Morgunblaðið - 04.03.2013, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MARS 2013
✝ GuðmundurSigurvin
Hannibalsson fædd-
ist í Þernuvík í Ög-
urhreppi 17. febr-
úar 1937. Hann lést
á Heilbrigð-
isstofnun Suð-
urnesja mánudag-
inn 25. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Hannibal
Guðmundsson, f. 24.4. 1907, d.
9.12. 1984, og Þorsteina Jóns-
dóttir, f. 16.11. 1914, d. 27.11.
2004. Systkini Sigurvins eru
Guðríður, f. 3.3. 1938, d. 9.10.
2009, Jón, f. 17.6. 1939, d. 23.9.
1998, Guðmundína Lilja, f. 28.6.
1940, Haukur, f. 18.9. 1941,
Hulda, f. 4.2. 1943, Ásdís, f. 20.3.
1944, Bragi, f. 9.12. 1945, Sigríð-
ur Halldóra, f. 17.12. 1947, Sig-
rún, f. 21.4. 1950, Margrét f. 25.1.
1952, Fjóla, f. 22.4. 1953, Jóhann,
f. 27.7. 1954, Rebekka, f. 13.2.
esdóttir og Jónas Aðalsteinsson
er bjuggu á Brúarlandi í Þist-
ilfirði. Börn Arnþrúðar frá fyrra
hjónabandi eru Kristjana Sól-
veig, f. 1965, Jónas Aðalsteinn, f.
1967, og Sylvía Kristín, f. 1981.
Sigurvin ólst upp á Hanhóli í
Bolungarvík frá sjö ára aldri.
Hann stundaði nám við Héraðs-
skólann í Reykjanesi við Djúp í
tvo vetur. Var nemandi við Iðn-
skólann í Reykjavík, á samningi
hjá Stálsmiðjunni og lauk próf-
um í plötu- og ketilsmíði. Tók vél-
stjórapróf frá Vélskólanum í
Reykjavík 1964. Sigurvin var vél-
stjóri á bátum 1964-67, stundaði
verslunarstörf í Reykjavík 1967-
68, stundaði viðgerðir á þunga-
vinnuvélum á verkstæði Reykja-
víkurborgar 1968-70, starfaði í
skipasmíðastöð Kockums í
Malmö 1969, var vélstjóri á
Gretti, dýpkunarskipinu, síðar
einn af stofnendum heildversl-
unarinnar Gos hf., Reykhóla-
skips hf. og Dýpkunarfélags
Siglufjarðar hf. Hann var vél-
stjóri á Sunnuberginu og Lundey
frá Vopnafirði og bjó þar síðustu
árin.
Útför Sigurvins fer fram frá
Grindavíkurkirkju í dag, 4. mars
2013, og hefst athöfnin kl. 14.
1956, og Þorsteinn,
f. 10.9. 1961.
Sigurvin kvænt-
ist 17.9. 1960 Sig-
rúnu Jónasdóttur, f.
25.7. 1942. For-
eldrar hennar voru
Fanney Jónasdóttir
og Jónas Jónasson
er bjuggu í Reykja-
vík. Þau slitu sam-
vistum. Sigurvin og
Sigrún eignuðust
fjögur börn: 1) Svala, f. 31.12.
1960, maki Jón Hjálmar Jónsson.
Þau eiga 3 börn. 2) Hannibal, f.
15.2. 1965. Hann eignaðist þrjú
börn með Angélica Camtú Dá-
vila. 3) Arnór, f. 6.6. 1967, maki
Aina Iren Årsheim. Hann á þrjú
börn og tvö barnabörn. 4) Harpa,
f. 20.4. 1972, maki Pálmar Hall-
dórsson. Þau eiga tvö börn.
