Morgunblaðið - 11.04.2013, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 11.04.2013, Qupperneq 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2013 ✝ Katrín MaríaÁrmann fædd- ist á Hellissandi 29. júní árið l923. Hún lést á Landspít- alanum 3. apríl síð- astliðinn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Arn- dís Jónsdóttir Ár- mann húsfreyja, f. 7. september 1891 í Bjarneyjum, Flat- eyjarhreppi, d. 11. desember 1945 í Reykjavík, og Þórir Valdi- mar Ármann, verslunar- og fram- kvæmdastjóri fyrirtækis Proppé- bræðra á Hellissandi, f. 8. júlí 1888 á Vestdalseyri við Seyð- isfjörð, d. 16. júlí 1925 á Hellis- sandi. Systkini Katrínar voru: 1) Unnur Carmen, f. 1912, d. 1980. 2) Karl Magnús, f. 1915, d. 1984. 3) Knútur, f. 1921, d. 2004. 4) Hanna, f. 1922, d. 2010. Katrín giftist 1949 Þórhalli Arasyni, framkvæmdastjóra og iðnrekanda, f. 28. júlí 1923. Börn þeirra eru: 1) Ágúst Ármann, f. 1950, kvæntur Hallberu Friðriks- dóttur. Börn: a) Þórhallur, kvæntur Helgu Brynjólfsdóttur, b. Tjörvi, Embla og Kristín Hall- Maríu Jónsdóttur, sem áttu heimili á Klapparstíg 38 ásamt móður sinni Katrínu Sigfúsdótt- ur Ármann. Katrín María lauk prófi frá Kvennaskólanum 1941. Hún starfaði á skrifstofu H. Bene- diktsson & Co. um árabil og síðar á Skömmtunarskrifstofunni. Hinn 19. júlí 1949 varð hún fyrir því áfalli að báðir fósturfor- eldrar hennar létust sama dag- inn. Katrín var í fimleikaflokki Ár- manns um 10 ára skeið og tók þátt í sýningarferðum hérlendis sem erlendis. Tók flokkurinn þátt í fimleikahátíð á svonefndri Lingviku í Gautaborg 1946 og fékk lofsamlega dóma. Til Finn- lands fóru þær á fimleikahátíð árið 1947 og fengu þann dóm að vera fremstur flokka Norð- urlanda á jafnvægisæfingum á hárri slá. Á þessum árum eign- aðist Katrín sínar bestu vinkon- ur sem æ síðan héldu hópinn. Katrín lætur eftir sig stóra fjölskyldu. Barnabörnin eru 11 talsins og barnabarnabörnin sömuleiðis 11. Barnabörnum sín- um var hún góður vinur og lang- ömmubörnin voru henni ger- semi. Katrín hafði yndi af ferðalög- um, en þau hjónin gerðu víðreist um lönd eins og Egyptaland, Kenía, Taíland, Indónesíu, Ísrael og síðan um Karíbahafið. Útför Katrínar Maríu fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 11. apríl 2013, og hefst athöfnin kl. 15. bera. b) Katrín María, b. Bríet. Fyr- ir á Hallbera c) Tinnu Sigurð- ardóttur, gifta Jas- oni Guðmundssyni, b. Atli, Petra og Nanna. 2) Helgi Þórhalls- son, f. 1956, kvæntur Bryndísi Þorvalds- dóttur. Börn: a) Helga Sif, sambýlis- maður Gylfi Bragi Guðlaugsson. b) Atli Elfar. Fyrir á Helgi c) Ragnheiði Láru, b. Birgir Orri. Fyrir á Bryndís d) Fróða Stein- grímsson, kvæntan Önnu Hlín Gunnarsdóttur, b. Finnur. 3) Valdimar Þórhallsson, f. 1956, kvæntur Nínu Nikólínu. Börn Valdimars með fyrri konu sinni Hrönn Valent- ínusdóttur: a) Valentínus Þór, sambýliskona Erla Guðjónsdóttir, b. Guðjón Ari. b) Ari Freyr, sam- býliskona Svana Kristinsdóttir, b. Kristín Hrönn. c) Hafdís. Erla sambýlismaður Þórhallur Sverr- isson. d) Þórir Ármann Valdi- marsson. Við lát föður síns var Katrín tekin í fóstur tveggja ára gömul af föðurbróður sínum, Ágústi Ár- mann og föðursystur Guðrúnu Þriðjudagurinn 3. apríl rann upp bjartur og einstaklega fagur. Ég gekk inn á líknardeildina og fann vor í lofti. Krókusarnir kíktu upp úr jörðinni, fuglarnir