Morgunblaðið - 11.04.2013, Side 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2013
Í ritstjórnargrein
nýjasta Læknablaðsins
lýsir Sigurður Guð-
mundsson, fyrrv. land-
læknir, ástandinu á
Landspítalanum okkar
sem satt að segja vek-
ur manni hroll. Þar
kemur fram að fólk
liggur reglulega á
göngum spítalans, fyll-
irútar sem aðrir og
trufla svefnfrið sjúklinga og vinnufrið
unglækna sem búið er að skáka fram á
gangana með skrifborð sín. „Það er
einfaldlega þjóðarskömm,“ segir Sig-
urður og eru orð að sönnu.
Því miður vaða orðið upp í samfélagi
okkar margskonar ranghugmyndir
um heilbrigðismál. Það er eins og fólk
átti sig ekki á þeim gífurlega mun sem
orðið hefur á heilsu og líðan almenn-
ings vegna afreka nútímalæknisfræði.
Þetta birtist t.d. í því að stór hópur
fólks virðist ekki hafa hugmynd um al-
varleika smitsjúkdóma sem tekist hef-
ur að útrýma með bólusetningum, en
einblínir nú eingöngu á þau örfáu tilvik
þar sem alvarlegar aukaverkanir
koma af bólusetningum. Þetta er hluti
af því viðhorfi að tortryggja lækna og
nútímalæknisfræði, sem er orðin svo
flókin að hinn almenni borgari getur
ekki sett sig inn í málin, nema að
kynna sér þau vandlega. Á þessu sviði
sem öðrum virðast leikræn tilþrif aðal-
atriðið, skítt með satt eða logið. Það
þrífst svo margt í krafti fáfræði og nú
á dögum skammast sín enginn fyrir að
fara með rangt mál. Það er bara hróp-
að hærra. Og á Alþingi eru lagðar
fram þingsályktanir eða jafnvel laga-
frumvörp um að koma hómópatíu og
öðrum hjálækningum inn í niðurgreitt
heilbrigðiskerfið.
Já, við þurfum að efla Landspít-
alann, það er þjóðarskömm hvernig
málum er þar nú háttað. En við erum
smáþjóð og afl okkar er takmarkað.
Við þurfum því að forgangsraða, við
þurfum að ná vopnum okkar á ný. En
hvernig förum við að því? Eingöngu
með því að efla atvinnulífið, atvinnulíf
sem skilar raunverulegum arði, en
snýst ekki um það eitt að selja náung-
anum fánýti eða uppskrúfaðar hug-
myndir. Því er það sárara en tárum
taki að hafa fylgst með hvernig núver-
andi ríkisstjórn brást hlutverki sínu.
Því þrátt fyrir fjármálahrunið, þjóðin
nánast komin á vonarvöl skildist
manni, þá var ekki verið að einhenda
sér í styrkja atvinnulífið, sérstaklega
útflutningsgreinarnar, því við erum
svo háð gjaldeyrisöflun og innflutn-
ingi. Nei, aðalatriðið var að koma ýms-
um kreddum (á fínu máli „hug-
sjónum“) í framkvæmd. Gríðarlegum
fjármunum og mannafla var varið í
það. Ein kreddan var að ganga í ESB,
milljarður eða millj-
arðar þar, önnur kredd-
an ný stjórnarskrá,
milljarður þar, þriðja
kreddan að stóriðja og
sjávarútvegur væru
plágur í samfélaginu
sem þyrfti að knésetja.
Milljarðar hafa farið
forgörðum þess vegna.
Og eins og Sigurður
benti á var ein kreddan
að bjarga sparisjóða-
kerfinu ( SpKef og Byr),
50 milljarðar þar. Og svo eru það nýj-
ustu trúarbrögðin eða kreddan, nátt-
úruverndin, sem hvað eftir annað
hefur hneppt atvinnulífið í dróma. Ís-
lensk náttúra á að vera algjörlega
einstök, allt á heimsmælikvarða eða
jafnvel þar fyrir handan. Engu má
hnika. Það eru helgispjöll. Heilar
hersveitir þessara nýju trúarbragða
hafa komið sér upp skrifstofum og
eftirlitskerfi og æðsti presturinn
settur í ráðherrastól og sendir þaðan
út boðskap sinn og opinberanir.
Uppáhaldsfrasinn: „Náttúran á að
njóta vafans“. Þetta minnir á staða-
málin fornu á 13. öld þegar bisk-
upsvaldið var að leggja alla kirkju-
staði landsins undir sig í krafti
trúarinnar og Árni biskup krafðist
þess „at þar sem á greindi guðslög og
landslög, þá skyldi jafnan guðslög
ráða“. Hugsunin er sú sama enda
hafa hagsmunir mannsins jafnan
þurft að víkja fyrir trúarkreddum.