Sigurvin kvæntist 15.8. 1998
Arnþrúði Margréti Jónasdóttur,
f. 27.1. 1948. Foreldrar hennar
voru Anna Guðrún Jóhann-
Elsku Sivi minn, nokkur fátæk-
leg orð til þín. Ég vil þakka fyrir
öll skemmtilegu árin okkar sam-
an, öll ferðalögin innanlands sem
utan og allt sem við vorum búin að
bralla saman. Þetta var ævintýri
líkast, þú varst algjör demantur.
Þetta skrifar Dúan þín eins og þú
kallaðir mig alltaf.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.J.H.)
Ég hlakka til að hitta þig aftur,
guð geymi þig.
Ástarkveðja.
Þín eiginkona,
Arnþrúður Margrét.
Elskulegur pabbi minn er nú
fallinn frá. Ég á margar góðar
minningar um hann. Hann var
góður faðir og mikið fyrir börn.
Ég man eftir því þegar við löbb-
uðum á dagheimilið, þegar ég var
lítil. Mér fannst hann svo stór og
hönd mín hvarf í lófa hans, þegar
hann leiddi mig og skrefin hans
voru svo stór að ég þurfti að
hlaupa alla leiðina.
Við gerðum margt skemmti-
legt saman, ég fékk stundum að
fara í stuttar ferðir með pabba á
skipunum sem hann vann á. Við
fórum upp á Akranes og til Bol-
ungarvíkur. Pabbi var mikið fyrir
ferðalög og útivist, hann kenndi
okkur systkinunum á skíði og
skauta. Hann kenndi okkur líka að
tefla og að leysa ýmsar þrautir.
Börnin mín voru mjög hrifin af
afa sínum, sérstaklega þegar þau
voru lítil og hann átti enn heima í
Blesugróf, það var gaman að koma
í stóra garðinn hjá afa og ömmu og
leika. Pabbi fór líka oft með barna-
börnunum í heita pottinn sem
hann smíðaði sjálfur og steypti.
Pabbi var líka snjall að setja
saman vísur við hin ýmsu tæki-
færi. Ein af mörgum sem ég held
upp á er vísa sem pabbi gerði,
þegar ég var 18 ára, þá bjó ég í
Blesugróf en foreldrar mínir og
systkini bjuggu á Reykhólum. Ég
var í próflestri og bækurnar voru
á eldhúsborðinu, ég var eitthvað
svo löt og leið að lesa og var alveg
að gefast upp og skrifaði smá ljóð
á miða eftir Stein Steinarr og
límdi á vegginn og fór svo bara út.
Á meðan ég var úti kom pabbi og
sá bækurnar á borðinu, hann sá
líka miðann á veggnum og skildi
strax hvað ég var að hugsa. En
vísan sem ég skrifaði var þessi:
Að sigra heiminn er eins og að spila
á spil.
með spekingslegum svip og taka í nefið,
(Og allt með glöðu geði
er gjarnan sett að veði.)
Og þó þú tapir, það gerir ekkert til
því það var nefnilega vitlaust gefið.
(Steinn Steinarr)
Þegar ég kom heim aftur vissi
ég ekki að pabbi hefði verið þarna
fyrr en ég allt í einu sá að það var
búið að líma annan miða á vegginn
og ný vísa komin og þar stóð:
Tækifærin gríptu greitt
gamlir ýtar kveða
annars færðu aldrei neitt
annað en að streða.
Ég hélt þá bara áfram að læra
fyrir prófið.
Elsku pabbi minn, ég vona að
þér líði vel þar sem þú ert núna.
Ég vil þakka Dúu, konunni þinni,
fyrir hve hún hugsaði vel um þig í
veikindum þínum.
Svala Sigurvinsdóttir.
Við systkinin minnumst Sigur-
vins með sorg í hjarta og þakklæti
er við hugsum til allra samveru-
stundanna sem við áttum gegnum
árin. Það eru dýrmætar minning-
ar sem við munum aldrei gleyma.
