Morgunblaðið - 11.04.2013, Page 34

Morgunblaðið - 11.04.2013, Page 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2013 ✝ Bjarni Hann-esson fæddist á Hvammstanga 21. febrúar 1938. Hann lést á heimili sínu í Garðabæ 2. apríl sl. Foreldrar hans voru Hannes Pét- ursson kennari, f. 1913, d. 1943, og Ragnheiður Ingi- björg Bjarnadóttir, f. 1917, d. 1985. Uppeldisfaðir Bjarna var Bogi Sigurðsson framkvæmdastjóri Barnavinafélagsins Sum- argjafar, f. 1906, d. 1979. Systir Bjarna er Hanna Hannesdóttir, f. 1940, gift Baldri Jóhannssyni, f. 1934. Fósturbróðir Bjarna er Björn Bogason, f. 1937, kvæntur Ingibjörgu Sigurðardóttur, f. 1943. Bjarni kvæntist 20. ágúst 1960 Þorbjörgu Þóroddsdóttur, f. 23. ágúst 1938. Foreldrar hennar voru Þóroddur Guðmundsson skáld frá Sandi og Hólmfríður Jónsdóttir. Börn þeirra eru: 1) Ragnheið- ur Ingibjörg, f. 1961, gift Sveini Yngva Egilssyni, f. 1959. Dætur þeirra eru Þorbjörg, f. 1984, Brynja, f. 1987, og Hólmfríður, f. 1995. Sambýlismaður Brynju er Hampshire 1967-1971 og lauk sérfræðiprófi í heila- og tauga- skurðlækningum árið 1971. Hann hóf störf við Borgarspít- alann 1971 og sem sérfræðingur í heila- og taugaskurðlækningum árið 1972. Hann var jafnframt ráðgefandi sérfræðingur við Landspítalann og St. Jósefsspít- ala. Árið 1982 hafði Bjarni ásamt fleirum forgöngu um stofnun heila- og taugaskurðlækn- ingadeildar Borgarspítala, síðar Landspítala, og gegndi stöðu yf- irlæknis þar til starfsloka árið 2008. Hann kenndi við lækna- deild Háskóla Íslands um langt árabil og var með læknastofu í Reykjavík og á Akureyri fram til ársins 2013. Bjarni fylgdist mjög vel með þróun í sérgrein sinni og dvaldi m.a. tímabundið við störf erlendis, einkum í Bandaríkj- unum. Bjarni sat í stjórn Svifflug- félags Íslands 1957-1958, var fulltrúi læknadeildar í Stúd- entaráði Háskóla Íslands 1966- 1967, í stjórn Siglingasambands Íslands 1979-1980 og formaður þess 1980. Hann var formaður Skurðlækningafélags Íslands 1976 og formaður Félags nor- rænna taugaskurðlækna 1994- 1998. Úför Bjarna verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 11. apríl 2013, og hefst athöfnin kl. 15. Friðrik Steinn Frið- riksson, f. 1984. 2) Þóroddur, f. 1965, kvæntur Brynhildi Þórarinsdóttur, f. 1970. Þóroddur var áður kvæntur Dýr- leifu Dögg Bjarna- dóttur, f. 1970. Börn Þórodds og Dýr- leifar eru Val- gerður, f. 1989, og Bjarni, f. 1990. Börn Þórodds og Brynhildar eru Þor- björg, f. 2005, Þórarinn, f. 2008, og Anna Kristín, f. 2009. 3) Hólm- fríður, f. 1970, gift Martin Ein- eborg, f. 1967. Synir þeirra eru Egill Askur, f. 2003, og Ingvar Jarl, f. 2006. Bjarni lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík ár- ið 1958, almennu læknaprófi frá Háskóla Íslands í febrúar 1965 og ameríska læknaprófinu um sama leyti. Hann var kandidat á Landspítalanum febrúar-júní 1965, tók kandidatsár við Stam- ford Hospital í Connecticut í Bandaríkjunum 1965-1966 og var í sérnámi í skurðlækningum við Hartford Hospital í Connecti- cut 1966-1967. Hann nam heila- og taugaskurðlækningar við Dartmouth Medical Center í New Mennirnir í heiminum gerast ekki flottari en hann tengdafaðir minn, Bjarni Hannesson, sem nú er látinn. Hann var hæglátur töffari af gamla skólanum, há- vaxinn, bláeygur