Morgunblaðið - 11.04.2013, Qupperneq 1
Á meðan þessir félagar viðruðu sig í Reykjavík í
gærkvöldi urðu margir landsmenn norðan heiða
að berjast við Vetur konung, sem lét rækilega
minna á sig. Til að mynda snjóaði hressilega á
Siglufirði og í Ólafsfirði þar sem snjóruðnings-
tæki voru dregin fram en ekki götusópar.
Á myndinni bregður fyrir skemmtilegum
skugga af samferðafólki manns og hunds.
Morgunblaðið/Golli
Skuggalegir skuggar á ferli
Bjart og kalt syðra en snjókoma fyrir norðan
F I M M T U D A G U R 1 1. A P R Í L 2 0 1 3
Stofnað 1913 83. tölublað 101. árgangur
–– Meira fyrir lesendur
FYLGIR MEÐ
MORGUNBLAÐINU
Í DAG
GRÓÐINN
FÓLGINN Í
BÖRNUNUM
RÆKTIN
FULL AF
FÓLKI
DANS-
SPRENGJA FRÁ
UPPHAFI TIL ENDA
VIÐSKIPTABLAÐ ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN 42VINASETRIÐ 10
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Umhverfisstofnun mun í fyrsta sinn setja Mývatn
og Laxá á rauðan lista yfir svæði í hættu, vegna
ástandsins þar á síðasta ári. Ástæðurnar eru eink-
um óvissa vegna áhrifa Bjarnarflagsvirkjunar,
hnignun kúluskíts,
ágangur ferðamanna
og áhyggjur af frá-
rennsli frá íbúðum og
hótelum.
Bergþóra Krist-
jánsdóttir, sem hefur
verið umsjónarmaður
verndarsvæðisins við
Mývatn og Laxá frá
2008, segir að í vetur
hafi fjöldi ferða-
manna sem komi að
vatninu margfaldast.
Áður hafi kannski
mátt sjá 2-4 ferða-
menn við vatnið á dag
að vetri en nú komi
þangað fjölmargir á
hverjum degi.
Þegar sjái á gróðri
við vatnið og verði straumur ferðamanna jafn mikill
í vor og hann var í vetur stefni í óefni. Göngustígar
séu enn fullir af snjó en þegar hláni breytist þeir
hratt í drullusvöð ef mikið er gengið um þá. Ferða-
fólk muni ekki láta bjóða sér að vaða leðju upp að
ökkla og gangi við hliðina á stígunum. Gróðurinn sé
viðkvæmur og þoli ekki áganginn. Ástandið sé sér-
staklega slæmt við Dimmuborgir, Skútustaðagíga
og Leirhnjúk sem reyndar nýtur ekki verndunar.
„Við Leirhnjúk sér á jarðmyndunum,“ segir hún og
telur ekki útilokað að tilteknum svæðum við Mý-
vatn verði lokað á meðan svörðurinn er viðkvæm-
astur í vor. Á næsta ári verði vonandi búið að bæta
úr aðstöðunni við helstu ferðamannastaði.
Mývatn
á rauða
listann
Viðkvæmum svæðum
verður líklega lokað í vor
Fjölgun
ferðamanna
» Fjölgun ferða-
manna kemur vel
fram í Jarðböðunum
við Mývatn. Þar fjölg-
aði gestum um 67% í
mars, á milli ára.
» Dósent í ferða-
málafræði við HÍ tel-
ur mikilvægt að
rannsaka betur áhrif
ferðaþjónustu á nátt-
úru landsins.
MMývatn og ferðamenn »4, 18-19
Skúli Hansen
Björn Jóhann Björnsson
Þrjátíu nýir þingmenn; 15 konur og
15 karlar, taka sæti á Alþingi eftir
kosningar ef marka má niðurstöður
nýrrar skoðanakönnunar sem Fé-
lagsvísindastofnun Háskóla Íslands
gerði fyrir Morgunblaðið. Þar af
kæmu 17 nýir þingmenn frá Fram-
sóknarflokknum, sem fengi 24 kjör-
dæmakjörna þingmenn.
