Morgunblaðið - 13.03.2013, Page 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2013
Ég er upptekin allan daginn,“ svarar Sigrún Elíasdóttir umhæl, aðspurð hvort hún hafi nóg við að vera í Furugerði, þarsem hún býr. Sigrún, sem er fædd og uppalin í Hafnarfirði,
á hvorki meira né minna en þrjú börn, sex barnabörn og níu lang-
ömmubörn en maður hennar, Páll S. Pálsson ráðuneytisstarfs-
maður, lést fyrir um fjörutíu árum. Sigrún starfaði um fimmtán ára
skeið hjá Landsvirkjun og eftir það sem sjálfboðaliði í Grensás-
kirkju og lætur sér alls ekki leiðast í Furugerði, þar sem nóg er um
að vera.
„Númer eitt þá er ég nú í handavinnu þrisvar í viku, tvo tíma í
hvert skipti, og síðan er ég í leikfimi tvisvar í viku. Svo er alltaf eitt-
hvað um að vera hjá okkur; margir skemmtikraftar sem koma og
skemmta okkur og mér finnst það frábært alveg,“ segir hún.
Sigrún segist við ágæta heilsu og þakkar það reglusömu líferni;
sem húsmóðir hafi hún vanið sig á að fara snemma á fætur til að
koma manni og börnum í vinnu og skóla og hafi haldið sig við þá
reglu síðan að fara snemma að sofa og snemma á fætur.
Sigrún ætlar bæði að halda upp á daginn með stórfjölskyldunni og
í Furugerði, þar sem hún segir afar gott að vera. „Ég get ekki annað
sagt en að það er vel hugsað um mig. Þetta gamla fólk sem býr hér
það þarf sko ekki að kvarta. Forstjórinn og deildarstjórinn eru frá-
bærir og allt liðið sem er með þeim, það er bara eins og einn maður
hér.“ holmfridur@mbl.is
Sigrún Elíasdóttir er níræð í dag
Afmæli Sigrún starfaði í fjölda ára sem sjálfboðaliði í Grensáskirkju
og missir aldrei af prestinum þegar hann heimsækir Furugerði.
Snemma að sofa og
snemma á fætur
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Reykjavík Salim Sveinbjörn fæddist
12. júní kl. 6.31. Hann vó 3.030 g og
var 51 cm langur. Foreldrar hans eru
Guðrún Lilja Anbari Önnudóttir og
Faycal Anbari.
Nýir borgarar
Reykjavík Hrafnhildur Kara fæddist
9. júní kl. 18.46. Hún vó 18 merkur og
var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru
Signý Þórarinsdóttir og Hrannar
Helgason.
E
rlingur fæddist í Reykja-
vík og ólst þar upp.
Hann lauk stúdents-
prófi frá MR 1953,
stundaði nám í íslensku
við HÍ 1953-54, lauk prófi í forspjalls-
vísindum frá HÍ 1954, prófi frá Leik-
listarskóla Þjóðleikhússins 1956,
stundaði nám við Tónlistarskólann í
Reykjavík 1953-54, nam leikhúsfræði
við Háskólann í Vínarborg og leiklist
við Leiklistarskóla Helmuts Kraus í
Vín 1956-57, fór kynnisför um Evrópu
og á leiklistarnámskeið í London og
Berlín 1965-66 og sótti námskeið í
gerð kvikmyndahandrita hjá Drama-
tiska Institutet í Svíþjóð.
Erlingur var leikari og leikstjóri hjá
Þjóðleikhúsinu, Grímu og Leikfélagi
Reykjavíkur 1957-91, hefur farið með
fjölda hlutverka í útvarpi og sjónvarpi
og ýmis hlutverk í kvikmyndum, var
kennari hjá Bandalagi íslenskra leik-
félaga, Leiklistarskóla Þjóðleikhússins
og ríkisins, við Gagnfræðaskóla
Reykjavíkur og Gagnfræðaskóla
Kópavogs. Hann er einn fremsti skap-
gerðarleikari þjóðarinnar.
Erlingur var einn af stofnendum
Leikklúbbsins Grímu 1961. Hann var
Erlingur Gíslason leikari – 80 ára
Faðir og synir Frá vinstri: Benedikt Erlingsson; Guðjón Erlingsson, Erlingur Gíslason og Friðrik Erlingsson.
Óborganlegur Erlingur
Afaljósið Erlingur ásamt sonardóttur, Önnu Róshildi Benediktsdóttur.
„Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið
göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal
annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða
öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is