Morgunblaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 29
reyna endalaust að búa til ein- hverjar kjánalegar brautir, t.d. í fjöl- brautaskólum. Umfram allt þarf að stofna nýjan skóla með nýrri hugs- un, sem lýkur þannig að stoltir nem- endur fá skírteini í hendur til að sýna það svart á hvítu að þeir hafi lokið ákveðnu framhaldsnámi. Og haldið ykkur nú fast. Náminu á að ljúka með útskrift eftir aðeins eitt ár. Námsgreinar yrðu valdar í sam- vinnu við atvinnurekendur og skulu hér settar fram nokkrar hugmyndir: 1. Grunnatriði bókhalds. Fyrst farið í handfært bókhald og síðan unnið í bókhaldsforriti. 2. Útreikningar og uppsetning í töflureikni, t.d. Excel. Ekki ímynda ykkur eitt augnablik að nemendur kunni mikið í Excel við lok grunn- skólans. 3. Uppsetningar auglýsinga og kynningar á fundum, t.d. í Power po- int og Word. – Vönduð íslenska og gætt að því að leyfi séu á hreinu, t.d. vegna myndnotkunar. 4. Siðfræði í samskiptum manna á meðal. Farið vel í samskipti í tölvu- pósti, á Facebook og síðast en ekki síst í athugasemdum við fréttir. Gæta þess að það sem þú hefur sett inn á vefinn getur hæglega orðið þér að falli er þú sækir um vinnu. 5. Notkun nýrra tækja sem sífellt breytast, s.s. tölva, síma og þeirra fjölnota tækja sem nú streyma á markað. Nemendur þjálfaðir í að greina hvað varðandi þau er bara nýjungagirni og peningasóun og hvað er í raun bráðnauðsynleg fram- för. 6. Fjallað um nauðsyn hreyfingar og holls mataræðis. Nemendur fari minnst tvisvar í viku í íþróttir að eig- in vali, t.d. sund, blak, badminton o.s.frv. Síðast en ekki síst verður að verð- launa nemendur fyrir góða frammi- stöðu. Það yrði gert þannig að nem- endur með um eða yfir 90% mætingu fengju námsgögn endurgreidd að fullu. Auðvitað væri sjálfsagt og eðlilegt að reyna þetta aðeins á tveimur stöðum fyrsta árið og eðlilegt að byrja þar sem atvinnuleysið er mest. Síðan færu viðkomandi nemendur út á vinnumarkað en mundi bjóðast framhaldsnám að fimm árum liðn- um. Að lokum er best að geta þess að ég á ekki von á því að margir fram- bjóðendur láti í sér heyra vegna þessa máls, en hins vegar býst ég við því að formenn ýmissa stéttarfélaga muni leggja til að háskólanám verði lengt ennþá meira enda tæpast vit í því að fólk sé með minna en 6 ár að baki í háskóla, ef það ætlar að kenna krökkum að þekkja A frá B. »Hvernig vilja frambjóðendur aðstoða ungt fólk sem er atvinnulaust og skortir kjark og mennt- un til að halda í langt nám í framhaldsskóla? Höfundur hefur starfað sem skóla- stjóri á landsbyggðinni og í Reykjavík. UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2013 FERSKLEIKI • GÆÐI • ÞJÓNUSTA FORRÉTTUR Hvítlauksristaðir humarhalar með brauði og hvítlaukssmjöri AÐALRÉTTUR Lamba primesteik með ristuðu grænmeti, rósmarín, hunangi og bakaðri kartöflu EFTIRRÉTTUR Frönsk súkkulaðikaka með þeyttum rjóma og ferskum berjum BRUNCH Heilsu Brunch: Brauð, ostur, soðið egg, tómatur, gúrka, ávextir, sulta, kjúklingaskinka og íslenskt smjör Lúxus Brunch: Spæld egg, beikon, ostasneiðar, spægi- pylsa, brauð, kartöflur, ferskt tómatsalat, smoothie, ávextir, sulta, smjör og amerískar pönnukökur með sírópi Ármúla 5 • 108 Reykjavík • Sími 544 8181 Heimasíðan okkar er uppfærð daglega og þar má finna allar upplýsingar um vörurnar okkar, sérpantanir, hvað er væntanlegt ásamt spennandi tilboðum Við sendum frítt heim í öll sveitarfélög á Íslandi! Þekking • Þjónustawww.innlit.is Í augum þeirra sem standa að umsókn Ís- lands um inngöngu Evrópusambandið kann andstaða við að- ild að sýnast vanda- mál. Almennt er gert ráð fyrir að á ein- hverju