Morgunblaðið - 04.03.2013, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MARS 2013
er frásögnin af ferð þeirra til
Skoruvíkur á Langanesi sem þau
fóru í án þess að láta nokkurn
mann vita. Gamli Rauður bilaði í
ferðinni, en með mikilli hugvits-
semi gat vélstjórinn á einhvern
hátt snúið bílinn í gang. Þau voru
oft að ferðast seint og á nóttunni.
Í slíkum leiðangri á leið heim til
Vopnafjarðar frá Akureyri hafði
Dúa sofnað í bílnum. Þegar hún
rankaði við sér voru þau komin of-
an í Jökuldal. Sigurvin hafði verið
svo þungt hugsi að hann hafði al-
veg gleymt að beygja. Hann var
nefnilega oft að spekúlera í hinu
og þessu og gleymdi sér alveg við
það. Sigurvin var hagmæltur og
mjög fróður um allt milli himins
og jarðar. Gott var að leita til hans
ef einhverjar upplýsingar þurfti.
Enda hlustaði hann bara á Rás 1.
Ferðalögin voru ekki eina áhuga-
málið, hann átti bát og fiskaði
gjarnan í soðið, hafði gaman af að
veiða á stöng, eða var á ferðinni á
vélsleða yfir vetrartímann. Sigur-
vin hafði mikinn áhuga á ljós-
myndun og upptökutækni allri.
Við eigum honum það að þakka að
margir merkisatburðir í fjölskyld-
unni eru til á myndbandsspólum.
Sigurvin var mjög stoltur af upp-
runa sínum og fjölskyldu. Var
vestfirskur af lífi og sál. Við kunn-
um nú flest í Brúarlandsfjölskyld-
unni að meta hin sérunnu vest-
firsku svið, hákarl o.fl. vestfirskt.
Nú er komið að leiðarlokum. Ég
er þakklát fyrir árin sem ég hef
fengið að umgangast þennan
sómamann. Elsku Dúa og allir
aðrir aðstandendur, ég sendi ykk-
ur mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Sigrún Lilja Jónasdóttir.
Fleiri minningargreinar
um Guðmund Sigurvin
Hannibalsson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
enn fyrir mér í slæðudansi og öðru
gríni sem eiginkonurnar stofnuðu
til, á skemmtiferðaskipi í Karíba-
hafinu, Miðjarðarhafssiglingunni,
og eða Kínaferðinni svo eitthvað
sé nefnt.
Takk elsku Stína mín, það var
yndislegt að eiga þig sem vin og
minningin um allar þær glaðværu
stundir sem þú veittir okkur. Þú
varst ein af þeim sem bæta mann-
lífið. En nú er stundin komin og
engu verður breytt. Minningar og
myndir taka við. Eftir stendur eig-
inmaður, synir, ættingjar og vinir
og sakna þín. Öllum þeim sendum
við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Kæri vinur, Sævar.
Megi hennar lífsins ljós,
lýsa þér á tímum dökkum.
Veitum henni rauða rós,
rísum upp og þökkum.
(H.R.)
Ásthildur Inga Haraldsdóttir.
Hafsteinn Reykjalín.
Það er ómetanlegt að eiga góða
vinnufélaga og það var Kristín svo
sannarlega. Hún vann á dauð-
hreinsunardeild LSH við Hring-
braut í mörg ár og síðan á deild-
inni á Tunguhálsi, þar til hún lét af
störfum um áramótin 2010-2011.
Kristín var hvers manns hug-
ljúfi, bæði falleg og góð kona, það
bókstaflega geislaði af henni. Hún
var afbragðsgóður starfsmaður og
hennar var sárt saknað þegar hún
hætti störfum. Við vinnufélagar
hennar minnumst hennar með
þakklæti og hlýhug og sendum að-
standendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Guð blessi minningu Kristínar
Þórðardóttur.
Fh. samstarfskvenna á dauð-
hreinsun,
Hrönn Harðardóttir.
✝ Hjörtur Guð-mundsson
fæddist á Steins-
stöðum á Djúpavogi
10. janúar 1934.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Mörk
22. febrúar sl. For-
eldrar hans voru
Ragnheiður Sigríð-
ur Kristjánsdóttir,
f. á Hvalsnesi í
Stöðvarfirði 28.
apríl 1888, d. 22. júlí
1956, og Guðmundur Þor-
steinsson, f. í Hamarsseli í Ham-
arsfirði 26. júlí 1895, d. 23. maí
1973. Systkini Hjartar eru: Þór-
hallur, f. 1921, d. 2008. Ragnhild-
ur, f. 1923, d. 2004, Kristbjörg, f.
