Morgunblaðið - 11.04.2013, Síða 12

Morgunblaðið - 11.04.2013, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2013 Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Hinn 4. maí tekur gildi nýtt greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygg- inga Íslands (SÍ) vegna lyfjakostn- aðar. Að sögn Steingríms Ara Ara- sonar, forstjóra SÍ, felst stóra breytingin í því að í stað einstakra lyfjakaupa sé horft til uppsafnaðs lyfjakostnaðar hins sjúkratryggða yfir 12 mánaða tímabil. Þetta þýðir að til að byrja með þarf fólk að greiða lyfin að fullu upp að 24.075 kr. en eftir því sem meira er keypt af lyfjum minnkar kostn- aðurinn. Ef kostnaður fer upp fyrir ákveðið þak innan 12 mánaða getur læknir sótt um þakskírteini, sem felst í því að SÍ greiða 100% af lyfja- kostnaði það sem eftir er af tíma- bilinu. Þakið er 69.415 kr. á ári hjá almennum notendum en 48.149 kr. hjá öldruðum, öryrkjum og börnum. Kerfið mjög óréttlátt í dag „Markmiðið er að auka jöfnuð óháð sjúkdómum. Í dag er kerfið mjög óréttlátt,“ segir Guðrún Gylfa- dóttir, deildarstjóri lyfjadeildar SÍ. Sem dæmi nefnir hún að í dag séu margir með mjög alvarlega sjúk- dóma, s.s. hjartasjúkdóma, sem þurfi að greiða afar háan lyfjakostn- að á meðan aðrir fá lyf sín niður- greidd að fullu. Erfitt og ósann- gjarnt sé að ætla að flokka hvaða sjúkdómar séu alvarlegri en aðrir. Lyfjanotendur munu sjálfir greiða að jafnaði um 25% af lyfjum sem falla undir kerfið, sem er hlutfalls- lega svipuð upphæð og áður en það dreifist jafnar á notendur sem þýðir að sumir þurfa að greiða minna en áður, en aðrir meira. 30.000 fá ekki lengur frí lyf Mjög einstaklingsbundið er hvernig staða lyfjanotenda breytist í nýja kerfinu, en það eru þó einkum tveir hópar sem munu þurfa að greiða meira en áður. Í fyrsta lagi þeir sem eru með mjög lágan heildarlyfjakostnað, þ.e. minna en 24.075 kr. á ári eða minna en 16.050 kr. ef um er að ræða líf- eyrisþega eða börn. Þessir hópar munu þurfa að greiða öll lyf sín að fullu í nýja kerfinu. Hinn hópurinn er sá sem hefur verið að fá s.k. *-merkt lyf, sem eru greidd að fullu af SÍ í gamla kerfinu. Þar á meðal eru sykursýkislyf, glákulyf, krabba- meinslyf, lyf við parkinsons- sjúkdómi, flogaveiki og Sjögren- sjúkdómnum. Rúmlega 30.000 manns hafa verið að taka þessi lyf án þess að greiða fyrir þau en það mun nú breytast og kostnaður þeirra því í mörgum til- fellum aukast. Þó er það svo að margir í þessum hópi nota einnig önnur lyf, sem lækka þá á móti. Til móts við barnafjölskyldur Þrír hópar munu áfram fá lyf sín niðurgreidd að fullu. Það er fólk sem nýtur líknandi meðferðar í heimahúsi, þeir sem eru með nýrna- bilun á lokastigi og fólk með alvar- lega geðrofssjúkdóma. Að auki er í nýja kerfinu reynt í auknum mæli að koma til móts við barnafjölskyldur sem standa þurfa straum af miklum lyfjakostnaði. Þannig teljast systkini sem nota þurfa lyf sem eitt barn, sem þýðir að afsláttur- og greiðsluþak miðar við samanlagðan