sungu og gróðurinn undirbjó sig fyrir sum- arið. Það glitti á Kópavoginn í sól- inni, náttúran var á fullu að búa sig undir sumarið. Fegurðin og róin yfir þessum stað var einstök á þessu auganbliki. Ég gekk inn til tengdamóður minnar, og þótt hún væri fársjúk virtist hún hafa gert sér grein fyrir nærveru minni, en stuttu síðar byrjaði henni að hraka. Þegar eiginmaður hennar, synir, tengdadætur og flest barnabörn voru komin til hennar var eins og hún væri tilbúin að kveðja okkur. Andlátið hennar var einstaklega rólegt, umgjörðin þennan morgun var fegurðin ein. Í mínum huga var þessi stund ákveðin af henni, hún umkringd fjölskyldunni og um- hverfis hana ríkti friður, þannig vildi hún hafa hlutina. Fegurð, ró og frið. Það var árið 1972 sem við Katrín hittumst fyrst, þegar Ágúst, elsti sonurinn, kynnti mig fyrir verð- andi tengdaforeldrum mínum. Ósagt mun ég láta hvernig henni leist á verðandi tengdadóttur, hálf- gerðan hippa með rauðsokkuhug- myndir í hávegum, þetta var nú ekki alveg hennar smekkur á ung- um konum í þá daga. En við nánari kynni komst ég nú að því að hún hafði ekki ólíkar hugmyndir og ég um stöðu konunnar í samfélaginu, hún setti þær bara fram á sinn hátt, af háttvísi og festu. Henni var mjög umhugað um fjölskyldu sína og fylgdist vel með hvað fólkið hennar tók sér fyrir hendur. Hún hvatti ungdóminn til dáða í verki og lærdómi, og fylgdist vel með hvernig þeim gekk. Hún var stolt af sínu fólki sem allt er hið mannvænlegasta, hvað svo sem það hefur tekið sér fyrir hendur. Katrín var afburða greind og vel gerð kona. Það var alveg sama hvar var borið niður. Hún fylgdist mjög vel með fréttum og því sem var ofarlega á baugi hverju sinni og myndaði sér skoðanir á því. Hún var einnig mjög minnug, þannig að bæði gátum við hin fullorðnu sem og börnin leitað í fjársjóð viskunn- ar hjá henni. Þessarar heimskonu verður ekki minnst án þess að nefna glæsi- leika hennar í öllu sem hún tók sér fyrir hendur, þar bar heimili tengdaforeldra minna merki smekkvísi og glæsileika í hvívetna. Það er ótrúlegt að þau skyldu geta haldið sitt heimili tvö án utanað- komandi hjálpar svo lengi sem raun bar vitni. Þau hjónin ferðuðust víða um heiminn og höfðu mikla ánægju af. Gjafirnar sem upp úr töskunum komu til okkar fjölskyldunnar voru fallegir munir og föt á börnin okkar, og segja má að þau hjónin hafi séð börnum okkar fyrir fatn- aði í mörg ár þegar þau voru lítil, og allt var þetta valið af sömu smekklegheitunum. Katrín sýndi mikið æðruleysi í veikindum sínum. Hún gekk án efa langt á sjálfa sig án þess að láta á því bera, og var alltaf jafn glæsileg. Að leiðarlokum kveð ég með þakklæti, söknuði og virðingu ein- staka konu sem ég var svo heppin að eiga samleið með hluta af lífi okkar beggja. Þín Hallbera. Tengdamóðir mín, Katrín María Ármann, lést á fallegum sólardegi hinn 3. apríl síðastliðinn. Það var engu líkara en sólin reyndi að verma þá sem eftir stóðu sem upplifðu nú kulda og tómleika. Katrín hefði orðið 90 ára hinn 29. júní næstkomandi ef hún hefði lifað. Níutíu ár telst yfirleitt hár aldur en þegar Kata, eins og hún var kölluð, átti í hlut varð aldurinn afstæður. Hún var alltaf jafn eleg- ant og flott og árin virtust ekkert hafa áhrif þar á. Tengdamóður minni kynntist ég fyrst fyrir rúm- um 25 árum þegar ég og eigin- maður minn fórum að