaust lá þessi þingmaður Hreyfing- arinnar eins lágt og hann gat. Þegar aðeins voru svo sem 10 vinnudagar eftir af þinginu, vegna kosninga sem í hönd fara, viðraði Þór loks van- traust, en þó vart þannig að hönd á festi. Þrátt fyrir hrað- ann náðu menn þó að deila um það hvort tillaga hans væri röng, bæði að efni og formi til eða ekki. En niðurstaða um það náðist ekki á þeirri ör- skotsstund sem gafst áður en hún gufaði upp. En á það má þó benda, að það fer í raun mun betur á því en hitt að van- trauststillaga sem á rót í „hinni nýju stjórnarskrá“ sé illskiljanlegt sullumbull og þess gætt að hún sé bæði röng að formi og efni til. Þá er með engu móti hægt að halda því fram að tillagan falli ekki vel að því sem við er að fást. Nú hefur Árni Páll Árnason, sem menn voru næstum búnir að gleyma að hefði verið kjör- inn formaður Samfylkingar- innar, lagt til að ákveðið verði með þingsályktunartillögu að næsta þing, sem kemur saman eftir kosningar, skuli halda áfram málsmeðferð stjórnar- skrármálsins. Þetta er mjög frumleg tillaga, ef ekki algjör- lega einstök í sinni röð. En hún þarf ekki að vera verri fyrir það. Og það dregur ekki úr gildi hennar þótt það hafi nákvæmlega sömu þýðingu hvort hún verður samþykkt eða felld, vísað frá, vísað heim til Árna Páls eða vísað til sætis í Sambíói. Á hinn bóginn opnar hún auðvitað nýjar leiðir með sínu frumlega fordæmi. Þannig gæti Hrannar aðstoðarmaður fengið Guðmund vin sinn Steingrímsson til að leggja fram þingsályktunartillögu um að litið verði svo á að Jó- hanna Sigurðardóttir verði áfram forsætisráðherra á næsta kjörtímabili og þannig megi tryggja henni (og Hrannari) bjarta framtíð. Ekki er enn vitað hvað vakti fyrir Árna Páli með hugmynd- inni um þessa einstæðu þings- ályktunartillögu. Kannski hef- ur hann bara viljað sýna lit. Þingið vinnur enn að því að vaxa í áliti}Langa vitleysan lifi Í fréttaskýringu sem ég skrifaði fyrir þremur vikum kom fram að sinnaskipti hefðu orðið innan stjórnarflokkanna eftir forystuskipti í Samfylkingunni, ný stjórnarskrá í heild sinni færi ekki í gegnum þingið á kjörtímabilinu og líklega yrði reynt að ná samkomulagi við stjórnar- andstöðuna um einstakar breytingar. Það var byggt á samtölum við heimildarmenn innan stjórnarflokkanna, sem vildu ekki láta nafns síns getið. Birgitta Jónsdóttir þingkona brást þannig við á fésbók: „Við fáum sem sagt aldrei nýja stjórn- arskrá. Ótrúlegt að fá fyrst að frétta um þetta á mbl eftir alla þá vinnu sem við höfum lagt í þetta mál. Vanhæft þing, svo mikið er víst.“ Óhætt er að segja að Hreyfingin hafi brugð- ist ókvæða við tíðindunum og rennir það stoðum undir það sem sagði í fréttaskýringunni: „Því hefur verið haldið fram að Hreyfingin hafi gert leynilegt sam- komulag um stuðning við ríkisstjórnina gegn því að áfram verði keyrt á nýja stjórnarskrá. Þess vegna gefi ríkisstjórnin ekki breytingarnar upp á bátinn ef hún ætli að standa af sér vantraust. Hún sé í raun fangi Hreyfing- arinnar nema samkomulag náist við stjórnarandstöðuna um breytingar sem eru smærri í sniðum.“ Óhætt er að segja að skýringin hafi valdið uppnámi. „Titringur á þinginu“ var fyrirsögn fréttaskýringar Bald- urs Arnarsonar, en þar sagði: „Það mátti lesa út úr and- litum þingmanna Samfylkingarinnar þegar þeir gengu út af þingflokksfundi í Alþingishúsinu í gær að þeir voru að ganga úr rafmögnuðu andrúms- lofti.“ Enginn þingmannanna svaraði spurningum fjölmiðla utan Valgerður Bjarnadóttir, sem sagði nýju stjórnarskrána enn á dagskrá. „Það hefur aldrei neitt annað staðið til frá því fyrir helgi. Ég skil ekki af hverju þið voruð með þessar fréttir um helgina. Það er mér óskilj- anlegt.“ Þá kom fram í skýringu Baldurs að Þór Saari og Birgitta Jónsdóttir hefðu komið úr fundarherbergi Hreyfingarinnar og lýst yfir óánægju sinni: „Mörður og Skúli leiddu svo Birgittu upp stigann og mátti heyra á máli þeirra að þeir væru að leita sátta.“ Þór Saari lýsti hinsvegar vantrausti á ríkisstjórnina. En dró það til baka. Hvað sem það nú þýðir. Nú hefur Árni Páll Árnason stigið fram og sagt nýju stjórnarskrána í heild úr sögunni á þessu þingi. Þó að gefið sé í skyn að ákvörðunin sé út af mögulegu málþófi „íhalds- ins“, þá er dýpra á sinnaskiptunum en svo, því nánast allt vísindasamfélagið stóð gegn breytingunum. Valgerður gaf raunar lítið fyrir það um helgina og sagði drög að nýrri stjórnarskrá tilbúin: „Nú er ég að vona að sérfræðingarnir séu búnir að fá sitt.