Morgunblaðið - 13.03.2013, Side 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2013
✝ Ástheiður FjólaGuðmunds-
dóttir fæddist á
Sauðárkróki 27.
júní 1940. Hún lést
á bráðadeild Land-
spítalans 28. febr-
úar 2013.
Foreldrar henn-
ar voru Guðmundur
J. Jóhannesson frá
Móbergi, f. 1904, d.
1981 og Valný M.
Benediktsdóttir frá Branda-
skarði, f. 1898, d. 1990. Alsystk-
ini Ástheiðar eru: Margeir
Bragi, f. 1936 og Friðgeir
Hreinn, f. 1938. Hálfbróðir, sam-
mæðra, er Valdimar Eyberg, f.
1927, d. 1989 . Hálfsystkini, sam-
feðra eru: Jón Helgi, f. 1935, Sæ-
dís Eygló, f. 1942, Helga Þórný,
f. 1942, Jón Þorgeir, f. 1944, d.
1977, Guðgeir Heiðar, f. 1956,
Valgeir Hörður, f. 1958, d. 1992,
Arngeir Hjörtur, f. 1959, El-
ísabet Kristín, f. 1960, Birgir
Hlíðar, f. 1963, Gerður, f. 1965,
Rannveig, f. 1967, Bryndís, f.
1969 og Ásdís, f. 1972.
1964 giftist Ástheiður Yngva
Marinó Gunnarssyni, bónda í
Sandvík, Bárðardal, f. 1915, d.
1996. Foreldrar hans voru Gunn-
ar Tryggvi Marteinsson, f. 1878,
d. 1925 og Þóra Gunnarsdóttir,
Atli verkamaður, f. 1981, í sam-
búð með Þóreyju Erlu Sigurð-
ardóttur skrifstofukonu, f. 1981,
börn þeirra: Róbert Ingi, f. 2001
og Silli Þór, f. 2011. 3) Gunnar
Jón Yngvason viðskiptafræð-
ingur MBA, f. 20.6. 1965. Hans
börn og Sigrúnar Gestsdóttur: a)
Birta Rós nemi, f. 1995 og b)
Yngvi Marinó nemi, f. 1997. 4)
Þóra Valný Yngvadóttir verk-
efnastjóri, f. 7.11. 1966, í sambúð
með Júlíusi Ingólfssyni verk-
stjóra, f. 1964.
Ástheiður ólst upp á Miklabæ
og Syðstu-Grund í Blönduhlíð,
Skagafirði. Hún fór til Reykja-
víkur 14 ára og var þar til 17 ára
aldurs þegar hún flutti norður
og síðan í Bakkasel í Öxnadal
með frumburð sinn Aðalstein.
Þaðan fluttu þau til Akureyrar
og voru í 5 ár þar til Ástheiður
fór sem ráðskona til Yngva. Þau
giftu sig og eignuðust 3 börn.
Árið 1973 flutti fjölskyldan í Ás-
garð í Garðabæ. Þrem árum síð-
ar keyptu þau húsið Hraungerði
í sama bæ og bjó Ástheiður þar
næstu 23 árin. Þau Yngvi slitu
samvistum 1979. Hún var ein-
stök hannyrðarkona og hand-
prjónaði nokkur hundruð lopa-
peysur til að selja. Einnig
prjónaði hún kjóla, peysur og
ýmislegt á fjölskylduna. Hún
saumaði föt, bjó til glerlistaverk
og málaði á tau. Hún saumaði út
í myndir og húsgögn. Síðustu ár-
in bjó Ástheiður í Brekkubyggð
17 í Garðabæ.
Útför Ástheiðar Fjólu fór
fram í kyrrþey.
f. 1878, d. 1957 frá
Kasthvammi í Lax-
árdal. Börn Ást-
heiðar eru: 1) Að-
alsteinn Dalmann
Stefánsson flokks-
stjóri, f. 22.3. 1958,
giftur Þórdísi Más-
dóttur sjúkraliða, f.
1958. Þeirra börn:
a) Hildur fé-
lagsráðgafarnemi,
f. 1983, gift Eiði
Gunnari Bjarnasyni kerf-
isfræðinema, f. 1978, börn
þeirra: Bjarni Gunnar, f. 2002 og
Emil Fannar, f. 2005. b) Valný
arkitektanemi, f. 1985 c) Ottó
Freyr leikskólastarfsmaður, f.
1989 og d) Aðalheiður nemi, f.
1998. 2) Inga Hildur Yngvadótt-
ir, fótaaðgerða- og snyrtifræð-
ingur, f. 28.2. 1964, gift Vigni
Baldri Almarssyni verkstjóra, f.
