Morgunblaðið - 04.03.2013, Blaðsíða 23
1989-94 og var síðan verkstjóri á
Dalvík um hríð.
Þau hjónin voru síðan aftur búsett
á Egilsstöðum á árunum 1996-99 þar
sem Sigurbjörg var kirkjuvörður og
auk þess auglýsingastjóri við RÚV
Austurland. Eftir það fluttu þau til
Reykjavíkur þar sem Sigurbjörg
lauk stúdentsprófi og var auk þess
kirkjuvörður við Hallgrímskirkju.
Sigurbjörg og eiginmaður hennar
festu kaup á jörðinni Eyvindará II á
Fljótsdalshéraði árið 2007, fluttu þá
enn austur, hafa verið þar búsett síð-
an og starfrækt þar gistiheimili.
Gaman þegar gengur vel
Sigurbjörg og Ófeigur, maður
hennar, láta ekki deigan síga því þau
eru nú að láta reisa 16 herbergja hót-
elálmu á staðnum og verða því í sum-
ar með 28 gistiherbergi með baði, sjö
Úr frændgarði Sigurbjargar Ingu Flosadóttur
Sigurbjörg Inga
Flosadóttir
Kristján Eldjárn
sjóm. í Nýjabæ, fyrsta íbúðarhúsinu á Dalvík
Þórey Friðbjörnsdóttir
húsfr. í Nýjabæ
Jóna Kristjánsdóttir
hússtjórnarkennari og
fyrrv. skrifstofum.
Hólmfríður Sveinsdóttir
húsfr. í Efstakoti
Friðbjörn Gunnarsson
útvegsb. í Efstakoti á Upsaströnd
Jón Jónsson
b. á Gestsstöðum í Fáskrúðsfirði
Sigurbjörg Jónsdóttir
húsfr. í Stöð
Sigurbjörn Guttormsson
b. í Stöð í Stöðvarfirði
Flosi Sigurbjörnsson
kennari í Rvík
Þórhildur Sigurðardóttir
húsfr. í Stöð
Guðlaug Guttormsdóttir
húsfr. á Löndum
Einar Þorsteinsson
prófastur á Eiðum
Guttormur Vigfússon
pr. í Stöð
Páll Vigfússon
ritstj. á Hallormsstað
Sigrún Pálsdóttir Blöndal
forstöðukona Húsmæðraskólans á Hallormsstað
Guttormur Pálsson
skógarvörður á Hallormsstað
Hjörleifur Guttormsson
fyrrv. alþm. og ráðherra
Sigurður Blöndal
fyrrv. skógræktarstj.
Júlíus
Kristjánsson
forstj. á Dalvík
Kristján Þór
Júlíusson
alþm. Rósa Þorsteinsdóttir
húsfr. á Dalvík
Kristján
Þorsteinsson
b. á Þverbrekku
í Öxnadal
Jón K.
Kristjánss.
kennari í
Skagafirði
Björns
Jónsson
alþm.,
ráðherra og
forseti ASÍ
Jónína
Jónsdóttir
húsfr. á
Karlsá
Sigrún
Júlíusdóttir
húsfr. á
Dalvík
Anna Björg
Björnsdóttir
skrifstofum.
á Akureyri
Jón Hjaltason
sagnfræðingur
á Akureyri
Jón Sigurðsson
frumbýlingur og póststj. á Dalvík
Sigurður
Draupnisfor-
maður
Margrét Sigurðard.
húsfr. í Garði á
Akureyri
Sigursteinn
Magnússon
forstjóri SÍS í
Edinborg
Magnús Magnússon
dagskrárgerðarm.
hjá BBC, faðir Sally-
jar, dagskrárgerðar-
manns hjá BBC
smáhýsi og fjögur herbergi án baðs:
„Reksturinn hefur gengið mjög
vel hjá okkur. Þegar vel gengur hef-
ur maður auðvitað áhuga á því sem
maður er að gera. En kannski virkar
þetta ekki síður í hina áttina: Að það
gangi vel vegna þess að maður hafi
áhuga á því sem maður er að gera.
Ég sé meira um bókanir og verk-
stjórn á staðnum en við erum með 12
manns í vinnu á sumrin, en eigin-
maðurinn sér um viðhald og umsjón
með fasteigninni.
Þetta á vel við mig því ég hef gam-
an af að hitta fólk og vera innan um
aðra. Síðan hef ég alltaf haft gaman
af kórsöng og hef sungið í ýmsum
kórum um ævina.“
Fjölskylda
Eiginmaður Sigurbjargar er
Ófeigur Pálsson, f. 8.8. 1950, búfræð-
ingur og húsasmiður. Hann er sonur
Páls Sigurbjörnssonar frá Rauðholti,
búnaðarráðunautar, og Ingunnar
Gunnarsdóttur frá Dölum í Hjalta-
staðaþinghá, ljósmóður, en þau eru
bæði látin.