En þetta var útúrdúr, eða hvað?
Kjarni málsins er sá að nútíma-
velferðarkerfi kostar mikið. Það er
hvorki nóg að hafa velferðarkerfi á
stefnuskrá sinni né heldur að hafa
fjármagn til það reka það. Þú þarft
að hafa hvort tveggja. Kreddurnar
verða að víkja. Án öflugs atvinnulífs
verður ekkert nútíma-velferðarkerfi
til, síst af öllu hátæknisjúkrahús á
heimsmælikvarða. Ég held að Íslend-
ingar yfirleitt hafi réttu viðhorfin til
velferðarkerfisins, en sumir virðast
halda að það sé nóg. Þess vegna, enn
og aftur, er það öflugt atvinnulíf og
öflugir grunnatvinnuvegir sem skila
okkur auðnum að velferðinni, jafnvel
hátæknisjúkrahúsi á heims-
mælikvarða. Upphafnar yfirlýsingar
og sjálfshól hafa ekkert með það að
gera.
Þjóðarskömm
Eftir Gísla G.
Auðunsson
Gísli G. Auðunsson
»Enn og aftur er það
öflugt atvinnulíf og
öflugir grunnatvinnuveg-
ir sem skila okkur auðn-
um að velferðinni, jafnvel
hátæknisjúkrahúsi á
heimsmælikvarða.
Höfundur er læknir.
Alþingiskosning-
arnar í vor eru einar
þær mikilvægustu í
sögu lýðveldisins. Í vor
er kosið um Ísland
framtíðarinnar. Ábyrgð
okkar er mikil því ekki
einungis erum við að
kjósa stjórnarstefnu
næstu fjögur ár heldur
erum við að ákvarða
stefnu til langrar fram-
tíðar. Þau úrlausnarefni sem nú bíða
eru þeirrar gerðar og þeirrar stærð-
ar að þau verða ekki leyst á fjórum
árum. Þau verða heldur ekki leyst
með fáum stórum lausnum. Til að
byggja Ísland framtíðarinnar þarf
fjölbreyttar aðgerðir. Á næstu fjór-
um árum er mögulegt að móta
stefnu til langrar framtíðar.
„Margra mílna ferð hefst á einu
skrefi.“
Tækifærin eru framundan
Tækifæri Íslands bíða okkar. Það
er ekki of seint að grípa mörg þau
tækifæri sem núverandi stjórnvöld
horfðu á ganga okkur úr greipum á
síðustu fjórum árum meðan þau
stóðu aðgerðarlaus hjá. Framundan
eru einnig enn stærri og verðmætari
tækifæri. Allt sem þarf er kjarkur,
þor og víðsýni þeirra sem stýra ferð
og tækifærin munu falla okkur í
skaut.
Einfalda þarf rekstrarumhverfi
smárra og meðalstórra fyrirtækja
og örva ný fyrirtæki til starfa.
Möguleikarnir eru óendanlegir:
Frekari fullvinnsla sjávaraafla og
stóraukin úrvinnsla úr auka-
afurðum. Aukin ylrækt, allt sem þarf
er að hætta því okri
sem greinin býr við í
raforkuverði og at-
vinnugreinin sem þeg-
ar veitir hundruðum
manna störf mun
blómstra. Horfa þarf
einnig til ræktunar
dýrari tegunda s.s.
kryddplantna og dýr-
ari tegunda grænmetis
til útflutnings. Sú sér-
staða íslenskrar yl-
ræktar að nota ekki
eiturefni er verðmætur
þáttur í markaðssetningu.
Fiskeldi, hvort sem er sjóeldi,
strandeldi, landeldi eða skelrækt.
Áríðandi er að velja tegundir sem
falla vel að íslenskum aðstæðum
ásamt verðmiklum tegundum. Stór-
kostlegur árangur hefur náðst í
bleikjueldi og það ber að efla veru-
lega. Koma þarf í veg fyrir að flat-
fiskeldi leggist af og bæta stórlega í.
Einnig þarf að áframala seiði hér á
landi í miklu meira mæli í stað þess
að selja þau til landa sem eru keppi-
nautar okkar. Í hlýju affallsvatni
gufuvirkjana svo sem á Hellisheiði
leynast möguleikar á eldi hlýsjáv-
artegunda. Þá geta menn dregið úr
dælingum vatns í jörð niður með til-
heyrandi jarðhræringum. Það er at-
hyglisvert að ekkert fiskeldi í heim-
inum hefur vaxið eins mikið
undanfarið og risarækjueldi, en það
væri kjörið við aðstæður eins og á
Hellisheiði. Einnig má geta þess að
styrja er nú ræktuð bæði í Lettlandi
og í Sviss. Hvers vegna ekki hér?
