Morgunblaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 24
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is V ísbendingar eru um að tekjur margra laun- þega séu undir þeim neysluviðmiðum sem sérfræðingar velferð- arráðuneytisins reiknuðu út og vel- ferðarráðherra kynnti almenningi í febrúar 2011. Vísbendingar um þetta er að finna í samanburði á tölum Hag- stofu Íslands yfir meðaltal heildar- launa í fyrra annars vegar og fram- reikningi á dæmigerðu neyslu- viðmiði hins vegar. Ráðuneytið reiknaði einnig út grunnviðmið og skammtímavið og er horft fram hjá þeim hér. Skal tekið fram að viðmiðin endurspegla áætlaða tekjuþörf en hún getur verið mismunandi milli einstaklinga og er því ekki algild. Samkvæmt Hagstofu Íslands voru heildarlaun á almennum vinnu- markaði 510.000 krónur að meðal- tali í fyrra og heildarlaun opinberra starfsmanna 463.000 krónur. Er þá átt við heildarlaun að meðtalinni yfirvinnu og óreglu- legum greiðslum. Hlunnindi og akstursgreiðslur eru hins vegar ekki meðtalin, né heldur greiðslur í lífeyrissjóð. Átt er við laun fyrir skatt. Voru heildarlaun að meðaltali 447.000 krónur á almennum vinnu- markaði 2008 og 401.000 krónur hjá opinberum starfsmönnum og höfðu því hækkað um 14% annars vegar og 15% hins vegar í lok síðasta árs. Miðgildið var 450.000 krónur Séu heildarlaun fullvinnandi einstaklinga sundurliðuð, þ.e. laun einstaklinga sem eru í 90% dag- vinnuskyldu eða meira, kemur í ljós að fjórðungur launamanna á al- mennum vinnumarkaði var að meðaltali með 355.000 krónur í laun í fyrra og sama hlutfall opinberra starfsmanna með 339.000 krónur í laun. Miðgildið var 450.000 krónur á almennum vinnumarkaði en 415.000 krónur hjá opinberum starfs- mönnum. Þýðir það að helmingur var með lægri laun en helmingur með hærri laun. Fjórðungur launamanna var hins vegar með meira en 581.000 krónur í heildarlaun á al- mennum markaði í fyrra og opin- berir starfsmenn í sama hópi með meira en 537.000 kr. í heildarlaun. Þegar Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra kynnti neyslu- viðmiðin fyrir rúmum tveimur árum var dæmigert neysluviðmið fyrir einhleypan einstakling á höfuð- borgarsvæðinu 218.960 krónur án húsnæðiskostnaðar og 291.932 krónur með húsnæðiskostnaði. Húsnæðið undanskilið Sú breyting hefur orðið á fram- setningu viðmiðanna á vef ráðu- neytisins að húsnæðisliðurinn hefur verið undanskilinn. Ráðuneytið birti framreiknuð viðmið í síðasta mán- uði og var dæmigert viðmið ein- hleyps einstaklings á höfuðborg- arsvæðinu þá 229.713 kr. án húsnæðisliðarins. Húsnæðisliðurinn hjá slíkum einstaklingum vó að meðaltali 72.972 kr. 2011. Sú upphæð stendur nú í 81.138 kr., miðað við hækkun húsnæðisliðar skv. Hagstofu Ís- lands, þ.e. undirvísitölu fyrir húsnæði, hita og rafmagn. Samkvæmt því hefur grunnviðmið fyrir einhleypan ein- stakling á höfuð- borgarsvæðinu hækk- að í 310.851 kr. Það fer nærri þeim launum sem fjórðungur launa- manna hefur í heild- arlaun fyrir skatt. Laun virðast fjar- lægjast neysluviðmið Morgunblaðið/Ómar Við afgreiðsluborðið Neysluviðmiðum var ætlað að vera vísbending um þær tekjur sem einstaklingar þyrftu til framfærslu. Þau eru ekki algild. 