1960. Þeirra börn: a) Sara Dögg
afgreiðslustúlka, f. 1991, kærasti
Snæbjörn Ármann Björnsson
verkamaður, f. 1988 b) Gabríel
Daði nemi, f. 1994. Sonur Ingu
með Ingólfi Snorra Bjarnasyni c)
Daníel Bjarni vélstjóri, f. 1982, í
sambúð með Guðfríði Her-
mannsdóttur hjúkrunarfræði-
nema, f. 1982, börn þeirra: Matt-
hías Freyr, f. 2009 og Dagur
Logi, f. 2012. Sonur Vignis d)
Um þessar mundir kveð ég
þig, elsku móðir mín, og geri ég
það með miklum söknuði. Það er
svo erfitt að trúa því að þú sért
farin frá mér, þú varst mér svo
traustur vinur sem ég gat alltaf
leitað til. Ég er þakklátur fyrir
þann góða tíma sem við áttum
saman og fyrir allt sem þú gerðir
fyrir mig og mína fjölskyldu.
Þú verður alltaf efst í huga
mínum. Ég mun geyma allar
minningarnar sem við áttum
saman í gegnum tíðina í hjarta
mínu. Guð veri með þér, alltaf.
Elskulega mamma mín
mjúk er alltaf höndin þín
tárin þorna sérhvert sinn
sem þú strýkur vanga minn.
Þegar stór ég orðinn er
allt það skal ég launa þér.
(Sig. Júl. Jóhannesson.)
Hvíl þú í friði.
Þinn elskulegi sonur,
Aðalsteinn Stefánsson.
Elsku mamma mín lést á
bráðadeild Landspítalans umvaf-
in ástvinum sínum á afmælisdag-
inn minn 28. febrúar.
Það er svo ótrúlegt að þú skul-
ir vera farin, alltof stuttur tími
leið frá því að þú greindist þar til
þú varst farin frá okkur.
Ég á eftir að sakna þín mikið
og allra okkar góðu stunda, eins
og föstudaganna okkar er við fór-
um að versla saman og fengum
okkur svo kaffi og með því á eftir,
ferðanna niður í Smáralind og á
kaffihús og síðast en ekki síðst er
þú komst röltandi til mín í heim-
sókn, sem þú gerðir svo oft.
Ég kveð þig elsku mamma mín
með tárum og góðum minning-
um. Ástarþakkir fyrir allt sem þú
hefur gefið og gert fyrir mig og
mína.
Hvíl í friði elsku dúllan mín.
Hér er ljóð til þín frá mér:
Elsku mamma mín
mjúk er alltaf höndin þín
brosið blítt og faðmlag hlýtt
ætíð mun ég sakna þín.
Margs er að minnast
allra okkar góðu stunda
margs er að sakna
alla morgna er ég vakna.
Elsku mamma mín, nú kveð ég
þig með tárum og trega í hjarta
uns við hittumst aftur á ný.
Þín elskandi dóttir,
Inga Hildur.
Ó mamma, „ertu að meina
það“, „nei þú segir ekki?“, „nei
er það, ertu dáin?“ Smá fjöl-
skylduhúmor, en nú þegar
mamma hefur breytt um vistar-
stað rennur í gegnum hugann
þakklæti fyrir samverustundir
og ást hennar á okkur afkom-
endum sínum. Dugnaður er
fyrsta orðið sem mér dettur í
hug þegar ég hugsa um mömmu.
Ekki voru það margar stundir
sem hún gerði ekki neitt, ávallt
var verið að gera eitthvað, ég get
alltaf fundið mér eitthvað að
gera, sagði hún svo oft. Að vas-
ast í einhverju voru hennar ær
og kýr eins og sagt er. Hann-
yrðir sat hún lengi við, myndirn-
ar sem hún er búin að sauma út,
það er nú ekkert smáræði með
öllum gerðum af sporum, stærð-
um. Þessi listaverk eigum við
ættingjar hennar sem vitnisburð
um gott handverk og dugnað.
Þegar kom svo að prjónaskap þá
fór saman dugnaður, þörf fyrir
aukapening á heimilið og síðan
ást á okkur afkomendum, sem
hún vildi að væru í fallegum og
umfram allt hlýjum peysum,
þessar peysur og annan prjóna-
skap eigum við til minningar um
ást hennar og dugnað. Ýmislegt
annað handverk tók hún sér fyr-
ir hendur, t.d. glerverk og eigum
við öll slík listaverk eftir hana.