draga okk- ur saman. Frá fyrsta degi tóku þessi netta, fallega kona og tengdafaðir minn mér opnum örmum. Ef lýsa á Kötu koma ýmsar fal- legar myndir upp í hugann. Kata hafði næmt auga fyrir umhverfi sínu og því sem fallegt var. Þann hæfileika nýtti hún til að búa sér og fjölskyldu sinni fallegt heimili en heimilið var hennar starfsvett- vangur eftir að synir hennar fæddust. Allt sem hún gerði virtist öðrum einhvern veginn gerast áreynslulaust. Ekki ætla ég að halda því fram að verkin hafi unn- ist fyrirhafnarlaust þótt oft væri engu líkara en litlir álfar fram- kvæmdu þau þegar enginn sá til. Flestir vita að til að svo megi verða þarf bæði fyrirhyggju og gott skipulag. Kötu var ríkulega gefið af hvoru tveggja. Einnig virtist allt sem hún gerði svo ein- staklega vel gert – hvort sem það var að prjóna peysu, skreyta köku eða rækta blóm. Allt virtist lukk- ast aðeins betur en hjá flestum öðrum! Kata lagði alla tíð mikið upp úr hreyfingu enda fimleikastjarna á sínum yngri árum. Hún fylgdist grannt með þjóðmálum og hafði gaman af að ræða stjórnmál og það sem var á döfinni hverju sinni. Ferðalög voru einnig hennar líf og yndi. Þótt Kata nyti þess sem lífið hafði upp á að bjóða var það fjöl- skyldan – eða hópurinn hennar eins og hún kallaði það – sem skipti hana öllu máli. Hún var óþreytandi að fylgjast með sínu fólki og gladdist einlæglega yfir að sjá hópinn sinn stækka, dafna og vinna sína sigra. Þótt síðustu vikurnar hafi verið erfiðar, þar sem ljóst var að um kveðjustund var að ræða, hafa þær vikur verið óendanlega dýr- mætar. Nú þegar komið er að lok- um vil ég þakka tengdamóður minni fyrir kærleika hennar og hlýju. Bryndís. Elsku amma mín, kveð þig með sorg en minnist þín með hlýju og gleði. Megi alltaf vera sumar í hvílu þinni. Samúðarkveðjur til afa Þórhalls, fjölskyldu og vina. Í rökkurró hún sefur með rós að hjartastað. Sjá haustið andað hefur í hljóði á liljublað. Við bólið blómum þakið er blækyrr helgiró. Og lágstillt lóukvakið er liðið burt úr mó. Í haustblæ lengi, lengi um lyngmó titrar kvein. Við sólhvörf silfrin strengi þar sorgin bærir ein. (Guðmundur Guðmundsson) Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir. Hún amma mín var einstaklega yndisleg kona. Þegar ég kom í heimsókn til hennar og afa voru þau alltaf svo glöð að sjá mig og alltaf tíndi amma til kökur og djús. Ég mun líka alltaf minnast þess hvað amma Kata var glæsileg, alltaf vel tilhöfð og virtist þá engu skipta hvaða dagur var. Auk þess að vera falleg var hún mjög vel að sér og virtist muna allt sem hún heyrði og las. Má þar nefna sem dæmi að í jólaboðum þegar við vorum að spila Trivial vildi hún helst ekki vera með (það hefði líka verið ósanngjarnt því hennar lið hefði klárlega unnið öll hin) en hins vegar var hún alltaf að fylgj- ast með. Af og til mátti svo heyra svörin við spurningunum kölluð innan úr eldhúsi. Ég man þegar ég var yngri og var að æfa fimleika að þá fannst mér svo merkilegt þegar amma sýndi mér myndir frá því þegar hún var í fimleikum. Allar mynd- irnar voru teknar utandyra og þar mátti sjá ömmu standandi uppi á margra metra hárri stöng að lyfta fætinum aftur fyrir höfuð. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt svona frábæra ömmu og mér mun alltaf þykja óendanlega vænt um hana. Mig langar að kveðja ömmu Kötu með þessum orðum sem Jesús sagði, en ég trúi því að við munum hittast aftur. Jesús mælti: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja.