Morgunblaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 42
42 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2013
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Verðlaunaverkið Walking Mad eft-
ir sænska danshöfundinn Johan
Inger og Ótta eftir Ásgeir Helga
Magnússon, Hjördísi Lilju Örnólfs-
dóttur og Unni Elísabetu Gunn-
arsdóttur verða frumsýnd á stóra
sviði Borgarleikhússins annað
kvöld kl. 20. Sýningin er hluti af
afmælisfagnaði Íd en í ár eru 40 ár
síðan flokkurinn var stofnaður.
Óhætt er því að segja að árið beri
tímamótunum merki, því á
Listahátíð í vor mun Íd taka þátt í
flutningi á danstónverkunum Vor-
blótinu og Petrúsku eftir Igor
Stravinskíj og í haust frumsýnir
flokkurinn nýtt verk sem nefnist
Tímar eftir Helenu Jónsdóttur sem
samið verður sérstaklega í tilefni
afmælisársins. Jafnframt verður
frumsýnt nýtt verk eftir Brian
Gerke.
„Það er mjög viðeigandi að tefla
fram tveimur kraftmiklum og
vönduðum dansverkum á fyrstu af-
mælissýningu ársins,“ segir Ásgeir
Helgi Magnússon sem dansar í
báðum verkum kvöldsins.
Innblástur sóttur í Sókrates
„Walking Mad var samið 2001
fyrir dansflokk í Hollandi og hefur
síðan verið sýnt um allan heim við
miklar vinsældir. Núna í vetur eru
a.m.k. fjórir dansflokkar í heim-
inum að sýna þetta, allt frá Þjóð-
ardansflokknum á Spáni til Dans-
flokksins í Helsinki,“ segir Ásgeir.
Spurður hvort hann kunni skýr-
ingar á vinsældum verksins segir
Ásgeir það mjög aðgengilegt og
opið fyrir túlkunum. „Það er kraft-
mikið verk, uppfullt af stórum,
flottum hreyfingum,“ segir Ásgeir
og tekur fram að ekki spilli fyrir
hversu flott og áhrifamikil tónlistin
sé, en verkið er samið við Boléro
eftir Maurice Ravel.
Aðspurður segir Ásgeir verkið
ekki fela í sér línulegan söguþráð,
heldur taki innblástur sinn af eft-
irfarandi orðum Sókratesar: „Okk-
ur hlotnast mesta gæfa fyrir til-
stilli brjálseminnar, svo fremi að
hún sé guðsgjöf.“ Að sögn Ásgeirs
er væn sletta af húmor í verkinu.
„Þegar maður felur sig bak við
geðveikina getur maður leyft sér
að bregða á leik. Við vinnum m.a.
með vandræðaleg augnablik og
reynum að sjá það spaugilega í
þeim.“
Aðspurður segir Ásgeir verkið
mjög krefjandi fyrir dansara hóps-
ins. „Þetta er algjör danssprengja,
þar sem dansað er á fullu frá upp-
hafi til enda. Verkið er kaflaskipt
þannig að hver og einn dansari á
sína pásu á bak við vegginn,“ segir
Ásgeir og bendir á að umræddur
veggur í sviðsmyndinni sé á stöð-
ugri hreyfingu. „Þegar við erum
ekki að dansa erum við að færa
sviðsmyndina, þannig að maður er
að allan tímann,“ segir Ásgeir og
tekur fram að verkið bjóði ekki
upp á að sviðsmenn leikhússins sjái
um hreyfingar sviðsmyndarinnar.
Kraftmikið verk uppfullt af húmor
Morgunblaðið/Golli
Geðveiki „Þegar maður felur sig bak við geðveikina getur maður leyft sér að bregða á leik,“ segir Ásgeir Helgi sem dansar í báðum verkum kvöldsins.
Íslenski dans-
flokkurinn fagnar
tímamótum
Fiðluleikarinn Patricia Kopatch-
inskaja frá Moldavíu verður í kast-
ljósinu á tónleikum Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands í kvöld, þegar
hún leikur einleik í Fiðlukonsert nr.
2 eftir Béla Bartók. Önnur verk á
efnisskránni eru hið fræga Vorblót
Stravinskíjs og Sinfónía nr. 2 eftir
Arvo Pärt. Ilan Volkov, aðalstjórn-
andi SÍ, mundar tónsprotann.
Ferill Kopatchinskaju hefur verið
glæstur allt frá því hún bar sigur úr
býtum í Szeryng-fiðlukeppninni árið
2000 og hefur hún heillað jafnt gagn-
rýnendur sem áheyrendur.
Bartók samdi fiðlukonsertinn árið
1938 og leyna þjóðleg ungversk áhrif
sér ekki í honum. Þrátt fyrir erfið-
leika í lífi tónskáldsins á þeim tíma,
þar sem hann sætti ofsóknum vegna
andstöðu sinnar við nasismann, er
tónsmíðin björt og glettin.
Arvo Pärt er eitt kunnasta tón-
skáld samtímans og Sinfónía nr. 2 er
ómstríð, kraftmikil og dökk, með
óvæntar tilvitnanir í eldri tónskáld.
Í ár er öld liðin frá frægum frum-
flutningi lokaverks tónleikanna,
Vorblótsins. Olli það svo miklu
fjaðrafoki að lögregla þurfti að stilla
til friðar. Nú þykir það eitt kraft-
mesta tónverk 20. aldar.
Einleikarinn Patricia Kopatchinskaja leikur einleik í Fiðlukonsert Bartóks.
Vorblótið og tónverk
eftir Bartók og Pärt
„Titillinn vísar í gömlu heitin á sólarhringnum og
fjallar um þann óróleika sem margir finna fyrir milli
klukkan þrjú og sex á nóttunni,“ segir Ásgeir Helgi
Magnússon, einn þriggja höfunda Óttu, en meðhöf-
undar hans eru Hjördís Lilja Örnólfsdóttir og Unnur
Elísabet Gunnarsdóttir. Öll eru þau dansarar Íd og
unnu verkið í nánu samstarfi við aðra dansara
flokksins auk þess að dansa sjálf í verkinu, en dans-
arar verksins eru alls sjö.
„Við sömdum verkið upphaflega fyrir nóvember-
sýningu Íd sl. haust, Á nýju sviði, en fengum tæki-
færi til að þróa verkið áfram og lengja það. Við höf-
um því getað tekið inn nýjar hugmyndir til að gera
góðan efnivið enn betri. Auk þess vinnum við meira
með skilin milli draums og veruleika, þ.e. þetta
augnablik þegar maður hættir að skynja mörkin þar
á milli og skrýtnir hlutir fara að gerast,“ segir Ásgeir
og tekur fram að sérlega gaman sé að fá tækifæri til
að þróa verkið fyrir stóra svið Borgarleikhússins.
„Stóra sviðið býður upp á meiri tækni en hægt er að
útfæra á minna sviði. Við nýtum okkur það óspart,
enda frábært að geta þanið allar hreyfingar og farið
alla leið.“
Frábært að geta farið alla leið í stærra rými
DANSVERKIÐ ÓTTA FJALLAR UM SKILIN MILLI DRAUMS OG VERULEIKA
Brammer Ísland ehf | Steinhella 17a | 221 Hafnarfjörður | Sími: 522 6262 | www.brammer.is
Heimsþekkt vörumerki frá öllum helstu framleiðendum í iðnaðarvörum og þetta er aðeins brot af þeim merkjum sem við bjóðum upp á
Glussa-, vökva- og loftkerfi