Þar sem hún ólst upp í fátækt
þótti henni afskaplega gaman að
gefa gjafir og notaði öll tækifæri
sem í boði voru til slíkra athafna
okkur öllum til gleði. Það fór
ekki á milli mála að samveru-
stundir með afkomendum og
öðrum nákomnum voru henni
miklar gleðistundir hvort heldur
það var í íbúðinni, á Þingvöllum
eða uppi í sveit. Margs er að
minnast á langri leið og ekki allt
hægt að telja upp hér, þessar
minningar eru okkur, sem feng-
um að njóta samverustunda með
þér, mamma, ómetanlegar.
Heyr mína bæn, mildasti blær.
Berðu kveðju mína’ yfir höf.
Syngdu honum saknaðarljóð.
Vanga hans blítt vermir þú sól
vörum mjúkum, kysstu hans brá,
ástarorð hvísla mér frá.
Syngið þið fuglar, ykkar fegursta ljóða-
lag,
flytjið honum í indælum óði ástarljóð
mitt.
Heyr mína bæn, bára við strönd.
Blítt þú vaggar honum við barm,
þar til svefninn sígur á brá.
Draumheimi í dveljum við þá,
daga langa, saman tvö ein,
Heyr mínar bænir og þrár.
(Ólafur Gaukur )
Nú spjöllum við ekki lengur í
símann, ekki kemur lengur ropi á
óvæntri stundu og ekki kemst ég
í heimsókn, því leiðin er löng.
Takk, elsku mamma, fyrir að
vera ástrík móðir og mamma mín
með stóru M-i og ekki síst fyrir
að vera góð amma, svona amma
eins og ég hefði viljað eiga, amma
sem börnin mín hugsa til með
ánægju, það er ekki lítið vega-
nesti að gefa.
Bless, elsku ljúfa góða
mamma. Þinn sonur,
Gunnar Jón Yngvason.
Þegar móðir mín valdi sér
ævistarf var hún ekki í vafa um
hvað hún vildi verða þegar hún
yrði stór. Hún vildi verða
mamma. Sú ósk hennar rættist.
Frá 17 ára aldri til 26 ára aldurs
eignaðist hún okkur systkinin,
tvo stráka og tvær stelpur. Hún
hafði mikinn metnað í þetta
starf, helgaði sig móðurhlut-
verkinu og fannst það skemmti-
legt. Þetta var nú ekki auðveld-
asta starf í heimi. Við bjuggum á
bóndabæ í Bárðardal og þangað
kom ekki rafmagn fyrr en er ég
var orðin fimm ára. Allur þvott-
ur var þveginn í höndum og allur
matur unninn frá grunni. Þegar
deginum lauk vorum við háttuð
ofan í rúm og mamma stóð við að
lesa fyrir okkur sögu fyrir hátt-
inn. Ekki gat hún sest því þá fór-
um við að rífast um hvar hún
ætti að sitja, því hvert og eitt
okkar vildi hafa hana. Þegar við
vorum sofnuð tók við handavinn-
an. Hún var ýmist fram á nótt að
sauma föt handa okkur eða
handprjóna lopapeysur til að
drýgja heimilistekjurnar. Við
fluttum í Garðabæ þegar ég var
sjö ára og við nutum þeirra for-
réttinda að mamma var heima
þegar við komum úr skólanum,
gaf að drekka, veitti öryggi og
hlýju. Ein af mörgum góðum
stundum okkar mömmu var þeg-
ar hún bakaði kleinur og ég sat
við eldhúsborðið með mjókur-
fernuna og sporðrenndi heitum
kleinum með kaldri mjólk.
Þegar komið er að kveðju-
stundinni hugsa ég um allt það
sem hún kenndi mér. Hún
kenndi mér að vera kurteis. Hún
lagði áherslu á að við myndum
alltaf heilsa, kveðja og þakka
fyrir okkur með handabandi. Ég
passaði mig alltaf á því í afmæl-
um, þegar ég var lítil, að leita
uppi foreldrana og þakka fyrir
mig. Það var líka eins gott, því
það fyrsta sem hún spurði mig
um þegar ég kom heim var hvort
ég hefði ekki þakkað fyrir mig.
Hún kenndi mér að vera úr-
ræðagóð, „það verða alltaf ein-
hver ráð“. Þegar hana vantaði
nýtt eldhúsborð prjónaði hún
peysur þar til búið var að spara
fyrir því. Hún kenndi mér að
sælla er að gefa en þiggja, enda
var hún sjálf einstaklega gjaf-
mild. Núna eru tilbúnar afmæl-
isgjafir handa allri fjölskyldunni
út árið 2013, því þær gekk hún í
að finna og pakka fallega inn um
leið og hún vissi að hún væri orð-
in veik. Mamma var létt í lund og
hafði gaman af gríni og glensi.