Skipt eftir aldri kjósenda er fylgis-
tap Sjálfstæðisflokksins mest meðal
30-49 ára og 50-64 ára. Fylgistapið
mælist hinsvegar talsvert minna hjá
aldurshópunum 18-29 ára og 64 ára
og eldri. Stærstur hluti þessa fylgis
fer yfir til Framsóknar. „Framsókn-
armennirnir hafa verið með þessi lof-
orð um skuldaniðurfellingu og gegn
verðtryggingu og það er náttúrlega
þessi hópur á þessu aldursbili sem
líklegast er að hafi mestar skuldirn-
ar,“ segir Ólafur Þ. Harðarson,
stjórnmálafræðiprófessor og forseti
Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands,
spurður út í þetta.
Að sögn Ólafs yrðu næstu kosn-
ingar mestu sveiflukosningar frá því
að nútímastjórnmál hófust á Íslandi,
ef niðurstöður könnunarinnar verða
að raunveruleika. Þá bendir hann á
að nýir flokkar og Framsókn séu í
heildina að bæta við sig um 45%
fylgi. „Sambærileg tala alveg frá því
1930 hefur alltaf verið undir 15%,
nema tvisvar,“ segir Ólafur og bend-
ir á að í kosningunum 1987 og 2009
hafi sveiflan verið á milli 20-25%.
Þrjátíu nýir þingmenn taka sæti á þingi skv. nýrri könnun
Prófessor segir stefna í mestu sveiflukosningar síðan 1930
Þingmannafjöldi
Skv. könnun Félagsvísindast. HÍ 2.-8. apríl
Framsóknarflokkur 24 0
Sjálfstæðisflokkur 13 1
Samfylkingin 9 1
Björt framtíð 7 2
Vinstri grænir 6 2
Píratar 4 3
Þingmannafjöldi
Þar af jöfnunarþingsæti
MStefnir í mikla… »20-21
Útlit fyrir mikla endurnýjun
VÍS bókfærði
hjá sér 800 millj-
óna króna geng-
ishagnað á síð-
asta ári er
félagið tók þátt í
fjárfestingaleið
Seðlabankans.
Seldi fyrirtækið
tíu milljónir evra
sl. haust og
keypti ríkisskuldabréf sem er bund-
ið til fimm ára.
Hlutafjárútboð VÍS hefst á mánu-
dag og til stendur að selja allt að
70% hlut. Í nýrri greiningu Íslands-
banka, sem er ekki ætluð almenn-
ingi, segir að ekki sé „ólíklegt“ að
umframeftirspurn eftir skráðum
innlendum hlutabréfum „leiði til
þess að verð á hlutabréfum í VÍS
verði hærra að jafnaði á næstunni“
en kynnt er í verðmatinu. Að mati
Íslandsbanka ætti verðið að vera
7,05 krónur á hlut. Í útboðinu verð-
ur gengið hins vegar á bilinu 6,75-
7,95 krónur á hlut. »Viðskipti
800 milljóna króna
hagnaður í útboði SÍ
Eyþór Sigfús-
son umhverfis-
verkfræðingur
hefur verið ráð-
inn fram-
kvæmdastjóri
HSE-mála (heil-
brigðis-, öryggis-
og umhverfis-
mála) hjá Bergen
Engines AS,
dótturfyrirtæki
Rolls-Royce, í Bergen í Noregi.
Hjá fyrirtækinu vinna um þúsund
starfsmenn, um 800 í Noregi og 200
í sjö öðrum Evrópulöndum.
Bergen Engines AS framleiðir
vélar fyrir skip, raforkuver og olíu-
og gasiðnaðinn, ásamt því að setja
upp kerfi og sinna allri þjónustu við
Rolls-Royce-vélarnar, samkvæmt
upplýsingum Eyþórs. »Viðskipti
Ráðinn til Rolls-
Royce í Noregi
Eyþór
Sigfússon