“ (Jóh. 11:25-26.) Helga Sif. Ég vil með örfáum orðum minnast móðursystur minnar, Katrínar Maríu Ármann, eða Kötu frænku eins og ég kallaði hana alltaf. Kata var yngst fimm systkina sem nú eru öll látin. Kata frænka hefur allt frá barnæsku minni haft vissan ævintýraljóma í huga mér. Hún var frænkan sem lagði stund á fimleika sem ung stúlka og var í sýningarhópi Ár- manns á sínum tíma. Snemma man ég eftir henni, stórglæsilegri konu, móður þriggja drengja. Hún var ótrúlega víðsýn, ferðaðist mik- ið til útlanda og var alltaf þessi „smarta“ frænka. Minnisstæðar eru veislurnar hennar Kötu, hvort sem voru afmæli, fermingar eða minni tilefni; þar voru borðin hlað- in góðgæti sem við krakkarnir kunnum svo sannarlega að meta. Ég man sérstaklega eftir einu atviki þar sem þau hjónin, Kata og Halli, voru í góðu yfirlæti á glæsi- legu hóteli í Grikklandi þar sem hótelgestir klæddu sig upp á fyrir hádegisverð og ekki dugði minna en síðir kjólar og jakkaföt. Í þess- ari sömu ferð vorum við Helgi son- ur þeirra hjóna með í ferð en við gistum á öðru hóteli í grenndinni. Við ákváðum að heimsækja þau en gleymdum okkur eitthvað á leið- inni, vorum búin að ganga berfætt á ströndinni, öll útötuð í sandi dragandi vindsængur á eftir okk- ur. Þegar við komum á hótelið til þeirra þá rak Kata frænka upp stór augu, þar sem þau stóðu uppábúin, tilbúin í hádegisverð- inn. Við frændi vorum kurteislega dregin burt frá anddyrinu og látin vita að svona kæmum við nú ekki búin á slíkt hótel. Þetta var ekki alveg stíllinn hennar Kötu frænku. Seinna heimsóttu þau hjónin mig á bresku eyjuna Jersey þar sem ég og systir mín heitin unnum þá og fengum við systur að njóta velvildar þeirra, en þau buðu okk- ur með sér hvert sem þau fóru. Síðustu árin höfum við frænkur mínar, Arndís dökkhærða og Arn- dís ljóshærða, eins og ég kalla þær, hist í hádegismat með Kötu frænku og alltaf var hún Kata jafn glæsileg. Hún virtist alltaf 10 ár- um yngri en hún í raun var. Spjöll- uðum við um alla heima og geima og var Kata alltaf inni í öllum mál- um líðandi stundar. Kata var mik- ill ræðumaður og var alltaf fengin til að halda tölu þegar ættarmót voru haldin. Þarna stóð hún og sagði okkur yngri kynslóðinni frá liðnum tímum. Það er eiginlega ekki hægt að tala um Kötu frænku án þess að minnast á eiginmann hennar, Þór- hall Arason, eða Halla eins og hann er alltaf kallaður. Við syst- urnar kölluðum hann alltaf Halla mág, þar sem móðir okkar kallaði hann það alltaf og lengi vel héld- um við að hann héti Halli mágur. Þau hjónin voru sérstaklega sam- rýnd alla tíð og veit ég að Halli á eftir að sakna Kötu sinnar mikið. Elsku Halli, Ágúst, Helgi og Valdimar, samúðarkveðjur til ykkar frá mér og fjölskyldu minni. Hvíl í friði, Kata frænka. Valdís Ella Finnsdóttir. Ástkær föðursystir okkar, Katrín Ármann, er fallin frá. Kata eins og við kölluðum hana alla tíð var tignarleg drottning, með fág- aða framkomu, glæsileg, réttsýn, með skarpa dómgreind, stálminn- ug, víðlesin, vel máli farin, góðvilj- uð, hjálpsöm og mikill fagurkeri. Við systkinin ólumst upp á Klapparstíg 38 ásamt foreldrum okkar en í sama húsi bjuggu Kata og Þórhallur eiginmaður hennar, eða Halli eins og við kölluðum hann