og dökkhærður, síðar grásprengdur og silfur- hærður. Þessi svali maður var bráðvel gefinn og fær heila- skurðlæknir í þokkabót. Hann varð Íslandsmeistari í kjölbáta- siglingum og skíðaði betur en nokkur sem ég þekki. Og það merkilega var að slíkur afburða- maður skyldi vera svona fallega hógvær og hlédrægur. Hann var af alþýðufólki kominn og gleymdi því aldrei. Hann var náttúru- barn. Hann elskaði landið sitt og þó einkum Akureyri. Hann elsk- aði Þorbjörgu Þóroddsdóttur og hún hann. Þau voru góð saman og glæsileg. Þau áttu þrjú börn sem hafa náð langt hvert á sínu sviði. Tíu barnabörn sem afinn kenndi öllum að skíða. Ef Bjarni Hannesson hefði verið persóna í skáldsögu eða kvikmynd – sem hann hafði svo sannarlega útlitið til að leika í – hefði það flokkast sem óraunsætt draumóraverk því enginn gæti verið svona frá- bær. En þetta var í alvöru og það var gaman að fá að taka þátt í þessu mikla ævintýri sem eigin- maður eldri dótturinnar á heim- ilinu, Ragnheiðar Ingibjargar. Hún var skírð í höfuðið á móður Bjarna, hjartanlegri dugnaðar- konu og ekkju sem var syni sín- um stoð og stytta eftir að hann missti föður sinn ungur að árum, en Bjarni eignaðist góðan fóstur- föður í Boga Sigurðssyni. Samverustundirnar voru margar og góðar. Sigling fjöl- skyldunnar um Eyjahafið á skútu 1979, kærasti og nýstúdent er með í för, allt er ungt og nýtt. Grísku eyjarnar, vindur í hári og salt á vör. Heimsókn 1998 á slóð- ir fjölskyldunnar í Nýja Eng- landi þar sem Bjarni stundaði áður framhaldsnám. Góðir dagar í húsinu á Hamarstíg á öllum árstímum. Hlíðarfjall. Afmælis- ferð til Fjóns 2008, dönsk sveita- sæla. Alltaf notaleg návist, spjallað um heima og geima, skálað fyrir lífinu. Allar ferðirnar og útsýnið sem opnaðist manni eins og þegar skíðað var með Bjarna úr einum dal í annan í Ölpunum 2004. Matarboðin í Garðabænum, líf og fjör í kringum húsfreyjuna, fíngerða og rauðhærða, sögur að norðan og austan og vestan. Húsbóndinn kveikir upp í arn- inum og sest við eldinn með dótt- ur sinni. Þau eru læknar bæði tvö og bera saman bækur sínar, stolt af starfinu, stolt af hvort öðru og gleðjast yfir góðum verkum. Ákallið úr Eddukvæð- um kemur í hugann: „Mál og manvit gefið okkur mærum tveim og læknishendur meðan lifum.“ Það er þyngra en tárum taki að Bjarni skyldi ekki fá að lifa lengur. Hann tók veikindum sín- um af þeim kjarki og því æðru- leysi sem hann var þekktur fyrir. Áður en hann veiktist fannst manni hann eiga svo mikið eftir. Hann var vel á sig kominn, skíðaði eins og unglingur og naut sín til fulls sem afi með axlabönd og veglyndur ættarhöfðingi. Ég hefði svo gjarnan viljað sitja gegnt honum í ruggustól og rabba við hann lengi enn. Sökn- uðurinn er sár en huggunin er sú að hann lét gott af sér leiða og snerti líf svo margra. Bjarni Hannesson skilur eftir sig mikið og merkilegt lífsverk sem læknir og sem maður. Ég þakka fyrir samfylgdina. Sveinn Yngvi Egilsson. Við biðum tvö í Leifsstöð árla morguns fyrir ellefu árum. Am- eríkuvélin var sein til lendingar. Við vorum að sækja kærastann minn og börnin hans og Bjarni ekki lengur fjarlægur pabbi Hófíar vinkonu minnar heldur tilvonandi tengdafaðir minn. Það var skrýtið. Sennilega fannst okkur það báðum. Enda stein- þögðum við