1924, d. 2005, Þorgerður, f. 1925,
d. 2006, Ólafur, f. 1927, Nanna
Kristín, f. 1930. Bræður Hjartar,
sammæðra, voru Guðlaugur Jóns-
son, f. 1909, d. 1992, og Jón Jóns-
son, f. 1911, d. 1926.
Á jóladag 1957 kvæntist Hjört-
ur Guðnýju Ernu Sigurjónsdóttur
frá Norðurkoti á Eyrarbakka, f.
14. janúar 1937. Foreldrar henn-
ar voru Guðbjörg Lilja Böðv-
arsdóttir, f. í Skálmholtshrauni í
Villingaholtshreppi 9. apríl 1914,
d. 9. september 2006, og Sigurjón
Valdimarsson, f. í Norðurkoti á
Eyrarbakka 22. október 1910, d.
25. ágúst 1952.
Börn þeirra eru: 1) Ragnheiður
Sigríður, f. 1957, eiginmaður Þor-
geir Helgason, börn: Sigrún
Erna, f. 1976, maki Jón Gestur
Ólafsson. Börn: Ragnheiður Mar-
grét, Ólafur Þór og Þorgeir Daði.
Hjörtur Helgi, f. 1986, unnusta Ír-
upp á Djúpavogi. Þrettán ára
gamall fór hann á fyrstu sum-
arvertíðina á síld til að safna fyrir
skólavist á Eiðum 1949-’52. Við
tók sjómennska og vélstjóra-
námskeið á Fáskrúðsfirði. Hann
hóf verslunarferil sinn í Kjötbúð-
inni Borg og var eitt ár á sjó með
Dodda bróður sínum á Ingólfi
Arnarsyni. Hjörtur lauk prófi frá
Samvinnuskólanum og 21 árs hóf
hann starfsferil sinn hjá kaup-
félögunum. Fyrst hjá Kaupfélagi
Árnesinga á Selfossi og á Eyr-
arbakka og hjá Kaupfélagi Suð-
urnesja í Keflavík til 1963. Hann
stofnaði kjörbúðina Aðalkjör á
Grensásvegi 48 ásamt Garðari
Árnasyni og flutti fjölskyldan í
Kópavoginn.
Hjörtur tók við stöðu kaup-
félagsstjóra á æskustöðvunum ár-
ið 1967 þar sem hann bar ábyrgð
á kaupfélaginu, útgerð, fisk-
vinnslu, síldarverksmiðju, rækju-
verksmiðju, mjólkurstöð, bifreiða-
verkstæði, hóteli og sláturhúsi.
Eftir að fjölskyldan flutti suður
1982 vann hann ýmis verslunar-
og sölustörf en hann lauk starfs-
ævinni hjá sjávarútvegsráðuneyt-
inu og Fiskistofu. Hjörtur veiktist
af Alzheimers-sjúkdómnum og
síðustu þrjú árin naut hann fram-
úrskarandi umönnunar bæði í
dagvist Roðasala og síðasta árið á
hjúkrunarheimilinu Mörk. Hjört-
ur var náttúrubarn og útivist, úti-
vera og steinasöfnun voru hans líf
og yndi.
Útför Hjartar fer fram frá
Kópavogskirkju í dag 4. mars
2013, og hefst athöfnin klukkan
13.
is Arnardóttir, son-
ur: Birkir Máni. Val-
dís Björk, f. 1989,
unnusti Ingolf Davíð
Petersen. 2) Sig-
urjón, f. 1958, eig-
inkona Kristín Sig-
urðardóttir, börn:
Hlynur Þráinn, f.
1988, Erna Rós, f.
1991, og Björk, f.
1994. 3) Guðbjörg
Lilja, f. 1960, eig-
inmaður Þórður Þór-
kelsson, börn: Edda Björk, f.
1980, sambýlismaður Benedikt
Ingi Tómasson, synir: Gabríel
Ingi og Bjarki Þórður, Þórkell, f.
