Morgunblaðið - 04.03.2013, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.03.2013, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MARS 2013 Hestháls 6-8, 110 Reykjavík, www.frumherji.is Söluskoðun fasteigna Tímapantanir í síma 570 9360 Ertu að kaupa eða selja fasteign? Viltu minnka áhættu í fasteignakaupunum? Hlutlaus söluskoðun og vönduð skýrsla yfir almennt ástand eignarinnar getur borgað sig margfalt. Láttu skoðunarmenn fasteigna hjá Frumherja fara yfir eignina áður en gengið er frá viðskiptum. Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is mánudaginn 4. mars, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg Jón Stefánsson Jón Stefánsson Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd mánudag 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Listmunauppboð í Gallerí Fold Lengri sólargangur og koma einstaka farfugla er vottur um að vorið sé á næsta leiti en víða um heim er vorinu fagnað með alls konar hætti. Í Japan fagna búddamúnkar með þeim einstaka hætti að hlaupa yfir opinn eld ber- fættir. Hátíðin nefnist Hi-watari og það eru munkar í Fudoji-klaustrinu sem halda hátíðina og stunda eldhlaupið. Vorið á næsta leiti í Japan AFP Búddamunkar fagna vori Fjárlagahalli Bandaríkjanna er áætlaður um 900 milljarðar dollara á þessu ári en heildarútgjöld bandaríska ríkisins eru áætluð um 3800 milljarðar dollara á árinu og nemur fjárlagahallinn því 23,68 prósentum af heildarfjárlögum. Þrátt fyrir mikinn halla á fjár- lögum er mest deilt um sérstakar niðurskurðartillögur (e. se- questration) en þær eru hluti af lagasetningu frá 2011 og gera ráð fyrir því að skorið verði niður um 85 milljarða dollara á þessu ári. Barack Obama, forseti Banda- ríkjanna, segir niðurskurðinn vera atlögu að efnahag Bandaríkjanna og öryggi en gert er ráð fyrir tveggja milljarða sparnaði til her- mála. Fjárlög til hernaðar Banda- ríkjanna fara því úr 605 milljörðum dollara niður í 603 milljarða. Læknar eyðsluæðið Mitch McConnell, öldungadeild- arþingmaður repúblikana frá Ken- tucky, segir sparnaðinn ekki vera jafn slæman og Obama telur. Bandaríkin þurfi að taka á eyðslu- vanda sínum og lögbundnar sparn- aðaraðgerðir gætu verið lækningin við sífelldum fjárlagahalla. „Fjöl- skyldur hafa þurft að draga úr neyslu og spara og nú er komið að Washington að gera slíkt hið sama,“ sagði McConnell við frétta- menn. Segir sparnað ógna öryggi og efnahag  Niðurskurðar- tillögurnar gera ráð fyrir 85 milljarða dollara sparnaði Fjárlög Deilt um lögbundnar sparn- aðartillögur í Bandaríkjunum AFP Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, þarf enn á ný að verja sig fyrir dómstólum en hann mun koma að nýju fyrir hæstarétt Egyptalands 13. apríl næstkom- andi. Mubarak hefur verið ákærður fyrir spillingu og fyrir að hafa fyrir- skipað að hátt í 800 mótmæl- endur og aðrir stjórnarandstæð- ingar yrðu drepn- ir. Sex af yfirmönnum öryggisgæslu landsins hafa einnig verið ákærðir og munu koma fyrir dóm á þessu ári. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi í júní 2011 fyrir að hafa ekki gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir dauða stjórnarandstæðinganna. EGYPTALAND Mubarak fyrir dóm Hosni Mubarak Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segist reiðubúinn til viðræðna við stjórnarandstæðinga í landinu, en ekki komi til greina að hann fari frá völdum. Ban Ki-moon, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, segist vilja leiða við- ræður á milli stríðandi fylk- inga. Þrátt fyrir vott um samn- ingsvilja halda átök í landinu áfram og talið er að hátt í 200 manns hafi látist í átökum á milli stjórnarand- stæðinga og stjórnarhersins um húsnæði lögregluskóla í borginni Aleppo um helgina. SÝRLAND Enn barist í Sýrlandi Bashar al-Assad Frá því Frakkar sendu hersveitir til Malí um miðjan janúar hafa þrír franskir hermenn fallið í átökum en tilkynnt var um fráfall þriðja her- mannsins í gær. Í yfirlýsingu frá forseta Frakk- lands segir að hermaðurinn hafi látist í átökum á laugardagskvöld. Francois Hollande lýsti „djúpri virð- ingu sinni fyrir þessum unga her- manni“ og hrósaði einnig „hugrekki og eldmóði þeirra frönsku hermanna“ sem nú berjast í Malí. Þann 19. febrúar féll annar franskur hermaður í miklum átökum og þyrluflugmaður féll í upphafi að- gerðanna í janúar. FRAKKLAND Þrír Frakkar fallnir Francois Hollande Svisslendingar samþykktu í þjóðar- atkvæðagreiðslu um helgina lög sem takmarka samningafrelsi einstak- linga og fyrirtækja til að semja um launakjör yfirmanna. Lögin sem samþykkt voru kveða á um að hlut- hafar hafi rétt til að koma í veg fyrir að starfslokasamningar verði gerðir eða bónusar greiddir við ráðningu eða starfslok. Fjármálafyrirtæki í Sviss segja að lögin skaði samkeppn- ishæfni landsins en fjöldi stórfyrir- tækja hefur aðsetur í Sviss. Samningafrelsi takmarkað AFP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.