24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ FramkomaNorður-Kóreu síð- ustu daga sýnir vel hvers vegna full ástæða er til að koma í veg fyrir að kjarn- orkuvopn dreifist víðar en orð- ið er, einkum til ríkja með vafasamar og herskáar rík- isstjórnir. Einn helsti vandinn við að eiga við stríðsyfirlýs- ingar norðurkóreskra stjórn- valda er einmitt að þau búa yf- ir kjarnorkuvopnum og þó að áhöld séu um hvernig þeim tækist að beita þeim í stríði eru fáir tilbúnir að láta á það reyna. Þess vegna kemst Kim Jong Un upp með að halda ná- grönnum sínum í heljar- greipum hótana. En um leið og óþolandi at- hæfi Norður-Kóreu er áminn- ing um að taka fast á öðrum ámóta stjórnvöldum sem reyna leynt og ljóst að verða sér úti um gereyðingarvopn þarf að leita allra leiða til að ná tökum á ógnvaldinum í Pyongyang. Í friðsælum lýðræðisríkjum – og jafnvel í öðrum ríkjum sem kjósa að lifa í friði við aðra – er eðli máls samkvæmt rík tilhneiging til að friðmælast við illmenni sem láta dólgslega og veifa vopnum framan í sak- lausa borgara. Í þessu skjóli skáka illmennin og hafa iðu- lega sitt fram. Frægasta dæm- ið er án efa friðkaupastefnan gagnvart Adolf Hitler sem byggðist á þeim misskilningi að hægt væri að semja við slíka menn á hefðbundnum for- sendum. Samskiptin við Norð- ur-Kóreu hafa að ýmsu leyti einkennst af samskonar hug- myndum. Engin einföld eða hættulaus leið er til að hemja eða jafnvel losna við ógnvalda á borð við stjórnvöld í Norður-Kóreu. Enginn vill stofna til styrjaldar með þeim skelfilegu af- leiðingum sem hún hefði, þó að raunar sé óvíst hversu vel stjórnvöldum í norðri gengi að halda her sínum að vopnum ef til átaka kæmi. Margir telja þó að heilaþvottur kynslóðum saman hafi haft þau áhrif að risavaxinn herinn mundi berj- ast af hörku. Á hinn bóginn er án efa skaðlegt að ýta undir slæma hegðun Kim Jong Un og félaga með því að verðlauna hana. Miklu nær væri að þrengja varlega en ákveðið að þeim með ýmsum þeim ráðum sem fær eru en hefur of lítið verið beitt. Klíkan sem ræður Norður- Kóreu býr við góð kjör og þarf gjaldeyri til að halda lífs- gæðum sínum. Með aðstoð þeirra sem klíkan treystir á ætti að vera hægt að skrúfa fyrir þessa lífæð. Önnur leið er að Suður-Kórea hætti sam- vinnu um iðnaðarsvæðið norð- an vopnlausu línunnar, en það svæði skilar Kim og félögum einnig töluverðum gjaldeyr- istekjum. Þá mætti þrengja að tölvusamskiptum ríkisstjórn- arinnar í norðri, þó ekki væri nema til að draga úr tölvuárás- um hennar. Margt annað má gera til að þrengja að stjórnvöldum í Norður-Kóreu og sýna þeim þannig að stríðshótanir borga sig ekki. Slík leið tryggir ekki árangur, í það minnsta ekki til skamms tíma, en hið sama má segja um aðrar leiðir. Og stað- reyndin er sú að ítrekaðar til- raunir árum saman til að frið- mælast við stjórnvöld í Norður-Kóreu og fá þau til aukins samstarfs hafa skilað því ástandi sem nú blasir við. Eftirgjöf hefur ekki dugað gagnvart Norður-Kóreu} Í heljargreipum hótana Hollande, for-seti Frakk- lands, fór flatt á sínu fyrsta ári á valdastóli. Hann sagðist í kosninga- baráttu vera merkisberi opinn- ar stjórnsýslu og heiðarleika og hafði Sarkozy undir. Sar- kozy ver sig nú fyrir dóm- stólum. Hollande lofaði einnig að leggja ofurskatta á efnafólk og kitlaði þannig öfundargenin fyrir kjördag. Þetta tvennt reyndist vondur kokteill þegar í ljós kom að ráðherrar hans höfðu komið sér upp leyni- reikningum í skattaskjólum. Þeir sluppu þannig ekki aðeins undan ofursköttum eigin rík- isstjórnar heldur einnig undan því að greiða sanngirnis- skattana sem fyrir voru og „litla fólk- inu“ var gert að greiða mögl- unarlaust. Á Íslandi kynntust menn því að boðberar opinnar stjórn- sýslu og gagnsæis urðu mestu pólitísku pukrarar sem sést hafði til er þeir komust til valda. Nú eru menn loks að losna við þá. Vonandi ganga menn ekki lengra en góðu hófi gegnir í kosningunum núna. Það gæti hefnt sín óþægilega falli menn í freistni. Gleði freistingar stendur stutt, en afleiðingin varir. Kosningaloforðin elta forseta Frakklands uppi} Franskur freistnivandi K osningabaráttan er