Hún fór með okkur stelpunum í
zumba í vetur, dansaði með okk-
ur í partíum og útilegum. Hún
tók þátt í öllu og var höfuð fjöl-
skyldunnar.
Mamma var afburða hand-
verkskona og allt lék í höndun-
um á henni. Hún saumaði föt,
saumaði út, málaði á tau og bjó
til listaverk úr gleri. Á sjötugs-
afmælinu hennar voru teknar
myndir af okkur öllum í peysum
eða kjólum sem hún hafði prjón-
að. Hún sagði oft, þegar maður
var ekki viss hvort eitthvað
kæmi að notum, „þú kannt að
meta þetta seinna“. Nú er þetta
„seinna“ komið og ég gleðst yfir
hverjum hlut.
Hún vildi aldrei láta bíða eftir
sér og þegar ég var að að sækja
hana var hún alltaf löngu tilbúin.
Því hefði það ekki átt að koma
okkur á óvart að þannig fór það
einnig með veikindin.
Eftir lifir dýrmætt handverk
hennar og minningar um ein-
staka mömmu.
Þín elskandi dóttir,
Þóra Valný.
Elsku amma mín, það er með
söknuði í hjarta sem ég skrifa
þetta til þín. Þegar mér verður
hugsað til baka nú rifjast upp
fyrir mér margar góðar minn-
ingar og stundir sem við áttum
saman. Ég man þegar ég var
barn og bjó í Lækjarfitinni þá
öfunduðu mig allir strákarnir í
götunni fyrir það að eiga ömmu
sem vann í bakaríinu og var allt-
af að gefa okkur gotterí. Ég
minnist þess hvað það var gam-
an að sjá þig koma arkandi til
okkar í Lækjarfitina með pok-
ann fullan af góðgæti og að ég
ætti bestu ömmuna af öllum
strákunum. Ég mun ætíð varð-
veita þessar og allar hinar fal-
legu minningarnar um þig í
hjarta mínu.
Takk elsku amma mín fyrir
alla þá ást og umhyggju sem þú
hefur gefið mér og fjölskyldu
minni í gegnum tíðina. Hvíldu í
friði kæra amma mín.
Kveðja,
Daníel Bjarni og fjölskylda.
Fallin er frá elsku amma mín,
Ástheiður Guðmundsdóttir.
Þegar ég hugsa um hana koma
svo margar skemmtilegar og
fyndnar minningar í hugann.
Amma var með skrautlegri og
skemmtilegri karakterum sem
ég hef kynnst; glaðvær, uppá-
tækjasöm, jákvæð og var hlátur
hennar svo kraftmikill og fjör-
ugur.
Amma var afbragðs listakona.
Hún var sérstaklega góð í alls
kyns hannyrðum, hún prjónaði
og saumaði út og erum við fjöl-
skyldan ansi heppin að eiga
mörg falleg meistarastykki eftir
hana. Amma var mikil fé-
lagsvera og naut þess að vera á
meðal kattanna sinna, vina og
síðast en ekki síst fjölskyldunn-
ar. Efst í huga mér er umhyggja
hennar og góðvild sem hún sýndi
bæði mér og allri fjölskyldunni
með væntumþykju og návist
sinni.
Ég mun geyma allar góðu
minningarnar um samveru-
stundir okkar á Þingvöllum, úti-
legunum, Hellisgerði og í Garða-
bænum. Ég hafði mjög gaman af
því að hlusta á ömmu segja sög-
ur og segja sögur af henni, því
skemmtilegri konu verður erfitt
að finna. Ég mun sakna góðu
stundanna með henni þegar við
spjölluðum um allt milli himins
og jarðar.
Ég kveð þig með söknuði,
elsku amma mín. Þín verður sárt
saknað og alls hins góða sem
kom frá þér. Góðu stundanna
mun ég minnast með gleði í
hjarta og með miklu þakklæti
fyrir þann tíma sem við áttum
saman.
Þín
Valný Aðalsteinsdóttir.
Nú kveðjum við elsku ömmu
okkar sem nú er farin. Amma var
ein af bestu manneskjum sem við
höfum kynnst. Hún var okkur
yndisleg amma, ætíð svakalega
hlý og góð. Það var alltaf jafn-
notalegt að koma í heimsókn til
ömmu, ómetanlegar stundir sem
við áttum þar og minnumst við
þeirra um ókomna tíð.
