Morgunblaðið - 11.04.2013, Side 19

Morgunblaðið - 11.04.2013, Side 19
að láta verulega á sjá og þá þurfi allt að gerast hratt. Hraungrýti í stað tréstiga Víða á ferðamannastöðum á Ís- landi má sjá nýleg mannvirki sem byggð eru úr tré, s.s. göngustíga og útsýnispalla og er ætlað að hlífa nátt- úrunni við átroðningi. Slík nývirki má t.d. finna við Svartafoss í Skaftafelli og í Þórsmörk. Í Snorraríki í Þórs- mörk var fyrir alllöngu reistur tré- stigi til að hlífa sverðinum og veitti ekki af. Rannveig segir að í sjálfu sér sé ekkert að stiganum sem slíkum, en hann gjörbreyti landslaginu við Snorraríki og þar með upplifun fólks af svæðinu. Sambærileg mannvirki á eldfjallaeyjunni Lanzarote, sem er ein af Kanaríeyjunum, séu jafnan gerð úr hraungrjóti og felld inn í landslagið og hið sama mætti gera hér. „Það endist tíu sinnum lengur en er líka tíu sinnum dýrara,“ segir Rannveig. Í Noregi sé sömuleiðis lagt mikið upp úr efnisvali á ferða- mannastöðum og þyrlur notaðar til að flytja stórgrýti til að nota sem brú- arefni, frekar en timbur. Á móti megi segja að trévirki séu ekki varanleg og megi taka upp hvenær sem er. „En þá spyr ég, hvað er búið að taka marga svona tréstiga í burtu?“ segir Rannveig. Yfirleitt séu þeir komnir til að vera, a.m.k., á vinsælustu ferða- mannastöðunum. Rannveig tekur fram að það megi ekki skilja hana sem svo að hér sé allt ómögulegt. Ferðaþjónusta sé mikilvæg og frá- bær atvinnugrein til að efla byggðir landsins og skapa fjölbreytni í at- vinnulífinu. „Ég held að við séum á réttri leið en við verðum að gera þetta eins vel og mögulega er unnt,“ segir hún. Það sé þó brýnt að bregð- ast við. „Við höfum bankahrunið sem fyrirmynd. Það komu margar viðvar- anir og það var margt sem sýndi fram á að við fórum of geyst. Ég bara vona að það verði ekki bankahrun í ferðaþjónustunni. Og það þarf ekki að verða þannig, alls ekki.“ Ljósmynd/Rannveig Ólafsdóttir Röskun Myndin er tekin í Þórsmörk, norðan Krossár. Rannveig telur að umferð þar hafi farið að vaxa að verulegu leyti um og eftir 1990, sem sýni hversu stuttan tíma þurfi til að töluverð röskun eigi sér stað. FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2013 Undanfarið hefur nokkru fé verið varið í að rannsaka upplifun ferðamanna á hálendinu sem og viðhorf ferða- þjónustunnar. Rannveig segir að enn vanti þó að rannsaka áhrif sem ferðamennirnir sjálfir hafi á landið, t.d. um mis- mundandi áhrif þeirra sem fara um gangandi, á hestum og á reiðhjólum. Álagið á landið sé víða að verða mjög mikið, t.d. á Laugaveginum þar sem fari saman mikill fjöldi göngufólks og vaxandi hópur hjólreiðamanna. Slíkt ástand geti enn fremur leitt til árekstra milli þess- ara ólíku hópa, líkt og gerst hafi víða erlendis. Með því að rannsaka og skipuleggja ferðamennsku sé hægt að koma í veg fyrir slíkt, eða a.m.k. draga úr núningnum. Það megi t.a.m. beina hjólreiðamönnum á tilteknar leiðir eða landsvæði sem þoli umferðina betur og þar sem minna er um göngufólk. „Eða viljum við sjá þetta allt í einum graut?“ spyr Rannveig. Ferðamönnum fjölgi og ferðamennska breytist. Hjól- reiðaferðir séu vaxandi grein og það sé hið besta mál en þær megi ekki – og þurfi ekki – að vera á kostnað náttúrunnar. Þá njóti svokölluð keppnisferðamennska sívaxandi vinsælda, eins og sjáist vel á vinsældum Laugavegsmaraþonsins, hlaupakeppni milli Land- mannalauga og Þórsmerkur. Sjálfsagt eigi slíkum keppnum eftir að fjölga og hjólreiðamenn muni örugg- lega efna til svipaðra viðburða. Það sé alls ekki víst að göngufólk, sem sé komið til upplifa kyrrð og einveru á hálendinu verði ánægt með að fá skyndilega tugi kepp- enda á fullri ferð fram úr sér. Hætta á árekstrum milli mismunandi hópa KEPPNISFERÐAMENNSKA NÝTUR SÍVAXANDI VINSÆLDA Morgunblaðið/RAX Náttúrufegurð Göngugarpar