Sifi eins og við yfirleitt kölluð-
um hann var sjómaður i húð og
hár og alltaf þegar leiðir lágu
saman var spjallað um báta og
aflabrögð. Sifi var mjög vel lesinn
og vissi allt milli himins og jarðar.
Efst í huga okkar systkinanna er
þakklæti, hvað þú reyndist
mömmu vel. Það var okkur dýr-
mætt að sjá hvað ykkur leið vel
saman. Þið ferðuðust mikið sam-
an innanlands og utan en best
fannst þér þó alltaf að vera á þín-
um æskuslóðum fyrir vestan og
varst trúr þínum heimahögum.
Fyrir nokkrum mánuðum dró
svo ský fyrir sólu er Sifi veiktist af
illvígum sjúkdómi, í veikindum
sínum sigldi hann fleyi sínu af
æðruleysi í gegnum öldudalina
eins og sannur íslenskur sjómað-
ur.
Far þú í friði
friður Guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem)
Kristjana, Jónas
og fjölskyldur.
Elsku Sivi pabbi, ég ætla að
þakka þér fyrir allt sem þú gerðir
fyrir mig. Ég var svolítið afbrýði-
söm þegar þú fluttir til okkar
mömmu, ég var búin að eiga
mömmu mína svo lengi ein. En þú
varst alltaf svo blíður og góður við
mig að ég fór smá saman að elska
þig jafn mikið og mömmu mína.
Ég mun sakna þín mikið, hafðu
þakkir fyrir allt og allt.
Þín stjúpdóttir,
Sylvía Kristín.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku afi, hafðu þökk fyrir allt
og allt. Ávallt saknað, aldrei
gleymdur. Þínir afastrákar,
Arnar Már, Sævar
Guðmundur, Gunnar Jón,
Hrannar Rafn, Ólafur Freyr
og Almar Örn.
Nú er hann Sigurvin, vinur
minn og mágur, laus undan þeim
þrautum sem fylgdu krabbamein-
inu sem hann greindist með í
ágúst síðastliðnum. Ég hitti þenn-
an góða mann fyrst þegar Dúa
systir mín kynnti hann fyrir stór-
fjölskyldunni heima á Brúarlandi.
Hún hafði þá verið ekkja í 12 ár og
nú fundið rétta manninn. Síðan
hefur hann verið virkur þátttak-
andi í gleði okkar og daglegu
amstri. Sigurvin passaði vel í fjöl-
skylduna, sérstaklega fyrir kon-
urnar. Hann var svo rólegur, gat
lesið í blöðunum þó að mikil læti
væru stundum í kringum okkur
frænkurnar. Hann hafði mörg
áhugamál og mikið voru þau
hjónakornin búin að ferðast, bæði
innanlands og úti um allan heim.
Á jólum voru þau oft á Kanaríeyj-
um enda mjög samrýmd. Eyvind-
ar- og Höllu-ferðirnar, sem þau
kölluðu svo, voru innanlandsferðir
þeirra á gamla rauða jeppanum
sem þau gjarnan sváfu í eða höfðu
fellihýsið með í för. Eftirminnileg
Guðmundur Sigur-
vin Hannibalsson
✝ Kristín Þórð-ardóttir fædd-
ist á Eyrarbakka
29. maí 1943. Hún
andaðist á heimili
sínu 24. febrúar
2013. Foreldrar
hennar voru Guð-
rún Árnadóttir frá
Akri á Eyrarbakka,
fædd 4. október
1920, látin 4. des-
ember 1979, og
Þórður Kristjánsson, fæddur á
Bíldudal 12. október 1919, and-
aðist 17. júní 1995. Systkini
Kristínar sammæðra eru Magn-
ús Kristjánsson, f. 1955, og Árni
Kristjánsson, f. 1962. Systkini
Kristínar samfeðra eru Gunnar
Ellert Þórðarson, f. 1943, Ros-
mary Kristín Sigurðardóttir, f.