hafin en skil- ar kjósendum litlu því pólitískir umræðuþættir þar sem viðmæl- endur eru allt að fjórtán hafa ansi lítið upplýsingagildi. Þessir þættir skila því kannski helst að gera kjós- endur fremur afhuga því að kjósa litla gjamm- flokka. Einstaka frambjóðandi virðist nefni- lega telja að hlutverk sitt í umræðuþáttum sé að hafa nógu hátt og tala um sjálfan sig, eins og Sturla Jónsson gerði í tveimur umræðu- þáttum og virtist þykja afar gott hjá sjálfum sér meðan flestum var ljóst að hann var að sýna dónaskap. Flokkar hafa verið stofnaðir um sérstök mál sem síðan kemur í ljós að eiga lítinn hljómgrunn hjá þjóðinni og eru ekki kosn- ingamál. Þannig var stofnaður flokkur um stjórnarskrármálið. Sá flokkur hefur ekkert fylgi. Samt vísa fulltrúar hans stöðugt í vilja þjóðarinnar. Annar flokkur var sérstaklega stofnaður til að berjast gegn að- ild Íslands að Evrópusambandinu. Ekki mælist fylgi við flokkinn í skoðanakönnunum. Aðalfulltrúi þessa flokks, Jón Bjarnason, mætir í umræðuþætti og getur vart um annað talað en hið illa stofnanaveldi í Brussel. Málefnið gerir hann hins vegar svo óhamingjusaman og mæddan að maður óskar þess hans vegna að hann hefði hætt stjórnmálaafskiptum og látið sér líða vel heima hjá sér. Fulltrúar fylgislausra flokka mæta í hvern viðræðu- þáttinn á fætur öðrum á RÚV og fá nákvæmlega jafn- langan tíma og fulltrúar flokka sem njóta fylgis meðal þjóðarinnar. Fulltrúar litlu flokkanna verða svo ógurlega móðgaðir ef fjölmiðlafólk bendir á fylgisleysi og kallar þá „litla flokka“. Þeir svara hofmóðugir að flokkurinn sé nýr og 40 prósent kjósenda eigi eftir að taka afstöðu en muni rétt fyrir kjör- dag átta sig á að þessi nýi flokkur sé einmitt rétti flokkurinn. Verst er að lítið fer fyrir rökræðum á milli fulltrúa þeirra flokka sem eiga fylgi meðal þjóðarinnar og geta komist í aðstöðu til að framkvæma hugmyndir sínar, ólíkt örflokk- unum. Þessir fulltrúar fá ekki tækifæri til að takast á um málefni öðruvísi en í skeytastíl með tug annarra frambjóðenda á milli sín. Þetta fyrirkomulag hentar einum flokki, Framsóknarflokknum, alveg ljómandi vel. Sá flokkur nýtur mikils fylgis í skoðanakönnunum en fær lítil sem engin andsvör við hugmyndum sínum frá póli- tískum andstæðingum. Einfaldlega vegna þess að lítið sem ekkert svigrúm er fyrir rökræður í pólitískum um- ræðuþáttum á RÚV. Það nægir Sigmundi Davíð Gunn- laugssyni að brosa landsföðurlega og fylgið sópast að honum, meðan formenn annarra flokka verða æ örvænt- ingarfyllri og glata gleði. Pólitísk umræða í fjölmiðlum fyrir þessar þingkosn- ingar hefur því miður engan veginn gagnast kjósendum á þann málefnalega hátt sem hún ætti að gera. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Fylgislausir flokkar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Dæmigert neysluviðmið fyrir ein- stætt foreldri með tvö börn á höfuðborgarsvæðinu var 464.102 krónur árið 2011, að meðtöldum húsnæðiskostnaði. Hefur viðmiðið hækkað í 505.780 kr. sé gengið út frá því að annað barnið sé í skóla- mötuneyti en hitt í leikskóla eða í dagvist, í skólamötuneyti og í frístundavist. Velja þarf þessi gildi á vef ráðuneytisins og gerir það samanburð við viðmiðin árið 2011 ónákvæman. Sé einstætt foreldri með þrjú börn hækkar upphæðin úr 538.828 kr. í 597.636 kr. skv. sömu forsendu. Hjá hjónum/ sambýlisfólki með þrjú börn hækkar upphæðin úr 673.239 kr. í 743.839 kr. Má ætla að það sé yfir ráðstöfunartekjum hjóna með meðallaun. Hjá barnlausum hjón- um/sambýlisfólki hækkar viðmiðið úr 419.249 kr. í 448.008 kr. Viðmiðin hafa hækkað ÞRÓUNIN FRÁ 2008

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.