Elsku amma, við þökkum þér
fyrir allar góðu stundirnar og
minningarnar sem þú hefur gefið
okkur, fullt af hlátri, hamingju og
ást. Elsku amma okkar, við sökn-
um þín meira en orð geta sagt en
við vitum að þú munt vaka yfir og
fylgjast með okkur á okkar lífs-
göngu. Við vonum að þér líði vel
þar sem þú ert núna. Blessuð sé
minning þín.
Ó þú fallegi engill
Ó þú fallega sál
nú ert þú farin okkur frá
ég veit að
þú vakir yfir
og horfir okkur á.
Ólýsandi söknuður,
sorg og tár.
Ég veit að þú munt bíða mín
og trúi ég því
að dag einn við verðum saman á ný.
(Sara Dögg Vignisdóttir)
Þín barnabörn,
Sara Dögg og Gabríel Daði.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þetta ljóð kom í hugann og á
vel við er við kveðjum þig, elsku
systir mín, Ástheiður Fjóla. Með
þessum orðum vil ég þakka þér
samfylgdina, traustið og trúnað.
Það var alltaf sterk vinátta og
virðing sem við bárum hvort til
annars, traust og umhyggja allt
frá því að við vorum börn norður
í Skagafirði. Við höfum alla tíð
verið nálægt hvort öðru á lífs-
leiðinni, að undanskildum þeim
tíma er hún var bóndakona
norður í Bárðardal er hún giftist
Yngva M. Gunnarssyni bónda í
Sandvík. Það var gott að koma
til þeirra í Sandvík, alltaf var
tekið vel á móti gestum, borð
svignuðu undan gómsætum mat
og hnallþórurnar góðu með
kaffinu eru eftirminnilegar.
Systir mín hafði ákveðnar
skoðanir á ýmsum málum og
hélt fast við sannfæringu sína,
stundum vorum við ekki sam-
mála eins og gengur og gerist,
en alltaf skildum við með góðum
óskum hvort til annars. Hún var
mikill vinur fjölskyldu sinnar og
hvatti börnin sín til samheldni
og að virða þarfir hvert annars.
Það voru ákveðnir dagar á
hverju ári sem boðið var til
veislu, börnin hennar þennan
daginn, stórfjölskyldan hinn og
aðrir á öðrum dögum, alltaf var
veitt vel í mat og drykk og nóg
pláss fyrir alla í litlu íbúðinni í
Brekkubyggð.
Ástheiður var dugleg kona við
allt sem hún tók sér fyrir hend-
ur, hún var einstök hannyrða-
kona svo af bar, margar voru
lopapeysurnar sem gerðar voru,
útsaumuðu myndirnar og annar
prjónaskapur, já hún var búin að
ylja mörgum höndum og fótum,
stórum sem smáum. Það var
meira en ylurinn úr ullinni sem
vermdi, það var líka hlýjan frá
þeim góða hug sem lagður var í
verkið. Aldrei féll henni verk úr
hendi, allur tími nýttur.
Ég kveð þig, elsku systir, að
sinni. Megi sá sem öllu ræður
halda utan um ferjuna hennar
og við hin bera gæfu til að meta
og byggja ofan á það sem hún af-
rekaði.
Ég og fjölskylda mín sendum
börnum hennar og fjölskyldum
innilegar samúðarkveðjur með
einni af vísunum sem móðir okk-
ar orti til hennar á unga aldri:
Hvar sem þú um foldu fer
fylgi gæfa og blessun þér.
Og þig verndi alla stund
alföðurins styrka mund.
(Valný Benediktsdóttir)
Friðgeir Hreinn
Guðmundsson.
Nú sefur álfadrottningin, hún
Ástheiður frænka mín, svefnin-
um langa.
Mig langar að kveðja hana
með þessu fallega ljóði eftir Dav-
íð Stefánsson frá Fagraskógi.
Þó fjúki í fornar slóðir
og fenni í gömul skjól
geta ekki fönnin og frostið
falið Álfahól.
Yfir hann skeflir aldrei
þó allt sé af gaddi hvítt,
því eldur brennur þar inni,
sem ísinn getur þítt.
Þar á ég höfði að halla,
þó hríðin byrgi sól,
fjúki í fornar slóðir
og fenni í gömul skjól.
(Davíð Stefánsson)
Guð blessi þig, Ástheiður, og
huggi fólkið þitt og vini í sorginni.
Þín frænka,
Jóhanna og fjölskylda.
Ástheiður Fjóla
Guðmundsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Ég veit að við hittumst í
himnaríki og ég skal koma í
heimsókn eins oft og ég get
því ég veit að við eigum
margt sameiginlegt eins og
þú sagðir svo oft við mig.
Bríet Eva Sigurðardóttir.