alltaf. Mikill samgangur var á milli okkar. Hjónaband Kötu og Halla var til fyrirmyndar og byggðist á trausti, virðingu, sam- vinnu og trúnaði. Kata var okkur alltaf afar góð, leiðbeindi okkur í leik og starfi og var okkur sem önnur móðir í gegnum lífið. Það var mikil og óvænt gleði hjá þeim hjónum þegar tvíburarnir fædd- ust. Allt var tilbúið fyrir eitt barn þegar kom í ljós að tvö börn væru á leið í heiminn rétt um það bil sem þeir fæddust. Drengirnir þeirra Ágúst, Valdimar og Helgi voru okkur sem bræður. Við eigum fjölmargar minning- ar með Kötu. Jólin og áramótin eru okkur afar minnisstæð þar sem fjölskyldurnar voru alltaf saman á meðan við bjuggum á Klapparstígnum og í mörg ár eftir að við fluttum þaðan. Það var alltaf gaman að koma til þeirra hjóna, allt svo fallega fram borið og Kata bakaði flottustu og bestu kökur sem við höfum fengið. Þau hjónin ferðuðust mikið er- lendis og var alltaf jafn gaman að hlusta á ferðasögur sem Kata sagði svo skemmtilega frá. Fyrir þremur árum hafði annað okkar ásamt maka tækifæri til að ferðast um alla Vestfirðina í nokkra daga undir leiðsögn Kötu og Halla. Þetta er ein allra skemmtilegasta ferð sem við höfum farið. Veðrið lék við okkur allan tímann og þau hjónin voru full af fróðleik og þekkingu um land og þjóð. Síðastliðið sumar var gifting innan fjölskyldunnar í Vestmanna- eyjum. Þangað mættu þau hjón eldhress og tóku þátt af fullum krafti í veislunni og dönsuðu fram á miðja nótt. Það var sérlega gam- an að þau skyldu vera með okkur á þeim tímamótum. Nú fyrir aðeins sex vikum hitt- um við Kötu og Halla. Kata kom með fullan kassa af gömlum fjöl- skyldumyndum. Gaman var að hlusta á Kötu lýsa sínum uppvaxt- arárum og hvernig aðstæður voru í þá daga. Minni hennar var svo sterkt að hún mundi nákvæmlega hverjir voru í fermingarveislu sinni, hvar hver maður sat við veisluborðið, hvað var á borðum, hverjir héldu ræðu og hvað var sungið. Einnig var frábært þegar hún lýsti fyrir okkur hvað hún hafði fengið í fermingargjöf frá hverjum og einum. Við erum að tala um at- burð sem gerðist fyrir um það bil 75 árum. Hápunktur dagsins var þegar hún stóð upp og las upp fyr- ir okkur viðtal sem tekið var við föðurbróður hennar Sigbjörn Ár- mann á sextugsafmælisdegi hans um hans lífshlaup. Margs er að minnast í öll þessi ár sem við fengum að njóta nær- veru þeirra hjóna og viljum við þakka fyrir allan þann velvilja sem þau hafa ætíð sýnt okkur og fjöl- skyldum okkar. Við vottum Halla og allri fjöl- skyldunni okkar dýpstu samúð. Arndís og Ágúst Ármann. Látin er mágkona mín, Katrín María Ármann, á nítugasta aldurs- ári. Hún hafði lengi undanfarið barist af miklu æðruleysi við ill- vígan sjúkdóm sem að lokum hafði betur. Það eru rúm 60 ár liðin síðan ég fyrst kynntist Kötu, eins og hún var jafnan kölluð. Hún var þá trú- lofuð bróður mínum, Þórhalli, og áttu þau heima á Klapparstíg 38 sem var heimili Kötu allt frá frum- bernsku er hún var tekin til fóst- urs af föðurbróður sínum Ágústi Ármann og systur hans, Guðrúnu Maríu. Faðir Katrínar hafði látist aðeins 37 ára gamall, og stóð þá móðir hennar uppi með fimm ung börn. Heimili þeirra var þá á Hell- issandi og þar er Kata fædd. Þau Kata og Halli gengu í hjónaband hinn 24. desember 1949 og hafði hjónaband þeirra staðið í 63 ár er Kata lést. Öll þessi ár ríkti hamingja í þeirra