1945, Sæmundur Hafsteinn
Þórðarson, f. 1948, Kristján Sig-
urður Þórðarson, f. 1953, Gunn-
ar Þórðarson, f. 1954, og Árni
Þór Þórðarson, f. 1963.
börn eru Ísfold Sara Viðars-
dóttir, f. 30. janúar 2002, Ófeigur
Nói Viðarsson, f. 3. mars 2004,
og Ísidór Úlfur Örn Viðarsson, f.
11. september 2011. Kristín og
Sævar bjuggu í Reykjavík sín
fyrstu búskaparár þar til 1982 er
þau fluttust í Mývatnssveit. Þar
bjuggu þau í Helluhrauni 11 til
ársins 1995 er þau fluttust aftur
til Reykjavíkur á Lágholtsveg 6
og hafa búið þar síðan.
Kristín lauk gagnfræðaprófi í
Kópavogi og vann síðan við hin
ýmsu störf meðal annars á
saumastofu, sem skipsþerna á
Gullfossi og á pósthúsinu í Póst-
hússtræti Reykjavík í um 10 ár.
Kristín var heimavinnandi hús-
móðir fyrstu búskaparár þeirra
þar sem Sævar eiginmaður
hennar stundaði sjómennsku en
eftir að þau fluttust í Mývatns-
sveit ráku þau þar saman versl-
un þar sem Kristín vann við af-
greiðslu og rekstur í 12 ár. Eftir
að þau fluttust aftur til Reykja-
víkur vann Kristín við hin ýmsu
störf á Landspítalanum, aðallega
á skurðstofudeild.
Kristín verður jarðsungin í
Fossvogskirkju í dag, 4. mars
2013, og hefst athöfnin klukkan
15.
Kristín ólst upp í
Akri á Eyrarbakka
hjá Guðrúnu móður
sinni og afa sínum
Árna Helgasyni til
tíu ára aldurs. Krist-
ín fluttist til Reykja-
víkur 1953 ásamt
móður sinni og
stjúpa sínum Krist-
jáni G. Magnússyni
og bjó á heimili
þeirra þar til hún
hóf sambúð og hjónaband með
Jóhannesi Elíassyni. Þau slitu
samvistum 1968.
Kristín giftist Sævari Erni
Kristjánssyni 9. júní 1973. Saman
eignuðust þau tvö börn 1) Krist-
ján Örn Sævarsson, f. 7. júlí 1974.
Hans börn eru Sævar Örn Krist-
jánsson, f. 16. maí 1995, og Dag-
ur Ari Kristjánsson, f. 24. ágúst
2000. 2) Viðar Örn Sævarsson, f.
15. september 1977. Sambýlis-
kona hans er Sara Kristjáns-
dóttir, f. 13. maí 1981. Þeirra
Elsku mamma mín, nú ertu far-
in burtu frá okkur. Það er svo ör-
stutt síðan ég talaði við þig og
strauk þér um kinnina og kyssti
þig. Þú varst orðin lífshættulega
veik en tókst því með þvílíkri ró og
sátt að ég gat ekki ímyndað mér
að þetta væri raunveruleiki. Rétt
eftir miðjan janúar hringdi pabbi í
mig og sagði mér að þið hefðuð
fengið alvarlegar fréttir. Þú
greindist með krabbamein. Þessi
sjúkdómur sem er alls staðar og
líklegast flestar fjölskyldur fá að
kynnast í einhverri mynd. Margir
verða heilir að nýju, sumir verða
alvarlega veikir í langan tíma. Þú
varðst mikið veik en í stuttan tíma.
Eins og alltaf hugsaðir þú um alla
hina áður en þú hugsaðir um þig.
Hamingja annarra gerði þig alltaf
hamingjusama. Ef þú vissir að
fólkinu þínu leið vel þá leið þér vel.