bæði. Þetta var lang- ur morgunn. Við nánari kynni reyndist tengdafaðir minn ákaflega elsku- legur maður með notalega nær- veru, þægilega laus við kurteis- ishjal en mikill sagnameistari. Minnisstæð eru öll matarboðin sem Bjarni hélt uppi með sögum, hann kunni sögu Akureyrar frá A til Ö, sögur af merku fólki, skáldum og furðufuglum. Tróð ekki upp með látum en sagði þannig frá að allir lögðu við hlustir. Hélt sjálfum sér ætíð til hlés, stærði sig aldrei af eigin ár- angri og kvartaði heldur aldrei. Ekki einu sinni þegar heilsunni hrakaði enda hryllti hann við vorkunnsemi. Raunsær og jarð- bundinn en þó ævintýramaður; töffari til hinstu stundar. Hann var fyrstur í fjallið í vetrarbyrj- un, síðastur niður á vorin. Leysti landfestar um leið og skíðin fóru í geymsluna. Við fjölskyldan áttum margar góðar stundir með þeim Þor- björgu á Akureyri. Það kom sér vel að þau kunnu á bæinn þegar við fluttum norður, áttu þar hús og bát og höfðu kortlagt menn- ingarlífið. Stundum komu þau eða fóru eins og vindurinn, sátu allt í einu á svölunum á Hamar- stígnum og veifuðu þegar við gengum niður götuna. Þá var krökkum boðið í heimsókn og ósköp reyndist notalegt að hvíla lúin bein með því að horfa á Línu langsokk með afa. Börnin hafa misst mikið og sakna sárlega. Afi Bjarni kenndi þeim öllum á skíði og taldi aldrei eftir sér að baksa með snuddu- börnum á töfrateppinu. Enginn var stoltari af vaxandi færni þeirra í brekkunum. Síðast núna í nóvember fengu börnin skíða- tíma og þótt afinn væri farinn að finna fyrir veikindunum var hvergi slegið af. Hann kenndi þeim að rækta kartöflur í garð- inum við Hamarstíg og fól þeim að sjá um útsæðið fyrir fáeinum vikum þegar ljóst varð hvert stefndi. Það var falleg stund og þannig heldur lífið áfram, börnin taka við og rækta garðinn sinn, í minningu afa síns. Í fyrrasumar ferðuðumst við um Húnavatnssýslurnar með Bjarna og Þorbjörgu, þræddum æskuslóðir Bjarna og hurfum áratugi aftur í tímann. Þáðum kaffi hjá ókunnugum bændum í Miðfirði þar sem lítill drengur villtist í þoku fyrir hátt í 70 ár- um. Óðum grasið á Þingeyrum þar sem hann uppgötvaði að ekki var eins einfalt að smíða segls- leða og drengjabækur lofuðu. Einhvern veginn eru Húnavatns- sýslurnar bæði styttri og fallegri á eftir. Þetta var góð ferð. Og þetta var gott líf. 75 ár er vissu- lega ekki hár aldur og við vorum alls ekki tilbúin að kveðja. En allt hefur sinn tíma, eins og Bjarni sagði sjálfur. Og fyrir tímann sem við fengum með hon- um er ég ákaflega þakklát. Brynhildur Þórarinsdóttir. Skíðaferð með afa. Við höfum fylgt afa Bjarna upp á fjall frá því að við gátum staðið á skíðum. Aldrei kom til greina að við héld- um okkur við barnabrekkuna þó að við værum lág í loftinu, enda var engin brekka of há eða brött í fylgd með afa. Á skíðum lærð- um við að til að ná hæstu tindum þyrfti sjálfsöryggi og þor. Eins og afi sagði: Best er að detta í bröttu. Afi lét ekki staðar numið við að kenna okkur að standa á skíð- um heldur hætti aldrei að kenna okkur góða tækni og færni. Við urðum aldrei of gömul til þess að fylgja honum eftir í halarófu og líkja eftir hverri fimlegri sveigju og beygju hans afa. Eftirminni- leg er skíðaferð til Austurríkis í tilefni af sjötugsafmæli hans. Þar þeystumst við