Sonur Sigurbjargar frá því áður er
Aðalsteinn Hjartarson, f. 3.6. 1971,
framkvæmdastjóri Iceland Pro Tra-
vel í Sviss og alþjóðlegur dómari hjá
Körfuboltasambandinu í Sviss, bú-
settur í Sviss og eru dætur hans og
Söndru Schwager Alda Lísa og
Selma Inga en unnusta hans er
Helga Pétursdóttir flugfreyja og er
sonur hennar Ísak Snorri.
Börn Sigurbjargar og Ófeigs eru
Guðný Inga Ófeigsdóttir, f. 23.12.
1976, lífeindafræðingur, búsett í
Reykjavík, en maður hennar er Sæv-
ar Lárusson verkfræðingur og eru
börn þeirra Embla Dögg, Baldur
Páll og Óðinn Bragi; Flosi Jón
Ófeigsson, f. 1.6. 1984, leikari, bú-
settur í Sviss.
Sonur Ófeigs er Benedikt Gunnar
Ófeigsson, f. 23.1. 1975, í dokt-
orsnámi í jarðeðlisfræði, en kona
hans er Þórunn Ósk Þorgeirsdóttir,
dr. í lyfjafræði, og eru börn þeirra
Hlynur Þorri og Helga Þórdís.
Albróðir Sigurbjargar er Þórir
Kristján Flosason, f. 12.2. 1958,
starfsmaður hjá Póstinum, búsettur í
Reykjavík.
Hálfbróðir Sigurbjargar, sam-
feðra, er Hjálmur Steinar Flosason,
f. 23.3. 1948, kennari við FB.
Foreldrar Sigurbjargar: Flosi Sig-
urbjörnsson, f. 13.11. 1921, d. 15.5.
1986, kennari við Vogaskóla og síðar
við MS, og Jóna Kristjánsdóttir, f.
17.9. 1926, hússtjórnarkennari og
fyrrv. skrifstofumaður.
ÍSLENDINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MARS 2013
Ásgrímur Jónsson listmálarifæddist að Rútsstaðahjá-leigu í Flóa 4.3. 1876 og ólst
þar upp. Hann greindi frá því í við-
tali við Morgunblaðið, árið 1942, að
ein fyrsta endurminning hans hefði
snúist um það að hann sat í túninu
heima hjá sér og var að bera saman
bláa litinn á Eyjafjallajökli við blátt
letur á bréfi sem hann hélt á. Um
fermingaraldur var hann vikapiltur
á Eyrarbakka, var síðan í vegavinnu
og til sjós á skútum á Suðurlandi en
var síðan við ýmis störf á hjá Pétri
Thorsteinssyni á Bíldudal. Hann
sigldi til Kaupmannahafnar haustið
1897 með skipinu Láru frá Bíldudal
og með 200 krónur í vasanum, stað-
ráðinn í að verða listmálari.
Ásgrímur lærði og vann við hús-
gagnamálun hjá Chr. Berg & Sön í
Kaupmannahöfn í tvö ár, stundaði
jafnframt teikninám fyrir iðnaðar-
menn, stundaði nám í málaralist við
Listaakademíuna í Kaupmannahöfn
á árunum 1900-1903, fór námsferðir
til Berlínar og Dresden og til Ítalíu
með styrk frá Alþingi 1908.
Ásgrímur var einn virtasti listmál-
ari þjóðarinnar og er oft nefndur
einn af frumkvöðlunum fjórum,
ásamt Þórarni Þorlákssyni, Jóni
Stefánssyni og Kjarval. Rétt eins og
mörg skáld á hans tíma, leit Ásgrím-
ur á list sína sem framlag til þjóð-
frelsisbaráttunnar. Hann málaði Ís-
land með skírskotun í íslenska
náttúru og þjóðsögur, ferðaðist víða
um land við erfið skilyrði til að kynn-
ast sem best og mála náttúru lands-
ins, málaði t.d. fjölda mynda á Höfn í
Hornafirði, undir Eyjafjöllum, á
Fljótsdalshéraði, Þingvöllum og í
nágrenni Húsafells í Borgarfirði.
Ásgrímur er fyrsti alvöru vatns-
litamálari okkar en margir telja
snilli hans njóta sín best á því sviði.
Er Ásgrímur lést hafði hann ánafnað
íslenska ríkinu hús sitt við Berg-
staðastræti í Reykjavík og mikið
safn mynda.