“ Vonandi verður tíminn nýttur í framhaldinu til að hleypa sérfræðingunum að tillögunum, einmitt þeim sem Valgerði er í nöp við. Þá gæti skapast þjóðarsátt um stjórnarskrárbreytingar. pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Titringur vegna stjórnarskrár STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Norðurorka ráðgerir aðopna afgreiðslustöð fyr-ir metan á Akureyri ísumar, þá fyrstu utan höfuðborgarsvæðisins en fyrir eru afgreiðslustöðvar hjá N1 við Bílds- höfða í Reykjavík og við Tinhellu í Hafnarfirði. Áætluð framleiðsla á hauggasi úr gömlu sorphaugunum í Glerárdal við Akureyri gæti verið um 600 þúsund normalrúmmetrar (Nm³) en þess má geta að fram- leiðslan hjá Sorpu bs. í Álfsnesi er um tvær milljónir Nm³ á ári. Einn Nm³ jafngildir 1,12 lítrum af 95 okt- ana bensíni, svona til samanburðar. Losun lífræns úrgangs til metan- framleiðslu er um (10 þúsund tonn) á ári. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun er talið að 15- 20% af því magni sé hægt að nýta. Þurfa urðunarstaðir að ná tölu- verðri stærð til að teljast hagkvæm- ir til framleiðslu af þessu tagi. Talið er að ríflega 1.000 ökutæki séu knú- in með metani hér á landi og búið að breyta mörgum bílum þannig að þeir geti notað metan. Sorpa er langstærsti framleið- andi á metani hér á landi. Dótt- urfélagið Metan var stofnað 1999, til að annast sölu- og markaðsmál. En eftir úrskurð Samkeppniseft- irlitsins í fyrra sér Sorpa einungis um framleiðsluna, og N1 tók alfarið að sér sölu á metani við Bíldshöfða og í Hafnarfirði. Pípulögnin úr Álfs- nesi er í eigu Orkuveitu Reykjavík- ur. Talið er að hægt sé að framleiða á þriðju milljón Nm³ af metani í Álfsnesi og rannsóknarverkefni er í gangi hjá Metani um það hvernig megi auka þessa framleiðslu enn meir. Fleiri ætla í metanið Fleiri aðilar eru með áform um framleiðslu og sölu á metani. Metanorka, dótturfélag Íslenska gámafélagsins, hefur keypt metan- gas af Metani, eða Sorpu, en ráð- gerir eigin framleiðslustöð á Melum í Hvalfjarðarsveit. Að sögn Dofra Hermannssonar er það verkefni á áætlun og stefnt að því að geta haf- ið framleiðslu í lok árs 2014. Er ætlunin að vinna þar um milljón Nm³ á ári af metani. Metanorka er einnig í samstarfi við Olís um opnun afgreiðslu- stöðvar. Stefnt er að opnun stöðvar á fyrri hluta ársins en endanleg ákvörðun um staðsetningu liggur ekki fyrir. Metanorka hefur sömu- leiðis verið með áform um að setja upp afgreiðslustöð á Ásbrú í Reykjanesbæ. Holur boraðar í Glerárdal Að sögn Helga Jóhannessonar, forstjóra Norðurorku, hefur fyrir- tækið verið að undirbúa metan- framleiðslu í nokkur ár. Búið er að bora holur í gömlu sorphaugana í Glerárdal og benda niðurstöður til þess að vinnanlegt magn sé um 600 þúsund Nm³ á ári allt til ársins 2030 en til 2040 í mesta lagi. Magnið ætti að duga til notkunar fyrir ígildi 600 fólksbíla en Helgi segir Norðurorku leggja áherslu á að geta þjónustað stærri ökutæki, eins og vinnutæki á vegum Akureyrarbæjar. Einnig munu fólksbílar geta tekið metan á stöðinni, sem mun rísa á lóð vestan Mjólkursamsölunnar, við gatnamót Súluvegar og Miðhúsabrautar, ekki langt frá KA-vellinum. Vegna þessara áforma festi Norðurorka kaup á gashreinsistöð frá Svíþjóð, sem kostaði um 115 milljónir króna. Verða lögð rör frá hreinsistöðinni í Glerárdal að af- greiðslustöðinni, til að flytja metan- ið. Alls mun það kosta Norðurorku um 300 milljónir króna að koma metanframleiðslunni af stað. Aukin framleiðsla og fleiri afgreiðslustaðir Morgunblaðið/Kristján Glerárdalur Gömlu sorphaugarnir í Glerárdal við Akureyri verða nú virkj- aðir til framleiðslu á metani. Norðurorka hyggst opna metanstöð í sumar. Tilboð verða opnuð 7. mars nk. hjá Sorpu bs. í kaup á þremur milljónum Nm3 af metani. Um er að ræða samning til tveggja ára og árlegt magn því 1,5 milljónir Nm3. Afhending samkvæmt þessu útboði á að hefjast 1. júní nk. Búast má við að t.d. flest ol- íufélögin taki þátt í útboðinu. N1 er komið lengst í sölu á met- ani en Olís er að fara inn á þenn- an markað, eins og kemur hér fram til hliðar. Skeljungur hyggst einnig taka þátt í útboð- inu en ákvarðanir um opnun af- greiðslustöðvar hafa ekki verið teknar þar á bæ. Tilboð opnuð í vikunni ÚTBOÐ SORPU Á METANI Metan Ríflega 40% ódýrara elds- neyti en bensín og dísilolía.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.