stigi verði þjóðaratkvæðagreiðsla og það kann að virð- ast erfitt að koma málinu í gegn ef flestir eru á móti. Þetta vandamál er þó alls ekki eins stórt og virðast kann. Ef rétt- um aðferðum er beitt er hægt að komast inn þótt fylgi við það sé nær öllum stundum vel innan við helming. En hverjar eru þessar réttu að- ferðir? Það þarf auðvitað að byrja á að sækja um. Ef fólk vill ekki sækja um er allt í lagi að kalla umsókn- ina eitthvað annað: jólatrés- skemmtun, bjölluat, könn- unarviðræður eða bara hvað sem er. Aðalatriðið er að skila fullgildri umsókn, ekki hvað hún er kölluð. Þetta er raunar búið að gera og ekkert meira um það að segja. Næst þarf að búa svo um hnúta að hægt sé að afgreiða umsóknina í flýti en hún geti samt beðið nokk- urn veginn hvað lengi sem er. Til að tryggja það fyrra þarf að breyta stjórnarskránni eitthvað smávegis. Þótt það hafi ekki geng- ið alveg eins greiðlega og til stóð tekst það sjálfsagt á næstu árum. Þetta síðara, að umsóknin geti staðið opin í ótiltekinn tíma, virðist næstum í höfn. Samt þarf áfram að passa að enginn geti knúið á um að málið verði klárað og þann- ig eyðilagt allt saman. Það er ágætt að láta við og við í veðri vaka að það sé verið að opna ein- hverja kafla eða kíkja í einhverja pakka eða semja um eitthvað – en umfram allt ekki gera neitt sem getur orðið til þess að það verði rokið í þjóð- aratkvæðagreiðslu um aðild á kolvitlausum tíma. Málið er að láta fullgilda umsókn standa opna. Svo er bara að bíða. Meðan er beðið sak- ar ekki að segja við og við eitthvað fallegt um sambandið. Svo er fínt að gefa þeim sem helst hafa áhrif á skoðanir fólks og ráða einhverju slatta af peningum. Það eru fáir svo heillum horfnir að fjármunir hafi ekki einhver góð áhrif á þá. Það má líka reyna að kjafta Ísland svolítið niður. Þegar krónan er lágt skráð er til dæmis hægt tala um ónýtan gjaldmiðil og þegar gengi krónunnar hækkar má alveg segja eitthvað um hátt mat- vælaverð hér á landi. En það borg- ar sig ekki að vera að ræða svona mál í þaula eða segja neitt ákveðið um hvað er í öllum köflunum og pökkunum. Aðalatriðið er að bíða. Á næstu áratugum koma vísast kollsteypur, alls konar hryðjuverk, ógnir og skelfingar, kannski stríð úti í heimi, nýjar kreppur – eitt- hvað sem hristir vel upp í fólki svo almenningsálit sveiflast til í nokkr- ar vikur, jafnvel mánuði. Ef um- sóknin stendur munu á endanum atburðir verða sem valda því að fylgi við aðild sveiflast aðeins yfir 50% í dálitla stund og þá skiptir öllu að hægt sé að vinna hratt. Þegar þar að kemur má sem best láta svo heita að búið sé að opna alla kaflana og kíkja í alla pakkana en það skiptir ekki öllu máli. Bara að kýla á fjandans þjóðaratkvæða- greiðsluna og málinu er reddað. Sé þessari aðferð fylgt sam- viskusamlega er vel hægt að ganga í sambandið þótt ríflegur meiri- hluti sé á móti því 99 mánuði af hverjum 100 alla þessa öld. Pólitík er nú einu sinni list þess mögulega eins og Bismarck sagði. Ef það er ómögulegt að komast inn í Evr- ópusambandið í góðri sátt sem stendur lengri tíma verða þeir sem ætla þangað hvað sem það kostar að fara þessa einu leið sem er fær – enda svo sem ekkert meiri lýð- ræðishalli á henni en sambandinu sjálfu. Hvernig er hægt að komast í Evrópusambandið þótt flestir vilji vera fyrir utan það? Eftir Atla Harðarson » Það er hægt að kom- ast inn í Evrópu- sambandið þótt fylgi við aðild sé nær öllum stundum vel innan við helming. Atli Harðarson Höfundur er skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands. - með morgunkaffinu Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.