lyfjakostnað þeirra en ekki hvers og eins. Þá munu SÍ taka þátt í kostnaði vegna sýklalyfja til barna yngri en 18 ára auk þess sem 18-21 árs ungmenni munu greiða sambærilegt gjald og lífeyr- isþegar. Sumir greiða meira, aðrir minna Einstaklingur með sykursýkislyf, blóðþrýstingslyf og astmalyf Greiðir minna í nýju kerfi 1. afgreiðsla 2. afgreiðsla 3. afgreiðsla 4. afgreiðsla Samtals 22.413 22.413 22.413 22.413 89.652 Einstaklingur greiðir SÍ greiðir Gamla kerfi Afgreiðslur á einu ári 26.583 6.119 4.163 3.060 39.925 Nýtt kerfi 14.213 34.677 36.633 37.736 123.259 Nýtt kerfi Einstaklingur með sykursýkislyf Full niðugreiðsla í gamla kerfinu, tekur þátt í kostnaði í nýja kerfinu 1. afgreiðsla 2. afgreiðsla 3. afgreiðsla 4. afgreiðsla Samtals 4.600 4.600 4.600 4.600 18.400 Einstaklingur greiðir SÍ greiðir Gamla kerfi Afgreiðslur á einu ári 22.316 4.843 3.347 3.347 33.853 Nýtt kerfi 0 17.473 18.969 18.969 55.411 Nýtt kerfi Einstaklingur með blóðþrýstingslyf Greiðir sjaldan fyrir lyf. Kostnaður í nýja kerfinu hækkar 1. afgreiðsla 2. afgreiðsla 3. afgreiðsla 4. afgreiðsla Samtals 0 0 0 0 0 Einstaklingur greiðir SÍ greiðir Gamla kerfi Afgreiðslur á einu ári 31.171 7.223 5.354 5.354 49.102 Nýtt kerfi 40.214 64.162 66.031 66.031 236.438 Nýtt kerfi  Stefnt að því að auka jöfnuð lyfjanotenda óháð sjúkdómum Háaleitisbraut 66, 1O3 Reykjavík, sími 528 44OO Einnig er hægt að hringja í söfnunar- símann 9O7 2OO2, gefa framlag á framlag.is, gjofsemgefur.is eða á söfnunarreikning O334-26-886, kt. 45O67O-O499. Valgreiðsla hefur verið send í heimabanka þinn. Með því að greiða hana styður þú innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar og hjálpar til sjálfshjálpar. Hjálpum heima www.help.is Hjálparstarf kirkjunnar veitir fjölbreytta aðstoð á Íslandi. Við hjálpum til sjálfshjálpar. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 13 08 10 Faxafeni 5, Reykjavík | Sími 588 8477 Skeiði 1, Ísafirði | Sími 456 4566 Opi› virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16 betrabak@betrabak.isLeggur grunn að góðum degiwww.betrabak.is ÞÍN STUND – ÞINN STAÐUR PRIME Hægindastóll fullt verð 299.990 Skemill fullt verð 79.990 Til í mörgum útfærslum F Y R IR ÞÍ NA R BESTU STU N D IR 10% KYNNINGAR AFSLÁTTUR Fjallað verður um alþjóðleg við- brögð við glæpum gegn mannúð og öðrum grimmdarverkum á ráð- stefnu sem fram fer í Norður- ljósasal Hörpu í Reykjavík dagana 11.-12. apríl. Að ráðstefnunni standa innanríkisráðuneytið og Institute for Cultural Diplomacy í Berlín í samvinnu við EDDU – rannsóknarsetrið við Háskóla Ís- lands. Erlendir og innlendir stjórn- málamenn, fræðimenn, lögfræð- ingar og fulltrúar félagasamtaka munu ræða viðfangsefnið og þær pólitísku, lagalegu og siðferðilegu spurningar sem það vekur. Sjónum verður sérstaklega beint að hug- takinu „verndarábyrgð“ frá sjón- arhóli mannréttinda, alþjóðalaga og alþjóðastjórnmála. Ræða viðbrögð við grimmdarverkum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.