Morgunblaðið - 04.03.2013, Blaðsíða 26
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MARS 2013
VIÐTAL
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
„Þessi sýning er að ýmsu leyti ný
hlið á Kaffisbrúsakörlunum, það er
að segja við víkkum þá út og sýn-
um fleiri hliðar á þeim,“ segir Gísli
Rúnar Jónsson annar helmingur
Kaffibrúsakarlanna sem þessa dag-
ana stíga á svið í Austurbæ. 40 ár
eru liðin frá því Gísli Rúnar og
Júlíus Brjánsson komu fram í sjón-
varpi sem Kaffibrúsakarlarnir og
urðu frægir á einni nóttu. Nú end-
urtaka þeir leikinn í sýningu í
Austurbæ sem Gunnar Helgason
leikstýrir. Helga Braga Jónsdóttir
og Lalli töframaður eru gestaleik-
arar sýningarinnar.
„Annar Kaffibrúsakarlanna læt-
ur sig dreyma um að verða töfra-
maður og fær útrás fyrir þá þrá
undir handleiðslu Lalla töfra-
manns. Svo gýs upp ýmisleg hæfni,
eins og til dæmis ótrúleg miðils-
gáfa,“ segir Gísli Rúnar. „Við höld-
um okkur við kaffibrúsahúmorinn,
erum ekki að búa til öðruvísi húm-
or upp í þessa karla til að þjóna
tíðarandanum. Andinn í þessum
körlum er enn sá sami.“
Kaffibrúsakarlarnir urðu til í
sjónvarpi árið 1973. „Við Júlíus
vorum barnungir, 19 og 21 árs.
Báðir höfðum við verið að læra
leiklist hjá Ævari Kvaran,“ segir
Gísli Rúnar. „Ég þekkti Jónas R.
Jónasson, söngvara í Flowers, sem
var orðinn vel þekktur sjónvarps-
maður. Hann hafði mikla trú á mér
og vildi fá mig í þátt sem hann
stjórnaði. Hann stakk upp á að ég
fengi einhvern með mér svo til yrði
hið klassíska tvíeyki. Þetta var
skemmtiþáttur með kabarettformi,
kvöldstund í sjónvarpssal með
gestum úr ýmsum áttum, mörgum
gríðarlega vinsælum úr skemmt-
anaiðnaðinum. Svo stungum við
Júlíus upp kollinum inn á milli at-
riða í þættinum, alveg ókynntir.
Við sátum þarna tveir saman og
drukkum kaffi og samtalið milli
okkar var eins knappt og mögulegt
var. Húmorinn var kannski dálítið
sérkennilegur, hann einkenndist af
andófi gegn rökvísi og við sóttum í
absúrdisma.
Okkur fannst skemmtiefni í
sjónvarpi vera of langt og því vild-
um við hafa okkar atriði stutt.
Sumir áttu erfitt með að venjast
því. Ungur maður á Akureyri sagði
við okkur: Það er gaman að þessu
hjá ykkur en þetta eru engir
brandarar, þetta er svo stutt þetta
helvíti. Sagt var að fólk þyrfti að
vera límt við skjáinn allan tímann
til að missa ekki af þessu atriði í
þættinum.“
„Við höfum oft spurt okkur að
því af hverju tiltölulega einfalt,
hljóðlátt og yfirlætislaust atriði
varð svona vinsælt,“ segir Júlíus.
„Ég held að stór hluti af þeirri
skýringu sé að landslagið í íslensk-
um skemmtiiðnaði var fremur fá-
brotið og þarna var eitthvað öðru-
vísi.“
Reiðir út í þessa karla
Hvaðan kom nafnið Kaffibrúsa-
karlarnir?
„Persónur okkar í þáttunum
hétu ekkert,“ segir Gísli Rúnar. „Á
þessum tíma bjó ég í foreldra-
húsum og um miðjan vetur var
hringt heim. Móðir minn fór í sím-
ann og rödd í símanum sagði: Ég
ætlaði að vita hvort það væri hægt
að fá Kaffibrúsakarlana til að
skemmta. Það eru engir Kaffi-
brúsakarlar hér, svaraði hún. Þetta
eru karlarnir sem eru í sjónvarp-
inu, sagði maðurinn. Áhorfendur
höfðu skírt okkur Kaffibrúsakarl-
ana, sem var mikil viðurkenning.
Ennþá hittum við fólk sem ávarpar
okkur sem Kaffibrúsakarlana.“
Þið urðuð frægir á einu kvöldi.
Hvernig tilfinning var það?
„Það var skrýtið,“ segir Gísli
Rúnar. „Við vorum sérsinna og
ætluðum ekki að festast í því að
vera týpur, en gerðum það.“
„Fyrsta leikritið sem við lékum í
í Þjóðleikhúsinu var Othello þar
sem við vorum gráir fyrir járnum
með spjót,“ segir Júlíus. „Við ætl-
uðum að leika Hamlet í framtíðinni
og það var ekki á dagskrá að
leggja eingöngu fyrir sig gam-
anleik.“
„Við urðum svo reiðir út í þessa
karla sem voru örlagavaldar í lífi
Við höfum
sæst við
þessa menn
Gísli Rúnar og Júlíus Brjánsson snúa
aftur sem Kaffibrúsakarlarnir
» Við vorum einbeittir í því að fara aldrei aftur íhlutverk þeirra, sem var var tóm vitleysa hjá
okkur því alls staðar annars staðar í stórum þjóð-
félögum hefðu menn haldið áfram meðan hægt var.
Júlíus Brjánsson og
Gísli Rúnar að koma
mynd af Kaffibrúsa-
körlunum upp á
frægðarvegginn.
Helgi Svavarsson hornleikari og
Helena Bjarnadóttir píanóleikari
halda kammertónleika annað kvöld
kl. 20 í Hömrum í menningarhúsinu
Hofi á Akureyri. Leikin verða sex
verk fyrir horn og píanó sem spanna
tímabilið frá upphafi rómantík-
urinnar og fram á 20. öldina. „Leit-
ast verður við að skapa heimilislega
og óformlega kvöldstund með aðstoð
franskra, rússneskra og þýskra
snillinga á borð við Dukas, Rachm-
aninov, Beethoven o.fl.,“ segir í til-
kynningu. Helgi og Helena munu
einnig ræða við gesti um verkin,
segja sögur og svara áleitnum
spurningum, m.a. þeirri hvort aust-
urrískir ostagerðarmenn séu vit-
grannir. Frekari upplýsingar má
finna á menningarhus.is.
Ljósmynd/Lárus Sigurðarson
Horn Helgi Svavarsson leikur á hljóðfærið góða á tónleikum annað kvöld.
Horn og píanó í Hofi
OPNUNARTÍMI EFNALAUG
MÁN - FÖS: 8-18 • LAU: 11-13
OPNUNARTÍMI FATALEIGA
MÁN - FÖS: 13-17 • LAU: LOKAÐ
EFNALAUG OG FATALEIGA GARÐABÆJAR | GARÐATORGI 3 | GARÐABÆ | SÍMI 565 6680 | FATALEIGA.IS
Hröð og vönduð þjónusta. Fjölskyldufyrirtæki til 27 ára.
Persónuleg þjónusta og hagstætt verð.
HREINSUM ALLT
FYRIR FERMINGUNA