feta sig niður einstigið á Bláhnúki. Rannveig segir mikilvægt að áður en ákveðið er að bæta aðgengi að náttúruperlum sé gerð rannsókn á mögulegum áhrifum þess. Hún nefnir sem dæmi að aukið aðgengi þurfi ekki að þýða að ferðamenn stoppi lengur á svæðinu eins og ferðaþjónustan vonast til í flestum tilfellum. Þvert á móti myndu margir fara hrað- ar í gegn. Hins vegar myndi álag á vistkerfi aukast til muna vegna aukinnar umferðar ferðamanna. Aukið aðgengi og þar með aukin umferð við nátt- úruperlur á borð við til dæmis Strútslaug að Fjallabaki myndi gjörbreyta þeirri upplifun sem felst í því að koma að þessari náttúrulaug og kalla á umfangsmiklar aðgerðir til að koma í veg fyrir átroðning og nátt- úruspjöll. Rannveig bendir einnig á að austasti hluti suðurhálendisins, sem geymir m.a. Lakagíga og Langasjó, sé enn tiltölulega óaðgengilegur. „Gildi svæðisins fyrir ferðamennsku er mjög mikið í þeirri mynd sem það er í núna af því að það eru tiltölulega fá svæði eftir á hálendinu sem eru óaðgengileg,“ segir Rannveig. Þarna geti fólk enn notið þess að vera í fá- menni á fjöllum. Til að geta byggt hér upp sjálfbæra ferðamennsku sem stendur undir nafni vanti tilfinnanlega aukna þekkingu sem og aukinn skilning á áhrifum ferða- mennsku á bæði samfélag og náttúru. „Við skipulagn- ingu sjálfbærrar ferðamennsku til framtíðar er grund- vallaratriði að vísindaleg þekking nýtist þannig að ekki verði gengið of hart á þær auðlindir sem atvinnugreinin byggir afkomu sína á. Eins og staðan er í dag höfum við engin gögn til að byggja upp þá heildarmynd sem nauð- synleg er til að byggja hér upp sjálfbæra ferða- mennsku,“ segir Rannveig. Svæðið er dýrmætt í núverandi mynd UPPBYGGING ÞARF EKKI AÐ ÞÝÐA AÐ FERÐAMENN STALDRI LENGUR VIÐ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Perlur Frá Lagagígum. Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS sem verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, miðvikudaginn 17. apríl nk. og hefst kl. 19:30. Minnum á aðalfundVR Dagskrá Venjuleg aðalfundarstörf Innborgun í VR varasjóð Lagabreytingar Liðlega þúsund reiðleiðir eru nú komnar inn í kortasjá Lands- sambands hestamannafélaga. Eftir að leiðir á Tröllaskaga og í Eyja- firði bættust við eru reiðleiðir í kortasjánni samtals 8.525 km að lengd. Hestaferðir í góðum hópi aukast sífellt og margir erlendir ferða- menn kaupa sér hestaferðir. Hesta- menn nota veturinn til að skipu- leggja ferðir næsta sumars og Halldór Halldórsson, formaður samgöngunefndar LH, segir raunar að margir hópar hefjist handa strax og síðustu ferð sumarsins lýkur við að undirbúa ferðir næsta sumars. Hann vekur á því athygli að hrossarækt og hestaferðamennska skapi miklar gjaldeyristekjur. Áætlar að greinin skili um 20 millj- örðum á ári í þjóðarbúið. Stefnt að meiri upplýsingum Í kortasjánni sem LH hefur ver- ið að byggja upp hægt og bítandi er hægt að sá yfirlit yfir reiðleiðir á Suður-, Vestur- og Norðurlandi. Hægt er að stækka kort til að fá nánari upplýsingar um einstakar leiðir, stuttar lýsingar og lengd. Einnig er unnt að sækja gps-skrá og hlaða inn á tölvu eða gps-tæki en þá þarf viðeigandi forrit. Halldór segir að samhliða fjölgun reiðleiða sé verið að þróa korta- sjána. Þannig standi til að bjóða ferðaþjónum við leiðirnar að setja inn upplýsingar. Þá sé áhugi á því að setja inn meiri fróðleik sem tengist reiðleiðunum. Halldór segir að næst á dagskrá sé að setja reiðleiðir í Þingeyj- arsýslum inn í kortasjána og eins fjölga leiðum í Dölum og á Snæ- fellsnesi. Hann segir að þau svæði sem mest er riðið um séu í for- gangi. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Útreiðartúr Hestaferðirnar þurfa ekki alltaf að vera langar. 8.500 km reiðleiðir í kortavefsjá

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.