Morgunblaðið - 13.03.2013, Side 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2013
Fannfergi og aftakaveður setti sam-
göngur úr skorðum víða í norðvest-
urhluta Evrópu í gær og voru þús-
undir án rafmagns. Þá sat fjöldi fólks
fastur í bifreiðum sínum í langan
tíma vegna ófærðar.
Viðvaranir voru gefnar út í nærri
þriðjungi héraða í Frakklandi en í
Normandí og á Bretagne-skaga voru
um 70 þúsund heimili án rafmagns
og neyddust fleiri en 2.000 ökumenn
til að dvelja næturlangt í bifreiðum
sínum á ófærum vegum. Í París voru
notendur almenningssamgangna
hvattir til þess að bíða veðrið af sér
heima en fjórðungi alls flugs um
Charles de Gaulle- og Orly-flugvell-
ina var aflýst.
Veðurstofan Meteo France lýsti
snjófallinu sem „merkilegu“ á þess-
um tíma árs og varaði við því að lík-
lega yrðu viðvaranir áfram í gildi
næstu daga, fram á miðvikudag hið
minnsta.
Hundruð ökumanna sátu föst í
marga klukkutíma í Bretlandi en í
Þýskalandi voru sömuleiðis miklar
tafir á samgöngum og var 335 flug-
ferð um flugvöllinn í Frankfurt m.a.
aflýst. Einn lést og nokkur fjöldi
slasaðist í umferðaróhöppum á ísi-
lögðum vegum landsins, að sögn lög-
regluyfirvalda.
Í Belgíu sátu bílar fastir á 1.600
km af hraðbrautum landsins vegna
skafrennings og íss en rútu- og lest-
arferðum var aflýst í Brussel og víð-
ar. Þá mynduðust miklar umferðar-
teppur á hraðbrautum í suðurhluta
Hollands, sem hömluðu samgöngum
til og frá Belgíu.
Hollenskir fjölmiðlar sögðu frá því
að 11. mars síðastliðinn hefði verið sá
kaldasti í suðurhluta landsins síðan
1928 og spáðu veðurfræðingar því að
kuldamet myndu falla á næstu dög-
um. holmfridur@mbl.is
Samgöngur úr skorðum
í Norðvestur-Evrópu
Þúsundir ökumanna fastar í Frakklandi og víðar
AFP
Umferð Talsverð röskun varð á samgöngum víða í Norðvestur-Evrópu í gær
og fyrrinótt en fannfergi hamlaði umferð og fjölda flugferða var frestað.
Lögregluyfirvöld í Serbíu hafa endurheimt mál-
verk eftir hollenska listmálarann Rembrandt sem
stolið var af safni í bænum Novi Sad árið 2006.
Fjórir voru handteknir í tengslum við stuldinn í
Sremskra Mitrovica, um 50 km vestur af Belgrad.
Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem málverk-
inu, Portrait of the Father, er stolið en það er met-
ið á um 2,8 milljónir evra. Í sama ráni voru þrjú
önnur málverk numin á brott; eftir Rubens, Fran-
cesco Mola og óþekktan þýsk-hollenskan málara.
Þjófarnir voru tveir, grímuklæddir og vopnaðir
og yfirbuguðu tvo starfsmenn safnsins áður en þeir flúðu með þýfið. Ekk-
ert hinna verkanna hefur fundist.
SERBÍA
Fundu stolið málverk eftir Rembrandt sem
metið er á um 2,8 milljónir evra
Verðmætt Safngestur
skoðar frægt olíumálverk
eftir Rembrandt.
Er göngutúrinn
erfiður?
Nánar á heilsa.is
Járnskortur getur verið ein ástæðan
Floradix og Floravital hjálpa fólki til að
viðhalda góðri heilsu og heilbrigði.
Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Nýi maskarinn
Le volume de Chanel
er kominn
Gréta Boða kynnir nýja maskarann
Le volume de Chanel sem gefur flotta
fyllingu í fyrstu stroku með nýja
fjaðurburstanum "snowflakes".
Einnig verður kynning á nýjum
augnskuggum og blýöntum.
Verið velkomin.
20% afsláttur af CHANEL
kynningardagana
Kynning í
Snyrtivöruversluninni Glæsibæ
dagana 13.,14. og 15. mars
Á Nyepi, degi þagnarinnar, stunda indónesískir Hindú-
ar agaða sjálfsíhugun en í aðdraganda dagsins fara
þeir hins vegar mikinn í litríkum skrúðgöngum þar
sem ófrýnilegum líkneskjum er haldið á lofti og þau
síðan brennd. Líkneskin tákna hið illa en með því að
brenna þau er öllu hinu neikvæða og djöfullega í heim-
inum eytt á táknrænan hátt. Að því loknu getur Nyepi
loks gengið í garð.
Neikvæðum og djöfullegum öflum eytt
AFP