Morgunblaðið - 11.04.2013, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 11.04.2013, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2013 Fæst einnig í veFverslun stoðar 31ár 1982-2013 Trönuhrauni 8 | 220Hafnarfirði | Sími 565 2885 Opið kl. 8 - 17 virka daga | stod@stod.is | www.stod.is Þar sem sérFræðingar aðstoðaÞig viðvalá hlíFum Við styðjum þig STOÐ P O R T hö nn un Kristján Jónsson kjon@mbl.is Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu hækkaði í gær viðbúnaðarstig sitt yfir í „stórhættulega ógn“ vegna hótana Norður-Kóreumanna. Talið var að þeir væru að undirbúa að skjóta á loft tilraunaeld- flaugum, hugsanlega yfir Japan en óljóst er hve langdrægar þær eru og heldur ekki vitað hvort þær gætu borið kjarnorkuvopn. Ennfremur er ólíklegt að norðurkóreskum vísindamönnum hafi enn sem komið er tekist að hanna svo litlar kjarnasprengjur að þær komist fyrir í oddi eldflaugar. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segist óttast að ástandið á Kóreuskaga sé að fara úr böndunum. Bandaríkjamenn eru full- vissir um að þeir geti skotið niður flaugar norðan- manna reynist þeim vera beint að þeim eða banda- mönnum þeirra. Hótanir og tilslakanir síðustu áratugi Ráðamenn í Norður-Kóreu hafa oft hótað stríði síðustu áratugi, á endanum hefur alltaf verið svar- að með tilslökunum af einhverju tagi. Efnahagur norðanmanna er í rúst og þeir hafa fengið mat og olíu sem þeir höfðu ekki efni á kaupa. Þetta óbeina mútufé hefur gert þeim kleift að verja miklu fé í að halda uppi fjórða fjölmennasta her í heimi. Íbúar landsins eru aðeins um 25 milljónir. Kínverjar eru helstu bandamenn N-Kóreumanna en hafa tekið afstöðu gegn framferði þeirra á undanförnum vik- um. Slíkt hið sama hafa Rússar gert. Bandaríkjamenn feta vandrataðan stíg í sam- skiptum við Kim Jong-un, ungan og óreyndan leið- toga N-Kóreu. Þeir vilja ekki ógna honum um of vegna þess að það gæti hann misskilið, talið að árás væri yfirvofandi. En um leið eru margir á þeirri skoðun að draga verði línu í sandinn. Chuck Hagel, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að vonandi drægi Kim úr hótunum sínum en Banda- ríkjamenn væru við öllu búnir. N-Kóreumenn væru á „afar hálum ís“. Vona að Kim nái áttum AFP Hvatning Aðgerðasinnar í S-Kóreu festa blöðrur á spjald með myndum af Kim Jong-un, einræðisherra N-Kóreu, og friðardúfu á útifundi í gær.  Suður-Kóreumenn hækka viðbúnaðarstig landsmanna í „stórhættulega ógn“ og Bandaríkjamenn segja leiðtoga Norður-Kóreumanna á hálum ís Lengi var það trú almennings að best væri að sofa samfleytt að næt- urlagi í 7-9 stundir. En í frétt BBC er sagt frá tilraunum sem geðlæknir gerði snemma á tíunda áratugnum. Hann lét hóp manna búa við 14 stunda algert myrkur á hverjum sólarhring í heilan mánuð. Nokkur tími leið áður en fólkið hafði komið sér upp nýjum takti. En í fjórðu viku voru allir farnir að sofa í fjórar stundir, vaka síðan í eina eða tvær og sofa aftur í fjórar. Ekkert benti til að óhollt væri að slíta svefninn, fólk var athafnasamt meðan það vakti. Sumir fóru jafnvel í heimsóknir. kjon@mbl.is Í lagi að vaka um hríð að næturlagi SVEFNRANNSÓKNIR Athanasios Vamvakidis, sér- fræðingur hjá bandarískum banka, ráðleggur seðlabanka Evr- ópu að ógilda stærsta seðilinn sem er 500 evrur, um 76.000 krón- ur. Glæpamenn skipta oft auðæfum sínum í þessa seðla, að sögn Wall Street Journal. Vamvakidis segir að með aðgerð- inni sé hægt að valda glæpamönn- um erfiðleikum, þeir yrðu látnir út- skýra hvaðan féð væri. En einnig myndi hún veikja gengi evrunnar. Hátt gengi evrunnar veldur út- flutningi ýmissa evruríkja vanda en þau geta ekki fellt það. kjon@mbl.is Snjallt að drepa 500 evra seðilinn? Umdeildur seðill. GJALDMIÐILSMÁL Kristján Jónsson kjon@mbl.is Leiðtogar uppreisnarmanna í Sýrlandi hvöttu í gær til þess á fundi með John Kerry, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, og William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, í London að stjórnvöld í Washington sendu þeim vopn. Bretar og Frakkar vilja senda vopn á vettvang en hafa ekki fengið Evrópusambandið til að taka undir með sér. Kerry mun ekki hafa gefið nein loforð. Hann mun í næstu viku sækja fund ríkjahóps er styður uppreisnina gegn Bashar al-Assad forseta. Einn af öflugustu uppreisn- arhópunum, Al-Nusra hreyfingin, lýsti í gær yfir stuðningi við al-Qaeda hryðjuverkasam- tökin. Fundur ríkjahópsins áðurnefnda verður að sögn AFP-fréttastofunnar í Istanbúl í Tyrk- landi, í honum eru auk Bandaríkjanna ýmis evrópsk ríki og arabaríki. Þátttaka herskárra íslamistaflokka í baráttunni gegn Assad hefur átt sinn þátt í að koma í veg fyrir beinan vopna- stuðning af hálfu Bandaríkjamanna. „Við erum stöðugt að velta fyrir okkur ýmsum leiðum,“ sagði embættismaður í Washington sem ekki vildi láta nafns síns getið. „Við munum halda áfram að styðja uppreisnarmenn, vinna með þeim að því að meta hvað þeir þurfi og hvað komi til greina af okkar hálfu.“ Lýsa yfir stuðningi við al-Qaeda  Einn öflugasti uppreisnarhópurinn í Sýrlandi er skipaður hryðjuverkamönnum  Bandaríkjamenn veita hjálp en engin fyrirheit um vopnasendingar til andstæðinga Assads Stríð Íbúi í rústum borgarinnar Aleppo í gær, hún hefur orðið hart úti í átökunum. Assad með nóg af vopnum » Yfirlýsing Al-Nusra í gær mun varla verða til að auka áhuga Bandaríkja- manna á vopnasendingum. » Þeir óttast að þótt vopnin verði send til annarra hópa gætu þau hafnað í hönd- um hryðjuverkamanna. Sýrlandsstjórn fær vopn frá Íran og Rússlandi. » Talið er að yfir 70.000 manns hafi fall- ið í átökunum undanfarin tvö ár. AFP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.