Matvælaframleiðsla á Íslandi hefur
forskot vegna rekjanleika vörunnar.
Við þurfum að vera hugmyndarík,
djörf og kjörkuð!
Stórir möguleikar bíða okkar í líf-
efna- og lyfjaiðnaði. Hátækni og
tölvuiðnaður blómstrar fái hann frið
til að þróast og rétta fyrirgreiðslu.
Við eigum nú þegar stórefnileg fyr-
irtæki í smíði flæðilína, voga og
vinnslukerfa. Í þeim geira er til á Ís-
landi mikil þekking, mikið hugvit og
mikil færni þeirra sem að smíðinni
koma.
Öll þau atvinnutækifæri sem ég
hef nefnt hér að framan eiga það
sameiginlegt að framleiðsluferli
þeirra er nokkuð langt. Því þurfa
þau örugga langtímafjármögnun
með óverðtryggðum lánum og
rekstrarumhverfi sem breytist ekki í
sífellu t.d. vegna skattbreytinga, svo
og góð afurðalán á hagstæðum kjör-
um
Ísland Framsóknar
Það er í okkar höndum í kosning-
unum í vor að ákveða framtíð Ís-
lands. Annaðhvort að velja Ísland
áframhaldandi kyrrstöðu, Ísland
skattpíningar, Ísland vonleysis, Ís-
land óheftrar frjálshyggju, Ísland
einstaklingshyggju, Ísland auðgild-
is, eða Ísland farsældar, Ísland tæki-
færanna, Ísland réttlætis, Ísland
jafnréttis, Ísland samhygðar, Ísland
samvinnu, Ísland manngildis, Ísland
framsóknar.
Ísland framtíðarinnar
Eftir Þorstein
Sæmundsson » Allt sem þarf er
kjarkur, þor og víð-
sýni þeirra sem stýra
ferð og tækifærin munu
falla okkur í skaut.
Þorsteinn Sæmundsson
Höfundur er rekstrarfræðingur og
skipar 3. sæti á lista Framsóknar í
Suðvesturkjördæmi.
Nú eru sagðar fréttir af því hvernig íbúar í litlu
byggðarlagi úti á landi höguðu sér fyrir meira en
áratug, þegar ung stúlka kærði ungan pilt fyrir
nauðgun. Fólkið tók afstöðu gegn henni og virtist
telja hana bera piltinn röngum sökum. Hann var
sakfelldur fyrir brotið af héraðsdómi og síðar
Hæstarétti.
Mikið er ég sammála fordæmingum á framferði
fólksins. Það er auðvitað skelfilegt að haga sér eins
og fólkið gerði enda vita þeir sem taka þátt í svona
aðför að kærandanum ekkert um sakarefni málsins
og um réttmæti kærunnar.
Það vekur hins vegar undrun að sjá nú til sumra
þeirra sem fordæma opinberlega framferði fólksins
sem veittist að stúlkunni. Þarna birtast nefnilega
nokkrir hinna sömu einstaklinga og tóku þátt í að
ráðast með ofstæki opinberlega á prófessorinn sem
sýknaður var í Hæstarétti 1999 af ákæru um kyn-
ferðisbrot gegn dóttur sinni og fullyrtu þá að víst
væri hann sekur þrátt fyrir sýknudóminn. Þeir
beindu skeytum sínum líka að dómstólnum sem
sýknaði hann. Afleiðingin af múgæsingunni sem
þetta fólk stóð þá fyrir var sú að maðurinn missti
fjölskyldu sína og atvinnu og varð að flytjast búferl-
um til útlanda.
Einn þátttakendanna í fordæmingunum nú er Ill-
ugi Jökulsson, þjóðkunnur spjallari. Hann gekk
lengra en aðrir í múghyggjunni um árið.
Hver ætli sé munurinn á háttsemi fólksins í litla
byggðarlaginu sem hann fordæmir nú og háttsemi
hans sjálfs í máli prófessorsins?
Spyr sá sem ekki veit.
Jón Steinar Gunnlaugsson
Tvískinnungur
Höfundur er lögfræðingur.
Móttaka
aðsendra
greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi
umræðu í landinu og birtir að-
sendar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk-
un og tryggir öryggi í samskiptum
milli starfsfólks Morgunblaðsins
og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru send-
ar eru á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt
er á lógóið birtist felligluggi þar
sem liðurinn "Senda inn grein" er
valinn. Í fyrsta skipti sem inn-
sendikerfið er notað þarf notand-
inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít-
arlegar leiðbeiningar fylgja hverju
þrepi í skráningarferlinu. Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is
Fyrir þá sem elska hönnun