1984, sambýliskona Karólína
Kristín Óskarsdóttir, Þórður
Björgvin, f. 1995. 4) Bylgja, f.
1961, sambýlismaður Hans Jónas
Gunnarsson, synir: Gunnar Karl,
f. 1992, og Kristján Örn, f. 1995.
Dóttir Bylgju og Guðna Þórs
Skúlasonar er Íris Dögg, f. 1987,
eiginmaður Daniel Mordhorts. 5)
Kristín, f. 1963, eiginmaður Sig-
björn Þór Óskarsson, sonur:
Hjörtur Ívan, f. 1995. Sonur
Kristínar og Einars Ingasonar er
Birkir Fannar, f. 1987. 6) Guð-
mundur Hjartarson, eiginkona
Júlíana Hansdóttir Aspelund,
börn: Snæfríður, f. 1993, Sóllilja,
f. 1994, og Ernir, f. 1998. 7) Bjarni
Þór Hjartarson, f. 1967, eig-
inkona Aðalheiður Una Narfa-
dóttir, dætur: Gyða Marín, f.
1991, og Guðný Erna, f. 1994. 8)
Hjörtur Arnar Hjartarson, f.
1968, eiginkona Lenka Zimmer-
mannová, synir: Baldur, f. 1995,
og Arnar, f. 1997. Hjörtur ólst
Elsku pabbi minn, nú kallið er
komið og þú hefur fengið hvíldina.
Hversu oft var ég ekki búin að
óska þess að þú fengir að fara á
besta stað í tilverunni. Það var svo
óendanlega sárt að sjá hvernig þú
hvarfst smám saman síðustu ár.
En þú varst alltaf kletturinn í
okkar lífi.
Ég er mjög lánsöm að hafa
fengið að vera dóttir þín. Það er
svo margt sem kemur upp í hug-
ann. Þar sem ég sit hér og hlusta á
rigninguna kemur upp minningin
um eina af ferðunum sem ég fékk
að fara með þér, þá ellefu ára
gömul, þegar þú þurftir að fara í
banka á Eskifirði og til Egils-
staða. Þetta varð öðruvísi ferð en
til stóð. Það hafði rignt mikið um
nóttina og þegar við fórum yfir
Öxi keyrðum við yfir margar
lækjarsprænur og þegar kom að
stórri á, varð bíllinn bremsulaus
og stoppaði úti í henni miðri. Nú
voru góð ráð dýr. Þú hélst á mér
úr bílnum og vatnið náði þér
næstum í mitti. Þú náðir í nesti og
aukaföt og við héldum af stað. Oft
þurftum við að fara út af veginum
og ganga upp með ánum til að
komast yfir þær. Þú sönglaðir og
flautaðir, örugglega til að styrkja
mig. Ekki man ég eftir að okkur
hafi verið kalt eða við svöng því
mamma hafði útbúið nesti og tek-
ið til aukafatnað. Enn þann dag í
dag tek ég með aukafatnað hvert
sem ég fer og oft brosa börnin mín
að því. Við gengum í átta klukku-
tíma þar til við komumst til
byggða. Þegar þú náðir í bílinn
daginn eftir stóð hann á þurru.
Þarna lærði ég að íslensk náttúra
er óútreiknanleg – en við máttum
ekki hallmæla henni frekar en
nokkru öðru.
Þú varst jákvæður og réttsýnn
allt til loka og þín er sárt saknað.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þín dóttir,
Ragnheiður.
Mér tregt er um orð til að þakka þér,
hvað þú hefur alla tíð verið mér.
Í munann fram myndir streyma.
Hver einasta minning er björt og blíð,
og bros þitt mun fylgja mér alla tíð,
unz hittumst við aftur heima.
Ó, elsku pabbi, ég enn þá er
aðeins barn, sem vill fylgja þér.
Þú heldur í höndina mína.
Til starfanna gekkstu með glaðri lund,
þú gleymdir ei skyldunum eina stund,
að annast um ástvini þína.
Þú farinn ert þangað á undan inn.
Á eftir komum við, pabbi minn.
Það huggar á harmastundum.
Þótt hjörtun titri af trega og þrá,
við trúum, að þig við hittum þá
í alsælu á grónum grundum.
Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt,
um þrautir og baráttu ræddir fátt
og kveiðst ekki komandi degi.
(Hugrún)
Góða nótt, elsku pabbi minn, og
takk fyrir allt.