yfir fjöll og í gegn- um skóga og þræddum hvern smábæinn á fætur öðrum. Leiddi afi hópinn áreynslulaust og naut þess bæði að skíða og fylgjast stoltur með hópi barnabarnanna sem fylgdi fast á eftir. Á þeim afmælisdegi afa fædd- ist níunda barnabarn hans, líkt og hann sjálfur fæddist á afmæl- isdegi afa síns. Barnabörnin tíu hafa öll fengið skíðaáhugann í arf og við munum aldrei gleyma kennslu hans og fordæmi. Þó að afi sé nú horfinn handan tindsins hefur hann kennt okkur nóg til að við getum haldið leiðangrinum áfram og notið ferðarinnar. Þorbjörg, Brynja, Valgerður, Bjarni og Hólmfríður. Í dag er kvaddur góður vinur og merkur læknir, Bjarni Hann- esson heila- og taugaskurðlækn- ir. Við Bjarni kynntumst í 4. bekk Menntaskólans í Reykjavík þar sem við sátum saman í Fjós- inu í þrjá vetur til stúdentsprófs árið 1958 og hófum síðar nám í læknadeild Háskóla Íslands. Báðir fundum við eiginkonur okkar meðal samstúdenta í MR. Að hvatningu Bjarna fylgdi ég honum eftir til Stamford í Con- necticut í Bandaríkjunum til framhaldsnáms. Minnist ég þess enn að sjá hann ásamt Ingu dótt- ur sinni úti á svölunum á flug- vellinun í New York til að taka á móti okkur. Eftir dvöl í Stamford skildi leiðir, Bjarni hélt til Hartford í Connecticut til náms í skurð- lækningum í eitt ár og síðan til Hanover í New Hampshire til nokkurra ára sérnáms í heila- og taugaskurðlækningum við Dartmouth Medical School Affi- liated Hospitals, með námsdvöl í Boston og í London. Ég ílentist í Connecticut. Samskipti fjöl- skyldnanna voru náin á þessum árum, t.d. gagnkvæmar heim- sóknir. Þau hjón voru ætíð miklir gestgjafar. Bjarni lauk námi í taugaskurð- lækningum með glæsibrag og tók bandarískt sérfræðipróf. Hann var annar tveggja frum- kvöðla í þessari mikilvægu sér- grein læknisfræðinnar hér á landi og hóf störf á þáverandi Borgarspítala sem síðar samein- aðist Landspítala og varð það hans starfsvettvangur, lengst af sem yfirlæknir. Bjarni fylgdist vel með sérgrein sinni með ferð- um á fundi vestan hafs og til Norðurlanda. Hann var um tíma formaður Norrænna heila- og taugaskurðlækna, sem var mikill vegsauki. Bjarni var góður íþróttamaður á menntaskólaárunum og stund- aði körfubolta, skíði og svifflug. Eftir heimkomu fékk Bjarni áhuga á siglingum og fengum við að njóta þess með þeim hjónum. Hann lagði sitt af mörkum til þeirrar íþróttar og var um tíma formaður Siglingasambandsins. Skíðaíþróttin átti alltaf hug hans en hann var góður skíðamaður og frábær kennari. Minnumst við vetrarfrís hjá þeim hjónum í Hanover þegar Bjarni kynnti mig rækilega fyrir skíðaíþrótt- inni svo úr varð baktería. Eftir að þau hjónin eignuðust hús á Akureyri var oft dvalið þar að sumri og vetri og þá farið í Hlíðarfjallið. Hvað ánægjuleg- astar voru þó sameiginlegar ferðir til Austurríkis á lítið fjalla- hótel sem þau hjónin höfðu upp- götvað. Þar var margri febrúar- vikunni eytt öllum til mikillar ánægju og Bjarni leiddi hópinn niður brekkurnar. Bjarni var farsæll í starfi sínu. Sérgreinalæknar vinna á af- mörkuðu sviði og þekkingu á öðrum sviðum er oft erfitt að halda við. Sérgreinar okkar voru mjög ólíkar en gátu skarast. Dáðist ég ætíð að því hvað Bjarni hélt vel við almennri yfirsýn í læknisfræðinni. Við hjónin og fjölskylda