Tómas Guðmundsson skáld skrif-
að ævisögu hans, Myndir og minn-
ingar, sem kom út 1956. Auk þess
hefur Listasafn Íslands gefið út
tvær bækur með listaverkum hans.
Ásgrímur lést 5.4. 1958.
Merkir Íslendingar
Ásgrímur
Jónsson
90 ára
Jóhanna J. Sigurðardóttir
Rafn Gestsson
85 ára
Laufey Bjarnadóttir
Sigrún Jóhannsdóttir
Sigurður Eyjólfsson
80 ára
Gunnar Egilsson
Sigurlaug Jóhannesdóttir
75 ára
Arndís Lára Kristinsdóttir
Erla Þorgeirsdóttir
Guðjón Finndal
Finnbogason
Hulda Gerður Johansen
Justiniano N. de Jesus
70 ára
Arnbjörg Guðbjörnsdóttir
Hallgrímur Einarsson
Magnús Jónatansson
Skafti Ragnarsson
Sæbjörn Jónsson
Unnur Jónsdóttir
60 ára
Anna Jóhanna
Stefánsdóttir
Árþóra Ágústsdóttir
Bjarnveig Ingimarsdóttir
Björg Elíasdóttir
Einar Jörundur
Jóhannsson
Einar Matthíasson
Eygló Aðalsteinsdóttir
Gylfi Njáll Jóhannsson
Inga Stefánsdóttir
Jón Benedikt Einarsson
50 ára
Anna Guðrún
Stefánsdóttir
Björg Halldórsdóttir
Friðgerður Brynja
Jónsdóttir
Hjalti Þór Kristjánsson
Lucia Helena Colaco
Jacques
Ryszard Jambrzycki
Sigrún Hulda
Sigmundsdóttir
Sigurður Jónas Bergsson
Vildís Sigríður
Björgvinsdóttir
40 ára
Áslaug Pálsdóttir
Einar Már Hjartarson
Guðlaug Sigurðardóttir
Kristján Kristinsson
Lilja Sesselja
Steindórsdóttir
Magnús Rúnar Magnússon
Normunds Maido
Snorri Magnússon
Steinn Jóhannsson
Þóra Magnúsdóttir
Þórhallur Jónsson
30 ára
Bára Hlynsdóttir
Gísli Björn Björnsson
Guðrún Ásdís
Sturlaugsdóttir
Guðrún Guðmundsdóttir
Jón Ingi Jónsson
Karítas Björgúlfsdóttir
Katarzyna Janczuk
Maria Magdalena Wolodko
Mariusz Kruszewski
Patryk Tomasz Chromik
Sædís Harpa Albertsdóttir
Tatsiana Vitkouskaya
Una Björk Sigurðardóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Emmi hefur verið
til sjós í 15 ár og er nú há-
seti á Vísi SH.
Maki: Eva Lind Breiðfjörð
Eyjólfsdóttir, f. 1987,
stuðningsfulltrúi við
Grunnskólann í Ólafsvík.
Sonur: Magnús Guðni
Emanúelsson, f. 2007.
Foreldrar: Arndís Þórð-
ardóttir, f. 1960, d. 2011,
garðyrkjufræðingur, og
Magnús Guðni Em-
anúelsson, f. 1961, sjó-
maður í Ólafsvík.
Emanúel Þórður
Magnússon
40 ára Halldóra ólst upp í
Kópavogi, lauk MBA-prófi
frá Edinborgarháskóla og
er forstöðumaður Verk-
efnastofu Landsbankans.
Maki: Páll Sigurðsson, f.
1968, rekstrarstjóri.
Dætur: Þóra Lóa, f. 1997,
og Auður, f. 2002.
Foreldrar: Hinrik Hinriks-
son, f . 1940, d. 2008, að-
albókari hjá Samskipum,
og Ólafía Björgvinsdóttir,
f. 1945, skrifstofumaður
hjá Veðurstofunni.
Halldóra G.
Hinriksdóttir
30 ára Axel ólst upp í
Borgarnesi, lauk prófum í
tölvunarfræði við háskól-
ann í Skövde í Svíþjóð og
er tölvunarfræðingur hjá
Tern Systems.
Sonur: Birkir Snær Ax-
elsson, f. 2005.
Systkini: Kjartan Ásþórs-
son, f. 1977, og Ragna Ás-
þórsdóttir, f. 1989.
Foreldrar: Ásþór Ragn-
arsson, f. 1952, sálfræð-
ingur, og Kolbrún Kjart-
ansdóttir, f. 1955, kennari.
Axel Þór
Ásþórsson