Þín
Kristín.
Það eru margar ljúfar minning-
ar sem steyma fram, nú þegar
komið er að kveðjustund.
Það springa út blóm í sporum þínum,
Það spretta upp lindir úr orðum þínum,
Það vaxa upp stofnar af verkum þínum,
Það vorar og birtir af anda þínum
- og þó er nú hljótt í huga mínum.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Pabbi var mikið náttúrubarn og
naut þess að vera úti í náttúrunni.
Það eru margar indælar minning-
ar tengdar fjöllunum og dölunum
fyrir austan. Margar helgar var
farið á jeppanum inn til fjalla með
útilegubúnað og fullan bíl af börn-
um. Pabba tókst að smita náttúru-
áhugann til okkar barna sinna og
síðan barnabarna.
Fallegir steinar freistuðu
pabba og oft var bakpokinn hans
þungur þegar komið var á áfanga-
stað. Fyrir honum vou steinar gull
og steinasafnið var hans gull-
náma. Pabbi, ásamt vini sínum
Boga, fann einn fallegasta og
stærsta geislastein sem fundist
hefur hér á landi. Sá steinn er nú
varðveittur á Náttúrugripasafni
Íslands.
Mörg Djúpavogsárin fór pabbi
ásamt vinum sínum Ragnari og
Valgeir til veiða í Vesturdalsá, í
Vopnafirði. Þetta voru einu sum-
arfríin sem hann tók á þessum
tíma. Mikil ævintýrablær er yfir
þessum minningum, sérstaklega
einni af fyrstu ferðunum mínum,
en þá fórum við pabbi inn að innra
fossi. Þetta var um tveggja stunda
gangur yfir móa og mela og nokk-
ur upphækkun. Prófuðum við að
renna fyrir á nokkrum stöðum á
leiðinni en lítið gekk. Þegar inn að
fossi var komið, sáum við stökkv-
andi lax og hugsuðum gott til
glóðarinnar. Skipti engum togum,
boltafiskum var landað við fossinn
sem við áttum síðan eftir að pauf-
ast með til baka. Það sem mér
kom mest á óvart var að pabbi var
ekki búinn að fá nóg. Hann gat
ekki gengið fram hjá sumum
þessara fallegu hylja án þess að
kasta út í. Við áttum frábæran
dag og eitt er víst að þreyttir og
sælir veiðimenn sofnuðu vært
þetta kvöld.
Pabbi gekk til rúpna og veiddi í
jólamatinn. Hann kenndi mér
fyrstu handtökin í veiðinni og að
gera að fuglinum. Hamarsdalur-
inn var í miklu uppáhaldi hjá okk-
ur og áttum við marga uppáhalds-
veiðistaði þar.
Pabbi var handlaginn og eftir
hann eru til fallegir smíðagripir,
sumir hverjir sem hann átti allan
sinn búskap. Hann var hjálpsam-
ur að aðstoða mig fyrir smíðatím-
ana í skólanum. Handlagnin skil-
aði sér ef bíllinn bilaði í einhverri
fjallaferðinni. Þá kom vélstjórinn
til skjalanna. Með sinni stóísku ró
var verkfærakassinn dreginn
fram, lagst undir bílinn og byrjað
að gera við. Ég fór með pabba í
margar vetrarferðir á Eskifjörð
þar sem næsta bankaútibú var.
Sérstaklega eru Kambaskriður
mér í minni. Oftar en einu sinni
lentu stórir steinar skammt frá
bílnum. Þessi vegur var einbreið-
ur og ekki hægt að víkja mikið,
hvorki fyrir steinum né bílum.
Keðjur voru settar undir ef hált
var. Ég man eftir einu atviki þar
sem munaði mjóu í hálkunni og
þverhnípið blasti við.
Pabbi var virkur í skógrækt-
inni á Djúpavogi og alla hans tíð
hlúði hann að og ræktaði, eins og
gróðurinn og trén við sumarbú-
staðinn í Úthlíð vitna um. Sama
má segja um stóru fjölskylduna
hans. Krakkarnir mínir nutu þess
að láta sig hverfa til afa og ömmu
þegar við bjuggum á neðri hæð-
inni í Hjallabrekkunni. Pabba er
sárt saknað. Hafi hann þökk fyrir
allt og allt. Blessuð sé minning
hans.