lífi. Kata hafði um áraraðir stundað fimleika af miklum áhuga hjá glímufélaginu „Ármann“. Hún hafði farið í sýningaferðir bæði hér innanlands og um öll hin Norður- löndin við góðan orðstír. Þau urðu þeirrar gæfu aðnjót- andi að eignast þrjá góða og mann- vænlega drengi, þá Ágúst, Helga og Valdimar sem allir eru foreldr- um sínum til sóma. Katrín hafði fengið gott uppeldi, hún var afar fáguð í framkomu bæði utan heimilis sem innan. Hún var ljúf í viðmóti, sanngjörn í skoð- unum og ekki framagjörn, góður vinur vina sinna. Vinur sem gott var að umgangast. Þegar drengirnir uxu úr grasi gafst tími og tækifæri til ferðalaga, einkum utanlandsferða til hinna ýmsu landa nær og fjær. Þau hjón- in ferðuðust einnig mikið í þágu Lionshreyfingarinnar eftir að Halli gerðist forystumaður í þeim félagsskap á árunum 1986 til 1989. Í þeim ferðum eignuðust þau marga góða vini og félaga til margra ára. Hjól tímans verður ekki stöðv- að. Kynslóðir koma kynslóðir fara. Lífshlaupi hennar Kötu er lokið. Við þökkum henni samfylgdina, góð kona er með söknuði kvödd. Angrið sækir okkur tíðum heim sem erum fávís börn í þessum heim við skynjum fátt, en skilja viljum þó að skaparinn oss eilíft líf til bjó, að upprisan er öllum sálum vís og endurfundir vina í paradís. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Blessuð sé minning Katrínar Maríu Ármann. Við Sjöfn og systkinin að vestan færum eigin- manni hennar, börnum, tengda- börnum og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ingólfur Arason. Nú hefur Katrín María Ármann kvatt þennan heim. Katrín, eða Kata eins og hún var alltaf kölluð, var góð kona, vel gefin, vel lesin og stillt, allt í kringum hana og eig- inmann hennar á heimilinu fallegt og smekklegt. Kata var frábær í leikfimi og var í sýningarflokki Ár- manns er hún var ung og sómdi sér mjög vel þar sem annars stað- ar. Við vorum átta í saumaklúbbn- um, sem er nú talsvert yfir sextíu ára gamall, en Kata er sú fjórða úr honum, sem fer yfir landamærin. Alltaf var gaman að hittast og mik- ið fjör og margt skrafað. Einu sinni á ári var eiginmönnunum boðið í veislu og þeir skemmtu sér mjög vel með okkur þau kvöld. Fyrir nokkrum árum fórum við í klúbbnum með eldri borgurum í kringum Snæfellsnes, það var mjög góður leiðsögumaður með okkur og veðrið yndislegt, logn, sól, 20 stiga hiti og blár himinn. Við gistum á Hellissandi yfir nótt. Um kvöldið gengum við að húsinu, þar sem Kata fæddist, fallegur staður við sjóinn, og jökullinn reis hátt í austri. Klukkan tólf á miðnætti horfðum við á sólina setjast. Allt draumur og dásemd. Einnig fór- um við saman til Skotlands og sú ferð heppnaðist líka mjög vel. Þá skruppum við upp á Vatnajökul. Þessar ferðir sem og styttri ferðir í sumarbústaði munu ekki gleym- ast. Þegar við verðum á ný átta saman hygg ég að við munum ferðast saman í kringum jörðina eins og að drekka vatn. Þórhallur Arason, hinn góði eig- inmaður Kötu, er nú sá eini eftir af eiginmönnum klúbbsystra, og á hann nú um sárt að binda ásamt fjölskyldu sinni. Við biðjum þeim öllum Guðs blessunar, Kata fær að fylgjast með þeim og öllum hér frá sumarlandinu. Við kveðjum Kötu með þakk- læti fyrir allt og komum svo á eftir og höldum áfram, átta glaðar klúbbkonur. Þuríður Kristjánsdóttir. Katrín María Ármann

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.