okkar vottum fjölskyldu hans okkar innilegustu samúð. Hans verður sárt saknað. Birgir Guðjónsson. Enn hefur skarð verið höggvið í níu manna hópinn, sem útskrif- aðist úr læknadeildinni í febrúar 1965. Hann Bjarni er sá þriðji okkar, sem nú hefur haldið yfir móðuna, sem bíður okkar allra. Samleið okkar hófst í byrjun fyrsta hluta læknadeildar, og mynduðum við þremenningar lestrarklúbb, hittumst vikulega og fluttum ágrip líffæra- og fóst- urfræðinnar, sem mörgum reyndist torfarin. Snemma beygðist þó krókurinn hjá Bjarna, hann tók fyrir heila- og taugakerfið, en við hinir tókum auðveldara efni. Fundir þessir báru þann árangur að allir hlutu efstu einkunn hjá Jóni Steffen- sen og Bjarna Jónssyni, sem var prófdómari. Hópurinn dreifðist nú um skeið og bar fundum okkar næst saman þar sem við hurfum til framhaldsnáms hver í sínu fagi, Bjarni og Þorbjörg fluttu til Hanover, New Hampshire en við Halla til Worcester, Massa- chusetts. Við héldum þó nánu sambandi og það var ávallt til- hlökkunarefni þegar von var á gestum í Worcester. Jafnan voru líka mætt Birgir og Heiður með fjölskyldu frá New Haven. Hanover er í miðju skíðasvæði Nýja Englands og fórum við ný- liðar í þeirri íþrótt í heimsókn þangað. Við vorum að klöngrast niður þröngar, skógum girtar brekkurnar, en Bjarni hafði ótrúlegt vald á þessum sleipu fjölum, sem oft vildu krosslegg- jast undir fótum okkar, og sveif niður þær án nokkurrar áreynslu parallelt og miðlaði okkur af reynslu sinni. Þar kom að við lukum fram- haldsnámi og vorið 1971 hóf Bjarni starf í sinni sérgrein. Fyr- ir heimkomu þeirra Bjarna og Kristins Guðmundssonar frá námi hafði doktor Bjarni á Landakoti sinnt bráðaaðgerðum vegna höfuð- og mænuáverka um margra ára skeið. Heilablæðing- ar og æðagúlar voru send til Danmerkur og var árangur nokkuð misjafn, sumpart vegna óhjákvæmilegra tafa. Það urðu því mikil umskipti þegar til landsins komu samtímis tveir útlærðir heilaskurðlæknar og þarf ekki að orðlengja þá bættu þjónustu sem þeir veittu í náinni samvinnu. Við Bjarni áttum sameiginlegt áhugamál og festum bráðlega kaup á opnum seglbáti og áttum góðar stundir í siglingum um vogana innan Skerjafjarðar. Með skánandi hag okkar skildi þó leiðir og við enduðum með al- vörubáta með lúkar og græjum, en síðustu ár flutti Bjarni út- gerðina til Akureyrar og áttum við nokkrum sinnum notalega siglingu á Pollinum, þegar við áttum leið um Akureyri. Skjótt hefur sól brugðið sumri og siglarinn Mardöll bíður nýrra miða og traustra stjórnenda. Fjölskylda mín vill votta Þor- björgu og fjölskyldu hennar okk- ar dýpstu samúð. Sigurgeir Kjartansson. Mér var brugðið þegar ég frétti fyrst af alvarlegum veik- indum Bjarna, góðs vinar og kollega og náins samverkamanns í áratugi. Á fjórða áratug höfðum við unnið saman, helming þess tíma tveir einir. Það var erfitt að vita af þessum glæsilega og góða manni berjast við illvíg veikindi í orrustu sem var við það að tapast og geta ekkert í því gert. Maður, sem hafði öll sín fullorðinsár att kappi við veikindi annarra, varð nú sjálfur að játa sig sigraðan af erfiðum sjúkdómi. Við flugum utan með sömu flugvél árið 1965. Eftir u.