Morgunblaðið - 13.03.2013, Síða 11

Morgunblaðið - 13.03.2013, Síða 11
Morgunblaðið/Styrmir Kári Jákvæðni Hrefna Guðmundsdóttir er sálfræðingur hjá Vinnumálastofnun og formaður Félags um jákvæða sálfræði. sálfræði er til komin frá leshópi sem Ásdís Olsen, sérfræðingur í lífs- leikni, myndaði og Hrefna var með- limur í. Leshópurinn sat áfanga um jákvæða sálfræði hjá Tal Ben Shah- ar, sem slegið hafði í gegn í Oxford þar sem Hrefna lagði stund á meist- aranám sitt. Hópurinn hittist reglu- lega árin 2009-2010 og ræddi fræðin hjá Tal og gerði vikuleg verkefni. Í framhaldi hóaði Hrefna saman hópi áhugasamra um viðfangsefnið í byrj- un árs 2011. Þar kom saman fagfólk úr ýmsum stéttum með sameigin- legan áhuga á efninu. Á þessum fundi var stofnaður undirbúnings- hópur sem vann í því að setja form- lega á laggirnar félag um jákvæða sálfræði. Síðar um árið gekk það eft- ir og Félag um jákvæða sálfræði varð til. „Þetta var einstakur hópur og hefur komið að félaginu frá upp- hafi.“ Fyrsti heiðursfélagi félagsins var valinn á síðasta fundi og var það Edda Björgvinsdóttir, leikkona og verðandi menningarfræðingur, sem varð þess heiðurs aðnjótandi. Edda hefur verið ötul í umræðunni um mikilvægi húmors og gleði í lífi fólks, auk þess að hafa glatt þjóðina í ára- tugi. Hrefna hefur einnig lagt mikið upp úr áhrifamætti hlátursins en hún er hlátursjógaleiðbeinandi og nam þá list hjá Ástu Valdimars- dóttur. Leita að öflugu fólki í stjórn „Það er einvalalið með mér í stjórn félagsins og við viljum fá fleiri með okkur. Við erum að leita að kröftugu fólki, með áhuga á já- kvæðri sálfræði. Fólki, sem getur lagt okkur lið við að byggja upp al- vöru fræðasamfélag,“ segir Hrefna. Félagið er opið öllum og vill það koma fræðsluefni og upplýsingum um málefnið inn í samfélagsumræð- una og vekja athygli á mikilvægi þess að takast á við verkefni með já- kvæðu hugarfari. Aðalfundur félags- ins verður haldinn 5. apríl næstkom- andi. Þá mun dr. María K. Jóns- dóttir taugasálfræðingur segja frá áhrifum á líkamann. Hrefna hvetur alla fagaðila sem og annað áhugafólk um jákvæða sálfræði til að kynna sér starfsemi félagsins og koma á fund- inn. Nánari upplýsingar má finna á jakvaedsalfraedi.is og hægt er að finna síðu félagsins á Facebook. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2013 Sýning á fyrstu tískulínu Ólafs Helga Ólafssonar verður opnuð fimmtudag- inn 14. mars kl. 17 en sýningin fer fram í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi. Sýningin er liður í Hönnunar- Mars. Ólafur Helgi sýnir útskriftar- verkefni sitt Starina Couture en hann útskrifast í tísku- og textílhönnunar- námi frá Nuova Accademia di Belle Arti Milano í september á þessu ári. Tískulínan byggist á BA-ritgerð Ólafs Helga sem nefnist The Fantastic World of Fantasy an Haute Couture og er hún innblásin af ævintýraheimi hans og táknar sjálfsmynd hans. Ólafur Helgi hefur lengi haft áhuga á starfi leikhússins og þekkir störf þess ágætlega. Hann tók virkan þátt í leiklistarlífi Fjölbrautaskólans í Breiðholti og hafði þar meðal annars umsjón með búningum. Ólafur Helgi hefur séð um ýmsar uppsetningar á dragsýningum síðasta áratug ásamt því að hanna búning og sjá um heildarímynd dragdrottningarinnar Starínu. HönnunarMars Drag Dæmi um hönnun Ólafs. Ævintýraleg út- skriftarsýning 100%made in Italy www.natuzzi.com Við bjóðum velkomna ítalska hönnun Natuzzi endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna Ítalskrar hönnunar. Það er æðislegt að upplifa hlýja og kósý stemningu í Natuzzi umhverfi. Staður þar sem fólki líður vel. Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Komið og upplifið nýja Natuzzi gallerýið okkar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.