Þegar við vorum litlir strákar í
Mývatnssveitinni þá varstu mikið
heimavinnandi. Þú passaðir að við
værum hreinir, saddir og ef við
vorum leiðir eða meiddum okkur
þá huggaðir þú okkur. Ef einhver
var að rífast þá stilltirðu til friðar
því þú þoldir ekki ósætti. Allt sem
þú lagðir hönd á gerðir þú hundr-
að og fimmtíu prósent samvisku-
samlega. Þú kenndir mér t.d. að
það að vera alvöru húsmóðir er
ekki bara að vera heima hjá sér á
meðan tíminn líður hjá, þú varst
að störfum allan daginn bæði
vegna þess að þú varst skyldu-
rækin en líklega mest af því að þú
þoldir ekki að sitja auðum hönd-
um.
Í vinnu varstu alveg eins. Öll
störf sem þú komst að vannst þú
ekki bara fullkomlega heldur líka
af heilindum því ef það var eitt-
hvað sem þú hafðir í hávegum þá
var það heiðarleiki og ekkert
særði þig eins mikið og óheiðar-
leiki. Þú varst heldur ekki kona
orðanna innantómra heldur
varstu kona gjörðanna og lést
verkin tala allt þitt líf. Þú valdir
vini þína vel og þeir vita allir
hverjir þeir eru því þeim sýndirðu
líka þá sömu ást, traust og virð-
ingu sem þú sýndir öllum sem þú
elskaðir. Ef eitthvað bjátaði á eða
það var eitthvað sem þurfti að
segja þá spurðirðu alltaf hvað það
væri. Þú sást alltaf það sem orðin
sögðu ekki.
Ég elskaði líka að spyrja þig
um æskuna í Akri. Sögurnar sem
þú sagðir mér af Árna afa þinum
og Guðrúnu mömmu þinni, Finnu
frænku og Dæju, Leifu og litlu
frænkum þínum. Þú hefur alltaf
verið kletturinn okkar og passað
okkur strákana þína og seinna
barnabörnin þín sem ég veit að þú
elskaðir svo mikið. Ég veit að þú
áttir góða stund með henni
frænku þinni daginn áður en þú
fórst. Kærleikur þinn til fólksins
þíns var svo stór að enginn mun
nokkurn tíma geta fyllt upp í það
skarð sem nú myndast þegar þú
ert fallin frá, elsku mamma mín.
Ég á alltaf eftir að hugsa til þín,
elsku mamma mín, og segja börn-
unum mínum frá því hvernig þú
varst, hvað þú sagðir en líklega
mun ég aldrei nokkurn tíma geta
sagt þeim hvað þú hugsaðir því þú
varst kona gjörðanna en ekki
orðanna og oft sögðu augun það
sem munnurinn þagði yfir.
Elsku mamma mín, nú kveð ég
þig að sinni en mun halda minn-
ingu þinni lifandi svo lengi sem ég
lifi, ég elska þig og við öll.
Viðar Örn Sævarsson.
Með depurð í huga kveð ég í
dag mína kæru mágkonu en jafn-
framt með þakklæti fyrir langa
samveru og þá vináttu sem aldrei
bar skugga á. Stína kom í fjöl-
skyldu okkar fyrir nær fjörutíu ár-
um þegar hún giftist Sævari bróð-
ur mínum og ávallt var hjónaband
þeirra og sambúð líkust stöðugu
góðviðri og miklu sólfari og blíðu.
Fyrstu árin bjuggu þau í
Reykjavík þar sem Sævar stund-
aði sjóinn en Stína sinnti heimilinu
og sonum þeirra tveimur, en eftir
að Sævar hætti sjómennsku fluttu
þau að Mývatni og bjuggu þar í
tólf ár. Þar vann Sævar við virkj-
anir á svæðinu, en Stína rak ferða-
mannamarkað, sem nýlunda var á
þeim tíma. Stína var í mörgu sér-
stök kona, hún var einstök hús-
móðir svo að orð fór af, handa-
vinnukona og smekkvís og í öllu
grandvör og vinnusöm með af-
brigðum.