Sigurjón Hjartarson.
Stórt skarð er höggvið í fjöl-
skylduna við missi tengdaföður
míns, sem alltaf hefur reynst mér
vel. Rólegur og góður maður sem
skipti aldrei skapi og talaði alltaf
fallega um aðra. Við Kristín og
peyjarnir vorum svo heppin að
eiga alltaf vísa gistingu hjá Eddu
og Hirti þegar við komum í bæinn
frá Eyjum og var alltaf tekið vel á
móti okkur og stjanað við okkur
og þetta ber að þakka. Hjörtur
hafði mikinn áhuga á sjónum og
spurði mikið um aflabrögð og allt
sem þeim viðkom. Peyjarnir okk-
ar nutu góðs af fróðleik hans og
vildu hvergi annars staðar vera.
Hann kenndi þeim að tefla og fór
með þá í sund og fór á alla fót-
boltaleiki að horfa á þá keppa
meðan heilsan leyfði. Að ógleymd-
um ferðunum sem farnar voru í
sumarbústaðinn.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Minningin um góðan mann
mun lifa. Eddu og börnunum
votta ég samúð mína.
Hvíldu í friði, kæri Hjörtur.
Sigbjörn Þór.
Elskulegi tengdafaðir minn er
nú fallinn frá. Ég kynntist Hirti
tengdapabba fyrir tæpum 27 ár-
um eða þegar ég og Bjarni Þór,
sonur hans, byrjuðum saman.
Þetta var stór fjölskylda sem ég
var komin í því Hjörtur og Guðný
Erna (Edda), tengdamóðir mín,
eiga átta börn og er Bjarni Þór
næstyngstur. Hjörtur var hress
og skemmtileg persóna en samt
svo rólegur og með mikið jafnað-
argeð. Það var og verður alltaf
gaman að hlusta á sögurnar frá
Djúpavogi, þegar systkinin rifja
upp sögurnar frá þeim tíma þegar
þau bjuggu þar og oft kom pabbi
þeirra þar við sögu. Hjörtur var
einstaklega natinn og þolinmóður
við barnabörnin sín sem eru 21 að
tölu og langafabörnin sex og
fengu þau öll að kynnast afa sín-
um á einhvern hátt. Hans helsta
áhugamál var að safna steinum og
hafði Hjörtur gaman af því að
sýna steinasafnið sitt fallega og
fræða okkur hin um hina ýmsu
steina og var alltaf með það á
hreinu hvaðan stærstu og flott-
ustu steinarnir voru.
Elsku Hjörtur, takk fyrir allar
góðu stundirnar, hvort sem það
var í Hjallabrekku, í bústaðnum
eða á ferðalögum. Ég er þakklát
fyrir að hafa setið hjá þér í Mörk-
inni síðustu daga þína og rifjað
upp ljúfar minningar með þinni
elskulegu Eddu og öllum hinum
sem sátu hjá þér.
Hvíl í friði.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Aðalheiður Una.
Hjörtur Guðmundsson
Fleiri minningargreinar
um Hjört Guðmundsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÞORBJÖRG ÞÓRARINSDÓTTIR,
Sléttahrauni 34, Hafnarfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 19. febrúar
sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Markar, 4.h.
miðju, fyrir góða umönnun og hlýju.
Þórarinn Sigurgeirsson, Anna Rögnvaldsdóttir,
Arnfríður Anna Sigurgeirsdóttir, Ellert Ólafsson,
Þorgeir Ellertsson,
Ragnar Þórarinsson,
Ómar Ellertsson, Laura Orsini Franca,
Arnar Magnús Ellertsson.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓN PÁLL INGIBERGSSON
pípulagningameistari,
til heimilis í Furugerði 1,
Reykjavík,
lést á Landspítala, Fossvogi, fimmtudaginn
21. febrúar.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 6. mars
kl. 13.00.
Ingibjörg Jónsdóttir, Þorsteinn Friðþjófsson,
Guðrún Kolbeins Jónsdóttir, Eyjólfur Kolbeins,
Þuríður Jónsdóttir, Sigurður Heimir Sigurðsson,
Málfríður Jónsdóttir,
Sigurður Jónsson, Olga Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæri
JÓN SÖRING,
Njarðarvöllum 6,
Reykjanesbæ,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnu-
daginn 24. febrúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Lilja Gunnarsdóttir.