þ.b. tvö ár erlendis varð ljóst að leiðir okkar mundu liggja saman því báðir höfðum við fengið stöðu við framhaldsnám í heila- og tauga- skurðlækningum, hann við Dartmouth Medical Center í New Hampshire, mikilsvirtan stað. Við heimkomu haustið 1971 vorum við ráðnir á Borgarspít- alann. Sérstök heila- og tauga- skurðlækninga-deild var svo stofnuð þar árið 1983, sú fyrsta og eina hér á landi. Við unnum afar vel saman og veitti ekki af við uppbyggingu deildarinnar annarsvegar og hinsvegar ákaflega vandasamar ákvarðanir og aðgerðir vegna oft flókinna og afar hættulegra sjúk- dóma og áverka. Fyrstu árin „opereruðum“ við oft saman og stundum kölluðum við hvor ann- an út, jafnvel að nóttu til, ef mjög tvísýn tilfelli komu upp. Með þessu móti nutum við kunnáttu og reynslu hvor annars. Álagið á starfsfólk Borgarspítalans jókst einnig gífurlega við þessa viðbót við starfsemina en það verður að segjast öllu starfsfólkinu til hróss að aldrei var kvartað og allir stóðu sig með afbrigðum vel, ekki síst ef þess er gætt að þetta var fólki alveg nýtt. Viðbragðs- hraði vegna bráðatilfella þótti til fyrirmyndar hvert sem litið hefði verið. Bjarni var ákveðinn og fylginn sér, glaðsinna og skemmtilegur, réttsýnn og heiðarlegur. Hann var afburða skurðlæknir og naut mikils álits sem slíkur bæði hér- lendis og erlendis. M.a. hóf hann fyrstur hér á landi skurðaðgerðir á heilaæðum. Fjölmargar voru þær aðgerðir aðrar sem þá og síðar voru gerðar í fyrsta sinn á Íslandi á þessari deild. Arfleifð hans er fullburða heila- og taugaskurðlækninga- deild, fjölhæf og vel búin tækjum og góðu starfsfólki, með þremur sérfræðingum og aðstoðarlækni og hundruðum aðgerða á hverju ári, afkastamikil og drífandi legudeild og reynsluríkar stoð- deildir. Og þar sem áður var eng- inn eru nú u.þ.b. tuttugu íslensk- ir sérfræðingar í heila- og taugaskurðlækningum, flestir þegar útskrifaðir eða við fram- haldsnám erlendis. Nú þegar hann er genginn þakka ég gamla vináttu og ævi- langt samstarf og margar góðar samverustundir á fallegu heimili þeirra Þorbjargar í áranna rás. Minning hans verður í heiðri höfð. Við Anna vottum Þorbjörgu og fjölskyldu allri samúð okkar og óskum þeim alls góðs. Þegar við svo hittumst á annarri stjörnu munum við örugglega sigla saman um sundin blá. Kristinn R. Guðmundsson Það er með djúpa sorg í hjarta sem ég sest niður til að rita minningargrein um minn gamla vin og skólafélaga Bjarna Hann- esson lækni. Leiðir okkar lágu fyrst saman er við urðum bekkj- arfélagar sem unglingar í fyrsta bekk í Gagnfræðaskóla Austur- bæjar haustið 1951. Við vorum síðan bekkjarbræður samfleytt allt til stúdentsprófs frá MR vor- ið 1958, og sessunautar árum saman. Við kynntumst körfu- bolta hjá Einari Ólafssyni íþróttakennara í GA. Vorum í frjálsum íþróttum í Ármanni hjá Stefáni Kristjánssyni og stofnuð- um Körfuknattleiksdeild Ár- manns ungir að árum og nutum handleiðslu Ásgeirs Guðmunds- sonar frá Hvanneyri. Bjarni fékk snemma áhuga á svifflugi og fór margar ferðirnar að Sandskeiði og náði góðum árangri í svifflug- inu og eignaðist þar marga trausta vini. Bjarni var búinn miklum lífs- krafti og metnaði sem fékk útrás á löngum og farsælum námsferli, en hann nýtti sér hinar góðu námsgáfur sínar til læknisfræði- náms í einni erfiðustu grein Bjarni Hannesson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.