Lífið á Mývatni var þeim gjöf-
ult og gott og þar eignuðust þau
marga góða og trygga vini, sem
enn voru þeim innanhandar þegar
Stína undir lokin háði sína snörpu
en skammvinna baráttu við illvíg-
an sjúkdóm.
Hin seinni árin fluttu þau hjón-
in til Reykjavíkur, þegar dreng-
irnir voru farnir að heiman, en
Sævar að vinna við Sogsvirkjun og
Stína á Landspítalanum við hin
ýmsu störf.
Um miðjan janúar greindist
hún með illkynja sjúkdóm, sem
dró hana til bana á aðeins fimm
vikum. Af einstakri umhyggju og
alúð önnuðust hana þeir feðgarnir
þrír, þar til hún sofnaði svefninum
langa.
Bergdís Kristjánsdóttir.
Af hverju, hvers vegna, hvern-
ig, því og ef eru spurningar sem
hafa herjað stíft á hugann síðustu
daga, eða frá því í byrjun janúar
þegar elskuleg vinkona okkar
Kristín Þórðardóttir veiktist, og
við kveðjum hér í dag. Stína var
heilsteypt, trú og trygg persóna.
Við kynntumst fyrir rúmum 30 ár-
um þegar við bjuggum öll í Mý-
vatnssveit og með okkur tókst ein-
staklega góð og sterk
væntumþykja og vinátta, sem
aldrei hefur borið skugga á.
Það væri skemmtilegt aflestrar
ef allt sem við höfum brallað sam-
an yrði fært til bókar, samveru-
stundir, veislur, bústaðaferðir og
sérstaklega öll okkar skemmti-
legu ferðalög jafnt innanlands
sem utan, alltaf jafn gaman. Alltaf
öll til staðar jafnt í sorg sem gleði.
Þessar dýrmætu minningar er
gott að eiga og ber að þakka. Við
biðjum algóðan föður að taka vel á
móti henni og biðjum hann jafn-
framt um að styrkja og blessa þau
öll sem sárt syrgja í dag.
Elsku Sævari og fjölskyldunni
allri vottum við okkar dýpstu sam-
úð.
Ykkar vinir,
Jónína, Guðrún, Arnaldur
og Þorsteinn.
Elskulegur ferðafélagi og vin-
kona til margra áratuga hefur nú
kvatt og kom það okkur virkilega
á óvart, hversu brátt það bar að;
hún Stína, sem alltaf var svo lífs-
glöð og uppörvandi, með sinn
smitandi hlátur.
Á kveðjustund sem þessari er
söknuður yfir því að missa þig út
úr vinahópnum, margs er að
minnast og þakka, en minninguna
um þig munum við geyma.
Við kynntumst Stínu í gegnum
eiginmann hennar Sævar, sem var
bekkjarbróðir minn í Vélskóla Ís-
lands. Við minnumst Stínu sem
einstaklega ljúfrar konu sem var
líka heppin að fá þann lífsföru-
naut, sem henni bar. Þessi ár-
gangur bekkjarbræðra kom því á
að fara í ævintýraferðir á 5 ára
fresti ásamt eiginkonum eitthvað
út í heim og í þessum ferðum náð-
um við að kynnast ennþá betur og
oftar en ekki var Stína til í að slá á
strengi glens og gamans. Sé hana
Kristín
Þórðardóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
RANNVEIG ÞORGERÐUR JÓNSDÓTTIR
LJÓSMÓÐIR
frá Bolungarvík,
Digranesheiði 9,
lést á Hrafnistu, Boðaþingi síðastliðinn
miðvikudag, 27. febrúar.
Rafn H. Steindórsson, Sigrún Guðjónsdóttir,
Jón Ö. Steindórsson, Ágústa M. Jónsdóttir,
Magni G. Steindórsson, Marie-Ange Steindórsson,
barnabörn, barnabarnabörn.