Morgunblaðið - 13.03.2013, Síða 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2013
Mörkum stefnuna...
Iðnþing 2013
Iðnþing Samtaka iðnaðarins verður haldið á Hilton
Reykjavík Nordica fimmtudaginn 14. mars kl. 13–16.
Á Iðnþingi verður fjallað um þau efnahagslegu tækifæri og
ógnanir sem Ísland stendur frammi fyrir á næstu árum.
FUNDURINN ER ÖLLUM OPINN
Skráning á www.si.is
Pallborðsumræður
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson,
formaður
Framsóknarflokksins
Bjarni Benediktsson,
formaður
Sjálfstæðisflokksins
Árni Páll Árnason,
formaður
Samfylkingarinnar
Katrín Jakobsdóttir,
formaður Vinstri
hreyfingarinnar –
græns framboðs
Svana Helen
Björnsdóttir, formaður
Samtaka iðnaðarins
Brad Burnham,
Managing Partner
hjá Union Square
Ventures
Guðmundur
Steingrímsson,
formaður Bjartrar
framtíðar
Orri Hauksson,
framkvæmdastjóri SI,
stýrir umræðum
Fundarstjóri er
Guðbjörg Edda
Eggertsdóttir,
forstjóri Actavis
Dr. Laurence C. Smith,
prófessor í jarð- og
geimvísindum
við UCLA
Matthias Krämer,
framkvæmdastjóri
hjá BDI, Samtökum
iðnaðarins
í Þýskalandi
Dagskrá:
Erlendir fyrirlestrar verða túlkaðir á íslensku
H
VÍ
TA
H
Ú
SI
Ð
/S
ÍA
–
13
-0
13
8
Gunnar Kristjánsson
Grundarfirði
Breski sendiherrann á Íslandi, Stuart Gill, kom í
heimsókn til Grundarfjarðar í vikunni og kynnti
sér starfsemi tveggja fyrirtækja, Soffaníasar
Cecilssonar og FISK, auk þess sem hann skoð-
aði Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Að þessu loknu
fór hann í hvalaskoðun með Láka Tours.
Sendiherrann vildi kynna sér Grundarfjörð
en fjöldi breskra ferðamanna hefur komið hing-
að í skipulögðum ferðum í vetur í hvalaskoðun.
Þá hafði hann sérstakan áhuga á að sjá starf-
semi sjávarútvegsfyrirtækja.
Gill sagðist að skoðunarferðinni lokinni vera
afar ánægður með ferðina og hafa náð mörgum
góðum myndum.
Ánægja með skoðunarferðir
Daglegar ferðir hafa verið í hvalaskoðun á
vegum Láka Tours frá því í febrúarbyrjun. Að
sögn Gísla Ólafsson framkvæmdastjóra hefur
ríkt almenn ánægja meðal farþega með þessar
skoðunarferðir og háhyrningar láta sjá sig í
hverri ferð.
Kynnti sér sjávarútveg
og fór í hvalaskoðun
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson
Hvalaleikur Háhyrningar léku aðalhlutverkið í hvalaskoðunarferð og fjöllin sáu um leikmynd.
Tveir karlmenn frá Litháen, ann-
ar um þrítugt en hinn á fimmtugs-
aldri, sitja nú í gæsluvarðhaldi í
tengslum við fíkniefnamál sem er
til rannsóknar hjá lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu.
Mennirnir, sem komu hingað
frá Bretlandi í síðustu viku, voru
handteknir sl. föstudag og úr-
skurðaðir daginn eftir í gæslu-
varðhald til 15. mars, en annar
þeirra reyndist hafa innvortis um
500 grömm af ætluðu kókaíni.
Þriðji maðurinn, Íslendingur á
þrítugsaldri, var handtekinn á
mánudag, grunaður um aðild að
málinu. Hefur hann einnig verið
úrskurðaður í gæsluvarðhald til
15. mars.
Með hálft kíló af
kókaíni innvortis
Pólskur karlmaður á fertugsaldri
neitaði í vikunni sök fyrir Héraðs-
dómi Reykjaness en hann er ákærð-
ur fyrir að hafa staðið að ólögmæt-
um innflutningi á tveimur kílóum af
amfetamíni ætluðu til söludreif-
ingar hér á landi í ágóðaskyni.
Maðurinn, sem fæddur er 1980
og er pólskur ríkisborgari, kom til
landsins frá Póllandi 2. janúar í ár.
Hann var handtekinn við komuna
til landsins eftir að í fórum hans
fundust tvö kíló af amfetamíni falin
í þremur dósum af barnamjólkur-
dufti í farangri hans.
Samkvæmt því sem kemur fram í
ákæru er hægt að framleiða rúm
ellefu kíló af amfetamíni úr efn-
unum, miðað við 5,8% styrkleika
sem er hefðbundinn svonefndur
neyslustyrkur.
Amfetamín í
mjólkurduftsdósum
Stefán Eiríksson,
lögreglustjóri á
höfuðborgar-
svæðinu, flytur
erindi um rann-
sóknarheimildir
lögreglu á há-
degisfundi Varð-
bergs á morgun,
fimmtudaginn
14. mars, í fyrir-
lestrasal Þjóð-
minjasafns klukkan 12 til 13.
„Miklar umræður hafa verið und-
anfarið um rannsóknarheimildir
lögreglu. Frumvarp innanríkis-
ráðherra um breytingu á ákvæði
um símahlustun hefur legið fyrir
þingi í allan vetur án þess að hljóta
afgreiðslu úr þingnefnd. Nefndin
hefur hins vegar samþykkt tillögu
um að fela innanríkisráðherra að
vinna og leggja fyrir alþingi frum-
varp sem veitir lögreglu sambæri-
legar heimildir og lögregla annarra
norrænna ríkja hefur til að rann-
saka og grípa til fyrirbyggjandi að-
gerða gegn skipulagðri glæpastarf-
semi,“ segir í fréttatilkynningu.
Á Varðbergsfundinum gefst
tækifæri til að ræða þessi mál við
yfirmann stærsta lögregluembættis
landsins.
Ræða rannsóknar-
heimildir lögreglu
Stefán
Eiríksson